Tíminn - 04.09.1977, Qupperneq 16
16
mmm
Sunnudagur 4. september 1977
EIGINKONA
I
EINN
DAG
Hún er 26 ára rússneskur gyðingur, sem
var svo lánsöm að fá að flytja búferlum til
ísraels. Hann er 29 ára og er undir lás og
slá i Sovétrikjunum. Natalia og Anatoly
héldu brúðkaup sitt i Moskvu þann 4. júli
1974. Hún hafði þá i höndunum vegabréfs-
áritun til ísraels, sem heimilaði henni
brottför þann 5. júli, daginn eftir brúð-
kaupið. Hann fékk aldrei brottfararleyfi
og frá 16. marz s.l. hefur ekkert til hans
spurzt. Af ást til Anatolys ferðast Natalia
nú um heiminn og segir sögu þeirra
beggja. Sú saga gæti verið vitnisburður
þúsunda annarra sovézkra gyðinga.
— Við ákváöum með löngum
fyrirvara að halda brúðkaup
okkar þann 4. júll, en tiu dögum
áður eða þann 26. júli var
unnusti minn Anatoly
Charansky handtekinn af rúss-
nesku leynilögreglunni K.G.B.
Þetta var um það leyti, sem
Nixon var i heimsókn i Rúss-
landi.
Natalia Charansky, grönn
með stór svört augu og há kinn-
bein, lýsir svo aðdraganda
brúðkaups síns og gyðingsins
Anatolys Charansky, stærð-
fræðings og eins af útvörðum
Helsinkisamkomulagsins.
— Við ætluðum aö borða
saman hádegisverð dag-
inn, sem hann var handtekinn,
en þegar hann kom aidrei
fór ég að ókyrrast, hringdi
i starfsfélaga hans á skrif-
stofunni, skrifstofustjórann
og i lögregluna. Enginn vissi
neitt. Ég beið alla nóttina, en
um morguninn hljop ég til sam-
komuhússins. Þar var mér sagt,
að hann og fjölmargir aðrir
gyðingar hefðu verið handtekn-
ir. Allir áttu þeir það sammerkt
að vilja komast úr landi til
fyrirheitna landsins, Israels.
Eins og alltaf þegar von er á er-
lendum þjóðhöfðingja, hafði
stjórnin fyrirskipað handtökur á
„uppreisnarmönnum” til þess
að útiloka mótmælaaðgerðir.
Þetta var aðeins ein af mörgum
handtökum, sem Anatoly hafði
lent í, en þar sem aðeins tiu dag-
ar voru til brúðkaups okkar...
Sama dag var mér tjáð að brott-
fararleyfi mitt væri veitt og yrði
ég að yfirgefa landið innan 10
daga! Ég vissi ekki, hvað til
bragðs skyldi taka. Við Anatoly
höfðum bæði sótt um vegabréfs-
áritun i marzmánuði og ég vildi
alls ekki fara án hans.
Brúðkaups-
vottarnir
í fangelsi
A brúðkaupsdaginn, 4. júli,
var mér ómótt. Allt virtist tap-
að. Anatoly var enn i fangelsi og
ég neyddist til þess að fara til
tsrael strax daginn eftir. Ég tók
samt sem áður það ráð að tala
við foreldra 10 vina okkar, —
(gyðinglegt brúðkaup krefst 10
votta) og bað þá um að segja
börnum sinum að mæta heima
hjá mér um kvöldið. Erfitt var
um vik, þvi að allir brúðkaups-
vottarnir voru í fangelsi með
Anatoly! En ég trúði á, að
kraftaverk myndi gerast. Og
það varð. Þegar ég kom til
móður Anatolys siöar um
daginn, sá ég, að allt var tiibúið
i litlu leigufbúðinni okkar.og
Anatoly var þarna kominn
ásamt 10 vottum. Þeir voru úfn-
ir, þreyttir, en mættir á staðinn!
Timi gafst varla til þess að
skipta um föt, áöur en „rabb-
iinn” birtist. Viö grétum af gleði
yfir fengnu frelsi. (Nixon var
farinn). Við grétum af þvi að nú
gátum við gifzt. Við grétum, af
þvi að brúðkaup okkar var
gyðinglegt. Móðir min var
viðstödd þessa leynilegu athöfn
en faðir minn var svo hræddur,
að hann þorði ekki að koma....
Næsta morgun um sex leytið
fylgdi Anatoly mér til flugvall-
arins. Ég yfirgaf hann i þeirri
trú að geta hjálpaö honum siðar
til þess að komast úr landi.
Af hverju
ekki
Anatoly?
Natalia var alls ekki vonlaus
um, aö Anatoly fengi brátt aö
fara úr landi. Þeir höfðu jú sagt
i ráðuneytinu i marzmánuði, aö
vegabréf Anatolys yrði tilbúið
eftir sex mánuði. Hún fékk sitt.
Af hverju ekki Anatoly?
Von Nataliu hefur á þessum
þremur árum breytzt i kviða.
Eiginmaður hennar hefur verið
fangi i Moskvu frá 16. marz s.l.
