Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 21
Föstudagur 16 . seplember 1977. 21 ‘íþrótt leikur í Laugardal „Ég gat ekki annað en skorað” — sagdi Magnús Bergs, sem skoraði sigur mark (1:0) Vals :r til varnar (Timamynd: Róbert). SOS-Reykjavik — Ég gat ekki annað en skorað, þar sem mark- vörðurinn var koininn langt út á völl og netamöskvarnir blöstu viö mér, sagði Magnús Bergs, hinn 20 ára miðvörður Valsliðsins, sem skoraði sigurmark (1:0) Vals gegn Glentoran á Laugardals- vellinum i gærkvöldi, þar sem lið- in mættust i Evrópukeppni meist- araliða. 3116 áhorfendur sáu Magnús skora þetta þýðingar- - en ekki knattspyrnumenn ’ ’, sagði Youri Ilitchev, þjálfari Valsmanna og undir þau orð tók Hörður Hilmarsson Vonbrigði — Ég var fyrir þó nokkrum vonbrigðum með, að okkur hafi ekki tekist að vinna N-trana meö 2-3 marka mun, sagöi Hörður. Hörður sagði að hann væri þó ekkert hræddur við leikinn i Bel- fast. — Við eigum eftir að skora þar mörk, eftir hornspyrnur og aukaspyrnur. — Við gerðum nokkurn feil, með þvi að gefa eftir miðjuna. Varnarmennirnir okkar notuðu of mikið af langspyrnum fram völl- in, i staðinn fyrir að reyna að byggja upp spil, sagði Hörður. //Markið hans Magga á að duga" — Ég hef trú á þvi aö markiö hans Magga dugi okur til að kom- ast áfram i Evrópukeppninni, sagði Bergsveinn Alfonsson, sem átti ágætan leik i gærkvöldi. Bergsveinn sagði, að Valsmenn myndu taka Glentoran i Belfast, svo framarlega að leikmenn Glentoran leiki knattspyrnu, en ekki fjölbragðaglimu. — Þeir voru ofsalega grófir og tóku okk- ur út af laginu, með hörku og ruddaskap, sagði Bergsveinn. — Það er þó ekki hægt að neita þvi, að N-trarnir höfðu betra út- hald en við, og þeir voru yfirveg- aðri, þar sem þeir spiluöu stutt á milli sin, en við reyndum aftur á móti lengri spyrnur, sagöi Berg- sveinn. —SOS mikla mark á 36. minútu. Magnús skoraði af stuttu færi, eftir horn- spyrnu frá Atla Eðvaldssyni. — Ég vissi vel hvað Atli ætlaði að gera, þar sem hann gaf mér bendingu um að hann myndi spyrna snúningabolta inn i vita- teiginn. Það var þvi ekkert annað fvrir mig að gera en að reyna að losa mig við manninn sem hafði gætur á mér — það tókst og knött- urinn hafnaði á réttum stað, eða beint fyrir framan mig svo ég þurfti ekkert annað en að stýra honum i netið. Það var þægilegt að sjá knöttinn þenja út baknetið, sagði Magnús eftir leikinn. — Ég er viss um, að við vinnum einnig sigurá Glentoran i Belfast. Já, ég lofa sigri, sagði Magnús, sem var hetja Valsmanna á Laugardals- velli i gærkvöldi. Valsmenn byrjuðu leikinn mjög vel gegn Glentoran-liðinu, sem svaraði góðum leik Valsmanna með ruddaskap og hörku. Leik- menn liðsins voru sifellt að hrinda og sparka i leikmenn Valsliðsins. Valsmenn náðu upp mörgum góð- um upphlaupum, en þeir fundu ekki leiðina að marki N-Irana. T.d. bjargaði Arthur Stewart einu sinni á linu, góðu skoti frá Guð- mundi Þorbjörnssyni. „Villimennska” Þegar N-trarnir sáu að Vals- menn voru betri en þeir, fóru þeir að leika m jög fast og var stundum eins og villimenn væru á vellin- um, svo grófir voru leikmenn Glentoran. Það sauð þó uppúr þegar miövörðurinn Robson, skallað upp undir hökuna á Atla Árni ekká til N-lrlands SOS-Reykjavik. — Arni Stefáns- son, landsliðsmarkvöröur úr Fram í knattspyrnu, meiddist