Tíminn - 30.10.1977, Side 30

Tíminn - 30.10.1977, Side 30
30 Sunnudagur 30. október 1977 OXYGENE Hann er meö einni frægustu leikkonu Frakka um þessar mundir, Charlotte Rampling. Faöir hans, Maurice Jane Jarre, er frægt tónskáld, m.a. fyrir tónlistina í kvikmyndinni „Dr. Zhivago". Hann heitir Jean Michel Jarre, franskur nær brí- tugur og tónskólamenntaöur i „Conservatoire de Paris". Hann hefur nú gefið út sitt fyrsta langspil, „Oxygene" og sl. fimm til sex mánuði hefur þaö verið efst á vinsældalistanum hjá okkar listelsku Frökkum, slegið i gegn víðast á meginlandi Evrópu og síðast þegar fréttist fyrir verkfali BSRB var það á góðri leið með að tröllríða brezka vinsældalistanum og Ameríka farin að bæra á sér. Tónlistin á „Oxygene” errafmögnuö („electronic”) sem mest má vera, en eins og Jean Michell Jarre segir sjálfur: „Ég trúi þvi fastlega að við getum gætt rafmagnaðan hljóðfæraleik tilfinningu.” Jean Michel Jarre er fæddur I Lyons áriö 1948. Hann hóf að læra pianóleik fimm ára gamall og naut siðar æðri tónlistarmenntunar. Fljótlega tók að gæta uppreisnarhneigðar hjá sveininum unga og hann var ekki með öllu ósnortinn af brezka rokkinu. Fyrstu stóru vitleysuna gerði hann samtimis eða með frumflutningisinsfyrsta tónverks, hann innleiddi sem sagt rafmagnaða tónlist i frönsku „óperuna” ár- iö 1971 og olli uppþoti i Paris. Fina fólkið lét „Monsieur Jarre’ heyra sina meiningu. Um „alvarlega þenkjandi tónlistarmenn”, sem Jarre hefur löngum starfað með, hefur hann þetta að segja: „Þeir eru uppi i skýjunum, alvarlegir og oftast leiðinlegir. Þeir skapa vitræna tónlist fyrir hugsunina, ekki tilfinningar, og fyrirlita almenning þegar hann ekki skilur þá. Þeir tala um fólkið eins og heimskingja eins og þeir væru sjálfir af yfirstétt, eða ef ég á að segja mina meiningu, fasistar. Þeir semja tónlist fyrir sjálfa sig og sina nánustu, það er klikkun! ” jean Michel Jarre segir, að neikvætt álit á tæknitónlistinni byggist á misskilningi. „Þvi ekki að nota tæknina og fullkomnunina þegar við höfum hana”. Hann bendir og á að jafnvel pianó er tæknilegt fyrir- brigði. Hann segir: „Við upphaf tuttugustu aldar fóru menn að leita að nýjum tjáningarleiðum i tónlist. Þeir gerðu sér grein fyrir þvi að þróunarmöguleikar fyrri tónlistargreina voru óverulegir. Þeir fóru að hugsa meira um hljómun (sound) en laglinur. En hljóðfærin, sem þeir höfðu til að flytja þessa nýju tón- list með, stöfuðu mest megnis frá 16. öld. Þau dugðu ekki til að tjá tóna og hljómun tuttugustu aldar. Nú höfum við hins vegar hljóðfærin til þess, ýmis rafmagnshljóðfæri sem uppfylla þarfir okkar tima.” Ennfremur segir Jarre: „Ég nota á plötunni eingöngu hljóöfæri sem eru sniðin fyrir fjölmiðlun sam- timans þ e.a.s. rafmagnshljóðfæri, sem gefa óteljandi möguleika ef rétt er farið með. Við hlustum á alla tónlist i rafmagnshljóðfærum núádögum, einnig „acoustic” tónlist. Þvi get ég engan veginn fallizt á að rafmagnshljóðfæri séu ekki gjaldgeng, eöa séu óæðri. Þvert á móti held ég að þau hjálpi okkur til að tjá tilfinningu okkar tima.” - súrefni handa nýjum heimi Jean Michel Jarre. Hetjur Englands Eins og fram kom i siöasta Nú-TIma kusu lesendur Melody Maker hljómsveitina „The Stranglers” björtustu von Bret- lands. Viðbrögð hljómsveitar- meðlima voru eitthvað á þessa leið: — Jean Jacques Burnel — : „Allt þetta rugl i kringum okkur er stórkostlegt.” — Hugh Cornwell — : „Nú munum við reyna á þolrifin I fólki.” (Auk þessara tveggja eru i hljómsveit- inni: Jet Black og Dave Green- field.) Um þetta leyti i fyrra var hljómsveitin „The Stranglers” með öllu óþekkt i Englandi. Fyrsta langspil þeirra kom út I april á þessu ári og hefur selzt i 300 þús. eintökum. Annað langspil þeirra „No More Heroes” ætti að vera nýútkomið I Englandi um þessar mundir. Viðgangur hljómsveitarinnar hefur verið snöggur og kvalafull- ur fyrir suma. Segja má að þeir standi sem veglegt minnismerki þess, hversu langt er hægt að komast i trássi við höfuðskepn- urnar. „The Stranglers” hefur nefnilega þá sérstööu meöal nýrra hljómsveita i Englandi að „Ræflarokkið” gengst ekki við þeim og hin þróaóa rokkhefð hef- ur a.m.k. fram til þessa ekkert viljað með þá hafa að gera. „The Stranglers” hafa sem sagt skotiö allt og alla og öll viö- mið