Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 15
Þri&judagur G. september 1977 15 Magnússon leika. b. Fimm sálmar á atómöld eftir Her- bert H. Agústsson viö ljóö eftir Matthias Johannessen. Rut L. Magnússon syngur og tónlistarflokkur leikur. Höfundur stjórnar. c. Konsert fyrir fagott og hljómsveit eftir Pál P. Pálsson. Hans Ploder Franzson og Sinfóníuhljóm- sveit Islands leika: höfundurinn stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. - (16.15 Veðurfregnir.) 16.20 Popphorn borgeir Ast- valdsson kynnir. 17.30 Sagan: „Alpaskyttan” eftir H.C. Andersen Stein- grimur Thorsteinsson þýddi. Axel Thorsteinsson les (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskra kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál GIsli Jónsson menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.40 llm daginn og veginn Viglundur Þorsteinsson for- stjóri talar. 20.00 Mánudagslögin 20.30 >.A ég að gæta bróður mins?” Haraldur Ólafsson lektor flytur erindi um minnihlutahópa. 21.00 „Visa vid vindens angar”Njörður P.Njarðvik kynnir sænskan visnasöng: fimmti þáttur. 21.30 Otvarpsdagan: „Vikur- samfélagið” eftir Guðlaug Arason Sverrir Hólmarsson byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Bdnaðar- þáttur: A Bræðrabrekku i Strandasýslu Gisli Krist- jánsson talar við Bjarna Eysteinsson bónda oe Brynjólf Sæmundsson ráðu- naut. 22.35 Kvöldtónleikar: Frá útvarpinu i Jertisalem. a. Triósónata i C-dúr eftir Quantz, Sinfónia I G-dúr eftir Scarlatti og Þrir dansar eftir Leopold Mozart. Blokkflautusveit leikur: Ephraim Marcus stjórnar. Valery Maisky leikur á sembal. b. Frönsk svita nr. 5 i G-dúr eftir Bach. Jenia Kren leikur á pianó. c. Kammerkór Rubin-tónlistarskólans I Jerúsalem syngur nokkur lög. Söngstjóri: Stanley Sperber. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. ■ w sjonvarp Mánudagur 5. september 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 tþróttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 21.00 Elsa Sjónvarpsleikrit eftir Asu Sólveigu. Leik- stjóri Þórhallur Sigurðsson. Leikendur Margrét Helga Jóhannsdóttir, GIsli Alfreðsson, Þuriður Friðjónsdóttir, Ingunn Jensdóttir, Hákon Waage o.fl. Leikmynd Björn Björnsson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Aður sýnt 24. nóvember 1974. 21.35 Tærir kristalstónar (L) Þjóðverjinn Bruno Hoff- mann leikur nokkur lög með þvi að strjúka barma kristalsglasa með fingri. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 21.55 Rekjum, rekjum refaspor. Bresk fræðslu- mynd um lifnaöarhætti refa. Myndin er að nokkru leyti tekin aö næturlagi, og mun þetta vera fyrsta myndin um hætti refa á þeim tima sólarhrings. Þýöandi og þulur Oskar Ingimarsson. 22.45 Dagskrárlok. David Graham Phillips: SUSANNA LENOX (^Ján Hélgason Á vissan hátt var frú Warham lika þeirrar skoðunar. En hún hefði aldrei þorað að viðurkenna það hrein- skilnislega, jafnvel ekki — eða ef til vill öllu heldur sér- staklega ekki — fyrir manni sínum. I þeim sökum, sem viðvéku sambandi karla og kvenna, var hann jafn fávís og barnalegur og karlmenn í smábæjum og sveitum voru yfirleitt i gamla daga. ,, Ég býst við, að okkur langi bæði til þess að sjá Rut vel gifta", sagði hun. Hún gat ekki látið sér detta annað skárra i hug. ,, Ég kysi nú, að telpurnar yrðu h já okkur sem lengst", rumdi Warham. ,,Ég myndi sjá mjög eftir þeim, ef þær færu af heimilinu". ,,Auðvitað", flýtti Fanney sér að segja. „En þetta er þó lögmál núttúrunnar". „O -o, Rutgiftistáreiðanlega —og líklega fremurof snemma en seint", sagði Warham. ,,Og giftist vel. En ég er ekki alveg viss um, að það sé nein trygging fyrir far- sælu hjónabandi að giftast niðja gamla Wrights. Það er ekki allt fengið með f jármununum — f jarri fer því —■, þó að það sé auðvitað æskilegt að vera vel efnum búinn". „Ég hef aldrei heyrt neinn hafa neitt út á Sam að setja", sagði frú Warham. „Þú hef ur sjálfsagt heyrt það sama og ég: að hann sé staðfestulfti11 og léttúðugur. En það eru víst eiginleikar, sem þið kvenfólkið kunnið að meta". „Við verðum að sætta okkur við það, áttu við", sagði Fanney gremjulega. „ Konur sækjast eftir slikum mönnum", endurtók War- ham. „En ég álít, að Sam sé núna að hlaupa af sér hornin, eins og gengur og gerist um menn á hans aldri, en stillist svo þegar fram í sækir. Nei, kona góð! Láttu Rut útkljá þetta sjálfa. Ef hún vill hann, þá krækir hún sjálf- sagt í hann — hún eða þá Susanna". Frú Warham beit á vörina og leit niður fyrir sig. Rut eða Súsanna — eins og það væri sama hvor væri? „Sús- anna er ekki dóttir okkar". Hún gat ekki stillt sig um að segja það. „Það er hún raunar", sagði Georg blíðlega. „Hún gæti ekki verið okkur