Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 6. september 1977 3 í undanúrslit — í Telex-keppninni ari á 2. boröi og Helgi Ólafsson á þvi fimmta. Jafntefli gerðu Ingi R. Jóhannsson á 3. borði, Jón L. Amason á 4. boröi Margeir Pótursson á 6. boröi Ingvar As- mundsson á 7. borði og Magnús Sólmundarson á þvi 8. Friðrik Ólafsson stórmeistari tapaöi á fyrsta borði en hann hafði svart gegn finnska alþjóðameistaran- um Poutanien. Þetta var 2. umferð telex- keppninnar en i þeirri fyrstu lagði Island England. Atta þjóðir voru eftir áður en 2. umferðin hófst og áttu eftirtaldar þjóðir aö tefla saman: Rússland — Astralia, Holland — Portúgal og Sviþjóð — Austur-Þýzkaland. Annarri um- ferðinni á að vera lokið fyrir 30. október n.k. Telja má nokkuð vist, að Rússland og Holland komist áfram, en ekki er eins auðvelt aö spá fyrir um keppni Sviþjóöar og A-Þýzkalands, þótt þaö siðarnefnda verði að teljast sigurstranglegra. Meirihluti borgarstjórnar að sundra þjóðarsamstöðunni Frá fjórðungsþingi Norölendinga I Varmahllö. — Tímamvnd: MÓ MOL-Reykjavik. tslendingar sigruöu Finna i telexskákkeppn- inni s.l. sunnudag m eö 4.5 vinningum gegn 3.5. Er tsland þvi komiö i undanúrslit I keppninni, en aöeins fjórar þjóöir eru eftir I henni, þar sem hún er úrsláttar- keppni. Keppnin við Finnland hófst kl. 9 að morgni sunnudags og var teflt I samfellt átta tima eöa til kl. 5. Unnu tslendingar tvær skákir, gerðu fimm jafntefli og töpuðu einni. Þeir sem unnu voru Guð- mundur Sigurjónsson stórmeist- BÆTT SKILYRÐI TIL MÓTTÖKU Á FISKI hjá Hríseyingum og Grímseyingum áþ-Reykjavi'k. — Stjórn kaup- télagsins hefur samþykkt aö vinna að þvi að stækka fisk- vinnsluhúsin I Hrisey og Grimsey, sagöi Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ey- firöinga I samtali viö Timann. — Að því er Grímsey varöar, þá er þegar bvrjaö á grunninum og ællunin aðkonia upp undirstöðum fvrir veturinn. Húsiö á aö vera komiö upp næsta vor og er stærö þess 360 fermetrar. Valur sagði að vonirstæðu til að húsið i Grimsey yrði tilbúið þegar saltfiskverkun hefst af alvöru næsta sumar. En fiskur sá sem berst á land i Grimsey er ein- göngu verkaður i salt, og kaupir kaupfélagið allan fisk af heima- mönnum. Útgerð hefur farið mjög vaxandi i Grimsev, og þó að kaupfélagið hafi byggt talsvert viö saltfiskverkunarstööina fyrir nokkrum árum, er húsiö orðiö of litið. 1 Hrisey rekur kaupfélagið full- komna fiskverkun, þ.e. frystihús, saltfiskverkun og beinamjöls- verksmiðju. Eyjaskeggjar fengu togara fyrir nokkru, og með til- komu hans var afkastageta stöðvarinnar ekki nægjanleg. Togarinn Snæfell, er að einum fóröa eign hreppsins, en þrjá fjórðu hluta á kaupfélagið. — Þegar togarinn kemur með störa farma, skapast viss vand- ræði, sagði Valur. — Þaö er sér- staklega tvennt sem háir heima- mönnum, i fyrsta lagi er það ónógaðstaða við fiskmóttöku. og i öðru lagi er saltfiskverkunin. Þvi mun saltfiskverkunarhúsið verða stækkað um 400 fermetra, en þá fæst stærra húsnæði fyrir fisk- móttöku og jafnframt fær sait- fiskverkunin betri aðstöðu. Húsnæðið i Hrisey er ekki að fullu skipulagt, en hafizt verður handa strax og lóðin er tilbúin. Það á eft.irað rifa hússem á henni stendur, en hreppurinn mun sjá um það verk. Grunnur veröur að öllum likindum tekinn i haust og siðan reynt að ljúka byggingunni á næstkomandi ári. V ængj adeilan enn óleyst — flugmenn koma ekki til vinnu, og afþökkuðu læknishjálp! KEJ-Reykjavik — Astandiö er óbreyttog málið er nú I athugun hjá FtA og Vinnuveitendasam- bandinu, sagöi Guöjón Styrk- ársson, stjórnarformaöur hjá Vængjum, i samtali viö Tlmann i gær. Agreiningurinn, sagöi