Tíminn - 30.10.1977, Page 37

Tíminn - 30.10.1977, Page 37
Sunnudagur 30. október 1977 líii'iiiœ' 37 Skráning og miðlun tæknilegra upplýsinga á íslandi eftir Dan Fink, forstjóra Bygningsteknisk Studiearki i Kaupmannahöfn, sem var gestur á ráðstefnu um upplýsingaþj ónustu i Tækni og visindum, sem haldin var i sl. viku i Norræna húsinu Hinn 28. október var haldin i Reykjavlk ráöstefna til þess aö ræöa um upplýsingaþjón- ustu á tslandi. NORDFORSK (samstarfsráö Noröurlanda um rannsóknir) sendi tvo danska þátttakendur til ráöstefnunnar, og er höfundur þessarar greinar annar þeirra. Viö lok ráöstefnunnar munu þátttakendur gjarnan spyrja sjálfa sig, hvort þeir hafi haft erindi sem erfiöi á ráöstefnuna. Þeir þátttakendur, sem jafnframt vinna aö skipulagningu kynn- ingarinnar á upplýsingaþjónustu, oghafa tekiö aö sér framkvæmdir Isambandi viöhana, munu einnig geta spurt sig sjálfa þessarar spurningar, eöa kannski öllu heldur látiö spurninguna liggja i loftinu á meöan á undirbúningn- um stendur. Fyrir þátttakendurna tvo, sem koma frá Kaupmannahöfn er þaö ófullnægjandi aö koma til Reykjavikur til þess eins aö segja frá þeim sviöum skráningar og miölunar tæknilegra upplýsinga sem þeir sjálfir állta mikilvæg- ust, en vænta má aö aörir þátt- takendurhafi litinn eöa takmark- aöan áhuga á. Þaö er þvi þýöingarmikiö fyrir okkur aö hafa fengiö fyrirfram nokkra vitneskju um þátttak- endur. Viö þurfum t.d. aö átta okkur á, hvaöa sérgreinum þeir tilheyra, hverskonar fyrirtæki þeir starfa viö og hversu margir j starfmenn eru á hinum ýmsu sviöum viökomandi fyrirtækja og stofnana. Þaö heföi veriö gott aö fá upplýsingar um fleiri grund- vallaratriöi en timinn til sllks er þvi miöur naumur. Viö veröum, hvaö sem ööru líöur, sem frum- mælendur, aö halda okkur viö þau atriöi sem ætla má aö séu mikil- væg fyrir hinar mismunandi teg- undir fyrirtækja og stofnana i landinu, hvort sem þau eru smá eöa stór. Þaö hefur þó úrslitaþýöingu fyrir alla þátttakendur aö geta boriö fram og fengiö svör viö spurningum sem hafa sérstaka og brýna þýöingu viö islenzkar aö- stæöur. Viö vitum ekki alla skapaöa hluti um upplýsingamál, en viö vonum þó, aö á kynninguna komi fulltrúar allra þeirra þjóöfélags- hópa sem nánast eru tengdir efni hennar, og fagmenn úr öllum stéttum samfélagsins komi þar saman og ræöi, hvernig bezt veröi A aö þvi staöiö aö bæta úr þörf þeirra sjálfra fyrir tæknilegar upplýsingar,Viö ætlumst til þess aö þátttakendur fái tækifæri til þess aö skiptast á skoöunum á ráö- stefnunni og viö vonum, aö viö meö nærveru okkar getum haft gagnleg áhrif á þróun mála, jafnt fyrir heildina sem fyrir einstakl- inginn. Þaö er ætlun okkar á ráöstefn- unni aö ræöa einungis vandamál sem hafa beint hagnýtt gildi og geta oröiö sem flestum þátttak- endum til gagns. Þaö er þátttak- enda sjálfra aö bera fram þær spurningar, sem þeir, h'ver um sig, gjarna vilja fá ræddar I þvi skyni aö skapa grundvöll til ákvaröanatöku, bæöi um eigin mál og sameiginleg málefni. Hiö hagnýta hlýtur þó ætíö aö grundvallast aö meira eöa minna leyti áalmennum viöhorfum, sem einnig geta oröiö til þess aö skýra þau verkefni, sem á Islandi verö- ur aö leysa sameiginlega. Allar sérgreinar byggjast á skólamenntun, þaö er, skipu- lagöri menntun I einu eöa fleiri stigum og þaö þarf aö vera ger- legt aö brúa biliö frá einu stigi til annars eöa annarra hærri stiga innan kerfisins. 