Tíminn - 28.09.1977, Side 19

Tíminn - 28.09.1977, Side 19
Miðvikudagur 28. september 1977 19 flokksstarfið Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristián Benediktsson, borgarfulltrUi verður til viðtals á skrif- stofu Framsóknarflokksins, að Rauðarárstig 18, laugardaginn 1. okt. kl: 10-12 „Opið hús" Flateyri Framsóknarfélag önundarfjarðar verður með opið hús i sam- komuhúsinu Flateyri á þriðjudagskvöldum kl. 20.30-23.30. Leikið verður af plötum, spilað, teflt, myndasýningar. Allir velkomnir. LONDON Fyrirhuguð er 5 daga ferð til Lundúna á vegum SUF i siðari hluta nóvember ef næg þátttaka fæst. Nánar auglýst siðar. S^F Kópavogur Fulltrúaráðsfundur framsóknarfélaganna i Kópavogi verður haldinn að Neðstutröð 4 þriðjudaginn 27. sept. næstk. kl. 20.30. Fundarefni: 1. FramboðsmálT Kosning framboðsnefndar. 2. Vetrarstarfið. 3. önnur mál. Stjórnin Keflavík Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna I Keflavik heldur fund i Framsóknarhúsinu fimmtudaginn 29. sept. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Vetrarstarfið. 2. Umræður um prófkjör vegna bæjarstjórnarkosninga á kom- andi vori. Stjórnin. sagði, að félagið Perla væri undirbúningsfélag, en i næstu viku verður gengiðfrá stofnun al- mennings hlutafélags, og vonazt er til að þátttaka verði góð. Til- gangur félagsins er að halda áfram þenslu perlusteins, en til- raunir hafa verið gerðar i Sementsverksmiðju rikisins á Akranesi, og hugmyndin er að fá ofninn, sem þar er, leigðan. Til- raunir i Sementsverksmiðjunni hafa gengið vel, en einnig var perlusteinn sendur út til þenslu i stærri ofnum. Menn frá Iðnþróunarstofnun fóru utan til að fylgjast með tilraunum þar, en þær tókust prýðilega. Að félaginu Perlu standa menn i byggingar- iðnaði og áhugamenn, sem vilja efla atvinnulif á Akranesi. Göð samvinna hefur verið milli Perlu, Prestahnjúks og Ylfells og áætlanir samræmdar, svo ekki væri eytt fjármunum til sömu at- hugana hjá tveim aðilum. Reynir sagði, að ætlunin væri að félögin nemi steininn sam- eiginlega, Perla standi fyrir þenslunni, en siðan verði steinn- inn unninn viða, á ýmsan hátt. 0 Flug hefði talið, að flugumferðarstjór- ar gætu jafnvel tekið að sér störf loftskeytamanna i Gufunesi og aðstoðarmanna i flugstjórn. Að sögn flugmálastjóra var verið að funda um þetta i gær, og niður- stöður liggja þvi enn ekki fyrir. Ljóst er, að þvi aðeins verður flogið tilog frá íslandi I öðrum til- vikum en neyðartilvikum, að flugumferðarstjórar taki að sér að vinna störf aðstoðarmanna sinna og annast öll fjarskipti við flugvélarnar, en slikt hefur hing- að til að hluta verið unnið af loft- skeytamönnum f Gufunesi. Spurningu Timans um rétt einnar starfsstéttar á vegum rik- isins til að taka að sér að vinna störfannarrari verkfalli, svaraði Helgi V. Jónsson d þá leið, að það væri ekki i verkahring nefndar- innarað ákveða slikt, en sér væri kunnugtum að nokkur deila stæði um það, að hve miklu leyti yfir- maður gæti tekið að sér að vinna störf undirmanns si'ns. Mun a.m.k. verafordæmi fyrir slfku I verkfalli verkfræðinga hjá borg- inni fyrir skömmu. Þá kvað Helgi ljóst, að ef á annað borð yrði flogið, þyrfti nefndin að taka afstöðu til þess, að hve miklu leyti tollgæzla starfaði. Ekki taldi hann þó lik- legt, að það færi út fyrir ramma heilsugæzlu, en þess gætt, að ekki verði flutt til landsins eiturlyf, matvara eða annað, sem sýking gæti stafað af. Að öðru leyti reiknaði hann ekki með þvi að tollgæzla færi fram, a.m.k. ekki nema tollv. tækju það upp hjá sjálfum sér t.d. að gera upptækt umframmagn af áfengi og sliku. Hitt kvað hann alveg vist, að eng- in tollafgreiðsla færi fram, og jafnvel þótt eitthvað yrði um innflutning til landsins með skip- um eða flugvélum, fengist það ekki tollafgreitt, og kæmist þvi ekki I verzlanir meðan á verkfalli stæði. Háskóla- fyrirlestur Fimmtudaginn 29. september verður fluttur opinber háskóia- fyrirlestur á vegum félagsvfs- indadeildar Háskóla íslands I stofu 101 i Lögbergi, hiisi laga- deildar Háskóla íslands. Fyrirlesturinn flytur Martin Johnson prófessor frá háskólan- um i Utrecht i Hollandi. Martin Johnson, sem skipar annað tveggja prófessorsem- bætta i dulsálarfræði i