Tíminn - 30.10.1977, Page 5
Sunnudagur 30. oktdber 1977
5
Í'iiM'I'
gagnfræðaskólana i þorpum og
smærri kaupstöðum) virðast mér
vera þessi:
Með lengingu skólaskyldunnar
tekst bekkur neðan af framhalds-
skólunum, sem áöur hét 3. bekk-
ur, gagnfræðabekkimir felldir
niður og er þá ekkert eftir nema
svo nefndar framhaldsdeildir,
sem stofnað var til fyrir nokkrum
árum, til þess að bjarga áfram
þeimunglingum.sem þar kusu að
vera og áttu ekki greiöa leiö i
aðra skóla. Þessar deildir hafa
átt erfitt uppdráttar vegna
óljósrar skilgreiningar á stöðu
þeirra I skólakerfinu og tregðu
sumra framhaldsskóla aö viöur-
kenna það nám er þar fer fram.
Það blasirþvi viöuppdráttasýki
iýmsum framhaldsskólum út um
byggðir landsins, ef væntanleg
lög um hinn samræmda fram-
haldsskóla taka ekki tillit til sér-
stööu dreifbýlisins og gæti það
oröið háttvirtum alþingismönn-
um umhugsunarefni fyrir næstu
kosningar hvar helzteigi að skilja
eftir auðn.
Ég tel, að framhaldsskólafrum-
varpiö hefði áttað vera fyrr á ferð-
inni og framhaldsskólinn hefði
þurft að mótast nokkuð jafnhliöa
grunnskólanum, þvl að sýnt er, að
grunnskólinn sækir hraðar á en
tekst að byggja upp I það skarð,
ergagnfræða- og héraðsskólarnir
I dreifbýlinu skilja eftir sig og
framhaldsskólinn tekur við nægi-
lega mótaður. óviðkunnanlegt er
einnig aö þurfa aö st jórna meira
og minna með tilskipunum þang-
að til framhaldsskólaögin taka
gildi 1980. Meginatriði frum-
varpsins virðast mér vera þessi:
Námsefni skal skipað niöur á
námssvið er svo greinast i náms-
brautir, en öll námssviðin eru
tengd i' sameiginlegum kjama
námsefnis. Greiðar leiðir eiga að
vera milli námsbrauta á ýmsum
stigum námsins. Þessum náms-
brautum skal svo skipað niður á
skólastofnanir með tilliti til að-
stæðna. Menntamlaráðuneytið
ákveður I samráði viö viökom-
andi fræösluráð, hvar starfrækja
skuli framhaldsskóla og hvaða
brautir þar eigi að vera. Mennta-
málaráöuneytið lætur gera áætl-
un til 5 ára um framkvæmdir til
að koma þessari skipan á.
Heimilt á að vera að láta fræðslu-
ráö kjörin samkvæmt grunn-
skólalögum og fræðslustjóra fara
með stjórnun framhaldsskóla-
málefna I umdæminu. Skólahald
samkvæmt frumvarpinu skal svo
kostaö sameiginlega af rlki og
sveitarfélögum skv. nánari
ákvæðum I frumvarpinu.
Allt þetta er ábyggilega I góðri
tni gert og ætlað til að verða til
hagsbóta fyrir land og lýð jafnvel
fólkið I dreifbýlinu, þvl að I grein-
argerðinni segir, aö leitast skuli
viö aö hafa góöa menntunaraö-
stöðu fyriralla, hvar sem þeireru
á landinu og að I hverjum lands-
hluta verði eins fjölbreytilegt val
námsbrauta og við verður komiö.
Nýtt verði sem bezt það skólahús-
næði, sem fyrir er I landinu.
En þetta frumvarp, ef aö lögum
veröur.eraöeins rammi um hinn
samræmda framhaldsskóla og
um flest atriði þarf að setja reglu-
geröir hversu framkvæma skuli
hina ýmsu þætti. Gæti I þeim
pappirum góö meining farið ‘for-
görðum, ef ekki er aðgát höfð.
Vafalaust má I þéttbýlinu viö
Faxaflóa og fjölbyggöstu svæðum
við Eyjafjörö skipa þessum
málum á hinn hagkvæmasta hátt
I samræmi við þaö sem I frum-
varpinu stendur, þar er fjöl-
menniö nægilegtog væntanlega fé
fyrir hendi.
