Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 16 . september 1977. 15 sveitin i Detroit leikur Sin- fóniu nr. 2 „Antar-hljóm- kviðuna” op. 9 eftir Nikolaj RimskýKorsakoff: Paul Paray stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissagan: „Clf- hildur” eftir Hugrúnu Höf- undur les (13). 15.00 Miðdegistönleikar Dennis Brain og Denis Matthews leika Sónötu i F- dtír fyrir horn og pianó op. 17 eftir Ludwig van Beethoven. Molos-kvartett- inn i Stuttgart léikur Strengjakvartetti B-dúrop. 67 eftir Johannes Brahms. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Með jódyn i eyrum. Björn Axfjörð segir frá. Erlingur Daviðsson ritstjóri byrjarlestur minninganna, sem hann færði i letur. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Byrgjum brunninn Jón Björnsson og Valgerður Magnúsdóttir fjalla um börn fráskilinna foreldra. Siðari þáttur. 20.00 Planókvintett f Es-dúr op. 44 eftir Robert Schum- ann Rudolf Serkin og Búda- pest strengjakvartettinn leika. 20.30 Vilhjálmur Þ. Gfslason heimsöttur á áttræðisaf- mæli hans. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri talar við fyrrverandi útvarpsstjóra. 21.00 Einleikurá pianó: Grant Johannessen leikur tónverk eftir frönsku tónskáldin Deodat de Severac og Albert Roussel. 21.30 Útvarpssagan: „Vikur- samfélagið" eftir Guðlaug Arason Sverrir Hómarsson les (6). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal Flosi Ölafsson leikari les (7). 22.40 Afangar Tónlistarþátt- ur f umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guöna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 16. september 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Leitin að „svarta ridd- aranum” Þessi mynd er um hinn stóra og tignarlega fisk, oddnefinn eða svarta riddarann, sem sportveiöi- menn sækjast mjög eftir. Myndin var tekin i visinda- leiðangri við Astraliu, þar sem fylgst var með göngu og klaki oddnefsins. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 21.15 Ráða stjórnvöld of miklu? Umræðuþáttur um afskipti rikisins af atvinnu- rekstri i landinu og hugsan- legar breytingar á starfs- grundvelli fyrirtækja. Umræöum stýrir Ölafur Ragnarsson ritstjóri. 22.05 Hér var hamingja min (I Was Happy Here) Bresk biómynd frá árinu 1966, byggð á smásögu eftir Ednu O’Brien. Leikstjóri Desmond Davis. Aðalhlut- verk Sarah Miles og Cyril Cusack. Ung, irsk stúlka snýr aftur heim eftir fimm ára dvöl i Lundúnum og rifj- ar upp ævi sina undanfarin ár. Þýöandi Eiður Guöna- son. 23.30 Dagskrárlok SÚSANNA LENOX heldur hinn nývaknaði ósveigjanleiki sagði greinilega til sin i aug'naráðinu og dráttunum kringum fallegan munn- inn. ,,Hann sá til min og kom á eftir mér. Ég leyfði hon- um að kyssa mig — einu sinni. AAér var það leyfilegt.'' ,,Þú hef ur bakað þér óbærilega smán — og okkur öll- um." ,,Við ætlum að eigast." ,,Ég vil ekki heyra svona heimsku," hrópaði Warham ofsareið. ,,Þú veizt að þetta er f jarstæða ef þú ert ekki alveg gengin af göflunum." ,,Við lítum ekki sömu augum á móður mína og þú," svaraði stúlkan hátíðlega. Frú Warham hnykkti við. ,,Hver hefur sagt þér þetta?" spurði hún. ,,Það skiptir engu máli, ég veit það bara." ,,Jæja ungfrú góð! Fyrst þú veizt það, þá get ég sagt þér, að okkur Georg er orðið það Ijóst, að þú ert að kom- ast út á sömu brautina og móðir þín. Allir hér í bænum eru þess f ullvissir, að þú sért þegar fallin í sömu gröf ina. Það segir hvað við annað fólkið: ,,Sagði ég þetta ekki alltaf? Var það ekki þetta, sem ég spáði? Eins og mamma hennar! Eplið fellur ekki langt frá eikinni." Frú Warham var farin að gráta ofsalega.,,Allir tala um þig. Og þetta bitnar líka á Rut minni. Ó, ræfils auðnu- leysinginn þinn! Að ég skyldi nokkurn tima taka þig á mína arma!" Súsanna kreppti hnefana svo fast að neglurnar sukku á kaf í holdið. Hún beit á jaxlinn og ætlaði að hlaupa brott. ,,Vertu kyrr!" skipaði frú Warham. ,,Ég skipa þér að standa kyrr!" Súsanna staðnæmdist við dyrnar, en sneri sér þó ekki við. ,,Við Georg höfum talað um þetta." ,,Guð minn góður!" hrópaði Súsanna. Augu Fanneyjar skutu gneistum. ,,Já! Hann hefur loksins séð að hverju sfefnir. Og það er eitt sem hann tekur aldrei á með neinum silkihönzkum." ,,Þú hef ur æst hann gegn mér," sagði stúlkan í örvænt- ingu sinni. ,,Þú munt vilja segja,að þú haf ir sjálf komið þér úf úr húsi hjá honum," hreytti frænka hennar úr sér. ,,Að minnsta kosti geturðu ekki vaf ið honum um fingur þér í þetta skipti. Hann er jafn ósveigjanlegur og ég. Og nú verður þú að lofa okkur því að tala aldrei framar auka- tekið orð við Sam." Það varð þögn. Svo svaraði Súsanna: ,,Það get ég ekki." „Þá sendum við þig burtu. Það