Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. september 1977 9 Egilsá giftist hann áriö 1968 og átti með henni tvö börn, Guðlaugu og Ragnar Guðlaug. Þegar nú þjóðleikhúskórinn kveður sinn ágæta húsbónda og samstarfsmann hinztu kveöju er margs að minnast og mikils að sakna. Tengsl hans við þjóð- leikhúskórinn rofnuðu aldrei og milli hans og kórsins var gagn- kvæm vinátta og skilningur. Gub- laugur Rosinkranz var hreinskil- inn, ákveðinn og réttsýnn. Um hann og störf hans hlaut því að vera stundum stormasamt, og þá helst frá þeim er þekktu hann minnst og skildu ekki hans sileit- andi og þróttmikla kraftog áræði þegar þungt var undir fótum hjá févana leikhúsi. En hugsjóna- maðurinn Guðlaugur Rósin- kranz lét aldrei bugast. Hann trúði á Þjóðleikhúsið og starfsfólk þess og stældi kraftana til endurnýjunar á uppsprettum listar sinnar. Guðlaugur var léttlyndur meö afbrigðum og tók glensi og gamanyrðum vel enda þoldi hann enga lognmollu og deyfð i kringum sig. Hann var málefnalegurog rökvisi viðskipt- um og viðræðum og það var ávallt gott að koma til hans fyrir kórsins hönd. Það var sýnilegt á öllu að Þjóðleikhúskórinn mat hann mikils og kórinn átti svo sannar- lega hauk i horni sem hann var. Sem stofnfélagi og formaður Þjóðleikhúskórins yfir 21 ár get ég með réttu borið góðvild hans og trúmennsku vitni. Hann breytti með dugnaði og þekkingu vörn i sókn. Það er eigi ofmælt þótt sagt sé að heitar tilfinningar, gott hjartalag samfara næmri mannlifsskynjun væri aðalsmerki hans. Þegar réttlátur dómur sög- unnar verður skráður mun það sannast að Guðlaugur Rosinkranz hafi reynzt miklum vanda vaxinn og innt af hendi ómetanlegt starf fyrir land og lýð. Þjóðleikhúskórinn er i ómetan- legri þakkarskuld við Guðlaug Rosinkranz og mun ávallt minn- ast hans með miklum söknuði. Peráónulega þakka ég honum drenglyndi og samstarf sem aldrei bar skugga á. A snöggu augabragði var hinn mikli at- hafnamaður kvaddur burt úr þessum heimi 74 ára gamall meira að starfa guðs um geim. Þjóðleikhúskórinn vottar konu hans Sigurlaugu og öllum biá-num hans, barnabörnum og öðrum ástvinum dýpstu samúð, þvi öll hafa þau mikið misst. Mann eins og Guðlaug Rósinkranz er gott að hafa átt að vini og samferða- manni. Þorsteinn Sveinsson t Undirritaður er einn af þeim mörgu, sem áttu þvi láni að fagna aö vinna undir stjórn Guðlaugs Rósinkranz um ára bil, og undir hans stjórn var svo sannarlega ánægjulegt aö starfa. Guðlaugur var ákaflega hlýleg- ur og réttsýnn gagnvart starfs- fólki sinu, enda held ég að þvi flestu, ef ekki öllu, hafi verið hlýtt til hans. Guðlaugur létsérmjögannt um hag og velferö Þjóðleikhússins og vék sér aldrei undan að taka af- stöðu og axla ábyrgð til að svo mætti verða. Vinnusemin var mikil og hann hafði metnað til þess að eigið aflafé leikhússins næði sem lengst i rekstri þess. Smekkmaður var Guölaugur svo sem flestum mun ljóst vera sem sóttu sýningar leikhússins. Það sem sennilega hefur ráðið mestu um hve farsællega honum tókst að móta stofnun sina svo vel sem raun ber vitni um var hið mikla áræöi hans og kjarkur. Guðlaugur Rósinkranz var svo sannarlega einn af þeim sem maður minnist með miklum söknuði. Frú Sigurlaugu, börnum hans og barnabörnum votta ég mina dýpstu samúö. Halldór Ormsson. Verkstæði fyrir kennara: Nota leiki og spil við kennslu MÓL-Reykjavik. 