Frá þvi árið 1975 hefur hann
ekki getað fengið neina atvinnu
og K.G.B. leynilögreglan hefur
hundelt hann. Loks ákærðu þeir
hann fyrir njósnir. Sakir hans
eru aftur á móti þær, að hafa
staðið öflugan vörð um aukin
mannréttindi i Sovétrikjunum.
Frá þvi að maður hennar var
tekinn fastur, hefur Natalia
ferðazt um heiminn og kunn-
gjört sögu sina i þeirri von, að
rússneskir valdhafar yrðu af
siðferöilegum ástæðum að
leysa mann hennar úr haldi.
Ég vissi ekki,
hvad það
þýddi að vera
gyðingur
En hvernig varö þessi unga
stúlka, kommúnistabarn i húð
og hár, eiginkona andófsmanns
og andófsmaður sjálf? Sagan,
sem segir frá þvi er löng og
hefst hún I sumarbúðum
unglinga árið 1951. Ekkert
virtist vera þvi til fyrirstöðu aö
Natalia yrði sannur kommún-
isti. Hún fæddist i litilli borg I
Siberiu, dóttir pólskra gyðinga,
sem flúið höfðu til Sovétrikj-
anna undan nazistum. Ariö 1946
höfðu foreldrar hennar verið
fluttir til Siberfu eins og aðrir
útlendingar að skipan Stalins. —
Pabbi og mamma óttuöust
Þjóðverja svo, að þaö hefði
verið næstum þvi sama hvað
Rússarnir gerðu við þau. Faðir
minn var hermaöur, móðir min
lögfræðingur og urðu þau að
hlýönum kommúnistum. Ég
minnist þess, að þau voru mest
á flokksfundum, minnst heima,
lásu ekkert annað en kommú
istarit daginn út og daginn inn
og töluöu aldrei um gyðinglegan
uppruna sinn — segir Natalia.
Það má aö visu segja, að for-
eldrar Nataliu, — fórnardýr
Stalintimabilsins og heitir
kommúnistar, hafi komizt
undan gasklefum nazista, en
dóttirin Natalia er ekki þar með
tilbúin til þess að afsaka þau að
öllu leyti. Hún getur ekki sætt
sig við undirgefni þeirra og af-
neitun. — Aldrei talaði faðir
minn við mig um tsrael,
gyðinga eða arfleifð okkar. Þ að
erekki fyrr en eldri bróðir minn
og ég ákváðum að halda til Isra-
els fyrir u.þ.b. fjórum árum, að
hann sagði okkur af afa okkar,
sem var „rabbii” i Póllandi.
Þegar ég var barn vissi ég
náttúrlega, að ég væri gyðing-
ur, en ég vissi alls ekki, hvað
það þýddi i raun og veru.
*
I sumar-
búðum
gerðist það,
að...
Nei, Natalia lifði lifinu á sama
hátt og sérhver litil rússnesk
stúlka, var i skóla á veturna og
sumarbúðum á sumrin. Og
samt sem áöur á hún óttalegar
minningar frá þessum árum. —
Dag nokkurn flúöi ég úr sumar-
búðunum ásamt lítlum vini
minum. Við fórum inn i skóginn
og komum loks að gaddavirs-
girtu svæði. Þar innf.n við gengu
tötralega klæddir menn I hala-
rófu. Einn þeirra klappaði á
kollin á mér yfir girðinguna.
Þessu vinarhóti mun ég aidrei
gleyma. Mörgum árum seinna
frétti ég, að umhverfis
unglingabúðirnar, þar sem við
vorum von að hlægja hátt og
syngja, væri fólk i þrælavinnu.
Gaddavirsgiröingar, tötra-
lega klæddir menn.... Geös-
hræring litiu rússnesku stúlk-
unnar er ólýsanleg. Natalia er
15 ára gömul, þegar foreldrar
hennar fá loks leyfi tii þess aö
flytja til Moskvu. Hún innritast I
myndlistarskóla og lif „góörar
kommúnistafjölskyldu” ætlar
engan endi að taka. En smám
saman veröa umbrot i Nataliu
og hún fer fyrir alvöru að hugsa
um gyðingdóm og andóf.
— Dag einn sá ég, hvar
teiknikennari minn las i stórri
og voldugri bók. Það var gamla
testamentið. Ég vissi ekki einu
sinni, aö þaö væri til. Hann
talaði mikiö við mig um þessa
bók og brátt breyttust teikni-
timar minir i kennslu I gyðing-
legum fræðum.
A hverjum mánuöi lærði
Natalfa meira um uppruna sinn,
hefðir þjóðar sinnar og trú. Allt,
sem foreldrar hennar höfðu
leynt hana, varö loks lifandi I
huga hennar. Teiknikennarinn
hafði áður sungið i guöshúsi
gyðinga og var manna fróðastur
um tsrael. Sautján ára gömul
kemst Natalia i snertingu við
fordæmda bók og vandfunana
„Doktor Jivago”, sem fór
manna á milli I vélrituðu hand-
riti. Sama ár handtók lögreglan
foreldra eins af vinum hennar
fyrir mótmæli þeirra I garð
stjórnarinnar eftir innrás
Sovétrikjanna i Tékkóslóva-
kiu..Atján ára er Natalía orö-
in svo ákveðin, að hún heimtar
að fá að lifa samkvæmt gyðing-
legum uppruna slnum og játar
að hafa séð, hvað bak við glans-
mynd kommúnismans býr.
