Tíminn - 09.10.1977, Qupperneq 15

Tíminn - 09.10.1977, Qupperneq 15
Sunnudagur 9. október 1977 15 ffeitiii Húsfreyjan í Hellishólum, Heiöur Þorsteinsdóttir. kannskigefinn fyrir búskap eins og foreldrarnir? — Égerekkertvissum aöþað sé svo mjög mikill bóndi i hon- um. Bróðir hans litur út fyrir að vera miklu meira efni i bonda, hann er þriggja ára, og alveg hugfanginn af búskapnum! — Og þú sjálf, sem fæddist og ólst upp i kaupstað. Þykir þér þetta gaman? . , — Já, mér íikar það ágætlega. Störfin eru lifræn og fjölbreytt en of bindandi. Mér finnst að sveitafólk þyriti að eiga auö- veldara með að taka sér fri en nú er. — Svo hafið þið auðvitað mjaltavélar til þess að létta ykkur fjósverkin? — Já, en þó veitir ekkert af þvi að tveir séu i f jósinu i hvert skipti sem mjólkað er. Hér er stór mjólkurgeymir, eins og orðið er alsiða, og mjólkin er sótt þrisvar i viku, á þriðjudög- um, fimmtudögum og laugar- dögum. Þessi geymir nægir okkur ennþá, en ef mjólkurkúm á eftir að fjölga hér mikið frá þvisem nú er, kemur að þvi, að hann verði of litill. — Hann verður auðvitað ekki fullnægjandi, þegar þið verðið komin með hundrað mjólkurkýr i fjösið? — Nærri má geta! — En það er nú ekki heldur orðið! Hér hafa tuttugu kýr borið, núna á einu ári, og svo eru kvfgur og kálfar á ýmsum aldri i upp- vexti. — Þið hljótið að þurfa stór tún og góðar vélar til þess að heyja handa þessu búi? Ekki veitir af vélunum ef heyin eiga að nást góð, en til þess þarf að vera hægt að heyja sem allra mest á góðu dögun- um, þeir hafa ekki verið svo margir undan farin sumur. Annars var sumarið i sumar gott. — En fannst þér þú ekki vera komin i einhverja andstyggi- lega vatnsveröld i fyrrasumar og hitteðfyrra? — Ég var svo heppin, að fyrsta sumarið sem við vorum hérna, var mjög þurrviðrasamt og gott. Ég er stundum að segja það núna, að ef við hefðum hitt á annað eins rigningasumar og 1975 og ’76, þá hefðum við lik- lega gefizt upp og farið héöan strax. En fyrsta sumarið sann- færði mig um, að eitthvað betra væri til en þessi tvö miklu rign- ingasumur. Það voru margir orðnir svartsýnir i fyrrasumar, enda held ég að það hafi verið enn verra en sumarið á undan, að minnsta kosti hér um slóðir. En það er nú liðið, sem betur fer, og vonandi kemur ekki i bráð önnur eins ótið, allan hey- skapartimann. — Ykkur er auðvitað ekkert i hug að hætta við hafið verk, þótt á ýmsu hafi gengið með veður- farið þessi f jögur ár, sem þið er- uð búin að búa hér? — Nei, við höfum ekki neinn áhuga á þvi að skipta um og flytja i þéttbýlið aftur. Við vilj- um þvertá mótihalda áfram að eiga hér heima og að láta bú- skap okkar blómgast, eftir þvi sem tök eru á. Ef heilsa og aðr- ar ástæður leyfa, mun framtið okkar verða hér. —VS Við hestasteininn. GM- Vetrarþjónusta ^ÍL FlSpj CHEVROLET BUICK VAUXHALL OPEL íl 1. Mótorþvottur 2. Hreinsun á rafgeyma- samböndum 3. Mæling á rafgeymi og hleðslu 4. Viftureim athuguð 5. Skipt um platínur 6. Skipt um kerti 7. Loftsía athuguð 8. Skipt um bensinsíu i blöndungi 9. Mótorstilling 10. Kælikerfi þrýstiprófað 11. Mælt frostþol - °C 12. Stillt kúpling 13. Yfirfarin öll Ijós 14. Aðalljós stillt 15. Hemlar reyndir 16. Stýrisbúnaður skoðaður 17. Rúðuþurrkur athugaðar 18. Rúðusprautur athugaðar og settur á frostvari Efni, sem innifalið er í verði: Kerti, platínur, frostvari og bensínsía. Verð: 4 strokka vél kr. 10.932.- 6 strokka vél kr. 12.802.- 8 strokka vél kr. 14.673.- **Ttík Gildir 1/10 - 1/12 GM SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539 Verzb 84245-84710

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.