er kyrrlátt í sveitinni hjá Zeke mági mínum og þar fengirðu nógan tima til þess að hugsa ráð þitt. Ég býst við að hann muni gæta þín sómasamlega. Hann hefur aldrei fyrirgefið móður þinni glapræði hennar. — Ætlarðu að lofa þessu?" „Nei", svaraði Súsanna rólega. „Þú hatar móður mina og þú er líka f arin að hata mig og þið Rut báðar. Ó, ó, ég skil hvað þið eruð að fara." ,, Dirf ist þú að standa hér f rammi f yrir mér með lygi á vörunum?" öskraði f rú Warham. ,, Ég ætla að veita þér umhugsunarfrest til morguna. Ef þú lætur ekki undan, verður þú ekki lengur í þessu húsi. Georg hefur barið i brestina fyrir þig, en þetta síðasta athaéfi þitt hefur komið vitinu fyrir hann. Við viljum ekki, að þú lendir á refilstigum — varpir skugga á mannorð frænku þinnar — því það liggur í augum uppi, að þá fæst enginn sæmi- legur maður til að kvongast henni heldur." Tryllingsleg óp brauzt út milli samanbitinna tanna stúlkunnar um leið og hún skauzt út. Hún hljóp inn í her- bergi sitt og læsti að sér. 6 Sam beið þess ekki, að Arthúr Sinclair færi, heldur læddist, knúinn óhemjandi löngun og eftirvæntingu, heim að húsi Warhams þegar klukkan tíu. Hann lagðist niður bak við smjörviðarrunna í garðinum og kveikti sér i sígarettu til þess að sef a æsing sína og stytta sér biðina. Glóðina fól hann í holum lófa sínum. Hann var ekki nema svo sem tíu skref frá húsinu og sá bæði og heyrði er Arthúr kvaddi Rut með kossi. Hann gat ekki varizt brosi. „Hún hefur orðið fyrir vonbrigðum í gærkvöldi, þegar hún sá, að ég ætlaði ekki að kveðja hana svona," hugsaði hann. Var ekki Súsanna dásamleg, þegar aðeins umhugsunin um hana olli þvi, að það var ekki lengur neitt keppikefli, heldur jafnvel bókstaf lega ógeðfellt, að kyssa eins fallega stúlku og Rut óneitanlega var? Sinclair fór leiðar sinnar og Ijósin í dagstofunni og stigaganginum voru slökkt. Brátt sá hann að glætu lagði út á milli gluggahleranna uppi. Svo liðu þrir stundar- fjórðungar. Eftirvænting unga mannsins jókst stöðugt, og þó hefði hún verið ennþá meiri, hefði hann séð stúlk- una sem var í mestu makindum að búa sig undir nætur- hvíldina. Rut var nefnilega ein af þessum nötnu og ná- kvæmu konum sem eru fæddar til þess að ástunda dyggðir þær sem kallaðar eru vandvirkni og þolinmæði. Hún var hér um bil eins lengi að komast í rúmið og búast til veizlu. Hún nostraði lengi við að vef ja pappírsræmur utan um hárið á sér. Hún þvoði og nuddaði andlit og háls og rauðá sigótal smyrslum. Hún tók hverja f lík og hristi hana vandlega og braut hana síðan saman eða hengdi upp. Hún leitaði gaumgæfilega að götum á sokkum sín- um, fann eitt og tók i það af mikilli vandvirkni. Hún tók af snyrtiborði sínu hvern einasta hlut, sem ekki átti þar að vera, og lét á sinn stað. Hún ýtti hverju skáphólfi vandlega inn, lokaði síðan skáphurðunum og læsti þeim gáði undir rúm sitt og slökkti á lampanum yfir snyrti- borðinu. Loks burstaði hún tennurnar rækilega og skol aði vel innan munninn og hálsinn og lét bórvatn drjúpa í bæði augu til þess að viðhalda skærleika þeirra og I jóma. Síðan settist hún á rúmbrikina og rifjaði upp fyrir sér, hvað hún hafði gert, til þess að sannfæra sig um, að hún hefði engu gleymt. Er hún hafði skimað stundarkorn kringum sig tók hún af sér ilskóna og lét þá hlið við hlið við rúmstokkinn höfðalags megin. Svo sveipaði hún nátt- kjólinn vandlega að fótum sér og vippaði sér upp í rúmið. Enn litaðist hún vandlega um í herberginu til þess að vera alveg handviss um, að hún hefði engu gleymt og hefði látið allt þar, sem það ætti að vera. Þegar hún var einu sinni komin í rúmið, var henni mjög á móti skapi að þurfa að fara fram úr aftur. En samt sem áður gat hún alls ekki sofnað ef hún varð þess vör, að hún hefði ein- hverju gleymt — sama hve litilf jörlegt það var — fyrr en hún var búin að kippa því i lag. Er hún að lokum þóttist svo fullviss um, að allt væri i lagi sem nokkur dauðleg mannvera getur verið slökkti hún síðasta Ijósið hjúfraði sig niður — sofnaði á svipstundu. Það var liðinn tæplega stundarfjórðungur frá því að siðasta Ijósglæta hvarf, er Sam sá einhvern skjótast út um f ramdyrnar og læðast f yrir húshornið út á svalirnar. Hann f ékk mikinn hjártslátt og hálsinn á honum herptist saman af eftirvæntingu og ef til vill einnig af fátinu sem á hann kom. Hann skreið stóran sveig kringum garðs- flötina til þess að forðast að hann sæist frá húsinu eða götunni og læddist svo upp að svölunum og kallaði hljóð- lega til hennar. Venjulega fer ég ekki i vitjanir frú min góð, en i þessu tilfelli virt- ist það betri kosturinn! ■aOENNI ■ rDÆMALÁUSl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.