Tíminn - 09.10.1977, Page 13

Tíminn - 09.10.1977, Page 13
Sunnudagur 9. október 1977 13 Sæmundur með slatta af ýsu á bryggjunni og er að afgreiða. af höndunum í buxurnar og náðu i veskið í rass- vasanum og gáfu til baka, vinalegur við- skiptamáti og óralangt frá sértilboðum, stór- mörkuðum og klingjandi peningakössum. Þetta hefur verið ágætt í haust. Við tókum einn trillu- karlinn, Sæmund Sig- urðsson tali, þar sem hann var að bardúsa í bátnum sínum, milli þess sem hann afgreiddi fólk. Sæmundur er enginn ný- græðingur í sjómennsk- unni, hefur stundað sjó frá því hann var strák- hvolpur, verið skipstjóri og í útgerð, en hefur nú snúið sér að trillu- mennskunni og líkar vel. -----Þið hafið verið að fá ýsu hérna upp í land- steinum íhaust, Sæmund- ur? — Já, blessaður vertu, þetta er hérna rétt fyrir utan hérna út af Valhúsa- baujunni. Annars er hún komin grynnra núna eftir að fór að líða á og eigin- lega alveg upp á grunn. Fyrr í haust fórum við nú lengra eftir henni og vor- um stundum út af Vatns- leysu. — Og þetta er allt fal- legasta ýsa? — Já, þetta er þokka- legasta ýsa eins og þú sérð og lítið um smáýsu, og bendir oní kassann við Séð yfir hluta af smábátabryggjunni í Hafnarfirði. Þarna eiga trillukarlarnir sínar skemmtilegustu stundir. Fullur kassi af faliegri ýsu. i bakgrunni sést land- gangurinn niður á f lotbryggjuna þar sem er ágætis aðstaða fyrir trillukallana að athafna sig. Og hana nú, allir sem einn. Kallarnir fá sér í nefið. Það hressir menn og kæt- ir. Frá vinstri: Sæmundur, Maríus og Guðmundur. hliðina á sér, sem var fullur af fallegri ýsu. ------Hvað hafið þið fengið mest í róðri, er ekki metingur í mönnum? — O, nei, segir Sæ- mundur drjúgur, og vill litiðgefa upp um það. En ég hef fengið mest 1600 kíló og það reyndar tvisv- ar og það er af bragð. Það hefur dálitið minnkað upp á síðkastið og það er ágætt ef maður f ær svona 3-400 kíló núna. — Og svo kemur fólk úr öllum áttum að kaupa af ykkur fisk? — Já, biddu fyrir þér maður, það kemur alla leið lengst austan úr sveitum að ná sér í soðið, þetta líkarsvo vel. Og svo náttúrulega hér úr þétt- býlinu, allavega fólk. Og það segist ekki fyrr hafa smakkað ýsu, segir Sæ- mundur og hlær við, það meinar nú almennilega ýsu, samanborið við það sem er á bóðstólum. — Er þetta ekki í fyrsta skipti nú í mörg ár sem veiðist ýsa hérna á grunnslóðum? — Jú, það held ég, það veiddist eitthvað í fyrra og það var í fyrsta skipti í mörg ár, sem eitthvað verður vart við ýsu hérna. Annars erum við, sem gutlum í ýsunni núna, aðallega í grá- sleppunni á útmánuðum, það er okkar aðaldjobb. — Hvað verðið þið lengi á ýsunni? — Ætli við verðum ekki eitthvað fram í nóvem- ber? — Og þá farið þið að gera grásleppunetin klár? — Já, já, upp úr því för- um við að huga að öllu i sambandi við hana, sagði Sæmundur að lokum og mátti ekki vera að þessu lengur. Það var sífelldur ys og þys á smábátabryggjunni þegar við fórum. Fólk kom og fór burt með ýsu, þessa sígildu soðningu en kallarnir voru farnir að spjalla saman um fiskinn og tíðina.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.