Tíminn - 09.10.1977, Qupperneq 8
8
Sunnudagur 9. október 1977
Ingólfur Davíðsson:
192
Byggt og búið í gamla daga
Hyggjum að húsinu Aðal-
stræti 13 inni í „Fjörunni” á
Akureyri. Þetta hús reisti Þórð-
ur Thorarensen gullsmiður á
uppfyllingu árið 1898. Hann
fluttist til Akureyrar 1882 og rak
gullsmiðaverkstæði þar um
meira en hálfrar aldar skeið (d.
1944). Búið hafði hann einnig I
húsinu. Oft hefur þar verið fjöl-
mennt. Nú búa fjórar fjöl-
skyldur i húsinu, þ.á.m. Jón
Sveinbjörnsson og Lovisa Pét-
ursdóttir frá Blómsturvöllum i
Kræklingahlið. Hafa þau búið
þarna i 26 ár. Skammt er héðan
að Aðalstræti 24, húsi Páls Ár-
dals skálds, reist 1903, sem áður
hefur verið getið i þætti. Og ögn
innar i Fjörunni, Aðalstræti 50
stendur sögufrægt hús, bæði
kennt við prentverk og skáld-
skap. Þetta hús reisti Björn
Jónsson árið 1849 og bjó þar alla
ævi. Stofnaði prentsmiðju i hús-
inu 1952. Þar hóf Norðri, fyrsta
blað á Akureyri, göngu sina i
marz 1853. Yfirprentari Helgi
Helgason, áður prentari i Viðey.
Var prentsmiðjan i norðurenda
hússins. Frá götunni séð mun
húsið enn óbreytt að útliti, allt
Norskt hús i Skipagötu Akureyri (9/9 1976)
frá dögum Björns ritstjóra. En
tvisvar hefur verið byggt við
húsið vestanvert, i fyrra skiptið
þegar Matthias Jochumsson
prestur og skáld flutti þar inn
árið 1887, og svo var aftur byggt
við það á þessari öld. Matthias
keypti húsið eftir andlát Björns
ritstjóra 1886 og bjó þar með
sina stóru fjölskyldu fram um
aldamótin. Matthias reisti
„Sigurhæðir” árið 1903 og bjó
þar siðan til æviloka 1920. Hefur
Matthias gert garðinn frægan á
báðum þessum stöðum, inni i
„Fjöru” og uppi á Sigurhæðum.
Eftir Matthias bjó Kristján
Nikulásson söðlasmiður og lög-
regluþjónn, lengi með stórri
fjölskyldu sinni i húsinu Aðal-
stræti 50.
Núverandi eigandi er Þórður
Friðbjörnsson minjasafnsvörð-
ur. Stór, gamall silfurreynir
stendur við húsið, er hann frá
dögum Matthiasar?
Bregðum okkur sunnan úr
„Fjöru”útimiðbæinnáeða upp
af Torfunefi. Þar i þyrpingu
húsa, margra stórra og nýlegra,
stendur við Skipagötu litið rautt
timburhús (sjá mynd), með
bröttu, svörtu þaki. Heyrt hef ég
að húsið sé norskt og hafi verið
flutt i bæinn utan frá Dældum i
Krossanesi fyrir alllöngu. Það
er harla ólikt öðrum húsum i
grenndinni.
Aðalstræti 50 Akureyri (9/8 1977)
Aðalstræti 13, Akureyri (8/8 1977)
Hús Páls Árdals, Aðalstræti 24 Akureyri (8/8 1977)