Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.09.1977, Blaðsíða 11
Miövikudagur 28. september 1977 mmmm 11 Heimsókn Geirs til Sovétríkjanna: Guðspeki- félagið byrjar vetrarstarfið Ánægju lýst með þró- un samskipta landanna Sigurður situr hér við verk sitt Linudans, en að baki honum eru mynd- irnar Klipp klipp og Levnilegar kosningar. Sigurður örlygsson heldur nú sýningu i Galleri Sólon islandus, Aðalstræti 8. Sýningin er opin milli klukkan 2 og 22 dagana 24. september til 9. október. Myndirnar á sýningunni eru klippimyndir og unnar á þessu ári. Þær eru allar til sölu. Guðspekifélagið mun hefja fyrir- lestrastarf sitt á þessu hausti n.k. föstudag, 30. sept., með þvi að Geir Vilhjálmsson sálfræðingur flyturerindi um Findhorn háskói- ann i Skotlandi, og greinir frá heildrænni afstöðu þeirra til menningar, mannræktar og sam- vinnu við náttúruna. Fyrirlestrar munu verða I húsi félagsins eftirleiðis alla föstu- daga kl. 21, eins og venja er til, og eru öllum opnir'. Starf Guðspekifélagsins, sem er alþjóölegur félagsskapur, byggir á hugsana- og trúfrelsi og miðar að fordómalausu bræðra- lagi mannkynsins. Félagsmenn eru hvattir til að leggja stund á samanburö trúarbragða, heim- speki og náttúruvisindi, og að rannsaka óskilin náttúrulögmál og öfl þau er leynast með mönn- um. Tíminner peníngar Auglýsitf iTimanum: svikja engan Mjólk og mjólkurafuiðir- orkulind okkar og heilsugjaf i Opinberri heimsókn Geirs Hall- grimssonar forsætisráðherra til Sovétrlkjanna lauk i gær, og var þá gefin sameiginleg yfirlýsing hans og Alexeis N. Kosygins, for- sætisráðherra Sovétrikjanna, um viðræður þær, er þeir höfðu átt. 1 þessari yfirlýsingu, sem utan- rikisráðuneytið sendi fjölmiðlum i gær, segir meðal annars: „Viðræðurnar voru gagnlegar og vinsamlegar, og var rætt um margvisleg alþjóðleg vandamál, sem e ru ofarlega á baugi, og m ál, er snerta samskipti íslands og Sovétrikjanna, og horfur varð- andi þróun þeirra samskipta. Báðir aðilar lögðu áherzlu á nauðsyn þess aö leggja sitt af mörkum til að draga úr spennu i alþjóðamálum og stuöla að frið- samlegri samvinnu i Evrópu og hvarvetna I veröldinni. Þeir telja að það sé sérstaklega mikilvægt fyrir áframhaldandi slökun spennu aö framkvæma til hlitar öll ákvæði lokasamþykktar ráð- stefnunnar um öryggi og sam- vinnu f Evrópu og tryggja árang- ursrikar niðurstöður fundanna i Belgrad. Sérstök áherzla var lögð á nauðsyn þess að gera Sameinuðu þjóðirnar virkari, svo að þær geti á raunhæfan hátt verndað frið og alþjóðlegt öryggi og stuðlað að samskiptum rikja á milli á öllum sviðum I fyllsta samræmi við stofnskrá sina. Rætt var um nauösyn þess, að þriðja hafréttarráðstefna Sam- einuðu þjóðanna lyki sem fyrst störfum með heildarsamkomu- lagi, er taki tillit til réttmætra hagsmuna allra rikja. Aðilar lögðu áherzlu á brýna nauðsyn þess að gera ákveðnar ráðstafanir til að stöðva vig- búnaðarkapphlaupið og ná árangri hvað snertir almenna og algera afvopnun undir ströngu og virku alþjóðlegu eftirliti”. Þá segir ennfremur i fréttatil- kynningunni: „Nytsamlegar viðrasður fóru fram um þróun verzlunarvið- skipta. Aðilar létu i ljós ánægju yfir hagstæðri þróun þeirra við- skipta á grundvelli bókunarinnar um gagnkvæmar vöruafgreiðslur milli íslands og Sovétrikjanna á timabilinu 1976-1980 og voru sam- mála um að fyrir hendi séu góð skilyrði til frekari þróunar gagn- kvæmra verzlunarviðskipta. Lögð var áherzla á þýðingu samskipta beggja landanna á sviði sjávarútvegs á alþjóðavett- vangi og á tvihliða grundvelli, eins og fram kemur i samningi milli íslands og Sovétrikjanna, sem gerður var i Reykjavik i april á þessu ári um visinda- og tæknisamvinnu og samráð á sviði sjávarútvegs og rannsókna á lif- andi auðæfum hafsins. Aðilar lýstu ánægju yfir þróun islenzk-sovézkra samskipta á sviði kennslumála, visinda- og menningarmála, sem eiga sér stað innan ramma áætlunarinnar um menningar- og visindasam- vinnu á timabilinu 1975-1979, sem gerð var á grundvelli samnings- ins milli Islands og Sovétrikjanna frá 1961 um menningar-, visinda- og tæknisamvinnu”. Mjólk er alhliða fæða, sem við fáum beint úr ríki náttúrunnar. I mjólkinni eru næstum öll næringarefni, sem líkaminn þarfnast, s.s. prótín, nauðsynlegt til vaxtar og viðhalds líkamanum og kalk til myndunar og viðhalds tanna og beina. Mjólkin er auðug af A-, Bi- og B:- vítamínum og inniheldur auk þess nokkuð af D- vítamíni. Ur mjólk og rjóma eru framleiddar fjölbreyttar afurðir. Súrmjólk, skyr, ýmir, jógúrt, rjómaís, smjör og margar tegundir osta eru meðal þeirra. Mjólk og mjólkurafurðir eru hollar og bragðgóðar- kjarnafæða sem svíkur engan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.