Tíminn - 10.09.1977, Síða 17

Tíminn - 10.09.1977, Síða 17
Baráttan mikla í Laugardalnum! Austurbæj arrisarnir verða í eldlínunni Ht Úrslitaleikurinn um bikarinn fer fram í Laugardalnum á morgun Bikarúrslitaleikurinn i knattspyrnu er framundan. Það verða tvö Reykjavikurlið, sem ganga til leiks á Laugardalsvellinum á morgun — tvö Austurbæjar- lið, sem löngum hafa eldað grátt silfur á knatt- spyrnusviðinu. Flestir eru á þeirri skoðun að úr- slitabarátta þessara félaga verði mjög jöfn og mun frekar ráða heppni en getumunur, hvort Valsmönn- um tekst að verja bikarinn, eða hvort Framarar ná að tryggja sér hinn eftirsótta grip. Eins og kunnugt er, hafa viöur- eignir þessara Austurbæjarfé- laga verið gifurlega spennandi og jafnar undanfarin ár. Þessi tvö lið erumjögólik. Valsliðið er byggt Hverjir leika? Hvernig verða lið Fram og Vals skipuð ó morgun, þegar þau mætast I bikarúrslitun- um? Enn hafa nöfn leikmanna ekki verið gefin upp, en miklar likur eru á þvi, að liðin verði skipuð þessum leikmönnum: VALUR: — Sigurður Dags- son, Bergsveinn Alfonsson, Grimur Sæmundsen, Dýri Guðmundsson, Magnús Bergs, Albert Guðmundsson, Hörður Hilmarsson, Ingi Björn Al- bertsson, Atli Eövaldsson, Guðmundur Þorbjörnsson og Jón Einarsson. FRAM: — Arni Stefánsson, Agúst Guðmundsson, Simon Kristjánsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Rafn Rafnsson, Gunnar Guðmundsson, Asgeir Eliasson, Rúnar Gislason, Pétur Ormslev, Sumarliði Guðbjartsson og Kristinn Jörundsson. i kringum „stjörnur”, og eru máttarstólpar liðsins góður markvörður, leiknir miðvallar- spilarar og marksæknir fram- linumenn, sem hafa skorað mikið af mörkum. Framliðið er jafnt og samvirkt lið, þar sem barátta og kraftur, úthald og vinna ræður rikjum. Þessir eiginleikar hafa reynzt liðinu drjúgir og á góðum degi eru léikmenn Fram óút- reiknanlegir. Eftir sterkan meðvind i byrjun keppnistimabilsins, hefur Vals- liðiö verið að slaka á aö undan- förnu — leikmenn Vals misstu Is- landsmeistaratitilinn úr höndum sérá siöustu stundu, eins og menn muna. Þrátt fyrir þetta er Vais- liðið sigurstranglegra, en þó má ekki afskrifa Fram-liðiö, þótt liö- ið hafi misst Kristin Atlason. Þeir sem óska Valsmönnum sigurs, benda á sóknarleikmenn Vals. Þeir telja að þeir Guðmund- ur Þorbjörnsson, Ingi Björn Al- bertsson og Atli Eðvaldsson eigi eftir að gera varnarmönnum Fram lifið leitt — og þeir veröi Framvörninni þungir I skauti. Þeir sem óska Fram sigurs, benda á, aö Framarar hafi ávallt staðið sig bezt, þegar mikiö hefur legið við. Baráttan um miðjuna Það er margt sem mun skipta KNÖTTURINN I NETINU....Vonandi fá áhorfendur, sem leggja leið sína f Laugardaiinn á morgun, aft sjá Valsmenn og Framara skora mörg mörk. Þessa mynd tók Gunnar Ijósmyndari Timans i hinum fjör- uga leik Fram og Vals á dögunum, sem lauk með jafntefli 3:3. Það eru Framarar sem fagna þarna marki. miklu máli og aöalspurningin er — Hvernig lyktar baráttunni um miöjuna? Það er spá Tlmans, að það liö, sem nær tökunum á miðj- unni, fari meö sigur af hólmi. Ná þeir Hörður Hilmarsson, Atli Eö- valdsson og Albert Guðmundsson völdum á miðjunni fyrir Val og fá aö ráða miðvallarspilinu? Eöa snýst þetta við og verður það I verkahring Asgeirs Eliassonar, Gunnars Guðmundssonar og Rúnars Gislasonar að stjórna spilinu á miðjunni? Crslitin i þessari baráttu munu skipta mestu máli — ekki sizt fyrir sóknarleik liðanna. Miðvallarspilið skiptir þó meira máli fyrir Framara, sem bv«'- nn leik upp á miðvallar- sp u máli er að gegna meö Valsliðið, sem hefur að undan- förnu byggt sóknarleik sinn á langspyrnum fram völlinn, þar sem þeir binda vonir við hina fljótu framlínumenn sina — að þeir nái knettinum og prjóni sig I gegn með hinum mikla hraða sin- um. Bikarstemmning Það verður örugglega mikil bikarstemmning á Laugardals- vellinum kl. 2 á sunnudaginn, þegar Austurbæjarliðin hlaupa inn á. Fyrir nákvæmlega iOárum leiddu þessi lið saman hesta sina á Laugardalsvellinum - J)á I aukaurslitaleik um tslánds- meistaratitilinn. Sá leil®r var gifurlega spennandi og komu 7 þús. áhorfendur til aö sjfi (fcann. Valsmenn fóru þá með sigur af hólmi — 2:0 i fjörugum qg mjög vel leiknum leik. Leikwinn á morgun verður örugglega eins spennandi, enda siöasti deikur keppnistimabilsins á milli Is- lenzkra félagsliða — já, og bar- áttan um sjálfan bikarinn, sem er mjög eftirsóttur af knattspyrnu- mönnum. -SOS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.