Tíminn - 28.09.1977, Síða 2
2
Miðvikudagur 28. september 1977
Gólfteppi auka
hættu á of-
næmissjúk-
dómum
— segja dönsk heilbrigðisyfirvöld,
sem vilja útrýma þeim í opinberum
stofnunum
JH-Reykjavik — Forráðamenn
teppaverksmiðja i Danmörku eru
byrjaðir að segja fólki upp vinnu ■
sinni, og er búizt við, að þúsund
manns til viðbótar missi vinnu
sina. Orsökin er mjög sérstaks
eðlis: Dönsk heilbrigðisyfirvöld
hafa kveðið upp úr með það, að
óráðlegt sé að teppaleggja gólf i
skrifstofum og stofnunum, þar
sem af þeim stafi hætta á ofnæmi.
Heilbrigðisyfirvöldin geta ekki
lagt fram óyggjandi visindalegar
sannaniren telja þó,að teppunum
fylgi þarflaus áhætta, og kennslu-
málaráðuneytið danska hefur lit-
ið svo á, að viðhorf heilbrigðis-
yfirvaldanna jafngildi banni við
notkun gólfteppa i þvi húsnæði, er
reist er á vegum þess.
Heilbrigðisyfirvöldin segjast
byggja á rannsókn, sem gerð var
árið 1976, ásamt margvislegum
gögnum, sem þau hafi fengið frá
Noregi og Sviþjóð um þessi efni.
„Ahættan er sú, að eftir svo
sem tiu ár fáum við kynslóð, sem
haldin er ofnæmissjúkdómum
umfram það, sem áður hefur
verið, svo fremi sem alltaf bætist
við meira og meira af teppum,
sem ekki hafa verið fullkomlega
hreinsuð efnum, sem geta valdið
slikum sjúkdómum.”
Þá segja þau, að hætta sé á, að
alls konar svampar og bakteriur
Interpolismótið
í Hollandi:
Friðrik
tapaði
fyrir
Hubner
5St-Reykjavik —Fjórða umferð
á Interpolismótinu i Hollandi
vartefldi gær.og tapaði Friðrik
fyrir Vestur-Þjóðverjanum
Hiibner. Friðrik var kominn
með ágæta stöðu, en lék illa af
sérf 20. leik, og notfærði Húbner
sér afleikinn og tókst að lokum
að vinna skákina. Timman
gerði jafntefli, Hort einnig, en
Karpov á að öllum llkindum
unna biðskák á móti Sosonko.
Efstir og jafnir eftir fjórar um-
ferðir eru þvl Timman og Hort
með 2 1/2 vinning hvor, Karpov
er næstur með tvo vinninga og
biðskák. Friðrik er I ellefta sæti
með 1 1/2 vinning.
Fímmta umferðin verður
tefld I dag, og mætir Friðrik þá
Kavalek.
taki sér bólfestu i teppum, og þar
geti þetta lifað árum saman. Að
sjálfsögðu safni teppin einnig i sig
hvers konar ryki, og þess vegna
sé ryk miklu meira i ibúðum og
öðrum húsakynnum, þar sem
teppi eru notuð, heldur en áður
var, á meðan gólfdúkur var látinn
duga.
1 Noregiog Svfþjóð hafa áður
verið uppi raddirum það, að gólf-
teppi skuli ekki notuð á stöðum,
þar sem fólk getur ekki sjálft
ákveðið, hvort teppi eru á gólfum
eða ekki, svo sem i skrifstofum,
skólum, sjúkrahúsum og mörgum
öðrum almannastofnunum.
Það, sem ofnæmi veldur, má að
visu fjarlægja en engar likur eru
til þess, að fólk vilji fórna þeim
tima og þeirri orku, sem til þess
þarf að gera það á viðhlítandi
hátt.
Hreppsnefndarfundur nr. 1000
Nýlega var haldinn 1000. hreppsnefndarfundurinn I Borgarneshreppi. Sæti I hreppsnefnd eiga eftir-
taldir menn, Jón Eggertsson, ólafur Sverrisson, Húnbogi Þorsteinsson sveitarstjóri, Guðmundur
Ingimundarson oddviti, Sveinn Hálfdánarson, örn Simonarson, Björn Arason og Halldór Brynjúlfs-
son.
