Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 16 . september 1977. 19 Þorirðu að stökkva? KEJ-Reykjavík. „Visitöluróninn kostar rikið einar 3 milljónir á ári í rekstri. — í mai, júni og júli dóu 9 manns hér á landi úr hreinum alkóhólisma og skildu eftir sig 23 börn. t*á eru ótaldir allir hin- ir, sem látast af völdum áfengis á annan hátt, i bilslysum o.fl. Ef niu manns færust i bilslysum á ein- um gatnamótum i Reykjavík, yrði varið milljónum og aftur milljónum til að reyna að koma i veg fyrir að slikt endurtæki sig. En gagnvart alkóhólism- anum er þvi miður ekkert gert. — Ef ég færi með ykkur tiu upp á þak og byði ykkur að stökkva niður með þvi fororði að einn myndi láta lifið.annar slasast alvarlega, en hinir átta lifa fallið af, myndi enginn ykkar stökkva. Ef ég hins vegar byði ykkur öllum upp á glas, með þvi fororði að einn ykkar myndi látast úr alkóhólisma, einn vera hætt kominn en hinir hafa það af held ég að þið mynduð öll þiggja glasið.” Hér að ofan er vitnað i orð Hilmars Helgasonar verzlunarmanns á blaða- mannfundi til kynningar á Samtökum áhugafólks um áfengisvandamálið. Hér til hliðar er siðan greinargerð undir- búningsnefndar að stofnun samtak- anna, og kemur þar margt athyglisvert fram. Ég heiti Jón — Ég er alkóhólisti Hilmar: „Aðeins fimm hundraðshlutar islenzkra alkóhdlista eru Hafnarstrætisrónar. Hinir drekka i sjónvarpsstólnum bak viö þykkar flauelsgardinur. En þeir verða nákvæmiega jafnfullir og hinir, og þeir og heimilisfóikið llða ekki minni sáiarkvalir." Hugmyndin að baki stofnunar Samtaka áhugafólks um áfengis- vandamálið Á fyrri hluta þessa árs komu nokkrir menn saman I Reykja- vik. Tilefnið var að ræða mögu- leika á að setja á stofn afvötn- unarstöö fyrir alkóhólista, en þörfin fyrir slika stöð er glfur- leg. Má t.d. nefna, að oft eru á milli 30 og 40 manns á biðlista eftirplássi á deild 10 við Klepps- spltalann, þannig að þörfin er óumdeilanleg, þó sérstaklega fyrir eftirtalda hópa: a. Fólk sem náð hefur umtals- verðum árangri, en verður á að misstlga sig. Oftast vill þetta fólk stööva drykkju þeg- ar eftir nokkra klukkutíma, og þarfnast þá verndaðs um- hverfis. Þar eð sú aðstaða er ekki fyrir hendi, vill drykkjan vara lengur og afleiðingarnar verða ófyrirsjáanlegar. b. Drykkjuskapur er persónu- bundinn, og sá hópur manna er allstór, sem aldrei myndi láta leggja sig inn á deild 10, hvað þá fara þangað af sjálfs- dáðum. Þvi miður er allur al- menningur haldinn fordóm- um.tengdum Kleppi. Þetta er þyrnir I augum alkóhólistans, þótt oft efist hann um andlegt heilbrigði sitt, og hann telur það slæmt til afspurnar fyrir fjölskyldu sina að hann hafi dvaliö á Kleppi. c. Mjög oft skapast neyðar- ástand á heimilum, þar sem alkóhólistar ógna andlegri heilsu fjölskyldu sinnar eða verðmætum, — eða að þeir eru einir og umhirðulausir, nær dauða en llfi. Upplýsing- ar, sem læknar og lögreglu- menn veita um ótrúlegan fjölda slikra tilfella eru hreint óhugnanlegar. Niöurstöður funda þessara uröu þær, að samþykkt var að kanna möguleika til þess að stofnsetja afvötnunarstöö, og skiptu menn með sér verkum. Að vel athuguðu máli kom i ljós, aö alls staðar höfðu undirtektir veriö ótrúlega góðar. Var þá ákveðið að halda málinu til streitu en ljóst var að einhver abyrgur aðili varð að taka að sér reksturinn, bæði gagnvart væntanlegum leigusala húsnæð- is, svo og hinu opinbera. I fyrstu var rætt um að stofna áhugamannafélag, svipað þvl sem annast rekstur Ránargötu 6, en þar verða félagsmenn að hafa kynnzt áfengisvandamál- inu af eigin raun. Fljótlega varö sú skoðun þó ráðandi, að nú væri kominn timi til þess að stofna til félags, þar sem þjóöin öll væri kölluö til, og væri félaginu ætlaö að starfa á viðtækum grund- velli, en rekstur þess yrði með svipuðu sniöi og rekstur Hjarta- verndar og Krabbameinsfélags ins. Samþykkt var að félagiö yrði ekki bindindisfélag. Til bráðabirgöa var nafn þess ákveðið Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið — SAA. Tilgangur SÁÁ A næsta fundi voru dregnar linur um væntanlega starfsemi SAÁ, og voru þær eftirfarandi: 1. Að stofnsetja afvötnunarstöð. 2. Að stofnsetja endurhæfingar- heimili. 3. Að koma upp fræðslukerfi. 