Tíminn - 14.09.1977, Side 5

Tíminn - 14.09.1977, Side 5
Miövikudagur 14. september 1977. 5 Þjóðræknina ber að efla á víðavangi Tengslin við líf og land 1 forystugrein Alþýöublaös- ins sl. sunnudag er gripiö á efni^sem oft hefur veriö rætt i Timanum. Þaöer ástæöa til aö taka undir meö Alþýöublaöinu þegar þaö segir: „Það má meö sanni telja þaö nokkra öfugþróun hvernig nær helmingur landsmanna hefur safnazt saman á litlu landssvæöi f Reykjavik og ná- grenni. Reykjavik er óeölilega stór höfuðborg i 220 þúsund manna landi. A margan hátt hafa Reykvikingar liöiö fyrir þessa þróun. Vmis stórborg- areinkenni sem hrjá borgir i nágrannalöndum og valda stööugt meiri erfiöleikum, hafa gert vart við sig i Reykjavik. Mikill fjöldi Reyk- víkinga hefur ekki lengur nein fjöískyldu- eða frændsemis- tengsl viö ibúa sveitanna. Kynslóöir „innfæddra” Reyk- vikinga eru i miklum meiri- hluta og borgarbörnin standa fyllilega undir þvi nafni. Þessi þróun er i eðli sinu ekki hættuleg á meöan ibúar borgarinnar slitna ekki úr sambandi viö landiö og um- hverfið utan höfuðborgarinn- ar. Sú einangrun sem oft fylgir stórborgarlifinu hcfur hins vegar reynzt mörgum þjóöum hættuleg. Hinn merki forseti Bandarikjanna Jefferson, sagði eitt sinn aö sú þjóö sem slitnaði úr tengslum við eigiö land væri i hættu stödd. Þessi staðreynd blasir nú víöa viö meöal stórþjóöa þar sem heil- ar kynslóöir borgarbúa hafa ekki kynnzt öðru en Hfinu inn- an borgarmarkanna og eru jafnvcl einangraðir innan ein- stakra borgarhverfa.” Hér er að nokkru leyti um að ræða óhjákvæmilega fylgi- fiska iönþróunar og samfé- iagsframvindu, en hins vegar ber að hafa það i huga aö fátt bendir til þess að borgarllf eöa skerfur borgar til athafnalifs verði betri eöa farsælli ef borgin vex langt upp úr þvi sem Reykjavik hefur nú þegar náö. Sannleikurinn er sá aö þau félagslegu vandamál sem koma upp I borg, þótt ekki sé ncin stórborg á heimsmæli- kvaröa, eru bæöi mjög erfiö úrlausnar og enn fremur mjög kostnaöarsöm jafnvel þótt ekki takist að nálgast neitt þaö sem kalla mætti úrlausn. Meöal þessara vandamála nægir aö nefna umferðarvandamálin og annað þaö sem af þeim hlýzt, slys, mannskaða og eignatjón. Meöal vandamála sem láta dags daglega minna yfir sér eru vaxandi stétta- skipting og firring, en af henni hljótast siöan önnur sár og miklu verri, og fer þar mest fyrir glæpunum smáum jafnt sem stórum. Inntak byggða stefnunnar Þaö mælir þvi flest meö þvi, þegar öllu er á botninn hvolft aö stefnt sé aö dreifingu byggöarinnar út frá miöstöö- inni þegar er „miðstöðin” sjálf hefur náö nokkrum styrk. Viö þvi er ekkert að segja að „hraöinn og fjöriö” i þjóölífinu sé einna mest I henni, en siöan stafi orkunni út frá henni um allan þjóöarlíkamann ef svo má segja. En þá verður jafn- framt aö hafa i huga aö frum- framleiösla, vinnsla náttúru- auðlinda og framleiösla lifs- nauðsynjanna margra hverra verður eftir sem áður i hönd- um þeirra sem búa fjær, og nægir i þvi efni aö nefna sjávarútveg og landbúnaö á islandi. Og um það þarf ekki að fara mörgum orðum aö þeir sem þá undirstöðu leggja til munu gera réttlátar og eöli- legar kröfur um aö sitja viö sama borö hvað varðar menn- ingu, heilbrigöisgæzlu og