1 gamla daga, eins og sagt er, þegar hraöi tæknilegrar þrdunar var minni, var gjarnan litiö svo á, aö menn væru útlæröir I slnu fagi ævilangt, þegar aö námi loknu. Sú skoöun var ríkjandi, aö lltil eöa engin þörf væri fyrir aö bæta viö þekkingu sina aö námi loknu. Á seinni timum þ.e.a.s. allt frá árumfyrri heimsstyrjaldarinnar,« hefur hraöi hinnar tæknilegu þróunar vaxiö æ meir þvl lengra sem liöur. Afleiöing þessa er meöal annars sú, aö sú þekking, sem tekizt hefur aö tileinka sér I námi, fyrnistum um þaö bil 10% á ári. Sér hver einstaklingur „tæmist” þvi fljótt, nema haldiö sé áfram aö bæta viö þekkinguna. A þvi stigi, þegar venjulegri menntun manna lýkur, veröur upplýsingamiölun aö taka viö, til þess aö fylgjast meö breytingum sem veröa I viökomandi grein og þróuninni. Þaö er þess vegna veigamesti hagurinn af allri menntun fólgin i þvi aö hafa lært aöferöir og tækni til þess aö geta nýtt sér þann fróöleik á skipuleg- an háttsem borinn er á borö, þ.e. fræöileg vinnubrögö. Til þess þarf aö kunna meöal annars hraölest- ur, skráningu upplýsinga, ritun minnisblaöa og skýrslugerö. Sá efniviöur, sem unniö er úr, er aö sjálfsögöu sú þekking, sem fengin er á hverjum tlma á viö- komandi sviöi og þaö gildir jafnt, hvort sem um nemanda I grein- inni er aö ræöa eöa starfandi tæknimann. Af fyrrnefndum á- unnum hæfileikum til fræöilegra vinnubragöa er skráning og miöl- un upplýsinga ef til vill I augum flestra nokkuö þokukennt hugtak. Skráningu og miölun upplýsinga (Dokumentation) má skilgreina á eftirfarandi hátt: söfnun varöveizla flokkun úrval útbreiösla og nýting hverskyns þekkingar sem varöveitt er i margvlslegu formi. Þessi skilgreinin á oröinu „Dokumentation” eöa skráningu og miölun upplýsinga skýrir aö hún hlýtur jafnan aö vera sjálf- sagöur þáttur I öllu sjálfstæöu starfi. Skráning og miölun upplýsinga er þvl fólgin i þvl aö haga hlutun- um þannig aö jafnan sé aögangur aö þeirri þekkingu I aögengilegu formi sem hlýtur aö vera grund- völlur aö fræöilegu skapandi starfi. Fyrirflesta þá sem viö fræöileg störf fást á ákveönu sviöi, er þaö hinsvegar bæöi ákaflega tíma- frekt og erfitt, svo og efnahags- lega ómögulegt fyrir hvern ein- stakan aö afla fyrir sjálfan sig og viöhalda hæfilega miklu magni upplýsinga á sinu sérsviöi. Skrán- ing og miölun tæknilegra upplýs- inga er þess vegna til oröin sem þjdnusta, til þess gerö aö létta undir meö okkur hverjum og ein- um. Upplýsingaþjónusta sú, sem áætlaö er aö koma á fót á Islandi, á aö vera þjónustustofnun, sem áætlaö er þaö hlutverk aö afla visindamönnum og tæknimönn- um I önn dagsins nauösynlegra upplýsinga, bæöi efnislegra, traustra og sem nýjastra er geta oröiö viökomandi stoö viö eigiö skapandi starf og jafnframt veriö grundvöllur aö ákvaröanatöku i málefnum er snerta kerfiö. Framboö nýrrar þekkingar i heiminum er svo yfirgripsmikiö, svo yfirþyrmandi, aö þaö veröur aö velja vandlega úr þær upplýs- ingalindir, sem allra mestu máli skipta og jafnframt er æskilegt aö • þær veröi sem allra fæstar. Til þess aö létta undir meö hinum mörgu sérmenntuöu mönnum i rannsóknastörfum eöa úti i at- vinnulifinu, tekur sérmenntaö starfsliö á þeirra eigin sviöi aö sér þetta val fyrir þá. Flokkun og úrval upplýsinga af þessu tagi telst til þeirrar starf- semi sem hér á undan var skil- greind. Skilgreininguna má I sjálfu sér einnig oröa þannig: Skráning og miölun upplýsinga (Dokumentation) nýtir aöferöir og hjálpargögn til þess aö vera visindalegt efni heimilda aö- gengilegt fyrir notandann. Bóka- safnsstarfiö felur á hinn bóginn i sér umsjón með safni bóka, tima- rita og annarra heimilda. Þriöja tegund þekkingarmiölunar er upp lýsingaþjónustan, sem beinllnis er sniðin aö þörfum notandans. Með mikilli einföldun má