Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 6. september 1977
n
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stcingrimur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verð i lausasölu kr.
70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Fylgjuengill
Síðu-Halls
Athyglisverð er sagan af þvi, þegar hinn mikli
stjórnmálaspekingur sögualdar, Hallar af Siðu,
tók kristna trú. Þangbrandur hafði þá þegið vetr-
arvist af Halli og söng eitt sinn messu i tjaldi sinu
1 hverja minning heldur þú þennan dag, spyr
Hallur. Mikael engill á daginn, svarar
Þangbrandur. Hver rök fylgja engli þeim, spyr
Hallur. Þangbrandur svarar: Hann skal meta
allt það, sem þú gerir, bæði gott og illt, og er hann
svo miskunnsamur, að hann metur allt það
meira, sem vel er gert. Hallur svarar: Eiga vil ég
hann að vin. Þangbrandur svarar: Það munt þú
mega og gefst þú honum þá i dag með Guði. Það
vil ég þá til skilja, sagði Hallur, að þú heitir mér
því fyrir hann, að hann sé þá fylgjuengill minn.
Þangbrandur svarar: Þvi mun ég heita þér. ,,Tók
Hállur þá skirn og öll hjú hans,” segir i Njálu.
Það á ekki sizt við að rifja þessa sögu upp,
þegar svartsýni á framtið þjóðarinnar virðist
láta vel i eyrum ýmissa. Menn taka jafnvel
stundum eins og þjóðin sé að farast, rikjandi kyn-
slóð hafi ávaxtað pund sitt illa og unga kynslóðin
sé of dekruð og afvegaleidd. Vitanlega er margt
hjá þjóðinni öðru visi en það ætti að vera. En þvi
verður ekki móti mælt með rökum að stórfelldar
framfarir hafa orðið á siðustu áratugum á flest-
um sviðum þjóðlifsins, að þjóðin hefur aldrei verð
efnalega og tæknilega betur undir það búin að
mæta miklum erfiðleikum og sigrast á þeim og að
unga kynslóðin er um margt menntaðri og færari
en fyrirrennarar hennar voru. Þvi er það rangt,
að einblina á það, sem miður fer, þótt nauðsyn-
legt sé að gefa þvi fullan gaum, heldur verður
ekki siður að sjá hitt, sem gert hefur verið til
bóta. Mat þeirra Mikaels engils og Siðu-Halls
er gott mat og rétt. Vissulega á að taka strangt á
þvi, sem miður fer, en meta þó miklu meira það,
sem vel er gert.
Það er rétt, að þjóðin glimir nú við nokkra
efnahagslega erfiðleika. En hún er ekki ein um
það. Jafnvel þær þjóðir, sem lengst eru komnar
efnahagslega og tæknilega, eins og Sviar og Dan-
ir, hafa hvað eftir annað orðið að gripa til rót-
tækra efnahagsaðgerða að undanförnu og er þó
langt frá þvi að séð sé fyrir endann a' þessum
málum hjá þeim. Hér á landi eru þessir erfiðleik-
ar á margan hátt meiri sökum fábreytni atvinnu-
veganna og minni iðnþróunar. Á undanförnum
árum og áratugum hefur þjóðin hins vegar oft
þurft að fást við miklu meiri vanda. Hún hefur
jafnan gengið með sigur af hólmi. Það mun hún
gera enn.
Saga islenzkra utanrikismála siðan þjóðin
endurheimti sjálfstæði sitt, gefur heldur ekki
ástæðu til svartsýni. Islendingar urðu i landhelg-
isdeilunni að heyja harða deilu við Engilsaxa og
reyndust þar siður en svo undirlægjur þeirra,
eins og stundum er reynt að gefa i skyn, að þeir
séu orðnir. Þar hefur þjóðin varanlegt fordæmi
um, hvernig halda ber á utanrikismálum. Þótt
benda megi á, að sitthvað sé öðru visu en það ætti
að vera, hefur svo margt verið vel gert, og mörg
þraut verið unnin, að vantrú á þjóðina á ekki rétt
á sér.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Gömlu flokkarnir
taka höndum saman
Nýjar efnahagsaðgerðir Dana
valda 6% kjaraskerðingu
DANSKA þingiö er í þann veg-
inn að ganga frá vfðtækum
efnahagsráðstöfunum, sem
fjallað hefur verið um á auka-
þingi, sem hófst 1 siðustu viku.
