Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 16 . september 1977. n (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grfmur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verö I lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á mánuöi. Blaðaprent h.f. Kaupið og álögurnar Á undan förnum mánuðum hafa miklar um- ræður orðið um laun og kjör á íslandi i saman- burði við Skandinaviu og hafa menn furðað sig á þeim mismun sem virðist vera á milli landanna og á þvi hve samanburðurinn sýnist íslendingum óhagstæður. Það liggur fyrir i umræðunum að aðstæður eru á margan hátt ólikar i þessum löndum, jafnt land- fræðilegar sem efnahagslegar. Það liggur og fyr- ir að þjóðarframleiðsla er i Skandinaviu allt að fjórðungi meiri á einstakling en hér á landi. Allt um það er hér um að ræða málefni sem alla Is- lendinga varðar, og það eru ekki sizt launþegarn- ir sem fullan hug hafa á að vita hið sanna. Fyrir nokkrum dögum birti Timinn grein eftir Árna Benediktsson um þessi efni. Grein hans er hið skilmerkilegasta framlag til umræðnanna. í grein sinni segir Árni meðal annars: „Kauptaxtar á íslandi 45-60 á móti 100 á Norðurlöndum. Greidd vinnulaun á unna klst. ásamt sérkröfukostnaði 60-100 á móti 100 á Norðurlöndum. Launakostnaður á framleidda einingu er 90-130 á íslandi á móti 100 á Norður- löndum. Heildarlaun með launakostnaði og yfir- vinnu eru 60-120 á íslandi á móti 100 á Norður- löndunum.” í umræðunum um þessi mál hefur komið fram að vinnuskipulagi er i mörgu áfátt á Islandi mið- að við Skandinaviu, nýting vinnuafls og vinnu- tima virðist lakari hér en þar, en þetta hlýtur að leiða af sér verri aðstöðu og hag jafnt fyrirtækja sem launþega. Það sem þó vekur mesta athygli i samanburðinum er sú staðreynd að hér á landi gengur miklu minni hluti launakostnaðar til laun- þegans sjálfs en i Skandinaviu. Það hlýtur að vekja athygli islenzkra launþega ef á sannast að launakostnaður fyrirtækja sé hér- lendis sambærilegur við það sem gerist i ná- grannalöndum um leið og grunnlaun eru hér miklu lægri en þar á sér stað. Það er ljóst að það fé sem þarna er á milli fer til ýmissa félagslegra þarfa sem launþegar munu telja til þjóðþrifa. Hins vegar er það álitamál hvort skynsamlegt er að eyrnamerkja svo stóran hluta vinnulauna i stað þess að leggja það ein- faldlega i dóm launþegans sjálfs hvernig hann kýs að ráðstafa sjálfsaflafé sinu. Ef álögur á taxtakaup og eyrnamerkingar nema á íslandi allt að 48% ofan á grunnlaun, en aðeins um 12% i Færeyjum t.d., hljóta menn að spyrja hvort svo mikill munur sé eðlilegur. Það hlýtur að vera hagsmunamál launþega að ekkert fari á milli mála i þessum efnum. Það hlýtur að vera krafa launþeganna að samtök þeirra taki þessi mál til athugunar. Og það hlýtur að vera brýnt fyrir verkalýðssamtökin að hafa alveg hreinan skjöld i þessum málum, svo að þvi verði ekki haldið fram með neinum sanni að laun- þegasamtökin leggi meiri áherzlu á sérkröfur en grunnlaunin, á eyrnamerkingar á sjálfsaflafé fólksins en á góð og stöðug lifskjör sjálfstæðra þegna sem ráðstafa fé sinu sjálfir til sameigin- legra félagslegra og menningarlegra þarfa. Eins og mál standa nú virðist full ástæða til að taka undir með Árna Benediktssyni þegar hann hvetur til þess að samtök launþega og vinnuveit- enda, ásamt rikisvaldinu, ,,taki vinnumálin i heild til gagngerðrar endurskoðunar,” eins og hann kemst að orði i grein sinni. JS ERLENT YFIRLIT Katalónía mun fá heimastjórn Hyggileg ákvörðun Jóhanns Karls og Suarez RÚMLEGA ein milljón manna tók þátt i skrúögöngu i Barcelona á sunnudaginn var. Til göngunnar var efnt i tilefni af þvi að hinn 11. september 1714 réðist sameinaður her Frakka og Spánverja inn i Katalóniu og braut á bak aftur sjálfstjórn, sem Katalóniu menn höfðu notið öldum saman. Eftir þetta var Kata- lónia innlimaður hluti Spánar- veldis. Katalóniumenn undu illa yfirstjórn valdhafanna i Madrid, og vonin um endur- heimt heimastjórnar hélzt stöðugt lifandi. Þegar konung- dæmið var afnumið á Spáni um 1930 og lýðveldi sett á laggirnar, gripu Katalóniu- menn tækifærið og fengu þvi framgengt, að Katalónia fékk allviðtæka