Tíminn - 04.09.1977, Blaðsíða 26

Tíminn - 04.09.1977, Blaðsíða 26
26 Sunnudagur 4. september 1977 HmDi Tíminn heimsækir Hvolsvöll Dugmiklir menn, hér fyrirtæki, eru Viö þjóöveginn vestan Þver einkum á verzlun og land búnaöi. Iönaöarrekstur af ýmsu, tagi er einnig stundaöur á Hvolsvelli, og mikil gróska á öll- um sviöum atvinnulifs. Blaöa- maöur Timans var þar á ferö fyr- ir nokkru og ræddi viö nokkra Hvolsvellinga um atvinnumál og önnur umsvif á Hvolsvelli. Fyrst- ur varö fyrir svörum Ólafur ólafsson, kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Rangæinga. velkomnir — segir Ólafur Ólafsson kaupfélags s tj ór i Mikil umsvif i vinnslu á ullarvörum — Kaupfélagið er umsvifamikiö i öllum atvinnurekstri hér á Hvolsvelli. Gætirþú gefið lesend- um nokkra hugmynd um starf - semi þess og byrjað t.d. á vinnslu á ullarvörum? — Þvi er þá fyrst frá aö segja, aö Kaupfélag Rangæinga keypti saumastofuna Sunnu 1974 af sveitarfélagi Hvolshrepps. Upp- haflega var starfsemin I helm ingi þess húsnæðis sem nú er not- að. Húsiö keypti kaupfélagið einnig á sama tima. Aöalfram- leiðslugreinarnar eru núna fram- leiðsla úr ull til útflutnings. Ýms- ir aöilar selja vöruna fyrir okkur auk þess sem við seljum sjálfir. Sumt er hannað hér en annað af þeim, sem framleitt er fyrir. Stærstur hluti þessarar fram- leiðslu fer til útflutnings, má sem dæmi nefna peysur, kápur, jakka og ýmislegt annaö. Saumastofan hefur einnig séö um að sauma vinnusloppa fyrir frystihúsin, Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og StS. Þarna er einnig saumað mikið af sængurfatnaði sem seldur er undir nafninu Night and Day. Þá höfum við einnig fram- leitt talsvert af verzlunarsloppum fyrir kaupfélögin og Sambandið! Starfsemi saumastofunnar hefur gengið mjög vel frá þvi kaupfélagið tók við rekstri henn- ar og hefur farið mjög vaxandi, einkum á siðasta ári og byrjun þessa árs. Húsið er nú fullnýtt og vélakosturinn einnig. Hjá sauma- stofunni Sunnu vinna nú um 30 konur. Saumað úr mokkaskinn- um Við höfum einnig fært út kviarnar og stofnað deild, sem saumar úr mokkaskinnum fatnaö fyrir innlendan og erlendan markað. Sú framleiösla hófst i lok siðasta árs, og viö erum enn að þreifa fyrir okkur með frekari umsvif. Stærstu verkefnin núna eru fyrir Saumastofuna Heklu á Akureyri. Sú framleiösla fer á rússneskan markað. Þá má enn nefna, aö stofnuð hefur verið prjónastofa, þar sem voðimar i þennan fatnað eru framleiddar. Byrjað var á að koma upp aðstöðu seinni partinn i vetur og nú i vor hófst sjálf fram- leiðslan. Prjdnastofan hefur nú tvær prjónavélar og von á þeirri þriðju er þetta er talað. Gert er ráð fyrir að prjónastofan starfi með þessum vélakosti til aö byrja með en við reiknum þó með að bæta við vélum siðar meir. Forstööumaður saumastofunn- ar Sunnu hefur frá upphafi verið Einar Arnason rafvirkjameistari sem er starfsmaður kaupfélags- ins. Hann hefur jafnframt með höndum forstöðu prjónastofunnar og mokkasaumastofunnar. Úndir hans stjórn hefur þessi rekstur gengið farsællega. — Hvernig leystuð þið hús- næðisvanda fyrir prjónastofuna og mokkasaumastofuna? — Það er gaman að segja frá þvi. Húsnæði prjóna- og mokka- saumastofunnar er gamalt pakk- hús, sem kaupfélagið notaði mjög lengi. Þetta hús var byggt um 1940 og notað sem pakkhús fram Óiafur Ólafsson sést hér vinna við grunn á húsi, sem byggt verður á vegum kaupfélagsins. til 1958. Þá var húsiö notað sem trésmiðja allt fram til ársins 1976.