önn- ur mannréttindi sem hinir sem I „miöstööinni” búa eöa I næsta nágrenni hennar. Þetta er inntak byggöa- stefnunnar, og þetta sýnir hvernig allt þjóöféiagiö er samofið, ein órofa heild þar sem hver þátturinn styður annan og er forsenda annars. Það er þvi fráleitt sem stund- um er haldið fram að byggða- stefnan sé andstæö höfuðborg- inni, íbúum hennar eða ná- grennisins. Staöan nú er einfaldlega sú að það þarf mikið fram að leggja til að jafna aðstööu og kjör ibúanna. Meðan svo er getur vitanlega ekki hjá þvi farið að framlögin verði eftir atvikum mikil sem renna til landsbyggðarinnar i einu eða öðru formi. Forystugrein Alþýðublaös- ins heldur áfram á þessa lund: „Blaöafulltrúi Búnaöarfé- lags islands hefur stundum bent á þaö i skrifum sinum aö nauðsynlegt sé aö efla gagn- kvæm samskipti og heimsókn- ir borgarbúa og Ibúa dreifbýl- isins. Þetta er hugmynd sem ber aö fylgja eftir með öflugu og vel skipulögöu starfi. Jafn- framt þyrfti aö auka fræöslu i skólum um lif og starf þessara þjóöfélagshópa. Þá þarf ekki siður að efla starf innlendra feröaskrifstofa og hvetja ts- lendinga til feröalaga um eigiö land. Lif I stórborg getur boöiö upp á mikla fjölbreytni. En þaö getur einnig valdiö mikilli einangrun, einkum þegár þess er gætt að stórborgarbúinn þarf fátt eöa ekkert aö sækja út fyrir borgina nema áhugi á landinu hvetji hann til far- ar Þessvegna verður aö vekja þennan áhuga meðal ungs fólks og gera þvi kleift að ööl- ast raunhæfan skilning á lifi og starfi annarra þjóöfélags- hópa og komast í snertingu viö iandiö sjálft. Þjóöerni er hverjum manni mikilvægt, en þjóöernisvitund er auövelt aö glata á malbikuöum götum.” Þetta er hárrétt hjá Alþýðu- blaðinu. Þvi er þó við aö bæta aö tengsl viö lif og land og náttúru er grundvallarþörf og nauösyn hverjum heilbrigðum manni og konu. Þetta mikil- væga atriöi sjálfs mannlegs lífs hefur gleymzt allt of lengi hér á landi sem viöa erlendis. Þcss vegna hefur borgarbúinn i raun og veru alltaf eitthvaö úrslitamikilvægt aö sækja út fyrir þröngbýliö hann þarf aö ná sambandi viö sínar eigin rætur á jöröinni. Slitni hann úr þessu sambandi tekur viö hvers kyns firring og hrein- asta ónáttúra eins og allt of vel er þékkt úr mörgum stórborg- um heimsins. Guöi sé lof fyrir þaö hve byggðin á höfuö- borgarsvæöinu hérlendis er þrátt fyrir allt dreifð, þegár boriö er saman við þröngina sem víða er erlendis. Jafnvel svo litiö atriöi, að þvi er virð- ist, sem sæmilegur húsagarö- ur verður stórkostleg hlunn- indi þegar höfö eru I huga ó- sköpin i blokkahverfunum viða um lönd. Og ef til vill er- um við þegar komnir of langt út á hálan is i Breiðholtshverf- unum I Reykjavík. Loks verður ekki of sterkt að þvi kveðið að þjóðernistilfinn- ing er ekki munaður, heldur samfélagslegt tengiafl sem ver þjóðina fyrir óheftri ein- staklingshyggju, neikvæöum viöhorfum fólksins til samfé- lagsins, og hún er um leið ó- metanlegur hvati í menning- ar- og athafnalifi. Þjóðrækn- ina veröur að efla stórum frá þvi sem orðið er á siðustu ára- tugum. Þjóöernisstefna er orðin of veik meðal lslend- inga, og má sjá þess alltof mörg dæmi. — JS Launasamanburður í grein Árna Benediktssonar: ísland — Norðurlönd 1 grein Árna Benediktssonar, „Hvers vegna eru laun lág á Is- landi”,sem birtisti blaöinu i gær, varö llnubrengl sem nauösynlegt er aö lagfært sé. Efst i öörum dálki greinar sinnar gerir Árni samanburö á kauptöxtum hér- lendis og á Noröurlöndunum. 