Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 6
6 3. júní 2006 LAUGARDAGUR
Allar nánari upplýsingar í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6
Sími 585 5500 - www.hafnarfjordur.is
���������������� - Rativ - Tungur í leikhúsi - Míkróveröld og morgunstemningar
Ljóð í lauginni - Leikskólalist - Sumarlestur - Brynja og börnin
Aðgangur ókeypis á viðburði nema annað sé tekið fram
��
��
��
��
�
��
��
��
�
���
laugardagur 3. júní
Dagur helgaður fjölmenningu í Hafnarfirði
Kl. 11:00 Stokrotka, pólsk matarkynning í pólsku búðinni
Hvaleyrarbraut 35
Kl. 13:00 Opið hús hjá Nýbúadeild Lækjarskóla.
Fjölmenningardagskrá, söngur, dans, leikrit o.fl.
Afrakstur vetrarins sýndur.
Kl. 13:00 Manneskjubókasafn á Gamla bókasafninu.
Jafningjafræðsla unga fólksins í Hafnarfirði á vegum Competó.
Kl. 14:00 66. vormót Hraunbúa í Krýsuvík
sjá nánar á www.hraunbuar.is
Kl. 15:00 Stuttmynd um fjölmenningu í Hafnarfirði
í Gamla bókasafninu
Kl. 15:00 Innileg fjarvera. Opnun sýningar á verkum listmálarans
og ljósmyndarans Patricks Huse í Hafnarborg
Kl. 17:00 Sýning á Agnes High Quality í Jaðarleikhúsinu.
Athugið að sýningin er á ensku. �����������������������������
��������������������������������������
Kl. 19:00 Hljómsveitin Mogadon leikur á A. Hansen
fram eftir kvöldi
Kl. 20:00 Cantare – söngvakeppni hinna mörgu tungumála
í Hafnarfjarðarleikhúsinu. �������������������
Kl. 20:00 Fuglaskoðun í Höfðaskógi og við Hvaleyrarvatn
á vegum Skógræktar Hafnarfjarðar
sunnudagur 4. júní
Kl. 14:00 Bastien og Bastienne eftir W.A. Mozart. Óperusýning fyrir
börn í Hafnarfjarðarleikhúsinu í samvinnu við barnaóperuna
„Piccolino“ frá Vínarborg. Börnin eru virkir þátttakendur.
Kl. 20:00 Það besta úr „Nótt í Feneyjum“ eftir J. Strauss
í Hafnarborg. Aríur, dúettar og ýmis hópatriði.
Dagskráin var áður flutt í Óperustúdíói Íslensku óperunnar.
Kl. 20:00 Kakóbollinn í Gamla bókasafninu
Alþjóðlegar veitingar og tónlistaratriði.
Kl. 20:00 Sýning á Agnes High Quality í Jaðarleikhúsinu.
Athugið að sýningin er á ensku. �����������������������������
��������������������������������������
Kl. 24:00 Drungablús og djöflakántrí, miðnæturtónleikar á A. Hansen
mánudagur 5. júní
Kl. 20:00 Pétur og úlfurinn í flutningi Alræðis öreiganna
í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Rokk-, fusion-, og fönkkennd
spunaútgáfa á verki Sergei Prokofieff þar sem sviðsframkoma
og klæðaburður vekja athygli.
Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar
������
1.-10. júní 2006
3.-5. júní
KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkurinn
og Samfylkingin á Akureyri hafa
náð samkomulagi um myndun
meirihluta í bæjarstjórn. Sjálf-
stæðisflokkur mun ráða bæjar-
stjórastólnum fyrstu þrjú ár kjör-
tímabilsins og Samfylkingin það
síðasta. Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri, mun líklega gegna
starfinu áfram fyrst um sinn og þá
mun Hermann Jón Tómasson, odd-
viti Samfylkingar, starfa sem for-
maður bæjarráðs. Þá er búist við
að Hermann taki við bæjarstjóra-
stólnum síðasta árið. Frekari
skipting í embætti liggur ekki
fyrir.