Síldarsöltun hafin
í Vestmannaeyjum
SJ-Reykjavik A mánudag hófst
sildarsöltun I Vestmannaeyjum
eftir að samningar höfðu tekizt
milli söltunarfólks og vinnuveit-
enda um kaup og fyrirkomulag.
Að sögn Sigurgeirs Kristjánsson-
ar fréttaritara Timans hefur enn
aðeins lítils háttar borizt af síld á
land, en mcnn vona að söltun og
frysting komist senn I fullan
gang. Saltað verður i fjórum fisk-
verkunarstöðvum.
Töluverðu af loðnu hefur verið
landað i Eyjum að undanförnu og
dálitlu af spærlingi. Sigurður hef-
ur komið hvað eftir annað með
fullfermi af loðnu og hefur þetta
haldið dampinum uppi hjá sildar-
eru hjá
Eyjum og
verksmíðjunum.
Rekstrarörðugleikar
fiskvinnslustöðvum i
bankaviðskipti stirð.
Mikið hefur verið unnið á veg-
um bæjarins i Vestmannaeyja-
kaupstað — við lagningu hitaveitu
i hluta bæjarins úr nýja hrauninu
og við skolpleiðslur.
Skatt-
stofu-
fólká
nám-
skeið
Bændur kauplausir, ef
búvöruverð stæði í stað
Miðstjórn Alþýðusambandsins
sendi frá sér ályktun, sem hún
hafði samþykkt vegna siðustu
verðhækkana á landbúnaðaraf-
urðum. i upphafi ályktunarinnar
er varað mjög alvarlega við
þeirri þróun, sem nú er að mark-
ast i verðlagsmálum landbúnað-
arins. Upplýsingaþjónusta land-
búnaðarins bað Gunnar Guð-
bjartsson formann Stéttarsam-
bands bænda, að svara nokkrum
spurningum i tilefni þessarar
samþykktar miðstjórnarinnar.
— Er þróun i verðlagsmálum
landbúnaðarins eitthvað
frábrugðin þvi sem hún hefur
verið undanfarin ár?
— Nei, búvöruverðið er ákveð-
ið með sama hætti og oftast
undanfarin ár. Teknar voru til
greina hækkanir á rekstrarkostn-
aði og launum, en engar breyt-
ingar gerðar á magntölum,
hvorki tekna né gjaldamegin.
Hækkanir voru allmiklar, einkum
á kaupgjaldsliðnum. Kemur það
fram bæði i verðlagsgrundvellin-
um sjálfum og i vinnslu og dreif-
ingarkostnaði. Slátur- og heild-
sölukostnaður kjöts hækkar mjög
mikið af þessum sökum.
— Er verð á landbúnaðaraf-
urðum hærra nú, miðað við tima-
kaup verkamanna, heldur en það
var fyrir ári eða svo?
— Ég held að það sé ekki
hærra, sé borið saman hvað
hafnarverkamaður gat keypt
fyrir timakaupið I marz 1977, og
nú kemur i ljós að hann getur
keypt verulega meira magn
búvöru nú en þá.
— Ef samdráttur verður I
framleiðslu landbúnaðarafurða,
lækka þá ekki tekjur bænda?
— Jú, það er næstum því beint
samhengi þar á milli. Þó getur
það breytzt eitthvað, ef útflutn-
ingsbætur þrýtur og ekki er hægt
að greiða fullt verð af þeim sök-
um. ör verðbólguþróun hér veld-
ur þar mestu um, hvort þær duga
eða ekki.
— Er það kappsmál Stéttar-
sambandsins að viðhalda núver-
andi verðlagskerfi landbúnaðar-
ins?
— Stéttarsambandið v i 11
gjarna fá samningsaðstöðu við
rikisstjórnina, en leggur áherzlu
á að halda kaupviðmiðuninni og
útflutningsbótunum. Það telur
hins vegar að niðurgreiðslum
þurfi að breyta.
— Hver ber ábyrgð á verðlagn-
ingu landbúnaðarafurða?
— Sexmannanefndin á grund-
velli gildandi laga.
