Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 16 . september 1977. 9 Fleiri konur reykja — fleiri fá lungnakrabba Þeim konum sem deyja úr lungnakrabbameini hefur hrað- fjölgað viða um lönd siðasta áratuginn. 1 Noregi nemur aukningin 20% i Danmörku 31% og i Bandarikjunum 31%. Þessi aukning á lungnakrabba f kon- um stingur mjög í stúf við tiðni krabbameins i öðrumliffærum —og orsökin er auknar reyking- ar kvenna. Þaö er heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna sem frá þessu skýrir og styðst við rann- sókn sem Lundúnaprófessor, Bernard Benjamin hefur gert. Hann staðhæfir að enginn vafi geti leikið á samhenginu á milli aukinna reykinga og vaxandi tiöni lungnakrabba. Tiðni krabbameins i öðrum liffærum hefur staðiö i stað á liðnum árum sums staðar hefur tilfellum jafnvel fækkað nokkaö hlutfallslega. Þaö er lungna- krabbinn einn sem færist i auk- ana bæði hjá körlum og konum — og þó einkanlega konum. Mikil aukning á reykingum kvenna hófst fyrir heims- styrjöldina siðari, og þess vegna var rökrétt að lungnakrabbi i konum tæki að færast i aukana um 1960. Sú varð lika raunin. Nú er svo komið, aö svo til hvergi i veröldinni deyja hlut- fallslega jafnmargar konur úr lungnakrabba og i Englandi og Wales. Viða i þróunarlöndum, bar sem reykingar kvenna hóf- ust að ráði eftir heimsstyrjöld- ina siðari, eykst tiðni lungna- krabbameins mjög þessi árin, og hefur numið 10% á fimm ár- um. En fólk i slikum löndum er sérstaklega auðunnin bráð fyrir ýmislegt það, sem miður fer af þvi er tiðkast á Vesturlöndum. Eina landið i veröldinni, þar sem lungnakrabbi i konum er heldur á undanhaldi, er Frakk- land. Vélskólinn settur — starfar af fullum krafti víða um land KEJ-Reykjavik — Vélskóli ts- landsvar nýlega settur í 62. sinn. Hefur aðsókn að skólanum vaxið ár frá ári, og eru nó tæplega 400 nemendur innritaðir i Reykjavik. Neita þurfti 20-30 nemendum um skólavist vegna húsnæðisskorts og tækjaleysis. Aðrir 10 eru á bið- lista, Skólastjóri Vélskóla islands er Andres Guðjónsson. A skólaárinu verða 17 nemend- ur á 1. stigi á Akureyri en 12 á 2. stigi. A Isafirði verða 21 á 1. stigi, 8á 2. stigi og 10 á 3. stigi, en þetta er i fyrsta sinn sem 3. stig er hald- ið utan Reykjavfkur. 1 Vest- mannaeyjum veröa I2á 1. stigi og 10 á 2. stigi. Þá verður Fjölbraut- arskóli Suðurnesja með vél- stjórabraut nú i annað sinn, og verða 18 nemendur á 1. stigi. Vél- stjórabraut verður einnig við og verða þar 8 nemendur á 1. stigi i vetur. Vélskóli Islands á góðar gjafir i vændum I vetur. Caterpillarum- boðið hefur ákveðið að gefa skól- anum nýja vél, og eins hefur Vélaverkstæði Björns og Halldórs h.f. i Reykjavik tilkynnt að það ætli að færa skólanum að gjöf nýja 210 hestafla Cummingsvél. Góður árangur af fiskveiða- tækj asýningu í Kanada áþ-Reykjavik Fjögur islenzk fyrirtæki tóku þátt I fiskveiða- tækja sýningu nni „World Fishing Exhibition” i Halifax i Kanada dagana 31. ágiist til 7. september. Fyrirtækin sem sýndu voru Elliði Norðdahi Guðjónsson h.f., sem sýndi hand færavindur og neta- og Ilnuspil, Hampiðjan sem sýndi neL kaðla og garn, J. Hinriksson h.f., sem sýndi toghlera og blakkir, og Sjóklæðagerðin h.f. og Hilda h.f. sýndu I sameiningu alls kyns sjóklæöi. Markmið Sjókiæðagerðarinnar og Hildu vareinungis að kynna vörurnar, athuga hvortþær hentuðu kana- diska markaðinum, hvort þær væru samkeppnisfærar og at- huga með hugsanlega dreif- ingaraðiia. Arangur af þessari sýningu var mjög góðuF Gerðar voru margar fyrirspurnir, og um- talsverðar pantanir bárust. Fyrirtækin vænta mikils á næst- unni af þeim viðskiptasambönd- um sem náðust. Sýninguna sóttu um 25.000 manns, og fjöldi sýn- enda var nær 200 frá 14 löndum. Skólastjórar og yfirkennarar þinga SKJ — Reykjavík. Framhalds- stofnfundur Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastiginu var haldinn i Reykjavik um sfðast liðna heigi. Fundinn sóttu um 100 manns, og var þetta þvi einn fjöl- mennasti fundur þessara aðila, sem haldinn hcfur verið . Nú eru i félaginu um 160 manns af 260 skóiastjórum og yfirkennurum á grunnskólastiginu. Fundarmönnum var skipt i nefndir, sem ræddu kjaramál, og fræðslu- og félagsmál. Mest bar á ályktunum um kaup og kjör kenn- ara, en félagið leggur einnig á- herzlu á að vinna beri að samein- ingu kennara á öllum skólastig- um i eitt félag, og að slikt kenn- arasamband hlyti að verða sterkt afl sem stéttarfélag og leiðandi i skólamálum. A fundinum kom fram, að mun- ur á launum skólastjóra og sam-- bærilegra stjórnneda á almenn- um launamarkaði er um 80 þús. kr. á mánuöi. Einnig var mót- mælt þvi, að fólk án fullnægjandi réttinda og menntunar er ráðið til kennslustarfa og talið, að slikt bitnaði á skólastarfinu i heild, og þar með á nemendum. Astæðuna fyrir þessu taldi fundurinn vera of lág laun kennara. Fundurinn samþykkti enn fremur tillögur um námskeiða- hald og aukin samskipti viö skólamenn á Norðurlöndum. " Varahlutir í JCB- 3C og 4D o.fl. teg. Til sölu 10 stk. glussatjakk?r (passa i margar gerðir vinnuvéla og traktora) 2 dekk á JCB, litið slitin 2 felg- ur, drif 2 girkassar, fram- skófia með gálga, hentugt á stóra traktora, glussadælur, Ford dieselvél ’68 model (uppgerð), og margt fieira. — Simi 32101. TorgiÖ efst a blaði, þegar fariö er í bæinn til fatakaupa! AUGL'rSINGAOeiLDtN/UOSM STU0IO28 Hentugur skólafatnaður Munið okkar ódýru gallabuxur og peysur, Austurstræti 10 sími: 27211 UNITEX MITTIS MARGAR STÆRÐIR KR. 9.220. “ EITT VERÐ UNITEX SÍÐAR MARGAR STÆRÐIR KR 7.500.” EITTVERÐ HEKLU ÚLPUR SÍÐAR STÆRÐIR 2-20 kr. 3.690. - til 8.165. - HEKLU ÚLPUR MITTIS STÆRÐIR 2-20 kr. 4.990.-til10.280.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.