heimastjórn. Þetta leiddi m.a. til þess, að Kata- lóniumenn fylgdu lýðveldis- hernum að málum, eftir að borgarastyrjöldin hófst 1936, þar sem þeir töldu sig tryggja bezt hina endurheimtu heima- stjórn á þann hátt. Það átti og sinn þátt i þessu, að jafnaðar- menn voru þá öflugasti flokkurinn i Katalóniu. Sigur Francos leiddi til þess, aö heimastjórnin var afnumin og Luis Compánys, sem var for- seti hennar, var tekinn af lifi. Katalóniumenn gáfust samt ekki upp. Þeir þeirra, sem gátu flúið land i lok borgara- styrjaldarinnar, mynduðu út- lagastjórn i Frakklandi, sem hefur siðan 1954 verið undir forustu Josep Tarradellas, sem er nú 78 ára gamall, en vann sér mikið orð fyrir hreystilega framgöngu i borg- arastyrjöldinni. Tarradellas og aðrir ráðherrar út- lagastjórnarinnar eru enn bú- settir erlendis, enda mætti dæma þá sem uppreisnar- menn, ef þeir héldu heimleiðis að óbreyttum lögum, sem sett voru i tið Francos, og m.a. var ætlað að kveða niður sjálf- stæðishreyfingar i Baska- héruðunum og Katalóniu. ÞAÐ kom i ljós i þingkosn ingunum, sem fóru fram á Spáni um miðjan júni, að heimastjórnarhreyfingin á enn sterk itök meðal Kata- lóniumanna. Flokkar, sem gerðu heimastjórn að aðal- máli sinu, fengu talsvert fylgi, en langmest fylgi fékk þó Sósialistaflokkurinn, sem lýsti stuðningi sinum við heima- stjórn. Jóhann Karl konungur og Adolfo Suarez forsætisráð- herravirðast hafa verið fljótir að átta sig á þvi, að hyggilegra væri að koma til móts við þessa hreyfingu, heldur en að snúast beint gegn henni. Að undirlagi þeirra Jóhanns Karls og Suarez, fór leiðtogi Miðflokkabandalagsins i Barcelona, Carlos Sentis, til Parisar og ræddi þar við Tarradellas. Niöurstaða við- ræðna þeirra varð sú, að Tarradellas féllst á að fara til Madrid til viðræðna við Suarez. Tarradellas lét i ljós mikla ánægju yfir afstöðu Suarez eftir viðræðurnar við hann. Suarez skildi mig, er haft eftir Tarradellas, og ég skildi hann. Þá átti Tarra- dellas einnig viðræður við -konung, og lét vel af þeim. Hann sagðist ekki sjá neina fyrirstöðu á þvi, að ekki mætti samræma konungdæmið og sjálfstjórn Katalóniu. AÐ DÖMI fréttaskýrenda, sem eru kunnugir málefnum Spánar,hafa þeir Jóhann Karl og Suarez farið hér hyggilega að málum. Að visu mun gæta nokkurrar tortryggni hjá hernum i sambandi við væntanlega sjálfstjórn Kata- lóniu og veldur henni mest, að Katalóniumenn stóðu með lýð- veldishernum á sinum tíma. Liklegt er talið, að Jóhann Karl og Suarez hafi þegar sannfært helztu ráðamenn hersins um, að þegar allt komi til alls, sé það bezta lausnin að veita Katalóníu- mönnum sjálfstjórn og eining Spánar verði bezt tryggð á þann hátt. Hitt gæti frekar stutt aö upplausn rikisins, ef reynt væri að bæla niður sjálf- staeðishreyfingar i Katalóniu og Baskahéruðunum. Heppi- legast sé að jafna ágreining- inn áður en hann verður meiri. Þrátt fyrir hinar vinsam- legu samræður milli Jóhanns Karls og Suarez annars vegar og Tarradellas hins vegar tókst ekki að ganga frá endan- legu samkomulagi um sjálf- stjórn Katalóniu fyrir hinn 11. september eins og stefnt hafði verið að. Enn er eftir að jafna viss ágreiningsatriði, en full- vist þykir, að það muni takast. 1 boðskap frá útlagastjórninni sem var lesinn i útvarpið i Barcelona 11. september, var komizt svo að orði, að þetta myndi verða i siðasta sinn, sem hún þyrfti að ávarpa landa sina erlendis frá. Það vakti samt nokkur vonbrigði, að samkomulag tókst ekki fyrir 11. september, og kom þvi til nokkurra óeirða i lok göngunnar. Suarez hefur heitið Böskum að fallast á óskir þeirra um heimastjórn, en formlegar viðræður við þá eru ekki hafnar enn. Sennilega munu konungur og Suarez telja, að hyggilegra sé að ná sam- komulagi við Katalóniumenn fyrst og nota það til fyrir- myndar i viðræðunum við Baska. Suarez er sagður hafa haft náin samráð við Felipe Gonzales, leiðtoga Sósialista- flokksins, um þessi mál, enda er Sósialistaflokkurinn lang- stærsti flokkurinn i Katalóniu. Þá er sagt, að þeir hafi rætt um samstarf á fleiri sviðum. Þ.Þ. Uppdráttur, sem sýnir Katalónlu meö dökkum lit.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.