Guðjón, stendur um það hvort borga eigi yfirvinnu áöur en flugmennirnir hafa náö 190 tímum á mánuöi. Áætlaöur vakttimi er milli kl. 8 og 23, en aö undanförnu hafa flug- mennírnir aldrei náö 190 tima markinu, og teljum viö þvi aö ekki eigi að koma til greiöslu á næturvinnu. Þá sagöi Guðjón, að þeir flug- menn, sem hæst launin hefðu hjá lélaginu, hafi nær 400 þús,- kr á mánuði. Hjá félaginu hefðu verið margir flugmenn i sumar, en sjaldan flogið mikið og þvi væri ekki mikill áhugi á að vera með miklar yfir- borganir. Samningaleiðin hefur verið Framhald á bls. 23 ísland komst Framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga: áþ/mó-Reykjavik. „A höfuð- borgarsvæöinu á sér staö sú þróun aö þungamiöja höfuö- borgarinnar er smáttogsmátt aö færast yfir til nágrannasveitar- félaganna. Svæöiö veröur þvi aö skoöast sem ein heild skipulags- lega og atvinnulega. t málflutn- ingi forráöamanna borgar- stjórnar Reykjavikur vill þetta gleymast. Nú er augljóst aö for- ráöamenn borgarinnar vilja ekki halda áfram þeirri þjóöarsam- stööu um byggöaaögeröir, sem komust á á sjöunda áratugnum. Þannig komst Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjóröungs- sambands Norölendinga, aö oröi i skýrslu sinni til Fjóröungsþings Norölendinga, sem nú er haldiö I Varmahliö i Skagafiröi. Þingiö sitja rétt um 100 manns, bæöi full- trúar og gestir. t skýrslu Askels kom m.a. fram aðkjarni byggðastefnu væri sá að með landhelgisstækkuninni var hægt aö hrinda i framkvæmd framleiðslustefnu, sem hafði örv- andi áhrif á atvinnulifið úti um land. Með aðgeröum Byggðasjóðs og stjórnvalda var komið í veg fyrir að þessi nýsköpunarstefna misheppnaðist eins og eftir 1946 oe um 1960, þegar meginhluti togaraútgerðarinnar úti á lands- byggðinni varð gjaldþrota. — Hér er um brýna atvinnumálastefnu að ræða, sagði Askell, sem byggist á islenzkum hagsmunum. Þessi stefna byggist m.a. á verkaskiptingu milli lands- byggöarinnar, sem á aö vera áfram aðalframleiðslusvæöi, og höfuðborgarsvæöisins, sem gegnir þvi hlutverki að vera þjón- ustukjarni landsins. I skýrslu sinni fjallaði Askell mun itarlegar um hlutverk höfuð- borgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. Einnig fjallaði hann um hvernig fjármagni f jár- festingasjóða er skipt milli lands- svæða, en sagöi að um það efni væri erfitt að fá nákvæmar upp- lýsingar. Ræddi hann um að nauðsyn bæri til aö gera heildar- úttekt á þessum málum. — Bezt er aö staöreyndirnar tali, sagði Askell. — Ekki er vafamál, aö i ljós mun koma að Reykjavik og Reykjanessvæöið munu búa við eðlilegan hlut I Fiskveiöisjóði, og hafa verulegt forskot hjá Iönlána- sjóði, Iðnþróunarsjóöi og i Byggöasjóði rikisins. Um helm- ingur af lánum Iðnlánasjóðs fer til Reykjavikur og meira en helmingur af fjármagni Byggðasjóðs. Ljóst er að lána- fyrirgreiðsla Byggöasjóðs nægir ekki til að jafna þessi met. Nauð- synlegt er að heildarframlag veiðihornið Hofsá og Sunnudalsá 1228 laxar hafa komiö úr Hofsá I sumar og 40 úr Sunnu- dalsá, en Sunnudalsá er þverá sem rennur i Hofsá. Aö sögn Braga Vagnssonar á Burstar- felli, mun meðalþyngdin vera eitthvað um 9 pund. Sá stærsti sem kom úr Hofsá i sumar vó 20,5 pund. Það var Breti sem veiddi laxinn, en Hofsá er eins og kunnugt er leigð Breta. — Arnar hafa verið m jög tær- ar seinni hluta sumarsins, sagði Bragi — en framanaf sumri voru þær tiltölulega vatnsmikl ar. Skilyrði til veiða hafa hins vegar verið misjöfn, stundum hefur verið óþarflega bjart og þá tekur laxinn illa. Eingöngu er f luga og spónn leyft i ánni, og siðasti veiðidagur var fyrsti september. Seiði hafa veriö sett i Hofsá á hverju