Kristján segir að sátt hafi verið
um samninginn meðal bæjarfull-
trúa. „Við vorum sammála í öllum
meginatriðum. Það voru örfá
atriði sem skildu á milli sem vörð-
uðu tengibrautir, skólamál og
skipulagsmál.“
Hermann tekur í sama streng.
„Við þurftum að takast á um bæði
málefni og verkaskiptingu og
náðum niðurstöðu sem okkur
finnst viðunandi.“
Jóhannes G. Bjarnason, bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokks, hefur
blendnar tilfinningar til sam-
starfsins. „Ég hef nú ekki séð
hvernig þessi meirihlutasamning-
ur lítur út á pappír. Ég óska þeim
velfarnaðar og velgengni en auð-
vitað óttast maður það, af því að
það hefur verið töluverður nún-
ingur milli þessara flokka, að það
sé um einhvers konar málamiðlan-
ir að ræða sem kannski duga ekki
til að leysa okkar stærstu og erfið-
ustu málaflokka.“
Baldvin H. Sigurðsson, oddviti
vinstri grænna, er óánægður.
„Þetta eru vonbrigði fyrir alþýðu-
fólk á Akureyri sem vildi bersýni-
lega einhverjar breytingar og ætl-
aðist til að hér yrði vinstri
viðreisnarstjórn.“ Hann efast um
að breyting verði á bæjarstjórn-
inni með innkomu Samfylkingar.
Spurður um bæjarstjórastólinn
segist Kristján munu sækjast eftir
honum fyrst um sinn. „Viðræðurn-
ar hafa sem betur fer ekki snúist
um persónur en ég reikna síður
með að sitja öll þrjú árin.“ Baldvin
undrast það. „Mér skildist að
Kristján ætlaði að verða bæjar-
stjóri í fjögur ár ef hann næði
kosningunni.“
Í kjölfar vangaveltna í aðdrag-
anda kosninganna um það hvort
Kristján væri á leið í þingframboð
gaf hann það út að hann yrði bæj-
arstjóri öll fjögur árin ef það
kæmi til greina.
Oddur Helgi Halldórsson, full-
trúi L-lista, vildi ekki tjá sig um
nýjan meirihluta.
stigur@frettabladid.is
Kristján verður ekki
bæjarstjóri öll árin
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa komist að samkomulagi um myndun
meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Sjálfstæðismenn ráða bæjarstjórastarfinu
fyrstu þrjú árin. Kristján Þór Júlíusson mun sækjast eftir því fyrst um sinn.
ODDVITARNIR Kristján Þór Júlíusson og Hermann Jón Tómasson kátir með niðurstöðuna
eftir að samningar náðust í gær.
ÞJÓNUSTA Viðskiptavinir Símans
munu framvegis greiða fast verð,
39 krónur á mínútuna, þegar þeir
eru staddir erlendis og taka á móti
símtölum frá Íslandi. Þá gildi einu
í hvaða landi viðskiptavinurinn sé
staddur.
Síminn segir þetta lið í einföld-
un á gjaldskránni. Þannig sé komið
til móts við þann hóp manna sem
ferðast mikið utan landsins. Verð
á þessum símtölum hefur hingað
til verið mismunandi eftir lönd-
um.
Áfram verður þó gjaldfært
fyrir þau aukagjöld sem erlend
símafyrirtæki taka fyrir þjónustu
sína. - sh
Síminn breytir gjaldskrá sinni:
Sama verð í
öllum löndum
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri, Charles Róbert Onken, var í
gær dæmdur til eins árs fangelsis-
vistar í Héraðsdómi Reykjavíkur
vegna grófra líkamsárása í sept-
ember 2004.
Var hann fundinn sekur um að
hafa slegið tvo menn hnefahöggi í
andlit á Laugavegi aðfaranótt 5.
september fyrir tæpum tveimur
árum. Féll annar mannanna með
höfuðið í götuna við höggið svo að
blæddi inn í höfuðkúpu og hljóð-
himnu en áverkarnir hefðu hæg-
lega getað dregið hann til dauða
samkvæmt framburði lækna.
