Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.09.1977, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 6. september H77 7 Sérvizka Kvikmyndaleikaranum Robert De Niro er mikiö i mun að halda einkalífi sinu og opinberu lifi aðskildu. Þvf var það, að þegar hann fór til Parisar ekki alls fyrir löngu með konu sinni i leyfi hafði hann lagt það á sig að safna hári og börtum, svo að ljósmyndarar og blaðamenn bæru sfður kennsl á hann. Bragðið heppnaðist ekki fullkomlega, þvi að auövitað voru ein- hverjir ljósmyndasnápar svo naskir að sjá hver kominn var. Robert gerði samning við einn ljós- myndarann, að honum væri frjálst að taka mynd af sér, ef hann léti eiginkonu De Niros, Diahann Abbot i friði. En honum láðist að athuga þaö, að fleiri ljósmyndarar voru nærstaddir, og meðan hann stóð i samningum við þennan eina, tóku aðrir myndir af konu hans. Tilganginum fannst honum þó náð, þar sem þau hjónin eru ekki saman á einni mynd! Röksemdafærslan þykir okkur nokkuð langsótt, en af og frá er að Róbert DeNiro viljiekki láta allan heiminn vita, hversu fallega konu hann á. í spegli tímans ★ * ★ Bakarar halda glæsta sýningu Þjóðverjar munu vera sér- ber meðsér, en hún var tekin um, Verndarar sýningarinn- löndum. Sá sem setti sýn- fræðingar i brauðbakstri, i tilefni af 10. Alþjóöasýningu ar voru hvorki meira né inguna var landbúnaðarráð- eins og meðfylgjandi mynd bakara i Munchen á dögun- minna en 540 að tölu frá 12 herrann i Bonn, Josef Ertl. Ilann scst hér taka sér stöðu viö kræsingarnar og litur laumulega út undan sér um leið og hann brýtur marsi- pahskreytingu af brauðhús- inu, sem var svo skelfiiega gómsætt á aö lita. Brauðhúsið minnir injög mikið á dómkirkju, og nær- staddir hafa vafalaust getað heimfært það upp á ein- hverja af kirkjum Munchen- borgar. A sýningunni kom þaö fram, að gæði þýzks brauðs væri með einsdæm- um, enda voru það eingöngu þýzkir bakarameistarar, sem sáu um að baka á sýn- inguna. (Jrvalið er aliavega nóg eins og sést á myndinni. Liklega hefði cinhver Is- lenzki sælkerinn viljað vera kominn á brauðsýninguna, en sá liinn sami hefði vafa- litið orðið fyrir vonbrigðum, þvi að fólki var meinaö að láta sýningarhlutina inn fyrir sinar varir, nema það hafi þá farið að ráði landbún- aðarráðherrans þýzka og STOLIZT TIL ÞESS. s V A L U R K U B B U R / Vandamálið við þetta tré er, að þú getur ekki klifrað upp þegari einhver klifrar niður. Við höfum _ tréð bara með| i ftveim akgreinum'.f Tíma- spurningin Hlakkar þú til að byrja i skólanum? Kristín Magnúsdóttir, 12 ára: Nei, það er alltaf svo leiðinlegt og kennararnir lika. Jóhanna Marta óskarsdóttir, 11 ára: Nei, maður fær ekki að gera neitt skemmtilegt í skólanum. Dagbjartur Geir Guömundsson: 6 ára: Jú. það er gaman I skólanum og mig hlakkar bara tii. Maður fær alltaf að teikna. Birgirörn Tryggvason, 8 ára: Já, ég hlakka til, það er dáldið gaman og mest gaman aö skrifa. Drifa Björk Guömundsdóttir, 9 ára: Já, mig hlakkar til. Það er allt skemmtilegt í skólanum nema reikningur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.