Þá losnaði þetta húsnæði og var þegar innréttað fyrir þá starfsemi sem fer fram hjá prjóna- og raokkasaumastofunni. Þetta húsnæði er um 350 fermetr- ar. — Hvaðan fáið þið þá ull sem unnið er úr? ' — Hún er viða að komin, mest frá prjónastofunni i Vik, frá Pólarprjón á Blönduósi og fleiri stöðum. En nú er stefnt að þvi að vinna sem mest hér á staðnum. Vonandi verðum við sjálfum okk- ur nógir innan fárra ára. Það get- ur hugsast, aö prjónastofan komi tilmeðað anna meiru ai verkefn- um fyrir saumastofuna hér. Þá gætum við aukiö söluumsvif er frá liður. Öflugur húsgagna- iðnaður — verzlunar- samstarf — Þá er hér mikill húsgagna- iönaður. Hvernig gengur sá rekstur? — Hér er húsgagnaiðja, sem framleiðir aðallega bólstruð hús- gögn. Fyrirtækið var stofnað árið 1973 og þróaðist út frá trésmiðju, sem kaupfélagið hafði rekið mjög lengi. Húsgagnaiðjan er i nýju húsnæði sem byggt var á þremur árum. Alls er húsnæöið um 1600 fermetrar. Þar er einnig tré- smiðja, sem er aðallega rekin sem þjónustugrein innan bygg- ingardeildar. Húsgagnaiðjan framleiðir eingöngu fyrir inn- anlandsmarkað og framleiðslan fer vitt og breitt um landið. Mest fer auðvitað á Reykjavikur- svæðið, þar sem markaðurinn er stærstur. 1 Reykjavi'k eigum við hluta i verzlun með Kaupfélagi Arnesinga og Kaupfélagi Skaft- fellinga. Það er verzlunin 3K- Óskar örn ólafsson 10 ára og Sæmundur Ingvarsson 8 ára voru nýbúnir að veiöa I soöið i Garösaukalæk. Þar dugir ekkert nema maðkurinn. Stærstu fiskana ætluöu þeir aö smjörsteikja en titt- irnir fara i köttinn. allat Húsgögn og innréttingar við Suðurlandsbraut 18. Við höfum sameiginlegt sölusamband viö kaupfélögin tvö og sameiginlegt framleiðslusamstarf. Verkefnum er skipað i ákveðna röð og skipt milli samstarfsaðila. Við reynum að byggja upp stórar framleiðslu- raðir. Hér á Hvolsvelli liggur hús- gagnaframleiðslan í fyrirrúmi, en samstarfsaðilar okkar smiða innihurðir og skrifstofuhúsgögn, svo og húsgögn i fundarsali. Þeir eru einnig með skápa og inn- réttingar. Gunnar Guðjónsson húsameist- ari er okkar forstöðumaður i' hús- gagnaiðjunni. Hann hefur gegnt þvi starfi frá upphafi. Það er óhætt að fullyrða að þessi hús gagnaframleiðsla hefur gengið vel. I upphafi voru auðvitað örðugleikar sem sigrast varð á. En hér eru framleidd mjög vönduð húsgögn, sem standast fyllilega samanburð við allt, sem flutt er inn af húsgögnum. Rekstrarafkoman hefur verið mjög góð. Annar framleiðslu- iðnaður en hér greinir er ekki á Hvolsvelli. Hæfir menn i lykilstöð- ,um — Hver eru umsvif þjónustu- iðnaðar á Hvolsvelli? — Hér eru tvö bifreiðaverk- stæði. Annað á Hvolsvelli, þar vinna 10-12 manns, en hitt er hjá Rauðalæk og vinna þar 5-6 manns. Þá er á Hvolsvelli vél- smiðja ogstarfa þar 10-12 manns. A rafmagnsverkstæðinu vinna 5-6 manns. Ég minntist áður á þjónustuverkstæði i tréiðnaði og byggingardeild. Forstöðumaður byggingar- deildar er Ingi Agústsson, sem hefur séð um allar stærri bygg- ingar á vegum kaupfélagsins, síðari árin. Forstöðumaöur þjón- ustudeildar er Brynjólfur Jóns- son, sem hefur unnið hjá okkur mjög lengi. Fyrir vélsmiðjunni er Gunnar Marmundsson en hann lætur senn af störfum. Við mun taka Guðjón Þórarinsson. Einar Arnason rafvirkjameistari stjórnar rafmagnsverkstæöinu ásamt prjóna- og saumaiðnaðin- um. A bilaverkstæðinu á Rauða- læk er Páll Helgason verkstjóri. Hann tók við af Sigurjóni Sigur- jónssyni sem nú er verkstjóri og vélamaður prjónastofunnar. Samvinna kaupfélagsins og húskaupenda — Kaupfélagið hefur staðið aö húsbyggingum hér á Hvolsvelli. Hvernig hafa þær framkvæmdir gengið? — Það er rétt að Kaupfélag Rangæinga hefur mikiö gert af þvi að byggja Ibúðarhús hér á Hvolsvelli, aðallega í samvinnu við þá, sem hafa keypt húsin.Hér %8fum við byggt tæplega 40 hús með þessum hætti. Húskaup- endur hafa svo tekið viö húsum sinum fokheldum. Við höfum haft þann hátt á, að nota mikið sömu teikninguna á mörg hús. Þannig hefur verið reynt að byggja upp raðframleiðslu og okkur hefur tekist að byggja þessi hús á hag- kvæmu verði með þessu móti. A Rauðalæk höfum við beitt svipuð- um aðferðum og byggt þar fimm hús. Við höfum svolítið kippt að okk- ur höndum með þessi verkefni . um stundarsakir. Viðbyggöum á siöasta ári parhús fyrir sveitar- félag Hvolshrepps. Verkefnið var boðiö út og þannig komst kaup- félagið inn i verkið. Þeim bygg- ingum er nýlega lokið, en ekki er ákveöið hvort við stöndum að frekari ibúöarhúsabyggingum á þessu ári. Rætthefur verið um að byggja 4-6 raðhús á þessu ári, en stærö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.