Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 24
1? & Föstudagur 16 . september 1977. í 18-300 Áuglýsingadeild Tímans. Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI UNDIRFATNAÐUR ) JH-Reykjavlk — Nti siösumars var afhjúpaöur varði til minn- ingar um Jörgen Jörgensen, fyrr- verandi menntamáiaráöherra Dana, viö þjóöveginn skammt Hróarskeldu á Sjálandi. Er steinninn sjálfur Islenzkur, enda gjöf frá lslendingum til minning- ar um þaö, aö Jörgen Jörgensen beitti sér fyrir þvl, aö Danir létu handritin, sem lengi haföi veriö deilt um, af höndum viö islend- inga, og kom hingaö til lands vor- iö 1971 til þess aö afhenda fyrstu sendinguna. Jörgen Jörgensen var tlr Vinstriflokknum danska, og þaö voru flokksbræöur hans, sem beittu sér fyrir þvl, aö honum yröi reistur minnisvaröi. Nefndin, sem átti að sjá um framkvæmdina, fékk þá orðsendingu héöan, aö Islend- inga fýsti aö gefa stein óáletr- aðan sem sendur yröi á kostnaö Islendinga til Danmerkur, I þakk- lætis skyni fyrir afskipti hans af handritamálinu. Þetta boð var þegið, og kom myndhöggvarinn Ulf Rasmussen hingaö I fyrra og valdi tlu lesta bjarg sem hann fann á Breiðamerkursandi, Nútíma búskapur þarfnast (bxubr haugsugu Goóbjörn Goðjónsson 88 hafa verið vist- aðir á upptökuheim- ilinu á fimm árum Þetta er steinninn, sem tslendingar létu I té. A forhliö hans eru meitluö nokkur orö um Jörgensen, en á bakhliö er mynd af sól, kirkju, plóg og bók. Minnisvarði Jörgens Jörgenssens: Steinn af Breiða- merkursandi — gjöf frá íslendingum vegna afskipta hans af handritamálinu KEJ-Reykjavik Upptökuheimili rikisins hefur oft vcriö i fréttum, en i gær voru blaöamenn boðaðir þangaö á fund i tilefni fimm ára afmælis heimilisins. Kristinn Sig- urösson forstöðumaöur og aðrir starfsmenn heimilisins sátu þar fyrir svörum og útskýröu starf- semina, og einnig voru nokkrir unglingar, sem þarna eiga heimili I svipinn, stödd á fundin- um. Upptökuheimili rlkisins I Kópa- vogi var sett á laggimar I september áriö 1972, og kvaö Kristinn Sigurösson, forstööu- maður heimilsins, það þá hafa verið mjög brýnt að koma á fót einhverri aðstoð fyrir börn og unglinga, sem einhverra hluta vegna höfðu orðiö utangátta I þjóöfélaginu, en fyrir tið heimilis- ins var enginn slikur staður fyrir unglinga. Á heimilinu eru unglingarnir vistaðir til rannsóknar og meöferðar, en þarna eru bæöi afbrotaunglingar og unglingar sem eiga við veru- lega félagslega erfiöleika að striða. Sagði Kristinn, að það hefði sýnt sig, að unglingar þessir kæmu tiltölulega mjög oft af heimilum sem lent hefðu i upplausn. Upptökuheimilið I Kópavogi er opið. Útidyr eru opnar daga og nætur, en unglingunum ber aö biöja um leyfi til aö fara út og til- taka timalengd. Mikið er lagtupp úr aö loforð þessi séu haldin, og liggja refsingar viö. Þaö kemur þó fyrir aö ungiingarnir hverfa einn dag eða lengur, en þau strjúka ekki langt burt, eins og iöulega gerist á slikum heimilum erlendis. Skóli er snar þáttur i starfsemi heimilisins. Börnin sem þarna eru vistuð hafa iðulega dottiö út Kristján Sigurösson, forstööu- maöur upptökuh eim ilisins, fremstur á myndinni, en fyrir aft- an eru nokkrir starfsmenn heim- ilisins. Timamynd: Róbert. Skarkoli veiðan- legur í Faxaflóa 5-6 þúsund tonn af kola ónýtt á ári KEJ — Reykjavlk. — Aö jafnaöi væri hægt aö veiöa hér tiu þúsund tonn af skarkola á ári, en nú eru ekki veidd nema 4-5 þúsund, sagöi Guöni Þorsteinsson fiskifræöing- ur i samtali viö Timann i gær. Guöni tjáöi okkur einnig aö Haf- rannsóknastofnunin heföi núna og I fyrrahaust gert tilraunir meö skarkolaveiðar I dragnót I Faxa- flóa og gefist vel. Eru þessar til- raunir geröar til aö einhverjar kannanir liggi fyrir og gögn, ef Alþingi hygöist breyta lögum sem banna algjörlega dragnótaveiöar i Faxaflóa. Þá sagði Guðni, að niðurstöður tilrauna þeirra bentu til þess að ó- hætt ætti aö vera að leyfa nokkr- um bátum aö stunda skarkola- veiðar i dragnót I utanveröum Faxaflóa. 170 millimetra möskvastærö dragnótarinnar ætti að tryggja, að öll smáýsa og milliýsa kæmist 1 gegn. Tilraun- irnar voru gerðar I Garðasjónum og norður við Hraun, og aflaðist ágætlega.Ekki bará öðrumfiskii aflanum en nýtanlegum kola. Dragnótaveiðar eru stundaðar dreift um landið, einnna mest i Skjálfanda og Þistilfiröi. Þar er alltaf nokkur þorskur innan um skarkolann, og er það fremur þorskurinn, sem sjómenn sækjast, eftir. Viö höfum ekki efni á að nýta kolann ekki betur, sagöi Guðni Þorsteinsson að lokum, og benti á aö viö gæfum náttúrinni 5 til 6 þúsund tonn árlega, sem ekki ætti að vera mikil fyrirhöfn að nýta. úr venjulegu skólanámi, og þarf að hjálpa þeim að ná tökum á náminu, vinna bug á vanmáttar- kenndinni og vinna traust þeirra og áhuga Þá hefur vinnuskóli ver ið meginuppistaða i sumarstarf- inu,og m.a. geröu unglingamir út á handf.