Tíminn - 04.09.1977, Blaðsíða 30
30
Sunnudagur 4. september 1977
Síðasta
sjóferðin
endaði með
þrurnustuði
á Hellu
Þá hefur Brimkló far-
ið i sina siðustu sjóferð
— i bili vona ég,— þvi
það væri mikil sjónar-
svipir að þvi ef þeir
næðu ekki landi, og
fólki gæfist ekki tæki-
færi til að heyra og sjá
þá aftur. Ferð þeirra
um landið, ásamt þeim
Halla og Ladda, var
ævintýri likust. Aldrei
áður höfðu þeir upplif-
að aðra eins stemmn-
ingu, og viðbrögð fólks
voru yfir höfuð stór-
kostleg.
Landsreisa þessi hófst 22. júli
og endaöi þann 28. ágúst. A
þessum tima spiluðu þeir I 19
skipti og fyrir um tiu þúsund
manns, sem verður að teljast
með ólikindum gott.
Nútiminn brá sér á lokaball
þeirra félaga, ekki útaf þvi að
hann væri eitthvað dansþurfi,
heldur til að sannreyna þær
frægðarsögur, sem borizt hafa
um þessa ferö og þá stemmn-
ingu sem þar ræöur rikjum.
Lagt var af staö til Hellu um
fjögurleytið, laugardaginn 28.
ágústogfékkNútiminn aö fljóta
með hljómsveitinni. Ekki viðr-
aði vel i þessari siöustu sjóferð,
9 vindstig og úrhellisrigning. Þó
lét hljómsveitin ekki veðriö fara
i taugarnar á sér og rikti góður
andi og léttur húmor i rútunni.
ÞegartilHellu kom hóft Kiddi
rótari handa við að stilla upp og
báru vinnubrögö hans þess
glögg merki aö þar var kunn-
áttumaður á ferð.
Um tluleytiö var allt tilbúið og
ballgestir þegar byrjaðir að
streyma inn og mátti á öllu sjá
' Brimkló á einu þrumuballinu. Mynd: Kristinn ólafsson.
aö töluverð eftirvænting var
meðal þeirra. Brimkló stillti sér
upp og ballið byrjar, og strax á
fyrstalagi var fólkið með á nót-
unum. Þeir léku eingöngu lög af
eigin plötum, og var greinilegt á
öllu að lög þeirra féllu i góðan
jarðveg, enda létt og skemmti-
leg. Flutningur Brimklóar var
meö afbrigðum góður.
Er nálgaöist miönættið og
þeir bræður Halli og Laddi t róöu
upp við undirleik Brimklóar fór
heldur betur að færast lif i
tuskurnar, og má með sanni
segja að þeirhristu duglega upp
i fólki með frábærri frammi-
stöðu. Alls komu þeir 5 sinnum
fram og komu á óvart I hvert
skipti.
Aldrei áður, á öllum þeim
böllum sem ég hef f arið á, hef ég
séð hljómsveit ná slikum tökum
á fólki sem Brimkló. Það varð
bókstaflega allt vitlaust. Fólkið
söng með, það klappaöi og þeg-
ar dansgólfiö rúmaöi ekki leng-
ur alla þá sem vildu dansa fór
fólkiö einfaldlega upp á boröin
ogdansaðiþaraföllum lifsog sál
ar kröftum. Já, það rikti mikil
gleði meðal dansgesta, en tim-
inn tekur i taumana og klukkan
tvö var allt búiö þó svo að ballið
hefði getað staðið fram undir
morgun, slik var stemmningin.
Fimmtánminútum eftir að balli
lauk heyröust enn kröftug hróp
„Brimkló, Brimkló” eða „viö
viljum meira, við viljum
meira”.Svona eiga böllað vera.
Brimkló og Halli og Laddi eiga
þakkir skildar fyrir frábæra
frammistöðu og stórkostlega
skemmtun og megi þeir sem
allra fyrst leggja upp I aðra sjó-
ferð. GG.
Myndir:
Kristinn
Ólafsson
Brimkló býr
sig undir
jólasveins-
hlutverkið
timinn sér beint til Arnar Sigur-
björnssonar gitarleikara I
Brimkló og spurðum hann
hvernig þessu viki við. Svarið
var:
— Nei, við erum alls ekki aö
lognast út af, þvert á móti, við-
tökurnar í sumar hafa þjappaö
okkur saman og framundan er
ný Brimklóarplata. Núna ætlum
við að gefa út jólaplötu með létt-
um og góðum Brimklóarjólalög-
um. Og hver veit, kannski viö
fylgjum henni eftir með jóla-
böllum úti á landsbyggðinni, en
þaö er þó ekki afráðiö.
Arnar lét mjög vel af Siðustu
sjóferðinni og kvaö móttökurn-
arhafa verið alveg framúrskar-
andi utan nokkur hjáróma bréf
eftir á i bréfadálkum dagblað-
anna, sem aöeins báru vitni þvi
hugarfari, að hljómsveitum
bæri að slita sér út á sviöinu og
leika frá tiu til tvö, helzt
hvildarlaust. Sagði hann, að
hljómsveitin hafi alltaf skilað
sinum tveimur timum á sviði,
Halli og Laddi hálfum tima og
þar fyrir utan var svo diskótek.
Reynslan sagði hann var sú, að
út af böllunum fóru menn syng j-
andi af kátinu.
Ofurlitið hafa menn velt þvi sveitin væri hér með að hverfa
fyrirsér hvort Siðasta sjóferðin af sjónarsviðinu. Vegna þessar-
hjá Brimkió þýddi að hljóm- ar áleitnu spurningar sneri Nú-
Þarna mundar Bjöggi kassagitarinn. Hann tilheyrir Hka sveita-
rokkinu. Mynd: Kristinn.
Halli og Laddi vígalegir að sjá. Þeir gerðu mönnum hvarvetna kátt I
skapi, enda frábærir grinistar. Mynd: Kristinn.
Um sveitatónlistina haföi
Arnar þaö að segja að þeir hefðu
sjdlfir gaman af þessari tónlist,
og þó þeir ættu örugglega frum-
samda tónlist á heila plötu væru
þeir gagnrýnir á eigiö efni sem
annarra og veldu bara það
bezta. Hann kvaðst mjög ósátt-
ur við hljómplötuútgefendur,
sem væru að bauna á þessa tón-
list og gæfu hana svo út sjálfir.
Með Siðustu sjóferðinni kom
það lika ótvirætt i ljós, aö ein-
mitt þessa tónlist vildi fólkið
þegar það gerir sér góöan dag.
Þá spuröum við Arnar hvað
liðsmenn Brimklóar hefðu fyrir
stafni þegar þeir væru ekki að
snúast i kringum málefni Brim-
klóar. Flestir , sagði hann, gera
ekkert annað en fást við tónlist.
Sjálfur kvaðst hann hlaupa I út-
varpsvirkjastörf milli þess aö
hann léki með Brimkló, og
Ragnar hélt hann aö fengist
eitthvað við trésmiði meðfram,
enhinirmestlitiöfvrirutan tón-
listina. kej.