Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 16 . septcmber 1977. Bræðraborgarstlgur 16, hift nýja húsnæði Iðunnar. Iðunn flytur í nýtt húsnæði SKJ-Reykjavlk — Um aldarfjörð- ungsskeiö hefur bókaútgáfan Ið- unn haft bækistöð að Skeggjagötu l,en útgáfan hefur búið við sivax- andi óhagræði vegna þrengsla undanfarin ár. Iöunn hefur nú flutt starfsemi sina að Bræðra- borgarstig 16, j>ar *r nú mjög rúmtum útgáfuna og aðstaða öll hin bezta. Iðunn hefur starfað óslitið I 32 ár, og eru útgáfubækur orðnar yf- ir eitt þúsund. Þær eru margvis- legar aö efni og innihaldi, bækur eftir fjölda islenzkra höfunda, þýddar bækur og bækur ætlaðar börnum og unglingum. Forlagiö hefur einnig gefið út Islenzkar bókmenntir I skdlaútgáfum og i haust eru væntanlegar 10. og 11. bókin I þessum flokki, Atómstöðin eftirHalldórLaxness og Punktur, punktur, komma strik, ef tir Pétur Gunnarsson. Enn er ekki f ullráðiö hvaða bækurkomaúthjá Iöunni á þessu ári, og vera má að útgáfa einhverra bóka sem á prjónunum eru, verði frestað til næsta árs. Á siöastliönu ári gaf Iöunn út hljómplötu, þar sem fluttir voru textar úr Visnabókinni. I haust eru væntanlegar tvær hljómplöt- my.önnur meö nýjum textum úr Visnabókinni en á hinni flytur Megas ný lög og texta meö aðstoð Spilverks þjóðanna. Að lokum má geta þess, að for- lagið gefur óú út Bókatiðindi Ið- unnar sem flytur hverskonar fréttir af Utgáfustarfseminni. Árekstrar og slys — í Húnavatns- sýslu aþ-M O-Sveinsstöðum. Mikil slysaalda hefur gengið yfir Húna- vatnssýslur nú undanfarna daga. A öðrum stað i blaðinu er greint frá banaslysi á Skagastrandar- vegi í fyrrinótt, en á miöviku- dagskvöld urðu þrlr bifreiðaá- rekstrar I Austur-Húnavatns- sýslu. Einnþeirra varð viö bæinn Gil I Svartárdal,! ljósaskiptunum. Þar rákust tveir bilar saman á blind- hæð, og voru fjórir fluttir I sjúkrahúsið á Blönduósi, en meiðsli voru ekki alvarleg. Annar billinn er talinn nær ónýtur. Þessa sömu nótt urðu tveir á- rekstrar i Vatnsskarði, og skemmdust i þeim fimm bilar. Siðastliðinn laugardag urðu tvær bilveltur I Vestur-Húnavatns- sýslu. Eftir aðra veltuna var maður fluttur til Reykjavikur en aörir meiddust ekki alvarlega. Starfsaðstaða hefur batnað við flutningana Hefur Sjálfstæðis- húsið á Akureyri farið í kringum lög? áþ-Reykjavik. Verölagsmál hafa verið nokkuð til umræðu að und- anförnu, og telja kunnugir viða pott brotinn i þeim efnum. Þessa dagana er verið að rannsaka miðaverð Sjálfstæöishússins á Akureyri, en verö miða á laugar- dagskvöldum hefur gjarna verið eitt þúsund krónum. Hins vegar selja svipaðir skemmtistaðir I Reykjavik hvern miöa á tvö- hundruð og fimmtiu krónur. Það er verölagsskrifstofan á Akur- eyri, sem hafið hefur könnum málsins, og er niðurstöðu að vænta innan tiðar. Þess er skemmst að minnast, að diskó- tekiö Sesar I Reykjavik varð i fyrravetur uppvist að þvi að selja miðann á þrjúhundruð krónur. Að sögn verölagsstjórans I Reykja- vík var það mál kært fyrir sak- sóknara, en dómur hefur ekki fal’.iö i málinu. Almenn óánægja er á Akureyri yfir miðaverði Sjálfstæðishússins, og hefur verð- lagsskrifstofan þar I bæ fengið fjölmargar kvartanir frá gestum hússins. — Staöir eins og Sjáifstæðis- húsið hafa heimild til að leigja fé- lagasamtökum húsið I fjáröfl- unarskyni, og er þá hægt að selja miðann á þvl verði sem viðkom- andi yfirvöld samþykkja, sagði Geir Guðsteinsson, verðlagsstjóri á Akureyri, I samtali við Timann I gær. —Nú viröist Sjálfstæðishús- ið hafa farið nokkuð I kringum reglurnar, og það að mestu leyti löglega, en það er núna komið út fyrirsin takmörk. Svo virðist sem Sjálfstæðisfélögin á Akureyri hafi verið notuð aftur og aftur til aö standa fyrir dansleikjum. Geir sagði að Sjálfstæðishúsið, sem og aðrir svipaðir staðir, mættu leigja sama aöilanum hús- næðið tvisvar á ári. Þessi regla mun að vísu ekki vera til á prenti, en hefur unnið sér hefð. Þetta staðfesti verðlagsstjórinn i Reykjavik að væri rétt. Ekki