Hinn maðurinn sem kom félaga
sínum til hjálpar fékk einnig
hnefahögg svo hann nefbrotnaði.
Þótti með framburði vitna full-
sannað að hinn dæmdi, sem þekkt-
ur var á tímabili sem Charlie
strippari, hefði verið sá er höggin
veitti en hann neitaði sök allan
tímann. Hefur hann áður hlotið
dóm fyrir líkamsárás.
Dómurinn hafnaði hins vegar
rúmlega fimm milljón króna
skaðabótakröfum fórnarlambanna
þar sem kröfur beggja þóttu van-
reifaðar. - aöe
Dæmdur fyrir tvær grófar líkamsárásir:
Eins árs fangelsi
FANGELSI FYRIR LÍKAMSÁRÁS Annar mann-
anna sem ráðist var á hlaut lífshættulega
áverka sem hefðu hæglega getað dregið
hann til dauða. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
MENNTAMÁL Framvegis mun áttatíu
prósentum af nýjum íbúðum á stúd-
entagörðunum verða úthlutað til
nema sem búsettir eru á höfuð-
borgarsvæðinu. Með tilkomu
Skuggagarðs, nýs stúdentagarðs
sem rís við Lindargötu, „gefst kost-
ur á að hefja leiðréttingu ójafnvæg-
is sem ríkir í úthlutun“, eins og
segir í tölvubréfi sem nemar við
Háskóla Íslands fengu sent frá
Stúdentaráði.
Fram til þessa hafa nemar utan
af landi aðallega átt möguleika á
úthlutun einstaklings- og paríbúða,
en breytingarnar gera ráð fyrir því
að nemar af höfuðborgarsvæðinu
hafi meiri möguleika á íbúðunum
sem teknar verða í notkun frá og
með haustinu. Ásgeir Runólfsson,
framkvæmdastjóri Stúdentaráðs,
segir eftirspurn eftir íbúðum á
Stúdentagörðum vera það mikla að
nauðsynlegt sé að úthluta lóðum
undir svæði fyrir frekari uppbygg-
ingu Stúdentagarða. „Eins og stað-
an er núna erum við að bjóða náms-
mönnum, sérstaklega af
landsbyggðinni, upp á húsnæði til
þess að þeir geti komið á höfuð-
borgarsvæðið til þess að mennta
sig. Það er mikilvægt að haldið
verði í það meginmarkmið og það
verður gert. Það er orðið afar brýnt,
að lóðum verði úthlutað undir stúd-
entagarða þar sem eftirspurnin
eftir íbúðum er gríðarlega mikil og
mikilvægt að komið verði til móts
við þá miklu þörf.“ - mh
Breytingar á úthlutunarreglum stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta:
Höfuðborgarbúar komist að
ÁSGEIR RUNÓLFSSON Segir uppbyggingu
stúdentagarða miða að því að útrýma löng-
um biðlistum eftir íbúðum.
KJARAMÁL „Við hreyfum okkur ekki
fyrr en Landspítalinn kemur til
móts við okkur,“ segir Erik Brynjar
Eriksson, formaður Félags lækna-
nema. Í dag er þriðji dagurinn sem
læknanemar á fjórða og fimmta ári
mæta ekki til vinnu sinnar á LSH.
Með þessu mótmæla þeir því sem
þeir kalla kjaraskerðingu af hálfu
stjórnenda spítalans. Deilan snýst
um lækkun vaktaálags úr tólf pró-
sentum í átta og fækkun daga sem
spítalinn greiðir þeim fyrir undir-
búningsnámskeið fyrir vinnu á
spítalanum úr tíu í sjö. -jss
Læknanemar á LSH:
Hreyfum
okkur ekki
LANDSPÍTALINN Læknanemar mæta ekki í
vinnu í dag.
KJÖRKASSINN
Þarf að bæta öryggisgæslu við
hafnir landsins?
Já 59,9%
Nei 40,1%
SPURNING DAGSINS
Telurðu kjarnorkuáætlun Írana
ógn við heimsfriðinn?
Segðu þína skoðun á visir.is