En að þvl er varðar dreifbýlið
hygg ég, að ýmis ljón veröi á veg-
inum, því aö þar brestur þær for-
sendur, sem ætlazt er til að séu
fyrir hendi, ef á að framkvæma
þá skólaskipan, sem frumvarpiö
ætlast til. Fámennið I dreifbýlinu
orsakar það, að einingarnar
hljóta að verða smáar, þegar um
svo sérgreint nám er að ræða og
frumvarpið gerir ráð fyrir. Af þvi
leiðir að tiltölulega mikill kostn-
aður verður á hvern nemanda.
Með einskonar arösemisútreikn-
ingum má sjálfsagt sýna fram á
að hagkvæmasta lausnin verði
nokkrir fjölbrautarskólar I mesta
þéttbýlinu með nemendaf jölda
frá ca. 500 að óþekktum efri
mörkum. Þar verður sjálfsagt
hægt að beita fullkomnustu tækni
I kennslu og uppeldi og er þaö
fagnaðarefni þeim er löngum
hafa búið við þröngan kost. Enda
risnúupp hver f jölbrautarskólinn
af öðrum i þéttbýlinu, þar sem
fjármunir eru fyrir hendi og
rikisvaldiö leggur fúslega fram fé
að sinum hluta. Hins vegar blasir
það við, að þeir, sem ennþá búa I
sveitum og þorpum vlösvegar um
land, verða að senda börn sin
þegar að loknu grunnskólanámi
aö heiman úr átthögunum tilfrek-
ara náms og er það æriö spor
aftur á bak frá þvl sem var fyrir
aldamót og á bestu dögum gagn-
fræðaskólanna og héraðsskól-
anna fram á 8. áratuginn.
Allt tal um jafnvægi I byggð
landsins er hégóminn einn meðan
ungmennum dreifbýlisins er ekki
séð fyrir sambærilegum mögu-
leikum til framhaldsnáms að þvl
marki sem hægt er og jafnöldrum
þeirra I þéttbýlinu. önnur megin-
forsenda þess, að byggð haldist er
sú, að sé fyrir góðri menntunar-
aðstöðu ekki aöeins ungmenna
heldur og fulloröinna, þvl að full-
orðinsfræöslu er eigi slöur þörf I
hinum dreifðu byggðum. Þaö er
vanmatá dómgreind fólks Idreif-
býlinu að halda, aö það sætti sig
viö jafnvægistalið eitt meðan
gengið er aftur á bak I skólamál-
um þess miöað við þá þróun sem
er aö verða I málum annars
staðar.
Forsendur þess, aö hægt sé að
reka framhaldsskóla að marki i
dreifbýli eru að mlnu mati
þessar:
1. Almennt nám verði meginhluti
námsefnis á 1. og 2. námsári.
2. Aö einingarnar megi veröa fá-
mennar þegar út I sérnám er
komið.
3. Aö markveröum áfanga verði
náð á hverjum skólastað.
4. Að nokkur verkaskipting sé
milli skóla á svæðinu en umfram
allt samvinna.
Skal þetta rökstutt nokkuð:
í greinargerð frumvarps um
framhaldsskóla er vfða vikiö að
almennri menntun sem grund-
vallaratriði, en þegar að þvi
kemur að deila upp I ,,sviö” og
„brautir” viröist annaö verða
upp á teningnum, enda gætir nú
þegar i' fyrirmælum stjórnvalda
tilhneigingar til að auka aðgrein-
inguna meira enáðurog stangast
það á við þaö, sem virðist vera
andi frumvarps að hlynna að al-
mennri menntun. Þvíber.eins og
áður er að vikiö, að hafa vakandi
auga með reglugerðum sem
kunna að verða settar til nánari
skilgreiningar á ýmsum fram-
' kvæmdaatriðum. Um það munu
svo vera deildar meiningar meöal
þjóða, sem lengst hafa komist I
sérhæfingu, hversu heppileg sú
stefna hefur veriö, hvort sérhæf-
ingin og hagvöxturinn hefur ekki
orðiö á kostnaö hamingjunnar.
Ekki virðist óskynsamlegt aö
álykta, aö i okkar flókna sam-
félagi sé þörf staðgóörar al-
mennrar menntunar þó ekki sé til
annars en fólk geti átt eðlileg
samskipti, þótt úr ólikum at-
vinnustéttum sé. Það er og vafa-
mál, aö unglingar á þessum aldri
séu almennt ráönir I, hvaöa leiö
þeir vilja velja.
Um stærö eininganna, eftir aö
út i sérnám er komiö, er þaö að
segja.að við vitum þaö kennarar,
að séu einingarnar hæfilega
smáar notast að öðru jöfnu betur
aö kennslunniog hægt er að sinna
hverjum einstakling betur.