er enn búið að komast til botns i málinu, en Geir kvaöst vonast til að lausn fyndist sem fyrst, þvi mikill þrýstingur væri á starfs- menn skrifstofunnar vegna þessa. Þá má geta þess að gestir fá ekki aö yfirgefa húsið meö miöa sina og koma aftur síðar um kvöldið. Sigurður Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðishússins, sagði það vel geta veriö.'að sama félagiö hefði haldið fleiri en tvær skemmtanir á einu ári. — Þaö er orðið svo dýrt aö reka hús eins og Sjálfstæöishúsið, að þau standa ekki undir kostnaði, ef rúllugjald- iö á að nægja, sagði Sigurður. En einhvernveginn tekst veitinga- húsum IReykjavIk að skrimta, og sagði Siguröur að ástæðan hlyti að vera sú, að mun fleiri gestir sæktu þau. Verzlunarráð- ið 60 ára KEJ—Reykjavik — Verzlunarráö íslands er 60 ára á morgun, en það var stofnað þann 17. septem- ber 1917. A blaöamannafundi, sem ráðiö efndi til i gær, voru 34 fyrirtæki sæmd heiöursskjali Verzlunarráðsins fyrir 50 ára að- ild. Formaður ráðsins, Gisli V. Einarsson afhenti skjöiin og þakkaöi móttakendum fyrir langt og árangursrikt samstarf við ráð- ið og óskað þeim heilia I framtið- inni. Jafnframt gat hann þess, að það væri útaf fyrir sig afrek að ■reka fyrirtæki samfleytt i svo mörg ár á tslandi. A morgun laugardaginn 17. sept., heldur stjórn Verzlunar- ráðsins siödegisboð fyrir félags- menn, en á mánudag efnir ráðið til hádegisverðarfundar i Vik- ingasal Hótels Loftleiða. Um- ræðuefniö verður: „Framtiðar- hlutverk atvinnustefnu Verzlun- arráösins I Islenzkum efnahags- málum”. Tilgangur Verzlunarráös Is- lands er að efla frjáls viðskipti, vinna aö sameiginlegum hags- munum og framfaramálum við- skiptalifsins og vera'i forsvari fyrir það gagnvart stjómvöldum, auk þess að annast margvislega þjónustu fyrir félagsmenn sína. Að ráðinu eru um 400 aðilar, og á skrifstofu þess starfa sjö manns. Starf þeirra er að miklum hluta fólgið I að svara fyrirspurnum er- lendis frá um markaöi hér, fram- leiðsluvörur og lánstraust fyrir- tækja. Þá þarf að svara fyrir- spurnum frá opinberum aðilum og gefa umsögn varðandi tilurð nýrra laga o.fl. i þeim dúr. Aðalfundur Verzlunarráðsins er haldinn annað hvert ár, en efnt er til viðskiptaþings það áriö sem aðalfundur er ekki. Slikt þing verur haldið I ár og hefst þann 12. okt. að Hótel Loftleiðum og fjallar um fjármagnsmarkaöinn. Halldór Kristinsson, Troels Bentsen og Edda Þórarinsdóttir — Þrjú á palli. Prjú á palli syngja í Bandaríkj unum SJ—Reykjavik. Á fimmtudag fór söngflokkurinn Þrjú á paili tii Bandarikjanna til að taka þátt I skandinavisk ameriskri hátið, sem haldin er árlega I Garden State Arts Center i New Jersey, en hún verður nú á laugardag. Þrjú á palli syngja þarna islenzk þjóðlög, en þau hafa oft áður komiö fram i Bandarikjunum. Félag fólks úr Baltnesku lönd- unum, sem búsett er I Bandarikj- unum, skemmtir þarna einnig með þjóðdönsum og sýnir list- muni. Bandariskir og skandinaviskir réttir verða á borðum, og fleira verður á dagskrá. Einnig koma Þrjú á palli fram á Islandskvöldi hjá American Scanidnavian Foundation 20. sept. Þar kynnir Ivar Guðmunds- son aðalræðismaður nýja Is- lenzka landkynningarmynd, sem veröur sýnd. Islenzkur matur verðurá borðum og Islenzkar ull- arvörur sýndar. Jón tapaði — deilir þó efsta sæti með tveimur öðrum KEJ-Reykjavik — I gærmorgun tefldi Jón L. Árnason biðskák sina við Negulescu frá Riimeniu og vann hana. Var hannþá efstur á heimsmeistaramóti unglinga yngri en sautján ára með sex og hálfan vinning. I gærdag tefldi Jón siðan viö Kasparov frá Sovétrikjunum, en tapaði þeirri skák. Staðan á mótinu er þá sú, að Jón L. Ama- son, Kasparov og Whitehead frá Bandarikjunum eru jafnir og efstir með sex og hálfan vinn- ing. Aöuren Jón tapaöi skákinni i gær hafði hann unniö sex skák- ið I röð, og enn á hann góða möguleika á að ná heimsmeist- aratigninni, en nú eru aðeins þrjár umferöir eftir. Jón L. Arnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.