Evrópu, nefnir fyrirlestur sinn „Factors that seem to influence paranor- mal performance.” Fyrirlesturinn, sem fram fer á ensku, er öllum opin og hefst klukkan 20.30. Ráðstefna KFUM og K um kristna trú Dagana 14. — 16. október n.k. verður haldin ráðstefna i húsi K.F.U.M. & K. að Amtmannsstig 2B i Reykjavík. Á þessari ráð- stefnu verður rætt um nokkur grundvallaratriði kristinnar trú- ar og yfirskrift hennar er „Grundvöliurinn er Kristur”. Að þessari ráðstefnu standa nokkur frjáls kristileg félagasamtök, sem starfa á hinum evangelisk- lútherska kenningagrundvclli fs- lenzku þjóðkirkjunnar: K.F.U.M., K.F.U.K., Samband islenzkra kristniboðsfélaga, Kristileg skólasamtök og Kristi- legt stúdentafélag. Meginástæður þessa ráðstefnu- halds eru þær, að félögin vilja leggja áherzlu á að skýra nokkur höfuðatriði kristins boðskapar samkvæmt evangeliskri-lút- O íþróttir — og var það hálfgert gjafamark. Helgi Kuseth skaut lausu skoti af stuttu færi sem Guðmundur Bald- ursson, markvörður Fram missti knöttinn undir sig. Norðmennirn- ir bættu siðan öðru marki við á 66. min., en þá skoraði Odd Magne Olsen með góðu skoti. Knötturinn hafnaði i þverslánni, og þeyttist þaðan i mark Framara. Framarar fengu aðeins eitt gott marktækifæri i leiknum og kom það, þegar 5 min. voru til leiksloka. Þá klúðraði Kristinn Jörundsson góðu færi, er hann stóð fyrir opnu marki. Eins og fyrr segir, þá var leik- urinn afspyrnu lélegur og leiðin- legur fyrir áhorfendur. Ahuga- leysið og getuleysi leikmanna Fram réð rikjum i leiknum. Fram liðiðhefur átt marga lélega leiki i sumar en engan sem jafn- ast á við þennan leik — leikmenn- irnir gátu hreinlega ekki neitt. — SOS herskri kenningu. Við lifum á timum mikilla breytinga f is- lenzku þjóðfélagi, þegar ýmsir taka að efast um margt það, sem áður þótti sjálfsagt. Þetta kemur g'löggt fram á sviði trúmála. Margir spyrja um kristna kenn- ingu og grundvöll hennar. Ýmsir telja, að kominn sétimi til þess að breyta sumu þvi, sem kennt hefur verið i' þeim efnum og snúa sér að öðrum kenningum, kirkjudeild- um eða trúarbrögðum. Seinustu ár hafa ýmsar hreyfingar og stefnur borizt hingað til lands, sem standa á öðrum kenninga- grundvelli en hinum evangelisk- lútherska. Er þar bæði um að ræða fylgjendur annarra kirkju- deilda og ýmsa aðra trúflokka, sem sumir hverjirgeta ekki talizt kristnir, þar sem þeir afneita ýmsum þeim meginatriðum, sem flestar kirkjudeildireru sammála um. Flestir munu þvi geta verið sammála um, að þörf sé að gjöra almenna grein fyrir evangelisk- lútherskum kenningagrundvelli, sem islenzk kristni hefur viljað starfa á. Þess vegna vonast áður- nefnd félagasamtök til þess, að fólk noti tækifærið til þess að kynna sér þessi efni með þvi að sækja ráðstefnuna. Hún er opin öllum, sem óska eftir að taka þátt ihenni, en fólk verðurað tilkynna þátttöku sina fyrir 3. október n.k. til skrifstofunnar i húsi K.F.U.M. að Amtmannsstig 2B. Aðeins skráðir þátttakendur geta tekið þátt i störfum ráðstefnunnar. Astæða er til þess að hvetja alla þá, sem láta sér annt um kristi- legt starf á Islandi, að sækja ráð- stefnuna. Þátttökugjald er innan við kr. 1000. Eru innifaldir i þvi kaffiveitingar á laugardag og sunnudag. 1 sambandi við ráð- stefnuna verða haldnar almennar samkomur i Dómkirkjunni föstu- dags-, laugardags- og sunnudags- kvöld, þar sem öllum er heimill aðgangur, þótt þeir taki ekki þátt i sjálfri ráðstefnunni. Verða sam- komurnar miðaðar við efni ráð- stefnunnar. ‘ ' jy’1 Þróunarstofnun Reykjavikurborgar óskar 1 aö ráða i skrifstofustarf nú þegar, i starfinu felst m.a. vélritun og simavarsla. Umsóknir sendist til Þróunarstofnunar Reykjavikurborgar, Þverholti 15. UU; A*,- W & i ■ • y :-\ • ••■■ «5 • v •** -; ( 'i'i/t • ' • ’~v --*•*'. v*v.1*'V' Víkureldhús eru íslenzk vinna og vönduð. Fjölbreytni i gerð o< útliti. Hagræðing og skipulag er nauðsynlegt fyrir húsmóðurim Greiðsluskilmólar og staðgreiðsluafslóttur. Sendum litprentaða bæklinga T tttst tf> r'T rvT ttV t tt hvert á land sem er. VIKXJR ELDHUS HI n ... _j . . Súðavogi 44 - Sími 31360 Postsendum hvert sem er, (Gengið inn frá Kænuvogi) fljótt og vel. Fjöldi möguleika

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.