Danska rikisstjórnin, sem er
minnihlutastjórn sósialdemó-
krata undir forustu Ankers
Jörgensen, lagði fram frum-
drög að nýjum efnahagsráð-
stöfunum snemma I siðasta
mánuði eða rétt áður en ‘for
sætisráðherrann hóf Græn-
landsför sina. Tillögurnar
höfðu tvenns konartilgang eða
annars vegar að auka at-
vinnustarfsemi i landinu, en
hins vegar að draga úr inn-
flutningi, en helztu vandamál
Dana að undanförnu hafa ver-
ið mikið atvinnuleysi og stór-
felldur halli á viðskiptum við
útlönd. í samræmi við þetta
fjölluðu tillögurnar um ýmiss
konar nýjar skattaálögur, sem
hefðu þann tviþætta tilgang að
draga úr innflutningi og
afla fjár til atvinnubóta. Þá
var gert ráð fyrir lækkun ým-
issa rikisútgjalda, sem ekki
hefðu atvinnuleysi i för með
sér.
Það var ætlun forsætisráð-
herrans, að flokkarnir ræddu
þessar tillögur fram að auka-
þingi, sem boðað hafði verið i
siöustu viku ágústmánaðar.
Yfirleitt þótti liklegt að þeir
flokkar, sem stóðu að hinu
svonefnda ágústsamkomulagi
á siðastliðnu ári, myndu einn-
ig ná samkomulagi um þessar
tillögur i einu eða öðru formi,
en þeir voru auk flokks sósfal-
démókrata, Radikali flokkur-
inn, Kristilegi flokkurinn,
flokkur miðdemókrata og
íhaldsflokkurinn. Rikisstjórn-
in lagði þó áherzlu á, að sam-
komulag nú byggöist á enn
breiðari grundvelli og þá eink-
um að Vinstri flokkurinn yrði
aðili að þvi. Eftir langt og
mikið samningaþóf, sem Ank-
er Jörgensen telur hið erfið-
asta, er hann hefur tekið þátt
i, fóru leikar þannig, að gömlu
flokkarnir, en svo nefnast þeir
flokkar, sem lengstan feril
eiga að baki, náðu samkomu-
lagi um þær efnahagsaögerö-
ir, sem eru nú i þann veginn að
koma til framkvæmda. Þessir
flokkar eru flokkur sósial-
demókrata, Radikali flokkur-
inn, Vinstri flokkurinn og
Ihaldsflokkurinn. Þaö reynd-
ist nú, eins og svo oft áður að
þótt margir nýir flokkar hafi
komið til sögu að undanförnu,
mynda gömlu flokkarnir enn
kjölfestuna i dönskum stjórn-
málum.
ÞVI FÖR FJARRI aö þetta
samkomulag næðist þjáninga-
laust, enda er hér um aö ræða
þá flokka, sem lengst og harð-
ast hafa deilt á vettvangi
Tbomas Nielsen
Anker Jörgensen
danskra stjórnmála. Einkum
hafa oft staðið harðar deilur
milli sósialdemókrata annars
vegar og Vinstri flokksins og
Ihaldsflokksins hins vegar.
Báöir þessir aðilar urðu að
gera verulegar tilslakanir frá
upprunalegum tillögum sin-
um. Þannig urðu sósialdemó-
kratar aö falla frá upphafleg-
um tillögum um skatt á há-
tekjumönnum, sem yrði lagö-
ur á, i eitt skipti fyrir öll, en
innheimtur á þremur árum.
Þeir urðu einnig aö falla frá
tillögum um sérstakan skatt,
sem legðist á verðhækkanir á
fasteignum, en Alþýðusam-
band Danmerkur haföi lagt
mikla áherzlu á slikan skatt.