1 gær var opnað i Miðbæjarskólanum I Reykjavik svonefnt verkstæði fyrir grunnskólakennara, en á þvi gefst þeim tækifæri til að kynna sér noktun hjálpar- gagna i kennslu. Þetta verkstæði er til komið eftir tilraun sem gerð var s.l. vetur með notkun spila og leikja i grunnskólanámi. Að henni stóðu aðilar frá skóla- rannsóknadeild menntamala- ráðuneytisins i samvinnu við 17 kennara frá 15 skólum, og athuguðu þeir áhrif leikja og spila i námi á öllum stigum grunnskólanámsins. Verk- stæöi þetta var til húsa I Æf- inga- og tilraunaskóla Kenn- araháskóla íslands dagana 24. til 31. ágúst s.l. Aðsóknin varö mikil og komu þegar fram óskir um að verkstæöið yrði opið lengur. Námsflokkar Reykjavfkur buöu þá húsnæði og annan stuðning I Miðbæjar- skólanum og gerir það kleift að halda áfram þessari starf- semi til loka þessa mánaðar. A verkstæöinu i Miðbæjar- skólanum má finna mörg þeirra spila, sem notuð voru i tilrauninni. Einnig eru þar gögn frá ýmsum öðrum að- ilum, bæði einstaklingum og stofnunum auk annarra gagna, sem að notum geta komiðí kennslu, s.s. handbæk- ur. námsefni og fl. Tilraunin með notkun spila ogleikjaíkennslu leiddi m.a. i ljós, að kennslugögn af þessu tagi geta verið mikilvæg hjálpartæki i námi. Leikir og spil höfða oft sterkt til nem- enda, segir i frétt frá mennta- málaráðuneytinu. Verkstæðið verður oðið dag- ana 5.-29. sept. fjóra daga i viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 15 til 19,ogfimmtudaga frá kl. 15 til 22. KENWOOD heimiiistæki á sýningunni Heimiliö 77 THORN Kynnió ykkurþessi einstöku heimilistæki i sýningarbás okkar (nr. 54), þar fer einnig fram sýnikennsla á KENWOOD hrærivélum aiia virka daga kl. 2130 og um helgar kl. 17°°og 2130 HEKLA hf. Laugavegi 170-172, — Sími 21240 l Tíminner peningar f f AuglýsícT í ! iTimanum f Bréfasafn Torfa Bjarnasonar Nokkurt úrval af bréfum til og frá Torfa i Ólafsdal, ásamt blaðagreinum, verður gefið út fyrir lok ársins 1980. Verkið er hugsað i þrem bindum: I. bindi: Bréf eldri en 1880 II. bindi: Bréf frá 1880—1896. III. bindi: Bréf eftir 1896. í viðauka við III. bindi verða kunnar minningagreinar um hjónin i Ólafsdal, Guðlaugu og Torfa.Hugsanlegt er að IV. bindi komi siðar, með bréfum frá vestur- förum. Bréfabindin verða offset-fjölrituð, og þannig heft að auðvelt verður að setja inn viðbætur eða leiðréttingar.Áskrift er hægt að tryggja sér með greiðslu inná Póstgiró nr. 29200-1, fyrir 1. okt. n.k. Áskriftar- eintökin verða tölusett. Miðað við verðlag 1. ágúst s.l., er áætlað verð I. bindis kr. 4500.00, án söluskatts, og verður samsvarandi 1000 siðum i venju- legu broti, og kemur út fyrrihluta árs 1978. ATHUGIÐ! Við erum búnir að breyta og stækka — allt orðið að einni búð. Vöruúrvalið er ótrúlegt. VERIÐ VELKOMIN! DS=ЩcTr[^ljGr§)@Tr®©l]L;^] LAUQALÆK 2. ■íml 3SÚ2Q Kvígur til sölu Tvær óktóberbærar og marsbær kviga til sölu. Upplýsingar gefur Þorvaldur Sigur- jónsson, Núpakoti, Eyjafjöllum gegnum Skarðshlið. Hef opnað lækningastofu i Austurbæjarapóteki, Há- teigsvegi 1. Sérgrein: Húðsjúkdómar Viðtalsbeiðnum veitt móttaka alla virka daga kl. 1-6 i sima 1-03-80. Arnar Horgeirsson, læknir Háteigsvegi 1. Reykjavik. (Austurbæjarapóteki) Stolusimij 1-03-80 lleimasimi: 2-92-46

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.