Tíminn - 30.10.1977, Side 13

Tíminn - 30.10.1977, Side 13
Sunnudagur 30. október 1977 13 Loftur Odds Björnssonar frumsýndur á Akureyri SJ-Reykjavík — Fyrsta frum- sýning vetrarins hjá Leikfélagi Akureyrar verður næstkomandi föstudaginn 4. nóvember á söng- leiknum Lofti eftir Odd Björnsson. Æfingar á leiknum hafa staðið yfir i tvo mánuði og Leifur Þórarinsson tónskáld hefur dvalist á Akureyri þann tima og samið tónlist við verkið. Leikstjórar eru Brynja Bene- diktsdóttir leikhússtjóri og Erlingur Gislason. Sigurjón Jóhannsson yfirleikmyndasmiður Þjóðleikhússins hefur gert leik- myndir. Frumsýningardaginn kemur út kassetta með söngvum úr Lofti og verður hún seld i leik- húsinu. Kassettan er gerð á Akur- eyri og fór upptakan fram i stúdiói Pálma Stefánssonar. Sigurveig Jónsdóttir leikur móðurina, Gestur E. Jónasson Loft, Saga Jónsdóttir Disu og djöfsa leikur Aðalsteinn Bergdal. Fréttamenn sjónvarps og blind- varps leika Þórir Steingrimsson og Arni V. Viggósson og blaða- menn leika Björg Baldvinsdóttir Jóhann Ogmundsson og Nanna Jónsdóttir. Erlingur Gislason leikur agentinn og Kristjana Jónsdóttir aðstoðar leikstjóra. Hljómlistarmenn eru Gunnar Ringsted, Sævar Benediktsson, örn Magnússon og Matthias Henriksen. Auk þeirra leika og syngja Barbara Harrington og Katarina Rohneð, en þær eru kennarar við Tónlistarskóla Akureyrar. Jón H. Askelsson stjórnar átta manna kór, sem syngur ásamt leikurunum. Loftur Odds Björnssonar fjallar um svipað efni og Galdra Loftur. Kristján Arnason og fleiri sömdu söngtextana. „Löng” fumsýningar kvöld á Akureyri Leikhúsgestir og leikhúsfólkið hittast á Hótel KEA að lokinni sýningu SJ-Reykjavik —Nær uppselt er á frumsýningar Leikfélags Akur- eyrar í vetur, en þar tfðkast eins og hér syðra, að betri borgarar kaupi sér fasta frumsýningar- miða á leiksýningar vetrarins. Gestir á frumsýningum snæða gjarnan kvöldverð fyrir sýningu á Hótel KEA. Nú hefur hótelið bætt þjónustu sína með þeim hætti, að nú geta leikhúsgestir haldið borðum sinum á Hótel KEA eftir leiksýninguna og komið þá aftur og skeggrætt um leikritin við aðra frumsýningargesti og leikhús- fólkið, sem alla jafna fjölmennir á Hótel KEA til að halda hátíðlegt frumsýningarkvöldið. Dreifibréf um þessa nýju þjónusiu var borið i hús á Akureyri og eflaust fýsir marga að eiga nokkur ánægjuleg föstudagskvöld í vændum i samkomuhúsinu og á Hótel KEA i góðum félagsskap. Miðasala er nú i fullum gangi hjá Leikfélagi Akureyrar, en áskriftarkort eru einnig seld á aðrar sýningar en frumsýningar, auk þess sem selt er á hverja sýningu um sig. Nýr umdæmisstjóri Kiwanis Hér á landi eru nú starfandi 32 Kiwanisklúbbar og félagar i þeim eru tæplega 1200. Kiwanishreyf- inginhefurstarfað hér i 13 ár. Að- almarkmið og starfssvið hreyf- ingarinnar eru menningar- og liknarmál. A sviði liknarmála hefur starfssvið hreyfingarinnar verið mjög víðtækt og árangurs rikt bæði i einstökum sveitarfé- lögum og á landinu i heild. A K- daginn 1974 sameinuðust allir Ki- wanisfélagar um að vinna I þágu geðsjúkra. Þann dag var lykill- inn, merki liknarstarfsins seld- ur. Jafnframt voru málefni geð- sjúkra kynnt. A umdæmisþingi Kiwanis- hreyfingarinnar i