Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 6. september 1977 23 glýsingar .. og textinn á aó vera svona: "Get bætt vió mig nokkrum vönum vikingum. flokksstarfið VÍSIR Skaftfellingar Héraðsmót framsóknarfélaganna i V-Skaftafellssýslu verður haldinn i Leikskálum i Vik i Mýrdal laugardaginn 10. september og hefst klukkan 21.00. Avörp flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntam.ráðh. og Jón Helgason alþm. Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur, og hin frábæra eftirherma, og grinisti Jóhann Briem skemmtir. Dansað til kl. ? Framsóknarfélögin. © íþróttir Marteinn Geirsson, sem stóð á linu að öllum likindum getað varnað marki. — Ég var tilbú- inn að taka á móti knettinum, en Arni breytti þá stefnu knattar- ins þannig að hann fór i hitt hornið sagði Marteinn. Belgiumenn gerðu siðan út um leikinn á 61. min. þegar hélt Coutant átti skot að marki af 20 m. færi — Arni varði, en hann hélt ekki knettinum, sem fór til Raoul Lamvert, sem skoraði af stuttu færi — 4:0. Guðmundur ekki á skot skónum Guömundur Þorbjörnsson, hinn ungi miðherji Vals fékk tvö gullin marktækifæri i siðari hálfleik, en ekki náði hann að nýta þau og var eins og að töfra- mátturinn væri horfinn úr skón- um hans. Guðmundur fékk fyrra tækifærið á 60. min., þegar Atli Eðvaldsson skallaði til Guð- mundar, sem stóð i dauðafæri. Guðmundur hitti knöttinn illa og sendi hann beint i fangið á Pfaff, markverði. Guðmundur skaut siðan langt fram hjá úr dauða- færi, eftir að hann hafði fengið sendingu frá Asgeiri Sigurvins- syni, en þeir Asgeir og Guö- mundur léku þá gegn tveimur varnármönnum Belga og var Asgeir búinn að draga þá til sin, þegar hann sendi knöttinn til Guðmundar. — SOS © Ffaff — Ég er ekki óánægður með leik okkar gegn Belgum, en aftur á móti var sigur þeirra of stór — þeir fengu mörk af ódýrari gerð- inni, sem við heföum átt að geta komið i veg fyrir. Belgiumennirn- ir höfðu snerpuna og hraðann yfir okkur. Þeir léku þó ekki vel, enda vantaði 5 af fastaleikmönnunum þeirra og munar um minna. Erfiður leikur Marteinn Geirsson, sagði aö leikurinn gegn Belgum hefði verið erfiöur fyrir sig. — Ég fékk það hlutverk að hafa gætur á Lambert og elta hann allan leik- inn og það var erfitt, sagði Marteinn. —sos 0 Veiöihornið asta og þriðja stærsta vatnið hér á landi. I flestum vatnanna á Vest- fjörðum er liklega silungur, eins og reynslan er af byggðavötn- um, þó að veiðiskapur sé óviða stundaður i' heiöavötnum nema stopult, vegna þess hve afskekkt þaueru. 1 sumum vatnanna sem hafa samband viö sjó, b.e. sil- ungur gengur i þau úr sjó, hefur veriö góð veiöi og súms staöar ákaflega gjöful veiði. Sem dæmi má nefna vötnin i Aðalvik og Fljótavatni meðan byggð var þar og reyndar siðar, því að fólk, sem þarna á jaröir, heldur á þessar slóðir á hverju sumri. A Vestfjöröum er liklega að tiltölu meira um straumvötn en i öðrum landshlutum. Þar eru meira en sextiu lax- og silungs- ár. I meirihluta þeirra er ein- göngu göngusilungur, urriði eða bleikja og mest sjóbleikja, þeg- aráheildina erlitið. Það er eöli- legt þar sem Vestfjaröaárnar eru yfirleitt stuttar og með lágt hitastig, frameftir sumri, m.a. vegna leysingavatns í þeim. Meðal góðra laxveiðiáa eru: Laugardalsái ögurvikurhreppi, Langadalsá og Hvannadalsá, sem falla i Nauteyrarós, Staðará og Viðidalsá i Stein- grimsfirði. Þá koma Hrófá og árnar