Mótbáran gegn smáum eining-
um er, að þær séu of dýrar, og
telja ýmsir auðvelt að sanna það
meö einföldum reikningi. En inn i
dæmið þarf að reikna ótalmarga
þætti svo að hugtakið dýrt I þessu
sambandihlýturað verða afstætt.
Þá tel ég það megin atriöi, að
markveröum áfanga verði náð á
hverjum skólastað. Það er ekki
hægt að búast við aö nemendur
sækist eftir námi I skóla, sem
ekki getur skilaö þeim aö tilteknu
marki. Þaö er alltaf nokkur
röskun hjá nemánda að flytjast
milli skóla og aðlagast nýjum
háttum og umhverfi.
Þaö virðist gefa auga leiö, aö I
dreifbýli verður að vera nokkur
verkaskipting milli hinna ein-
stöku skóla á svæðinu, aö einn
skólinn hafi þetta námssvið og
annar hitt, a.m.k. þegar út I sér-
hæfingu kemur. En fyrst og
fremst þarf að vera um góða
samvinnu að ræöa og aö unnið sé
að þessum málum með heill
heildarinnar fyrir augum og tel
ég I þvl sambandi að ákvæði 17.
gr. frumvarpsins um, að heimilt
sé að fela fræðslustjóra og
fræðsluskrifstofu að hafa hönd I
bagga með skipan framhalds-
menntunar i umdæminu. Fram-
haldsskólinn I dreifbýlinu stendur
á tímamótum. t sumum héruöum
hafa gagnfræöaskólarnir fallið
inn i grunnskólann og þvl horfiö
af framhaldsskólastiginu og
grunnskólinn einnig tekið verk-
efnið frá héraðsskólunum í mis-
munandi mæli þó, áður en tekizt
hefur að byggja upp nægilega
traustar framhaldsdeildir við þá
alla.
Sýnterað við Faxaflóa risa upp
nokkrir mjög fjölmennir fjöl-
brautarskólar og væntanlega einn
á norðurlandi.
Fy rir dreifbýlisfólkiö er þvl um
tvennt aö velja, aö senda ung-
menni sin i f jölbrautarskóla þétt-
býlisins, og afsala sér aöstöðu til
framhaldsmenntunar heima I
byggöunum og hverfa meö þvl
rúml. 100 ár aftur í tímann
miöaö viö þá þróun sem orðið
hefur i' skólamálum. Hinn kostur-
inn er að efla þá skóla, sem til eru
I dreifbýlinu, héraðsskólana og
gagnf ræðaskólana I hinum
smærri kaupstööum. Ég er ekki I
vafa um aö fólkiö út um byggðir
landsins vill hafa slna framhalds-
skóla jafnvel þótt þeir séu ekki
fjölmennir né háreistir og þaö
fylgist með hverja meðferö frum-
varpið um framhaldsskóla fær á
Alþingi og hvernig það verður
framkvæmt, ef að lögum verður.
Við bjoðum lika
allttil
I
Húsbyggjendur! ^
Ávallt fyrirliggjandi:
Norsk glerullareinangrun
Amerisk J.M. glerullar-
einangrun
Steinull
Glerullarhólkar
Alpappir
Spónaplotur og grindarefni
Milliveggjaplótur
Lægsta mögulegt verð v. magninnkaupa. Gerið verðsamanburð.
Áratuga reynsla i influtningi byggingarvara
tryggir góða vöru á lágu verði.
Byggingavörudeild
/A A A A A A r1" ”
fl
JIS
Jón Loftsson hf.
= cc “ J OU Jjj
lqczi .jui'innu j
E_ i_i __ _ I Lll M I I I i•. 'i
„ juiiú-inja
» ' »»'....
pípulagna
í fyrsta lagi:
JÁRNRÖR OG TENGI
til vatnslagna, ásamt
GLERULLARHÓLKUM
og ööru tilheyrandi efni.
í öðru lagi:
HITAÞOLIN FRÁ-
RENNSLISRÖRog tengi
úr plasti.
í þriðja lagi:
PLASTRÖR OG TENGI
til grunnlagna.
f fjórða lagi:
DRENLAGNIR OG TENGI
úr plasti.
f fimmta lagi:
PLASTRÖR OG TENGI
til kaldavatnslagna.
í sjötta lagi:
DANFOSS HITASTILLA
f sjöunda lagi:
ÞAKRENNUR ÚR PLASTI.
Þar sem fagmennirnir
verzla er yður óhætt.
BYGGINGAVÖRUVERZLUN BYKO
KÓPAV0GS SF
NÝBÝLAVEGI8 SÍMI:41000
Hringbraut 121 Sími 28604-10600