vor, var ákveð- ið aðhalda K-dag 29. október n.k. Sá dagur verður einnig helgaður málefnum geðsjúkra. Hreyfingin telur aö mikil þörf sé á aö vakning verði meðal þjóðarinnar I mál- efnum geðsjúkra og þess vegna er áfram unnið aö málefnum þeirra. Fleiri Kiwanismenn eru nú hlut- fallslega hér á landi, en i nokkru öðru landi. Fulltrúar Islands hafa gegnt æðstu embættum innan Evrópu- hreyfingar Kiwanismanna. A þvi starfsári sem er að ljúka hefur Bjarni B. Ásgeirsson veriö Evrópuforseti hreyfingarinnar. 30. september s.l. uröu stjórn- arskipti i umdæmisstjórn Kiwan- is á Islandi. Bjami Magnússon útibússtjóri lét þá af störfum sem umdæmisstjóri og við tók ólafur Jensson framkvæmdastjóri. Fulltrúar Islands I Evrópu- stjórninni á næsta ári verða Eyjólfur Sigurðsson, Bjarni Magnússon og Ölafur Jensson. Alyktanir á landsþingi Þroskahj álpar Svofelldar áiyktanir voru gerð- ar á landsþingi Þroskahjálpar sem haldið var 15. og 16. okt. s.l. og voru þær samþykktar sam- hljóða. 1. Landsþingið bendir á nauðsyn fyrstu þjónustu fyrir fweldra þroskaheftra þ.e. upplýsinga- starfsemi allt frá þvi að grein- ing barnsins fer fyrst fram. Þessa þjónustu gætu heilsu- gærlustöövar veitt að nokkru leyti. 2. 'Landsþingið bendir á að hinn þroskahefti hafi jafnan rétt til almennrar þjónustu, sem öör- um borgurum er veitt t.d. i leikskóla, á dagheimilum og skóladagheimilum. 3. Landsþingið villskora á stjórn- völd, að sjá svo um, að ekki skorti fé til þess að framkvæma reglugerð um sérkennslu sem sett var 1. júni s.l. 4. Landsþingið leggur áherslu á nauðsyn þess, að öll sú besta þjónusta fyrir þroskahefta, sem hægt er að veita i nútima þjóðfélagi sé fyrir hendi i hverjum landshluta. Lands-. þingið minnir á nauðsyn skjótr- ar uppbyggingar nauösynlegr- ar þjónustu eins og vinnumiðl- unar, verndaöra vinnustaða, fjölskylduheimila og dvalar- heimila fyrir alla þá, sem á slilcri þjónustu þurfa að halda. 5. Nauðsynlegt er að daggjöld til starfandi dvalarheimila séu hækkuð til þess að þeim sé gert kleift aö ná markmiöum sem unnið er að, en ekki nást með daggjöldum þeim, sem nú eru i gildi. 6. Landsþingið bendir á nauðsyn á auknu samstarfi foreldra og starfsfólks og beinir þvi til stofnana fyrir þroskahefta að beita sér fyrir stórauknu sam- starfi við foreldra. 7. Landsþingið vill beina þvi til stjórnar Þroskahjálpar, og allra aðildarfélaganna að stór- auka alla fræðslu og umræðu um málefniö og vinna að þvi, að öll fræðsla um þroskahefta sé aukin i skólakerfinu, meðal al- mennings og fyrir foreldra. 8. Stofnþing landssamtakanna Þroskahjálpar skorar á heil- brigöisráðherra að beita sér fyrir þvi aö tannlæknatki er Lionshreyfingin gaf til þjónustu við þroskahefta verði tekin i notkun i samræmi við niður- stöðu nefndar skipaðri af heil- brigðisráðuneyti, Styrktarfél- agi vangefinna I Reykjavik og Tannlæknafélagi Islands. Þar sem Skeifan hættir rekstri verzlunar sinnar í Kjörgarði 31. október bjóðum við 20% STAÐGRE/ÐSLU- AFSLÁTTÁ MORGUN, MÁNUDAG Athugið! - Aðeins þennan eina dag l KJÖRGARÐI SÍMI16975 STÓRKOSTLEGT Athugið úrval greiðsluskilmála tUtínta Gluggatjaldadeild KJÖRGARÐI2T1-84-78

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.