sumri, en leigutakinn hefur helzt áhuga á að láta ána rækta sig að mestu leyti sjálfa. Sá lax sem fyrir var i ánni var yfirleitt mjög stór, stærri en sá sem hefur verið fluttur að. Til dæmis leggur Bretinn áherzlu á að hrygnum, sem eru greinilega legnar og ekki búnar aö hrygna, sé sleppt. Þá hefur hann einnig reynt að friða hrygningarsvæð- in. Þetta er næst sfðasta sumarið sem sá brezki hefur ána á leigu, og sagði Bragi að óráöið væri með framtiðina, en væntanlega yrði hæsta boði tek- ið. Stöðuvötn á Vestfjörð um. A Vestfjörðum eru 211 stööu- vötnsem eru meira en 300metr- ar á breidd, en 79 þessara vatna eru 1000 metrar eöa meira á lengd. Eru þá ótalin smærri vötn og tjarnir. Flatarmál fyrr- greindra stöðuvatna mun alls vera rúmlega 50 ferkflómetrar, en sex stærstu vötnin eru sam- tals 12 ferkilómetrar að flatar máli. Stærsta vatnið á Vest- fjörðum, Fljótavatn, 3,8 ferkiló- metrar aö stærð er þrltugasta og annað i röð stærstu stöðu- vatna hérlendis, en önnur smærri vötn eru töluvert aftar i röðinni. Þannig er næststærsta vatnið, Vatnsdalsvatn i Vatns- firði, 2,1 ferkólómetri og sextug- Framhald á bls. 23 landshiutanna komi fram á óvil- hailan hátt. Fjórðungsþingiö var sett aö Hólum i Hjaltadal siðastliðinn sunnudag, en var fram haldiö i Varmahlið i gær og lýkur i kvöld. Mörg mál liggja fyrir, þvi fjöl- margar ályktanir eru frá fjórðungsráði og milliþinga- nefndum. Þá voru á þinginu fluttar framsöguræöur um skipu- lag samgangna, iðnþróun og at- vinnuvalí sveitum og landshluta- virkjanir. Formaður Fjórðungssambands Norðlendinga siðast liðið kjör- timabil var Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri á Siglufirði, en forseti þingsins i Varmahlið er Jóhann Salberg Guðmundsson sýslu- maður á Sauðárkróki. Ásgeir vann MÓL-Reykjavik. Asgeir Arnason vann sina skák I fyrstu umferö heimsmeistaramóts unglinga, sem tefld var um helgina. Asgeir er bróðir Jóns L. Arna- sonar, tslandsmeistarans, tefldi við Klauner frá Luxemborg og sigraði eins og áður segir. Heims- meistaramót unglinga er fyrir tvituga taflmenn og yngri og fer mótið fram i Innsbruck aö þessu sinni. Með Ásgeiri i Austurriki er aöstoðarmaður hans, Benedikt Jóhannesson. Israelsmenn stydja Friðrik MÓL-REykjavik. — Við erum að fá stuðningsyfirlýsingar við framboð Friðriks til forsetaem- bættis alþjóðaskáksambandsins, FIDE, úr öllum áttum, sagði Einar S. Einarsson, forseti Skák- sambands tslands, er Timinn ræddi við hann I gær. — I þessu vorum við einmitt að fá bréf frá Israel, þar sem þeir segjast ætla aö styöja okkar mann, þvi vitað sé að tslendingar séu mótfalinir þvi að blanda stjórnmálum inn Iskákmál. Slöan fara þeir fögrum oröum um Frið- rik Olafsson og segja i bréfinu að leysi Friðrik Euwe af hólmi sem forseti FIDE, þá muni það verða mikill hagnaður fyrir skákina. Þannig eru Israelsmenn ein- dregnir stuðningsmenn Friöriks. — Fyrir helgi fengum við svo bréf frá R. Camara, sem er full- trúi Brasiliu hjá FIDE og mikill áhrifamöur, þvi hann er svæðis- forseti 9. svæðisins. Hann birti kynningarbréf okkar I skákþætti, sem hann er með i heimalandi sinu og hvorki meira né minna en undir fyrirsögninni: Sigurstrang- legt forsetaefni. — Með þessum bréfum erum við raunverulega búnir að fá stuöningsyfirlýsingar frá öllum heimshornum, Japan, Thailandi, Zambiu og nú ísrael og Brasiliu og þá auðvitað Evrópulöndunum. — Helzta málefnið, sem er á dagskrá hjá okkur núna, er hins vegar húsnæðismál. en við biðum eftir svörum frá lánastofnunum til að geta fest kaup á húsnæöi fyrir skrifstofur okkar og, hugsanlega FIDE,sagði Einar að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.