lýsa sambandinu milli þessara þriggja tegunda þekkingarmiðl- unar, meö þvl aö skilgreina þær út frá þeim verkefnum sem starfsliöiö leysir af hendi: Starfs- lið bókasafna er hlutlaust gagn- vart efni, heimilda og nota lán- takanda á þvi, starfsliö skráning- arog miölunar upplýsinga (doku- mentation) er virkt i sambandi við efni heimilda og notagildi þess fyrir notaidur, starfsliö upplýs- ingaþjónustu er áleitiö og ýtiö i sambandiviö efni heimilda og not viðskiptavina á þvl. Skráning og miölun upplýsinga er aöferö og hjálpargagn til þess aö gera vlsindalegt efni heimilda aögengilegt fyrir notandann eins og áöur segir. Upplýsingaþjón- usta getur þvi ekki látið sér nægja aöbenda aöeinsá heimildir, held- ur veröur hún, ef þörf krefur, aö« umbreyta þeim, svo hægt sé að miöla notandanum efni þeirra, þannig aö sennilegt sé aö viökom- andi geti nýtt þaö. Þörfin fyrir skráningu og miðl- un upplýsinga (IoD þjónustu) i öllum sérgreinum vex I takt viö hinn ört vaxandi fjölda sérfræöi- rita. Sem dæmi má nefna aö á sviði byggingartækni hefur hiö skrifaða orð tvöfaldast á aöeins 10 ára tímabili, á sviöi efnafræöi á aðeins 3-4 ára tlmabili. Þaö er ánægjulegt til þess aö vita aö hin væntanlega islenzka upplýsingaþjónusta mun ekki veröa látin ein um aö leysa þau IoD-verkefni sem þörferfyrir hér á landi. Upplýsingaþjónustan getur annars vegar keypt aöstoö og þjónustu á hinum almenna mark- aöi og hins vegar oröiö aöili aö al- þjóöa samvinnu á þessu sviöi er tekur til allra sérgreina og bygg- ist á verkaskiptingu og samvinnu. Sú samvinna, sem á sér staö á milli Noröurlandanna fimm, eki út af fyrir sig, mun verða veru- leeur stuöningur viö þetta ,Is- lenzka framtak á sviöi þekkingar miölunar. Sérhver aöili leggur þar eftir beztu getu fram sinn skerf i sameiginlegt safn þekk- ingar, sem þeir svo hver um sig geta notað sér eftir þörfum meö aöstoð þeirrar tækni og hjálpar- tækja og aðferö sem þróaöar eru fram I þessu ekyni. Lokaorð Viö lifum á erfiöum timum, og horfum upp á umtalsveröa efna- hagslega hnignun viöa um heim, sem viröist ætla aö veröa lang- vinn. Okkur nægir ekki aö spara til þess aö ná árangri og bæta efnahag okkar. Viö veröum aö veöja á hæfileika raanna, þ.e.a.s. aö auka menntun, visindarann- sóknir og þekkingamiölun, þar með talin upplýsingaþjónusta. Þetta erforsenda þess, aö viö get- um haldiö áfram aö búa viö þau lifskjör, sem viö höfum náö, og aukiö möguleika okkar til fegurra og betra lifs. St jórnmálaleg vandamál mannkynsins eru I þvl fólgin aö blanda hæfilega saman jafn- vægi milli þáttanna þriggja: öflugs efnahagslífs, þjóöfélags- legs réttíætis og persónufrelsis. John MaynardKeynee 1883-1946 ITT LITSJÓNVARPSTÆKI vrf vns} ITTsjónvörp eru að sjálfsögðu með köldu kerfl. VIDOM KERFI ITT byggir litsjónvarpstæki sín upp á einingum og við hverja einingu er tengt ljó$. Þegar bilun verður í einingu slökknar ljósið. Þetta auðveldar mjög viðgerðir, þannig að 90% viðgerða fer fram í heimahúsum. •ITT hefur í sinni þjónustu 25.000 manns sem eingöngu vinna við rannsóknir og tilraunir. Þetta tryggir að nýjasta tækni er ávallt notuð í tækjum frá ITT. ITT hefur á litsjónvarpstækjum sínum sérstakan takka, sem sjálvirkt, samræmir bestan lit og skarpleika myndar. ITT er búið sjálfvirku öryggi,sem virkar þannig að ef rafmagnsspennan fer upp eða niður fyrir æskilega spennu, þá slökknar á tækinu, og fer það ekki í gang aftur fyrr en spennan er orðin eðlileg. Þetta kemur í veg fyrir að viðkvæmir hlutir skemmist. — HAFNARSTRÆTI 17 SÍMÍ 20080

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.