Tíminn - 30.10.1977, Qupperneq 32
32
Sunnudagur 23. október 1977
Anthon Mohr:
Árni og Berit
FERÐALOK
barnatíminn
Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku
Nokkrir dagar fóru i
þennan margbrotna
undirbúning. Þau lögðu
ekki upp fyrr en 12.
nóvember, nákvæmlega
einu ári og einum degi
betur, frá þvi að þau
voru handtekin i
Krasnojarsk.
Alla leið til Tukolan
voru þau samferða stór-
um hópi sem lika var á
leið frá fangabúðunum.
1 þeim hópi voru þau
Nikolai, Tatjana,
Maruschka og þeirra
menn. Alls taldi hópur-
inn um þrjátiu manns.
Anna gat þvi miður ekki
lagt upp með þeim, þvi
að maðurinn hennar
hafði meitt sig i annan
fótinn nokkrum dögum
áður, svo að þau voru
neydd til að fresta för-
inni. Berit þótti það sárt
að skiljast við önnu.
Hún hafði ætið verið
henni svo góð. Siðast
kvöddu þau fylkisstjór-
ann og frú hans. Berit
fann það á sér, þótt
frúin, fölleit og grann-
vaxin, segði ekki neitt,
þá saknaði hún þess, að
geta ekki lika yfirgefið
þennan kalda frostbitna
stað, og ferðast i suður-
átt i sól og hlýju eins og
hin.
Og svo lagði hin langa
lest upp. Auk þeirra 30
hreina, sem voru fyrir
sleðum ferðafólksins,
voru mörg hreindýr
fyrir farangurssleðum
og allmörg laus til vara.
Það voru þvi nær 100
hreindýr i lestinni, sem
lagði upp frá
Verchojansk þennan
frostkalda vetrarmorg-
un. Átta hjarðmenn og
konur þeirra bættust
lika i hópinn til að
stjórna hreindýrunum
og sinna um þau i ferð-
inni. Það þarf að annast
hreindýrin vel i slikum
ferðum, smala þeim á
morgnana, spenna þau
fyrir sleðana og gæta
þess, að þau svelti ekki.
Þetta gera ekki aðrir vel
en vanir hjarðmenn.
Hvorki Árni né Berit
höfðu nokkru sinni
stjórnað hreindýri fyrir
sleða. Fyrir æfða öku-
menn er þetta litill
vandi, en góða æfingu
þarf til þess. — öku-
hreinninn er i eðli sinu
stýggur og hálfvilltur.
taminn. ökurmaðurinn
verður að stjórna honum
með lipru, öruggu taum-
haldi, og kenna honum
að hlýða og halda rettu
striki. Fyrstu dagana
gekk þeim Árna og
systur hans illa að stilla
hreinana. Þeir vildu
þjóta út úr brautinni
ýmis til hægri eða
vinstri, en smátt og
smátt fengu þau æfingu i
taumhaldinu.
En þetta voru allt
smámunir. Nú voru þau
frjáls og leið þeirra lá i
suðurátt, i burtu frá
„kuldavitinu” i norðri.
Hvað gerði það til, þött
þau kollsteyptust öðru
hverju að sleðanum.
Það var bara til gam-
ans.
Hjarðmenn i Siberiu
nota ekki sleða, sem
likjast hreindýrasleðum
á Finnmörk, sem
Lappar nota. Þama eru
sleðarnir mjórri og
grindin undir þeim
hærri. Þar sem heið-
amar eru ósléttar og
grýttar, eins og viða er á
þessum slóðum, vilja
þvi sleðamir velta.
Leiðin lá i suðurátt,
upp með Jana-fljótinu.
Þessi langa lest liðaðist
upp með fljótinu, og
hreindýrin fóm á hröðu
brokki. Nú var annar
blær yfir fólkinu, en
þegar það var á norður-
leið um þessar sömu
slóðir. Nú var fólkið
frjálst og þá gleymdist
fljótt þrældómurinn i
blýnámunum, kuldinn
og hlekkirnir.
Fylgdarmennirnir
kunnu vel að fara með
hreindýrin. Þeir létu
dýrin skokka áfram með
jöfnum hraða næstum
hvildarlaust allan dag-
inn. Ámi skemmti sér
vel á morgnana, þegar
hjarðmennirnir voru að
handsama ökudýrin og
spenna þau fyrir sleð-
ana. Handtökin voru svo
hröð og hnitmiðuð, að
yndi var á að sjá. En
erfiðlega gekk Árna að
skilja þessa menn. Þeir
voru af flökkuþjóð, sem
lengi hefur dvalizt i
þessum héruðum
Siberiu, en um aldaraðir
hafa þeir varðveitt
móðurmál sitt i sambúð-
inni við Rússa, og skilja
yfirleitt ekki rússnesku.
Sjötta ferðadaginn
mættu ferðamennimir
stórum hópi ferða-
manna á norðurleið. Var
paö kaupmannalest frá
Verchojansk, sem hafði
farið i söluferð til
Jakutsk. Var það rikur
kaupmaður frá Ver-
chojansk, sem var for-
ingi fararinnar. Hann
hafði farið suður með
loðskinn, filabein og
mannútstennur
(mannút= fomaldarfill.
Leifar finnast i jarð-
lögum i Siberiu), en
keypti og flutti aftur
norður kornvörur,
sykur, nýlenduvömr,
vefnaðarvörur o.fl.
Slikar ferðir fór þessi
kaupmaður árlega og
var venjulega þrjá til
fjóra mánuði i ferðinni.
Alltaf fór hann þessar
ferðir á veturna, þvi að
þá voru allar mýrar, ár
og vötn á haldi.
1 þessari löngu kaup-
mannalest voru um 200
hestar undir böggum,
sem allir voru i einni
lest, eins og heylest á ís-
landi. Á öllum viðkomu-
stöðum átti kaupmaður-
inn hey- og matarforða
fyrir menn og skepnur.
Fjöldi þjóna og hesta-
manna var i ferðinni og
leit svo út sem hér væri
heilt sveitarfélag að
flytja sig milli héraða.
Fyrstu vikuna var
veðrið stillt og bjart, en
þegar lengra kom suður
i fjallgarðinn, breyttist
veðrið.
Dimmir skýjabólstrar
lágu yfir fjöllunum og
jafnframt fór að hvessa.
En þótt leiðin lægi nú
yfir fjöll og fjallaskörð,
þá lækkaði frostið. Niðri
i Janadalnum hafði
frostið jafnan verið um
50 stig, en upp i fjöll-
unum var það aðeins 37
stig, en af þvi að hvass
vindur var á, þá virtist
þó enn kaldara en niðri i
dalnum, þegar frostið
var um 50 stig. Nú
fannst engum of heitt á
-sleðanum, og allir lofuðu
guði fyrir að hafa birgt
sig vel af fötum og loð-
feldum, áður en lagt var
upp i þessa löngu
vetrarferð.
Uppi i Tukolan-skarð-
inu var öskurok. Til
allrar hamingju var
vindurinn á eftir, en þó