i' sunnanverðri Stranda- sýslu: Krossá, Vikurá, Hvalsá, Bakkaá, Laxá i Hrútafirði og Hrútaf jarðará. Fyrir utan þess- ar eru fjölmargar aðrar ár, en framangreindar upplýsingar eru úr Veiðimanninum. Veiði- horninu þætti ekkert að þvi ef veiðimenn og/eða leigutakar áa á Vestfjörðum skrifuðu Veiði- horninu linu og greindu frá veið- inni i sumar. —áþ © Vængir reynd i gegn um Vinnuveitenda- sambandið, sagði Guöjón enn- fremur, en sem sagt, ástandiö er óbreytt. Þá sagði Guöjón að auðvitað hlytist allverulegt t jón af þessu fyrirfyrirtækið, en von væri um að úr rættist. Ekki kvaðst Guðjón vita á hvaöa for- sendum flugmenn Vængja kæmu ekki til vinnu nú, hann hefði ekki aðgætt það. Við upp- haf deilunnar, þegar flugmenn koma ekki til vinnu vegna veik- inda, afþökkuðu þeir hins vegar læknisaðstoð, sem Vængir buöu þeim. Að sögn Kristins Snælands á Flateyri kemur þaö sér mjög illa á Vestfjöröum þegar flug hjá Vængjum fellur niður með þessum hætti. Sagði Kristinn að þjónusta Vængja hafi mikiö aö segja fyrir þá sem vantar að fá vörur og varahluti að sunnan i fljótheitum, en alltslikt se mun tafsamara þegar ekki er flogið hjá Vængjum, a.m.k. fyrir þau byggöalög sem næst liggja þeim flugvöllum sem Vængir fljúga reglubundið á. © Tony Knapp heppnin væri á bandi þeirra, en ekki okkar. Við fórum illa meö færinokkar,en þeir skoruðu aftur á móti mörk, sem voru mjög ódýr, sagði Knapp. — Ég ásaka strákana ekki, þeir léku vel, en heppnin var ekki á bandi þeirra. Það þýðirekkert aö leggjast und- ir feld þótt aö dæmið hafi ekki gengið upp i Brussel — heldur að snúa bökum sama og berjast. Við erum alltaf á réttri leið og erum að ná góðum tökum á þvi, sem viö erum að gera, sagði Knapp. —SOS Aðalskoðun bifreiða í Reykjavík í septembermánuði Fimmtudagur 1. sept. R-39001 til R-39400 Fösludagur 2. sept. R-39401 til R-39800 Mánudagur 5. sept. R-39801 til R-40200 Þriðjudagur 6. sept. R-40201 til R-40600 Miðvikudagur 7. sept. R-40601 til R-41000 Fim mtudagur 8. sept. R-41001 til R-41400 Föstudagur 9. sept. R-41401 til R-41800 Mánudagur 12. sept. R-41801 til R-42200 Þriðjudagur 13. sept. R-42201 til R-42600 Miðvikudagur 14. sept. K-42601 til R -43000 Fimmtudagur 15. sept. R-43001 til R-43400 Föstudagur 16. sept. R-43401 til R-43800 Mánudagur 19. sept. R-4380I til R-44200 Þriðjudagur 20. sept. R-44201 til R-44600 Miðvikudagur 21. sept. R-44601 til R-45000 Fimmtudagur 22. sept. R-45001 til R-45400 Föstudagur 23. sept. R-45401 til R-45800 Mánudagur 26. sept. R-45801 til R-46200 Þriðjudagur 27. sept. R-46201 til R-46600 Miðvikudagur 28. sept. R-46601 til R-47000 Fimmtudagur 29. sept. R-47001 til R-47400 Föstudagur 30. sept. R-47401 til R-47800 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borg- artúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardög- um. Festivagnar, tengivagnar og far- begabvrgi skulu fylgja bifreiðum til skoð- unar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé gild. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 31. ágúst 1977 Sigurjón Sigurðsson. Allir þeir sem birta smáauglýsingu i VÍSI á meóan sýningin Heimilió’77 stendur yfir, veróa sjálfkrafa þátttakendur í smáauglýsingahappdrætti VÍSIS. Vinningurinn - Philips litsjónvarpstæki - veróur dreginnút 15-9-77 Smáauglýsing i VÍSI er engin sma auglýsing sími 86611

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.