— 1 ályktun miðstjórnar Al-
þýðusambandsins segir á einum
stað, að rikisstjórnin beri ábyrgð
á verðiagningunni i held, þar sem
hún hefur neitunarvald, sem hún
hliðrar sér hjá að nota, þótt ærin
tilefni séu til. Hvað hefði gerzt ef
rikisstjórnin hefði neitað að sam-
þykkja hækkun á búvöruverðinu?
— Bændur hefðu orðið kaup-
lausir og gætu ekki keypt mat og
klæði né hitað upp hús sin. Elleg-
ar þeir kæmust i greiðsluþrot við
sina viðskiptaaðila og lánastofn-
anir. Þar með væri stórfelld
hætta á byggðaeyðingu i landinu,
ekki aðeins i sveitunum, heldur
einnig I öllum þéttbýlisstöðum,
sem lifa á þjónustu við landbún-
aðinn og úrvinnslu landbúnaðar-
afurða.
Starfsfólk á skattstofum á nú að
sækja námskeið, sem efnt er til á
vegum fjármálaráðuneytisins og
embættis rikisskattstjóra. Er
gert ráð fyrir þremur námsstig-
um, og verða tvö námskeið til-
einkuö hverju námsstigi.
Fyrsta námskeiðið mun fjalla
um framtöl einstaklinga, annað
um endurskoðun rekstrarreikn-
inga og efnahagsreikninga, fylgi-
skjala og bókhalds fyrirtæk'ja i
eigu einstaklinga og fyrirtækja og
hið þriðja frekara fram-
haldsnám. Auk þess er stefnt að
þvi að koma á sérnámi fyrir
hvern þátttakanda eftir þvi aðal-
verkefni, sem hann hefur með
höndum.
Þessum námskeiðum á að ljúka
með prófum, og þeir, sem stand-
ast þau, munu hækka i kaupi um
launaflokk og öðlast rétt til að
þess að taka þátt I næsta nám-
skeiði fyrir ofan.
Fyrra námskeið fyrsta stigs
mun væntanlega hefjast i byrjun
nóvembermánaðar, ætlað starfs-
fólki, er nú fær laun samkvæmt
11. launaflokki eða minna, en
fyrra námskeið annars stigs hefst
trúlega i janúarmánuði.
Fjórtán menn geta tekið þátt i
hvoru námskeiði.
Alþj óðahaf rannsóknarfundurinn:
Allir færustu fiski-
fræðingarnir
KEJ-Reykjavik — óhætt er að
segja að flestir færustu haf- og
fiskifræðingar viö norðanvert
Atlantshaf séu nú staddir hér á
landi, vegna ársfundar Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins, en fuli-
trúar á þvi munu vera um 300.
Að sögn Jóns Jónssonar, for-
stööumanns Hafrannsókna-
stofnunarinnar, starfar ráðið á
lokuðum fundum, og er þvi skipt
niður i þrettán nefndir, sem
m.a. starfa við að taka afstöðu
til vinnuskýrslna og rannsókna,
semeru misjafnlega langt á veg
komnar. Fimm hundruð rit-
gerðir hafa verið lagðar fram,
og nánast ógjörningur, sagði
Jón, að greina frá gangi mála
fyrr en að ráðstefnunni lokinni.
t gær voru t.d. til umræðu
ýmis „innanrikismál” ráðsins,
almenn samvinna visinda-
manna af hinum ýmsu þjóöern-
um, og fleira i þeim dúr. Vis-
indaritgerðir, sem lagðar hafa
verið fram, eru eins og dður
greinir um 500 og byggjast á
misjafnlega áreiðanlegum
rannsóknum. Þegar er búið að
draga nokkrar þeirra til baka.
Þá sagði Jón Jónsson, að ráð-
stefnugestir hefðu látið i ljós
mikla ánægju með undirbúning
og aðstöðu á ráöstefnustaö, sem
er Hótel Loftleiðir. Þar starfa
m.a. tiu starfsmenn frá aðal-
stöðvum ráðsins i Kaupmanna-
höfn, og starfsmenn Hafrann-
sóknastofnunarinnar islenzku.
Þetta er i fyrsta sinn sem ráðið
heldur ársfund sinn hér á landi,
en hann er haldinn annað hvert
ár IKaupmannahöfn og hittárið
hjá einhverju aðildarríkja ráðs-
ins. Eins og áður hefur komið
fram i fréttum, á ráðið 75 ára
afmæli á þessu ári.