á bólakaf, eins og það var orðaö i Melody Maker. Ef telja ætti þá meö ræflarokk- urum verður a.m.k. að geta sér- stöðu þeirra, þ.e. að þeim hefur tekizt að skapa sér sinn eigin stil. Heyrirðu I þeim þekkirðu þá strax. Þeir eru sambland af rámri rödd Hugh Cornwell og lág- værum gitarkliö, hröðum og bergmálandi bassagitarleik Jean Jacques Burnel, ráðandi hljóm- borðsleik Dave Greenfield og áköfum trommubarsmiðum Jet Black. Samhljómurinn ku vera töfrum likastur. Hljómsveitin var stofnuö fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári. Eftir stutta veru I Sviþjóð sneri Hugh Cornwell aftur til Englands stað- ráðinn I að gera eitthvað eftir- tektarvert á tónlistarsviðinu. Kynntist Jet Black, sem hafði ekki ólikar hugmyndir og næstur bættist Burnel i hópinn. Þeir þrir ákváðu að verða sér út um hljóm- borðsleikara og auglýstu eftir slikum i Melody Maker og höfðu Greenfield upp úr krafsinu. Þá hófst þungur róður, „The Stranglers” lék tónlist sina alls staðar sem þeir fengu inni með hana, en ósjaldan kom það fyrir að þeir voru beönir að yfirgefa sviðið á þeim forsendum að þeir léku frumsamda tónlist, sem drukknir áheyrendur gátu ómögulega tekið undir og sungið með. Að tveimur árum liðnum og eft- ir ótal sviðsframkomur við litlar undirtektir kom svo út langspiliö þeirra „Rattus Norvegicus IV” hjá United Artists og skyndilega kepptust allir um að hylla þá. Áhangendur ræflarokkara gleyptu ekki einungis við þeim, — ekki siður hlupu unnendur hins viðtekna rokks upp til handa og fóta. „The Stranglers” hafa nú þeg- ar slegið i gegn I Englandi með nokkrar litlar plötur og fengið silfur fyrir fyrra langspil sitt. „No More Iíeroes” heitir annað langspilið, og á að öllum likind- um eftirað gera betur. — „Engar fleiri hetjur”? — þeir hljóta að vera að gera að gamni sinu. Nokkrar uppáhaldsplötur Dave Greenfield eru: „Flight Of The Snow Goose” (Camei), „Days Of Future Past” (Moddy Blues), „Crime Of The Century” (Super- tramp) og „Dark Side Of The Moon” Pink Floyd). — („Gerðu það fyrir mig aö kjafta ekki þessu siðasta í Hugh”).— Þetta er rétt lesið, einn meðlima „The Stranglers” hefur i raun ihalds- saman tónlistarsmekk. Hann er jafnframt reyndasti tónlistar- maðurinn i hljómsveitinni og hef- ur prúðmannlegast fa^ið. Hugh Cornweil: „Við höfum þegar valdið breyitingum. Við höfum verið bannaðir af yfirvöldum og þeir hafa þurft að gefa eftir vegna mótmælaöldu. A okkar eigin hátt reynum við að valda eins miklum ruglingi og unnt er. Ruglingur er mikils virði, fær fólk til að hugsa sig um f stað þess að gieypa tízku og stefnur hráar. Ef þú ruglar fólkið yfirvegar þaö hlutina og það er ekkert nema gott um það að segja að fólk hugsi sig um tvisvar”. — „Næst reynum við á þolrifín i því tónlistarlega”. Jean Jacques Burnel: „Ég er þaö sem ég er og ekki það sem ég var”. — „Eitt áttum við allir sameiginlegt þegar við hittumst, við hötuðum ailir það sem var að gerast í kringum okk- ur.... Jafnvel núna tökum við ekki neitt mark á þvi sem gerist utan við okkur. Við vitum hvað gerist en höfum engan áhuga á að apa það eftir. Þessvegna halda marg- ir að við séum I ræfiarokkinu og sumir ekki og aðrir teija okkur stórkostlegustu hljómsveit jarð- arinnar. Þessi ruglingur er hreint stórkostlegur.” Dave Greenfield: Nokkrar uppáhaidsplötur Dave Greenfield eru: „Flight Of The Snow Goose” (Camel), „Days Of Future Past” (Moddy Blues) „Crime Of The Century” (Supertramp) og „Dark Side Of The Moon” (Pink Floyd). — („Gerðu það fyrir mig að kjafta ekki þessu siðasta i Hugh”). — Þetta er réttiesið, einn meðlima „The Stranglers” hefur f raun fhaldssaman tónlistarsmekk. Hann er jafnframt reyndasti tóniistarmaðurinn I hljómsveit- inni og hefur prúðmannlegast fasið. Jet Black: „Ég ákvað bara allt i einu aö gera eitthvað jákvætt I tónlist- inni. Og ef þú ætlar að fara að spyrja um einhver áhrif þá er aðeins um eitt að ræða og það er brennivin.” — „Við erum engir krossfarar, við vitum hverju þarf að breyta og erum óhræddir að tala um það. Það er ailt of mikill plastbragur á tónlistinni og fáránleiki I veröldinni.” — „Við ætlum ekki aðeins að breyta tón- listinni heldur umhverfi okkar Ilka. Og til þess höfum við upphugsað ýhiis ráð.”

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.