Tíminn - 14.09.1977, Síða 16

Tíminn - 14.09.1977, Síða 16
16 Wimvrn Miðvikudagur 14. september 1977. Billy Brenmer í sviðsljósinu í Bretlandi: „Gefdu okkur vítaspyrnu... Eitt ensku sunnudags- blaðanna birti s.l. sunnu- dag grein sem án efa á eftir að verða umræðuefni manna í Bretlandi og víðar næstu mánuðina. Greinin birtist á forsíðu og f jallar um tilraun Billy Bremners, fyrrum fyrirliða Leeds liðsins, til að múta einum leikmanna, Wolves, Danny Hegan, í leik liðanna árið 1972. Leeds þurfti jafntefli í þessum leik til að veröa meistari, en tap þýddi að Derby varö meistari. Leikmenn Leeds áttu að fá 7.000 pund hver ef liðið næði meistara- titli, þannig að til mikils var að vinna fyrir þá. Þegar langt var liðið á umræddan leik var staöan 2-1 fyrir Wolves og þá á Bremner að hafa snúið sér að Hegan og sagtviðhann: „Gefðu okkur vita- spyrnu og viö munum gefa þér þúsund pund”. Hegan segist hafa oröið mjög hissa, en samt sem áöur hafi Bill McGarry varaö leikmenn við fyrir leikinn aö þeim yrðu kannski boðnir peningar. Annar leikmaður Wolves á þessum tima, David Wagstaffe, hefur staðfest það að sifellt hafi DANNY HEGAN...Skotinn hjá Úlfunum. veriö kallað til hans frá vara- mannabekk Leeds eitthvaö i þá átt, aö ef hann tæki lifinu með ró gæti hann unniö sér inn væna peningafúlgu. Hann sagði að þessi köil hafi frekar æst sig og hann hafi sjaldan spilað betur en einmitt þetta kvöld. Nú þegar er farið að rannsaka — og við munum gefa þér þúsund pund” Bremner reyndi að múta leikmanni Úlfanna 1972 þetta mál nánar og ef þessar ásakanir reynast réttar gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir lið Leeds United. ó.O. BILLY BREMNER...Skotinn umdeildi, og fyrrum fyrirliöi Leeds-liðsins. Norsku blöðin segja, að Akranes Verði í hlutverki músarinnar — gegn kettinum í Bergen í kvöld. Skagamenn eru ekki á sama máli SOS-Reykjavik. —Norötnenn eru mjög bjartsýnir á leikinn gegn okkur og það mátti sjá I norsku blööunum, að Norðmenn telji leikinn — leik kattarins að mús- inni, sagði Gunnar Sigurðsson, fararstjóri •slandsmcistaranna frá Akranesi, þegar viö ræddum viö hann i gær i Bergen. — Það mun koma i ljós, þegar ieikurinn hefst, hvor aðilinn verður i hlut- verki kattarins og hvor músar- innar, sagði Gunnar. Gunnar sagöi að feröin til Bergen hefði gengið mjög vel — andinn væri mjög góður hjá strákunum. Þegar við ræddum við Gunnar i gær, voru Skaga- menn nýkomnir af æfingu og voru þeir þá að fara að borða góðan mat og halda þannig upp á afmæli Kristins Björnssonar, sem varð 22 ára i gær. Skagamenn æföu á Brann-leik- vanginum i morgun, en i kvöld leika þeir gegn Brann i Evrópu- keppni bikarhafa. Gunnar sagði að George Kirby, þjálfari, myndi tilkynna liöið, sem léki i dag. Það verður aö öllunvllkindum skipað þannig: Jón Þorbjörnsson, Björn Lárusson, Guðjón Þóröarson, Jón Gunnlaugsson, Jóhannes Guð- jónsson, Árni Sveinsson, Jón Alfreðsson, Karl Þórðarson, Kristinn Björnsson, Pétur Pétursson og Hörður Jóhannes- son. „Eg vara við of mikilli bjartsýni” — segir Stewart, framkvæmda stjóri Glens, mótherja Vals 1 Evrópukeppninni — Ég vara við of mikilli bjartsýni. Ég vil minna á, hvernig fór fyrir n-irska landsliðinu þegar það heim- sótti ísland. Leikmenn liðsins voru þá of öruggir með sig, þegar þeir fóru en komu til baka niðurbrotnir. Þetta sagði Arthur Stewart, fram- kvæmdastjóri Glentoran, mótherja Vals i Evrópukeppni meistaraiiða I biaðaviðtali um sl. helgi. Þvi hefur verið slegiö föstu i N-lrlandi að Glentoran sé.eina liðið frá N-lrlandi, sem eigi möguleika á aö komast áfram i 2. umferð i Evrópukeppninni. En Stewart varar við of mikilli bjartsýni. — „Islendingar eru erfiöir heim að sækja. Vitandi það höldum við til Reykja- vikur”, sagði Stewart. Glentorán, eða Glents, eins og liðið er kallaö, mætir Vals- mönnum i Evrópukeppninni á Laugardalsvellinum annað kvöld. —SOS Á' • ^ • Arm ekki til Svíþjóðar — til að kanna aðstæður hjá Jönköping Arni Sveinsson iandsliðs- maður I knattspyrnu frá Akra- nesi, mun ekki fara tii Svi- þjóðar eftir leik Skagamanna gegn Brann. Fyrirhugað var að Arni færi til Sviþjóöar og kannaði aöstöðuna hjá Jön- köping, iiðinu sem Teitur Þórðarson leikur með. Arni hefur hætt við þetta, enda hefur hann takmarkaðan áhuga á að leika I Sviþjóð. —SOS ÍSLANDSMEISTARARNIR FRA AKRANESI...veröa I sviösljósinu I Bergen I kvöld, þegar þeir mæta Brann-Iiðinu f fljóöljósum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.