Formaður þess, Thomas Ni-
elsen, hefur lika gagnrýnt
nýja samkomulagið, en um
skeiö hefur verið grunnt á þvi
góða milli hans og Ankers
Jörgensens, en Anker hefur
neitað aö fara alfarið að ráð-
um verkalýðssam takanna,
enda þótt hann væri einn á-
hrifamesti leiðtogi þeirra um
skeið og eigi enn mikið fylgi
innan þeirra. Gegn þeim til-
slökunum, sem sósialdemó-
kratar gerðu, urðu Vinstri
flokkurinn og Ihaldsflokkur-
inn að falla frá ýmsum kröf-
um, sem snerust einkum um
ýmsar skattalækkanir. Sam-
komulagiö, sem gert var,
bindur ekki flokkana umfram
það, aö þeir samþykki það á
aukaþinginu, og muni ekki aö
sinni standa að ráöstöfunum,
sem ganga gegn þvi. Þannig
munu sósialdemókratar ekki
knýja fram aukaskatt á verð-
hækkun fasteigna, þótt þeir
fengu meirihluta til þess,
heldur reyna að leysa þetta
mál meö samningum viö þá
flokka, sem standa aö sam-
komulaginu. Að þessu sinni er
ekki talið um það að ræöa, aö
þessir flokkar myndi stjórn
saman, en samkomulag
þeirra nú gæti greitt fyrir þvi,
að þeir myndi stjórn siðar, en
Anker Jörgensen hefur hvað
eftir annað lýst yfir þvi, að
hann kjósi að mynda rikis-
stjórn á breiðum grundvelli.
ÞAÐ verður ekki sagt, aö mik-
ið nýjabragð sé að umræddu
samkomulagi, heldur þræðir
það troðnar slóðir. Virðis-
aukaskattur (eins konar sölu-
skattur) hækkar úr 15% i 18%.
Bæði Ihaldsflokkurinn og
Vinstri flokkurinn vildu hækka
hann í 20%. Þá hækkar áfengi
og tóbak i verði, einnig olfa,
gas og bensin. Bensinlftrinn
mun kosta rúmar 80 kr. Is-
lenzkar eftir hækkunina.
Fargjöld og farmgjöld meö
járnbrautum hækka. Þá verð-
ur lagður sérstakur skattur á
fargjöld með leiguflugvélum
eða nánar sagt á svokölluö
sólarlandaferðalög. Þinglýs-
ingagjöld hækka og ýmis önn-
ur hliöstæð gjöld. Alls er gert
ráð fyrir.að með þessum hætti
verði aflaö nýrra tekna, sem
nemi um^ 10 milljöröum
danskra krona á þremur árum
og veröi þaö notað til atvinnu-
bóta á sama timabili. Þá veröi
geröarráöstafanirtilað lækka
rikisútgjöldin um 6 milljarða á
ári næstu þrjú árin, án þess aö
draga úr atvinnu. Ráöstafanir
verði gerðar til að draga úr
eftirvinnu og tryggja fleiri at-
vinnu á þann hátt. T.d. á að
vera unnt að fjölga löggæzlu-
mönnum og póstmönnum á
þann hátt.
Að mati verkalýðshreyf-
ingarinnar munu þessar efna-
hagsaögeröir, ásamt nýgerðri
gengisfellingu, svara til 11-
12% rýrnunar meðallauna á
fjárhagsárinu 1977-1978. Hins
vegar gerir samkomulagið
ráð fyrir allt aö 6% launa-
hækkun á þessu timabili, og
yrði þá raunveruleg kjara-
skerðing um 6%. Þá hefur
verkalýðshreyfingin látið i
ljós það álit að efnahagsað-
gerðir þessar muni ekki draga
úr atvinnuleysinu. Verkalýðs-
hreyfingin hefur þó ekki tekið
beina afstöðu gegn þeim, þar
sem hún viðurkennir að úr
vöndu sé að ráða.
Svo miklir eru efnahagsörð-
ugleikar Dana, að fæstir gera
sér vonir um að þeir verði
leystir með þessum ráðstöfun-
um, þótt þær kunni aö vera
spor irétta átt. Mikilsverðast i
sambandi viö þær, er senni-
lega þaö. að hér hafa ábyrg-
ustu flokkarnirtekið höndum
saman og i framhaldi af þvi
kann að komast á nánara
samstarf þeirra um að glima
viö vandann.
Þ.Þ.