æri sl. sumar. Þá kom fram á fundinum I gær, að á þeim fimm árum semheimil- ið hefur starfað, hafa 88 unglngar veriö þar I meðhöndlun. Aldur þeirra er frá 13 til 16 ára og dvalartiminn 3-6mánuðir, en ein- staka hafa dvalið ár eöa meira, og 4 til 5 hafa verið vistaöir tvivegis. Fjárhagslega hefur heimiliö ekki lent i vandræðum, en sveitarfélögin greiða daggjöld með unglingunum og rikið það sem á vantar. Fjölbrautarskólinn á Akranesi settur: 470 nemend- ur í vetur F.I. Reykjavik. — Fjölbrauta- skólinn á Akrancsi var settur i fyrsta sinn mánudaginn 12. september. Til setningarinnar var boöiö menntamálaráöherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni, þing- mönnum Vesturlandskjördæmis, og þess utan ýmsum öörum gest- um, sem tengsl hafa viö skólann. Þorvaldur Þorvaldsson setti samkomuna og kynnti dagskrár- atriði fyrir hönd skólanefndar Fjölbrautaskólans. Menntamálaráðherra ávarpaði samkomuna og árnaði skólanum allra heilla. Minntist hann á, hve oft hann hefði veriö kallaöur til vigsluathafna á Akranesi og róm- aði dugnaö og framtak Akurnes- inga á sviði menningar- og fræðslumála. Að loknu ávarpi menntamála- ráöherra flutti hinn nýi skóla- meistari, ólafur Asgeirsson, skólasetningarræöu. 1 ræðu sinni rakti hann m.a. þróun skólamála og breytt viðhorf til menntunar i breytilegum heimi. Fór hann nokkrum orðum um hugmynda- grundvöll fjölbrautaskóla al- mennt og útskýröi skipulag Fjöl- brautaskólans á Akranesi. Benti hann m.a. á, aö fjölbrautahug- myndiú og áfangakerfi, en þaö hefur skólinn tekið upp, legöi nemendum aukna ábyrgð á herð- ar. Er skólaireistari haföi sett skól- ann, flutti nokkrir boðsgesta á sámkomunni ávörp. Guömundur Arnlaugsson, rektór Mamtaskól- ans I Hamrahlið, flutti kveðjur frá skólameisturum og rektorum við mennta-og fjölbrautaskólana. Sr. Ingiberg Hannesson alþm. flutti kveöjur frá Sambandi sveit- arfélaga á Vesturlandi og frá Fræösluráöi Vesturlands. Aö lok- um flutti Magnús Oddsson, bæj- arstjóri á Akranesi, kveöjur bæj- arstjórnar og rakti nokkuð for- sögnu málsins. Viö athöfnina lék frú Anna Magnúsdóttir, fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, etýður eftir Schumann og Chopin á flygil. Hinn nýi f jölbrautaskóli, sem er sá f jórði I rööinni á landinu, tekur til starfa á þessu hausti skv. samningi milli bæjarstjórnar Akraness og menntamálaráöu- neytisins. Aður en ákvöröunin var tekin, hafði farið fram umfangs- mikil könnun á þörf og möguleik- um sliks skóla á Akranesi. Hugmyndin aö baki stofnanar skólans er að á Akranesi veröi starfræktur framhaldsskóla fyrir allt Vesturland. Er stefnt að þvi að á Akranesi verði um 450 manna framhaldsskóli fyrir allt Vesturland, og má reikna meö að þeirristærð hafihann náð eftir 4-5 ár. Er þvi ljóst, að brýn þörf eF á að heimavist veröi reist við sköl- ann hið fyrsta, og lagði skóla- meistari mikla áherzlu á þetta við skólasetninguna. Nú þegar eru uppi hugmyndir um að byggja heimavist i fyrirhuguöum miðbæ Akraness, og þá jafnvel I tengsl- um við félagsheimili af einhverju tagi. Fyrstu árin verða 3 efstu bekkir grunnskóla hluti af Fjölbrauta- skólanum, eöa þar til húsnæðis- mál grunnskólans leysast meö byggingu nýs skóla á svonefndum Garöagrundum. I vetur munu 176 nemendur stunda nám á framhaldsstigi við skólann, og skiptast þeir þannig eftirbrautum: Bóknámsbraut 34, viðskiptabraut 36, uppeldisbraut 6, vélstjórabraut 6, tréiönabraut 27, málmiðnabraut 19, rafiöna- braut7, heilsugæzlubraut 23, aör- ar iönbrautir 7 og fornám 12. Nemendur á grunnskólastigi eru um 290 talsins. Að grunnskóla- deildunum meötöldum stunda þvi um 470 nemendur nám við skól- ann. Við Fjölbrautaskólann á Akra- nesi eru auk skólameistara, Ólafs Asgeirssonar, og Sverris Sverris- sonar yfirkennara, tiu fastir kennarar og 11 stundakennarar. Aö grunnskólanum meðtöldum eru kennarar alls 34 talsins. Akurnesingar hafa nú I rööinni á öllu landinu. eignazt sinn Fjölbrautaskóla, þann fjóröa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.