Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 4
4 3. júní 2006 LAUGARDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 2.6.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 71,53 71,87 Sterlingspund 133,5 134,14 Evra 91,62 92,14 Dönsk króna 12,282 12,354 Norsk króna 11,78 11,85 Sænsk króna 9,917 9,975 Japanskt jen 0,6339 0,6377 SDR 106,45 107,09 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 126,7556 ÍRAN, AP Talsmenn Íransstjórnar ítrekuðu í gær að hún væri stað- ráðin í að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu. Þeir sögðu hins vegar ekkert um sáttatilboðið sem stórveldahópurinn, Bandaríkin, Frakkland, Bretland, Þýskaland, Rússland og Kína, hefur komið sér saman um. Samkvæmt því stendur Írönum ýmiss efnahags- legur ávinningur til boða gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Bandaríski utanríkisráðherr- ann Condoleezza Rice sagði að Íranar yrðu að gefa skjót svör við tilboðinu. Að öðrum kosti ætti Íran yfir höfði sér alþjóðlegar þvingunaraðgerðir. -aa Þrýst á Íransstjórn: Tjáir sig ekki um sáttatilboð KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í Árborg hafa náð samkomulagi um meirihluta- samstarf í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Stefanía Katrín Karlsdóttir, fyrrverandi rektor Tækniháskóla Íslands, hefur verið ráðin bæjarstjóri. Þorvaldur Guðmundsson, efsti maður á lista Framsóknarflokks í Árborg, verður forseti bæjar- stjórnar. Sjálfstæðisflokkur fer með embætti formanns bæjarráðs og mun Þórunn Jóna Hauksdóttir gegna því starfi fyrsta starfsárið. Eyþór Arnalds tekur við af henni að loknu ársfríi sínu frá bæjar- stjórn sem hann hyggst taka sér á meðan hann vinnur í málum tengd- um ölvunarakstri sínum um miðj- an maí. Frekari skipting embætta og málefnasamningur flokkanna tveggja verður kynntur í næstu viku. Stefanía Katrín Karlsdóttir er 42 ára viðskiptafræðingur sem skipaði átjánda sæti á lista sjálf- stæðismanna í Reykjavík í nýaf- stöðnum borgarstjórnarkosning- um. - sh Fyrrverandi rektor Tækniháskólans hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Árborg: Meirihlutasamstarf í Árborg NÝR BÆJARSTJÓRI Stefanía Katrín Karls- dóttir skipaði átjándi sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Hún hefur nú verið ráðin bæjarstjóri í Árborg,. STJÓRNMÁL Ákveðið var á fundi for- seta Alþingis og formanna allra þingflokka að taka frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisút- varpið og frumvarp iðnðarráðherra um nýsköpunarmiðstöð af dagskrá sumarþingsins og fresta afgreiðslu þeirra til haustsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráherra segir niður- stöðuna vera vonbrigði, en bendir á að mörg önnur frumvörp á hennar snærum hafi verið afgreidd á sum- arþinginu. Þar á meðal rammalög- gjöf um háskóla og réttarstöðu einkaskóla. „Ég undirstrika að frumvarpið um Ríkisútvarpið verð- ur rætt í upphafi haustþingsins og þá ásamt fjölmiðlafrumvarpinu.“ Talið var að frumvarpið um Rík- isútvarpið hafi átt skammt í land og samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er frestun þess sögð tengjast aðstæðum og atburðarás sem farin sé af stað innan Framsóknarflokks- ins. Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra kveðst binda vonir við að frumvarpið um stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og byggðaþróun verði tekið upp í haust. Lítið sé við því að segja þótt málinu sé frestað nú. Stjórnarliðar vilja ljúka þing- störfum í dag, fyrir hvítasunnu- helgina, en margir stjórnarand- stæðingar vildu í gærkvöldi boða eldhúsdagsumræður á þriðjudag. Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir það nokkur vonbrigði að hafa ekki náð að afgreiða frumvarp- ið um Ríkisútvarpið. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður vinstri grænna fagnar því að frumvörpin um nýsköpunar- miðstöð og RÚV skuli vera tekin út úr þinginu. „Þetta er ánægjulegt því þessi frumvörp voru umdeild innan þings sem utan,“ segir Ögmundur. Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, segir að með þessu verði unnt að ljúka störfum þingsins í dag. „Þessi niðurstaða er til komin vegna þess að stjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman um afgreiðslu frumvarpanna um RÚV og nýsköp- unarmiðstöðina,.“ segir Margrét. johannh@frettabladid.is Frumvarpi um RÚV frestað Afgreiðslu frumvarpa um Ríkisútvarpið og nýsköpunarmiðstöð verður frestað til haustsins. Stjórnarand- staðan segja þetta gert vegna ósamkomulags stjórnarflokkanna. Menntamálaráðherra lýsir vonbrigðum. FORSETAR OG ÞINGFLOKKSFORMENN Frestun afgreiðslu á frumvarpinu um RÚV og nýsköpunarmiðstöðina var endanlega ákveðin á fundi þingflokksformanna undir kvöld í gær. Steingrímur J. Sigfússon: Sigur stjórnarandstöðu „Við fögnum því ef tekst að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina og hún hættir við að afgreiða umdeildustu og verstu frumvörpin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna. „Það er mikill árangur fyrir stjórnarandstöðuna ef hún fær sitt fram í því að Ríkisútvarpinu verði ekki breytt í hlutafélag og þetta stórgallaða nýsköpunarfrumvarp verður ekki afgreitt. Ef það verður niðurstaðan þá er það auðvitað bara ánægjulegt. Þetta eru frumvörp sem stjórnarandstaðan og fjölmargir aðrir í þjóðfélaginu eru mjög andvígir og við höfum bara náð þeim árangri að ríkisstjórnin hefur fallið frá því að keyra þessi mál í gegn, það er mjög ánægjulegt. Það hefur komið í ljós að nýsköpunarmiðstöðvarfrumvarpið er svo meingallað að það er varla afgreiðsluhæft.“ - sh „Það endurspeglar þá óstjórn sem er á málum ríkisstjórnarinnar sem síðan smitar forystu þingsins,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, um að þing skuli rofið án þess að frumvörp um Nýsköpunarmiðstöð og RÚV skildu vera tekin til afgreiðslu. „Það var ákveðið að kalla til sumarþings til að klára þessi veiga- miklu mál og svo verður ekkert af því svo þetta er hálfgert reiðileysi en það þurfti svo sem að afgreiða fjölda annarra mála. Það er einnig mjög sérstakt að afgreiddir séu tugir mála á þessum stutta tíma að sumri en það hefði mátt klára þau fyrir sveitarstjórnarkosningar hefði ríkisstjórnin skipulagt vinnuna í tíma. Hins vegar tel ég það ágætt að þessi tvö veigamiklu mál séu komin út úr þinginu en þau þurfa mun meiri yfirlegu en þau eru vanbúin til afgreiðslu eins og þau eru.“ - jse Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Endurspeglar óstjórnina TÉKKLAND, AP Tékkar gengu að kjörborðinu í gær í þingkosning- um sem ómögulegt var að segja fyrir um hvernig færu þar sem mjög mjótt var á munum milli fylkinga í síðustu skoðanakönnun- um. Hart var tekist á í kosningabar- áttunni; meðal annars var forsæt- isráðherrann Jiri Paroubek, sem er jafnaðarmaður, sakaður um spillingu af mótherjum sínum í Borgaralega lýðræðisflokknum, flokki Vaclavs Klaus forseta. Kjör- stöðum verður ekki lokað fyrr en á hádegi í dag svo að úrslit verða fyrst ljós með kvöldinu. - aa Tékkar ganga að kjörborðinu: Mjótt á mun- um í Tékklandi Á KJÖRSTAÐ Tékknesku forsætisráðherra- hjónin laga sig til á kjörstað í Prag í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKÓLAMÁL Þrír nemendur Ísaks- skóla, þau Sigrún, Ísak Sölvi og Ísak Elí, afhentu skólanum í gær nýjan flygil við skólaslit. Tilefnið var áttatíu ára afmæli skólans sem var stofnaður árið 1926 af Ísak Jónssyni, en nemend- urnir báru nöfn hans og konu hans Sigrúnar. Börnin tóku lagið við athöfnina og sungu meðal annars Ísaksskóla- lagið við undirspil kennara. Gjöfin kemur sér vel en flygillinn kemur í stað gamla píanósins sem hefur verið notað frá upphafi skólans. - gþg Ísaksskóli áttatíu ára: Fær nýjan flygil að gjöf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.