Hættulegur
félagsskapur
Jósep bróðir hennar hafði
reyndar gerzt andófsmaöur á
undan henni, enda þremur
árum eldri. Hann hafði ákveöið
þá þegar að biðja um vega-
bréfsáritun til ísraels, og fór i
kröfugöngu með gyðingum, sem
meinað var að fara úr landi.
Kvöld eitt kom hann ekki heim
til sin. Natalia hafði aðeins eina
von, simanúmer, sem Jósep
hafði látið hana hafa, ef.Hún
hringir og einhver mælir sér
mót við hana i samkomuhúsi
gyðinga. — Þetta var i fyrsta
skipti i lifi minu, sem ég gekk
inn i slikt hús, og þar hittumst
við Anatoly fyrst. Hann var
fallegur, glaðlyndur og allt I fari
hans bar vott um jafnvægi og
frjálsræði. Ég varð þrumu
lostin við að sjá svo marga mér
lika, sem heimtuðu opinberlega
að yfirgefa Rússland. Auðvitað
höfðu þau engu að tapa úr
þessu. þau voru hvort sem er
hundelt af lögreglunni. En ég
dáðist að hugrekki þeirra og
staðfestu.
Margir töluöu hebresku og
Anatoly spurði mig, hvort ég
kynni hana. Ég kom af fjöllum
ofan. Mér hafði aldrei dottið
slikt I hug. En i þessu sam-
komuhúsi breyttust enn viðhorf
min. Allt I einu varð mér ljóst,
að ég hafði fundið köllun mina,
bræöur mina og systur og lausn-
ina: Israel. Ég vissi, að ég var I
hættulegum félagsskap, en gleði
min var hræðslunni yfirsterk-
ari. Anatoly fylgdi mér á lög-
reglustöðina i leit aö bróður
minum. A leiðinni sagði hann
mérfrá Israel. Nokkrum dögum
siðar hóf hann að lesa meö mér
hebresku og mjög fljótlega
ákváðum við að giftast.
Nú byrjaði nýtt lif. Anatoly
barðist fyrir auknum mann-
réttindum, hann var andófs-
gyöingur og þekkti auk þess
Sakarov. Lögreglan fýlgdist
ætið með honum og handtók
hann iðulega. Natalia fór nú i
kröfugöngur og I hvert skipti
jókst hræðsla hennar. Kviði
fylgdi henni, hvar sem hún fór.
Með skólanum vann hún i fata-
verksmiðju. Þar komust allir
fljótt að útþrá hennar. Gagnrýni
og nöprum athugasemdum
rigndi yfir hana, og algengasta
uppnefnið var: svikari. En eitt
var enn verra. Stjórnin reyndi
að hindra giftingu þeirra. I sex
mánuði er þeim meinað að að-
hafast nokkuð. Allt er tint til.
Siðast var þeim tjáð, að of
mikill aldursmunur greindi á
milli þeirra. Anatoly er þá 26
ára, Naralia 23! Að þvikemur,
að þau hætta við að gifta sig
borgaralega, enda er þeim
kirkjuleg athöfn efst i huga.
Fjórði júli er ákveðinn. Við
þekkjum framhaldið, ferðalag
Nixons, handtökur, brúðkaupið,
brottför til Israels.
Svelgdist
á kókinu
Þegar talið berst aö komunni
til tsraels, birtir yfir Nataliu:
Dagsljósið var rétt farið að
gægjast fram. Bróöir minn og
vinir hans tóku á móti mér á
flugvellinum. Og síðan kom
birtan, hitinn og heiður himinn.
Við ókum i gegnum borgina i
leigubíl og ég hló stöðugt. Hinir
hlógu lika, þvi að mér svelgdist
alltaf á kókinu og undraðist yfir
öllu. Ég hafði stikað frá helviti
til himna. Þetta var upprisa min
og endurfæðing. Ég var loksins
komin heim.
Hefur hún eftirsjá eftir ein-
hverju I Sovétrikjunum, snjón-
um, húsi, hefð, hverfi? Ollum
þessum spurningum mlnum
svarar Natalia neitandi. Hvaö
foreldrum hennar viðvikur, þá
mun hún aldrei sjá þau framar,
harmleikurinn, sem þau leika i,
gerir hana óendanlega hrygga.
— Viö skrifumst á við og við, en
þvi meira sem þau eldast, þeim
mun aðgangsharðari verða þau
við mig: Þau skilja alls ekki
ákvörðun mina.
Natalia er ekki lengur rúss-
nesk. Hún býr fyrst hjá vinum,
en flytur siöan á stúdenta-
heimili og heldur áfram að
teikna. Allt er tilbúið fyrir komu
Anatolys. — Ég vonaði lengi vel,
að honum yröi veitt brottfarar-
Sovézka gyðingas túlkan Na