4. Að koma á fót leitar- og leið- beiningastöðvum fyrir alkóhólista, aðstandendur þeirra og vinnuveitendur. Þörf afvötnunarstöðvar hefur verið rakin hér að framan. Ljóst er, að hægt er að manna þá stöð starfsfólki, sem kynnzt hefur vandamálinu af eigin raun, en slikt er talið vænlegt til árang- urs. Starfsfólkið skilur vanda- mál sjúklinganna. Endurhæfing er lifsnauðsyn flestum alkóhólistum. Hægt og hægt hefur alkóhólistinn einangrazt, og nú verður hann að læra upp á nýtt að umgang- ast fólk, að hætta aö hata sjálfan sig og aðra sem hann hélt vera valda að vandamáli slnu. Hann þarfnast aðstoöar til að finna sjálfan sig og skynja að hann hefur ekki glatað því dýrmæt- asta: lifinu. Venjulega þarfnast alkóhólisti aöeins 4 vikna endur- hæfingar til þess að takast á við lifið á nýjan leik. Nú þegar hef- ur fundizt staður utan Reykja- vlkur, sem hentugur væri fyrir slika starfsemi. A endurhæf- ingarheimilinu, eins og á af- vötnunarstööinni, myndi starfa fólk, sem kynnzt hefur vanda- málinu af eigin raun. Fræðsla og fyrirbyggjandi störf eru fjöregg SAA. Meö skipulagðri fræöslu, t.d. I skól- um og á vinnustööum, með aö- stoð AA-samtakanna og meö stuttum kvikmyndum væri hægt að vinna mjög a'rangursrikt starf. Talið er að 2 af hverjum 10, sem taka fyrsta glasið, lendi I alvarlegum vandræðum meö áfengi. Ef hægt væri meö fræðslu að lækka þessa tölu, væri hvert promill stórsigur. Fræðsludeild SÁA yrði faliö þetta verkefni, ásamt þvl að gefa út bæklinga, afla óyggj- andi upplýsinga um hlut áfengis I slysum, hjónaskilnuðum, glæpum, dauösföllum o.fl. o.fl. Enn fremur yröi fræðsludeild falið að aðstoöa starfsfólk til þess að komast erlendis til frek- ari mennta, I allt að einn mánuö á ári. Þá myndi fræðsludeild sjá um að auglýsa og kynna starf- semi annarra deilda SAA. Leitar- og leiðbeiningastöö vinnur I nánum tengslum viö áðurnefndar deildir. Þar veröur sérhæft fólk til viðtals fyrir alkóhólista, bæði þá sem eru aö hefja sína erfiðu göngu, og þá er náð hafa árangri, en vilja leita frekari ráða. Það er sorgleg staðreynd, að oftast eru nánustu aðstandendur alkóhólistans jafn illa eöa verr á sig komnir en alkóhólistinn sjálfur. Þeir hafa jú farið ódeyföir I gegnum darraðardansinn. A leiöbein- ingastööinni fá þeir ráölegg- ingar fyrir sjálfa sig, svo og hvernig skynsamlegt gæti talizt að meðhöndla alkóhólistann sjálfan, skilja sjúkdóm hans o.s.frv. Vinnuveitendur geta einnig leitað til stöðvarinnar og fengið ráð til þess að meö- höndla starfsmanninn alkóhól- istann, sem gjarna er dýrmætur starfskraftur vegna reynslu. Hér hefur verið drepið laus- lega á væntanlega starfsemi SAA en enginn skyldi ætla aö öllum þessum verkefnum verði hrundið I framkvæmd nú þegar. SAÁ þarfnast síns umþóttunar- tima, bæði til þess aö afla sér viðurkenningar, til að mennta væntanlegt starfsfólk og til að þreifa fyrir sér með væntanlega fjármögnun. Fjármögnun Ljóst er að framangreind starfsemi þarfnast mikils fjármagns. Vonir standa til að hægt verði að fjármagna SAA á eftirtalinn hátt: 1. Argjöld félaga. 2. Argjöld fyrirtækja, sem hagnýta sér þjónustu SAA. 3. Hefðbundnar fjáröflunar- aðferðir, s.s. happdrætti. 4. Tillag úr gæzluvistarsjóði. 5. Daggjöld frá sjúkratrygg- ingum. Eins og fram kemur I undir- skriftasöfnun, veröa stofnfram- lög félaga frjáls. A aðalfundi veröa árgjöld og ævifélagagjöld ákveðin. Fyrirtæki munu væntan’ega greiða ákveðna upphæö fyrir hvern starfsmann. Gæzluvistarsjóði skal verja til aðgerða i áfengismálum og endurhæfingar þeirra sem illa hafa orðið úti I baráttunni við Bakkus. Ætla mætti að félaginu bæri hluti af honum. Undirbún- ingsnefnd SAA gerir sér vonir um að hægt sé að reka afvötn- unarstöð og endurhæfingar- heimili með sllkum lágmarks kostnaði, að sjúkratryggingar greiði hann að fullu. Stafar þetta m.a. af hagnýtingu sjálf- boðaliða I hin ýmsu störf. Undirskriftasöfnun SÁÁ- Við þörfnumst siðferðilegs styrks og leitum þvi til þjóðar- innar allrar I þeirri von að mál- efni þetta hljóti vinsamlegar undirtektir almennings. Við þörfnumst viðurkenning- ar á, að hér sé verið aö fram- kvæma hlut, sem höfðar til allra landsmanna. Við þörfnumst mikils fjölda stofnfélaga til þess að viðsemj- endum okkar og yfirvöldum sé ljóst aö hér fylgir hugur máli. Framhald á bls. 23 Lögregian kann margar sögur að segja af reynslu sinni af alkóhólistum og hinum, sem fara illa með vfn og eru kannski á leiðinni I hóp alkóhólistanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.