svo illa gegn Start i Noregi, að litlar likur eru á þvi að hann geti farið með landsliðinu til N-lrlands. Þorsteinn Bjarnason, markvörð- ur Keflvikinga, hefur veriö valinn i 22 manna landsliöshópinn. Eðvaldssyni þegar knötturinn var ekki i leik. Robson þessi og bak- vörðurinn McCeery, sýndu um tima takta f jölbragðaglimu- manna — þeir létu hnefana tala, án þess að lélegur norskur dóm- ari leiksins, gæfi þeim tiltal. McCreery fékk þó bókun undir lok leiksins, þegar hann braut gróf- lega á Inga Birni Albertssyni. Óþekkjanlegir. Það var greinilegt að rudda- mennska leikmanna Glentoran settu leikmenn Valsmenn út af laginu, þvi að þeir voru óþekkjan- legir i síðari hálfleik — en þá misstu þeir tökin á leiknum og N-trarnir náðu að yfirspila þá á miðjunni. Það var eins og alla baráttu vantaði i leikmenn Vals og samleikur á milli varnar og sóknar slitnaði algjörlega i sund- ur. Beztu leikmenn Vals i gær- BEKGSVEINN ALFONSSON .... átti góöan leik i gærkvöldi. kvöldi, voru þeir Hörður Hil- marsson, sem var bezti maðurinn á vellinum — sifellt á ferðinni, reynandi að byggja upp sóknar- lotur, Dýri Guðmundsson, sem var klettur i vörninni og Berg- sveinn Alfonsson, sem gaf ekkert eftir og var alltaf á fullri ferö. Þótt að Valsmenn hafi unnið sigur þá má segja að hann hafi ekki verið nægilega stór, til að komast áfram i Evrópukeppn- inni, þar sem N-trar eru erfiðir heim að sækja. 'Þungur róður 1 Belfast” — sagði Sigurður Dagsson, markvörður Vals — Róðurinn verður þungur hjá okkur i Belfast, sagði Sigurður Dagsson, markvörður Vals- manna. — Ég get ekki lofaö að halda markinu hreinu þar, en auövitað veröur allt gert til þess, sagði Sigurður. Sigurður sagöist hafa verið óá- nægður meö hvernig að Valsliðiö hafði falliö niöur i siðari hálfleik. — Liðið var þá óþekkjanlegt. Ég kann enga skýringu á þessu, sagði Sigurður. //Viö vinnum í Belfast" — Við vinnum þá aftur I Bel- fast, sagöi Dýri Guðmundsson, miðvörður Valsliösins. Dýri sagði að þaö væri alltaf gaman aö vinna MAGNOS BERGS .... örin bendir á hann, sést hér skora sigurmark Vals, fram hjá fjórum varnarmönnum Glentoran. Matthews, mark- vörður (1) séstvera kominn út aö markteig. (Timamynd: Róbert). sigur i Evrópuleik. — Sigurinn hefði þó mátt vera stærri. Viö bökkuðum of mikið, þannig aö við misstum tökin á miðjunni i siðari hálfleik. Þó skapaðist engin af- gerandi hætta upp við markið hjá okkur sagði Dýri, sem fannst N- trarnir lélegir — þungir og seinir og miklu lélegri en hann bjóst við. — SOS „Valur þurfti a oðru marki að halda” — sagði Tony Knapp, lands- liðsþjálfari — Valsmenn voru óheppnir aí gera ekki út um leikinn strax I byrjun, meö þvi að skora nokkur mörk hjá Glentoran, sagði Tony Knapp, landsliös- þjálfari i knattspyrnu, eftir leikinn i gærkvöldi. — Valsmenn þurftu illilega á öðru marki að halda — það hefði veriðgott veganesti fyrir þá, þegar þeir halda til Bel- fast. — Ég hef ekki trú á þvi, að þetta eina mark dugi Val, en það er þó alltaf gott að byrja leikinn þar með eins marks forskoti, og þvi eiga Valsmenn enn möguleika á, að komast áfram i Evrópukeppn- inni, sagði Knapp. Knapp sagði Glentoran hefði leikið lélega knattspyrnu — kraftaknattspyrnu, sem er dæmigerð fyrir lið frá N- Irlandi. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.