Tíminn - 04.09.1977, Qupperneq 36

Tíminn - 04.09.1977, Qupperneq 36
36 Sunnudagur 4. september 1977 ÞEGAR SCHMIDT VAR í VESTMANNAEYJUM Kanslarinn og kona hans, Hannelore aö viröa fyrir sér þau undur sem Vestmannaeyjabúar fengu á sfnum tima úriörum jaröar. Kanslarinn tekur mynd af bæn- um. Þessi mynd veröur áreiöan- lega ein af sérkennilegri myndum f 1 jósm yndasafni kanslarans. Annars munu slikar myndir ekki vera svo oalgengar f einkaljós- myndasöfnum í býzkalandi, þvi þýzkir feröamenn eru þeir al- gengustu i Eyjum. Sem dæmi um þaö má nefna aö Schmidt byrjaöi heimsökn sina þangaö meö þvi aö heiisa manni út á götu, en hann þekkti hann frá heimalandinu. Helmut Schmidt gengur á iand i Vestmannaeyjum, en þangaö var hann og föruneyti hans flutt meö varöskipinu Tý. MÖL-Reykjavlk— Eins og menn rekur minni til, dvaldist Helmut Schmidt, kanslari Sambandslýö- veldisins Vestur-Þýzkalands hér á landi I tveggja daga opinberri heimsókn um miöjan siðasta mánuö.Meöan hann dvaldist á Is- landi fór kanslarinn og fa-uneyti hans til Vestmannaeyja, þar sem vegsummerki jarögossins voru skoðuð. Jafnt islenzkum sem er- lendum blaöamönnum var mein- uð þátttaka i þeirra ferö þannig aö engar myndir frá Vestmanna- eyjadvöl Helmuts Schmidts voru teknar af blaðaljósmyndurum. Hins vegar var ljósmjndari frá Vestur-Þýzku igjplýsingamála- stofnuninni I feröinni meö kanslaranum og hefur Timanum nú borizt þær myndir, sem hann tók þá. Þaö var 6. júll s.l. aö Helmut Schmidt lagöi upp i opinbera heimsókn til Kanada. Þann 12. sama mánaðar fór hann svo til Bandaríkjanna þar sem hann ræddi við Jimmy Carter, Banda- rikjaforseta, dagana 13. og 14. jiilf. Daginn eftir var kanslarinn kominn til Islands, þar sem hann ræddi viö Geir Hallgrimsson for- sætisráöherra Islands og forseta tslands, Kristján Eldjárn. Þaö var svo daginn eftir, laugardag- inn 15. júli aö kanslarinn og kona hans fóru til Vestmannaeyja. Eftir þá ferö sagöi Helmut Sch- midt á fundi meö blaöamönnum, aö hann dáöist mikið aö hugrekki og þrautseigju þeirra Eyjabúa. Opinberri heimsókn vestur- þýzka kanslarans til Islands lauk sunnudaginn 17. júlier hann flaug frá Keflavikurflugvelli til Þýzka- lands. Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýzkalands og Kristján Eldjárn forseti tslands. Kanslarinn heimsótti forsetann i upphafi heim- sóknar sinnar til tslands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.