nákomnari heldur en hún er". „Auðvitað ekki", hrópaði Fanney. Hún snaraðist fram að dyrunum. Hún sá fram á, að hún myndi engu fá áorkað, nema hún léti hann heyra allar ráðagerðir þeirra mæðgnanna. Og ef hún segði honum allt af létta, myndi hún líka eiga mótspyrnu hans vísa. Hún hætti því við að reyna það úrræði og brunaði upp stigann. Georg tók hattinn sinn af snaganum í for- dyrinu og gekk út. Þegar hann kom út á svalirnar, var Súsanna þar að tína visnuð blóm úr blómakössunum. Rut lá í hengihvílunni og virti Súsönnu fyrir sér. Hún lét hendurnar hvíla í keltu sinni, og það var fullkomin ró yfir svip hennar. „Það eru skrýtnar fréttir, sem mér hafa verið sagðar", hrópaði Warham hlæjandi. ,,Er það satt að þið séuð báðar að gera hosur ykkar grænar við Sam Wright?" Rut leit niður f yrir sig og beit á vörina. Þann kæk haf ði hún erft f rá móður sinni. Súsanna leit brosandi til fóstra sins „Ekki Rut" sagði hún „Það er bara sé Ég sá hann lika f yrst, og það er ég, sem á hann. Hann ætlar að heim- sækja mig í kvöld". „Mér er sagt það. Ójá. Tunglið er fullt um þetta leyti og þú skalt fá að vera í friði fyrir mér og Fanneyju, að minnsta kosti þangað til klukkan tíu. En barn eins og þú mátt ekki haf a gest hjá sér ef tir klukkan tiu". „ Ég býst varla við, að ég geti haldið honum lengur h já mér". „ Ekki skaltu örvænta um það, telpa mín. En ég má víst ekki gera þig ímyndunarveika. Ætlarðu að koma með mér út í búðina?" „Nei, ég geri það á morgun", sagði Súsanna. „Ég ætla aðvera í hvíta knipplingakjólnum mínum í kvöld, og það þarf að draga á hann — og ég verð að gera það sjálf". „Vesaíi’ngs Sam! Hann verður auðvitað heila klukku- stund að raka sig og greiða sér og hnýta á sig óteljandi bindi, sem hann ríf ur svo jaf nóðum af sér aftur". Súsanna Ijómaði af gleði við þá tilhugsun, að ungur maður skyldi leggja sig í lima til þess að ganga í augun á henni — og það annar eins maður og Sam. Rut herpti saman varirnar og leit ekki upp. Þegar Warham var farinn, reis Rut á fætur. Hún gát ekki setið ein stundinni lengur hjá sigurreitum keppi- naut sínum — sigurreif um af þvi að hana grunaðiekki, hvað í vændum var. Hún vissi raunar, að hún þurfti ekki annað en að láta Súsönnu vita, að hún vildi eiga Sam ein. En dramb hennar bannaði henni að neyta þess bragðs. Um leið og hún tók um hurðarhúninn, leit Súsanna upp og mælti: „Hvers vegna getur þú ekki umborið Sam?" „Mér þykir hann montinn. Það hefur svifið allt of mikið á hann að vera þarna í austurríkjunum". „Ekki sé ég, að hann hafi breytzt neitt?" „Nei, það hefur stigið þér til höfuðs, að hann skyldi tala við þig i morgun", sagði Rut og hló. Það fólst eitruð beiskja undir felldu yfirborðinu. Súsanna veitti þessu athygli, en gerði sér ekki Ijóst, hvað á bak við bjó. „Það var gaman, ha?", sagði hún glettnislega. „Ef til vill hefur þú á réftu að standa, en samt sem áður get ég ekki annað en verið hrifin af honum. Þú verður þó að viðurkenna, að hann er lag- legur". „Augnaráðið hans er ekki fallegt", svaraði Rut. Hún var orðin úttútnuð af reiði, og henni f annst, að það myndi liða yfir sig, ef hún byrgði hana alveg inni. „Þú skalt gæta þín, Sanna min", sagði hún hægt og með áherzlu. „Þú skaltekki trúa hverjuorði sem hannsegir". „Nei, auðvitað ekki," sagði Súsanna sakleysislega, þó að henni væri, líkt og f leiri, hætt til þess að leggja eyrun við þvi, sem aðeins voru innantóm hrósyrði. ,, Honum myndi aldrei koma til hugar að ganga að eiga þig". Rut skalf eins og hrísla, er hún hreytti þessu út úr sér. „Ganga að eiga mig!" hrópaði Súsanna forviða. „Ég er heldur ekki nema seytján ára". Rut varp öndinni léttara. Eiturörin hafði ekki unnið á skjaldborg sakleysisins. Hún hljóp inn i húsið. „ Komdu hingað upp, Rut", hrópaði moðir hennar.,, Ég þarf að máta kjólinn í síðasta sinn. Ég held, að hann hljóti að fara þér Ijómandi vel". Rut drattaðist upp stigann, gekk seinlega inn í setu- stofuna og starði svipþung á kjólinn. „Hvað sagði pabbi?" spurði hún. „Það er gagnlaust að reyna að tala við föður þinn". Rut fleygði sér niður i annað hornið á leðurbekknum. „Eina ráðið, sem ég get látið mér detta í hug, er að sima til frú Sinclair eins og ég vildi gera strax", sagði móðir hennar, bljúg og hálfskelkuð. „Og láta mig verða athlægi allra . . Ó. hvaða máli skiptir það svo sem fyrir mig!" „Arthúr Sinclair er bæði hávaxnari og myndarle_qri. Satt að segja hefur Sam ekki mikið við sig. Hann er ekkert nema tötin og kurteisin, —og það mjög léleg kurt- Ég var farinn aö álita aö Wilson yröi einhvern timann þreyttur á aö kvarta svona. Ég verð þreyttur á þvi að vera alltaf aö kvarta! DENNI DÆMALÁUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.