1 þeim samanburöi hefur i prent- uninni falliö brott ein lina sem veldur þvi að hann verður litt skiljanlegur og beinlinis rangur. Efsta málsgrein i öörum dálki greinar Arna Benediktssonar á bls. 10 I gær á að hljóöa svo: „Samanburöurinn er þessi: Kauptaxtar á Islandi eru 45-60 á móti 100 á Noröurlöndum. Greidd vinnulaun á unnu klukkustund á- samt sérkröfukostnaöi 60-100 á móti 100 á Norðurlöndum. Launa- kostnaður á framleidda einingu er 90-130 á tslandi á móti 100 á Norðurlöndum. Viö þetta má svo bæta fjóröu staðreyndinni: Heild- arlaun meö launakostnaði og yf- irvinnu er 60-120 á Islandi á móti 100 á Norðurlöndunum.” Lesendum skal sérstaklega bent á þessa málsgrein þvi aö hún felur i sér þungamiöju i rök- semdafærslu Ama, um leiö og blaðiö biöst velviröingar á mis- tökunum sem oröiö hafa i prent- uninni. Styrkir til háskólanáms i Sviss. Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram I löndum sem aðild eiga að Evrópuráöinu fimm styrki til háskólanáms i Sviss háskólaáriö 1978-79. Ekki er vitaö fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma i hlut islendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og eru veittir til tiu mánaða námsdvalar. Styrk- fjárhæöin er 950 svissneskir frankar á mánuði og auk þess fá styrkþegar allt að 500 franka styrk til bókakaupa. — Þarsem kennsla i svissneskum háskólum fer fram annaö- hvort á frönsku eöa þýsku er nauösynlegt aö umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir að vera undir þaö búnir aö á það verði reynt með prófi. — Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokiö háskólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 1. desember n.k. á tilskildum eyðublöðum sem þar fást. Menntamálara'öuneytiö 12. september 1977 BÆNDUR HESTAMENN Höfum fengið danska grasköggla Verð kr. 30/- pr. kg. Vegna ummæla í útvarpi 1 þætti Páls Heiðars Jónssonar sunnudaginn 11. sept. flutti ég svokallaða frétt vikunnar og tók þann kost aö lýsa heimsókn for- sætisráöherra íslands og Sviþjóð- ar aö Þrándarlundi i Hreppum I fyrri viku. Tilgangurinn var að gera grin aö öllum þeim fyrirgangi sem þessari heimsókn fylgdi, bæöi fyrirmönnunum sjálfum, lögregl- unni og ekki sizt okkur blaða- mönnum og ljósmyndurum sem fylgdu i kjölfarið til að ná sem beztum myndum og fréttum. Mér þykir hins vegar leitt ef ég hef sært heimilisfólkið aö Þrándar- lundi meö spjalli minu. Það var alls ekki ætlun min og ef svo hefur veriö biö ég afsökunar. Vörugeymslu- og skrifstofuhúsnæði við Geirsgötu til leigu, Sex hœðir í Sambandspakkhúsinu við Reykjavíkurhöfn eru til leigu. Samtals er flatarmál hæðanna um 5000 fer- metrar. Húsið hefir verið notað til vörugeymslu og fyrir söluskrifstofur. Nánari upplýsingar gefur Jón Jónsson, umsjónarmaður fasteigna Sambands- ins - sími 28200 -108-. $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Ílö[ lii '■1 1*1 iii III Q tt TT n ii ■ TT w m EE Guöjón Friöriksson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.