Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 8
8 3. júní 2006 LAUGARDAGUR
VERÐLAUN Agnar Helgason hefur
hlotið hvatningarverðlaun Vís-
inda- og tækniráðs. Megin starfs-
vettvangur Agnars er hjá Íslenskri
erfðagreiningu, en hann er jafn-
framt aðjúnkt við mannfræðiskor
félagsvísindadeildar Háskóla
Íslands, þar sem hann kennir og
leiðbeinir háskólastúdentum í
framhaldsnámi. Agnar stundaði
nám bæði í félagslegri mannfræði
og síðan líffræðilegri mannfræði.
Hann hefur unnið að ýmsum rann-
sóknum á því sviði, ýmist einn eða
í félagi við aðra.
Með rannsóknum sínum sem birst
hafa í fjölmörgum virtustu fræði-
tímaritum á sviði mannerfða-
fræði, sýndi Agnar meðal annars
fram á að um áttatíu prósent af
landnámskörlum voru upprunnir
á Norðurlöndum, en um 62 pró-
sent af landnámskonum voru upp-
runnar á Bretlandseyjum. Þetta
bendir eindregið til þess að bland-
aðar fjölskyldur, þar sem feður
voru norrænir en mæður breskar,
og afkomendur slíkra fjölskyldna,
hafi verið ríkjandi í hópnum sem
nam land á Íslandi fyrir um 1100
árum. Af þessum ástæðum hefur
Agnar ályktað að flestir landnem-
arnir hafi lagt af stað til Íslands
frá byggðum norrænna manna á
Bretlandseyjum. Nýlegar erfða-
rannsóknir Agnars og annarra á
fleiri eyþjóðum Norður-Atlants-
hafsins hafa rennt frekari stoðum
undir þetta. -jss
Te & kaffi
Tiger
Retro
Síminn
Skífan
Dótabú›in
Adams
Adesso
Ben&Jerry’s
Benetton
Blómaval
Body Shop
Byggt og Búi›
BT
Ís-inn
Levi’s
Lukkusmárinn
Nammi.is
OgVodafone
Skór.is
OPI‹ MÁNUDAG
ANNAN Í HVÍTASUNNU:
EFTIRTALDAR VERSLANIR ERU ME‹
13-18
Nóatún er opi› frá kl. 11-20 og Hagkaup er opi› frá kl. 12-18.
Veitingasta›ir Smáralindar hafa einnig opi›.
HVATNINGARVERÐLAUN Agnar Helgason
tók við hvatningarverðlaunum úr hendi
Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra.
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs:
Mannfræðingi veitt
hvatningarverðlaun
HEILBRIGÐISMÁL „Við höfum ekki
hvatt hjúkrunarfræðinga á LSH til
eins eða neins varðandi starfs-
mannaleigumálið, heldur höfum
við hvatt yfirstjórn spítalans, svo
og stjórnvöld, til þess að gera eitt-
hvað í málunum. Það er sá vett-
vangur sem við getum beitt okkur
á og það munum við gera áfram.“
Þetta segir Elsa B. Friðfinns-
dóttir, formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, eftir fund sem
stjórn þess átti með hjúkrunar-
fræðingum á LSH nýverið.
Að sögn Elsu var fundurinn tví-
þættur. Annars vegar var farið yfir
stofnanasamning hjúkrunarfræð-
inganna og vörpunina yfir í nýtt
launakerfi sem tók gildi 1.maí.
„Síðan var rætt um starfs-
mannaleigumálið. Farið var yfir
þær upplýsingar sem stjórn félags-
ins hefur dregið saman, svo og
okkar útreikninga. Jafnframt, að
þarna séum við að bera saman sam-
bærilega hluti og að um sé að ræða
hreinan launasamanburð en ekki
samanburð á verktökum og fast-
ráðnu starfsfólki.“
Elsa sagði að um tvö hundruð
hjúkrunarfræðingar svo og stjórn-
endur spítalans hefðu sótt fundinn,
þar sem skipst hefði verið á skoð-
unum af hreinskilni. -jss
Hjúkrunarfræðingar og launamunur á Landspítala:
Beita sér áfram
KOSNINGAR Enn á eftir að mynda
meirihluta í fimm sveitarstjórn-
um á landinu, Árborg, Dalvík,
Húnaþingi vestra, Mosfellbæ og
Rangárþingi eystra. Til þess er
nægur tími þar sem nýkjörin
sveitarstjórn tekur ekki við störf-
um fyrr en fimmtán dögum eftir
kjördag, lögum samkvæmt, það er
sunnudaginn 11. júní.
Ef meirihlutasamstarf hefur þá
ekki náðst verður oddviti sveitar-
stjórnar kosinn á fyrsta fundi. - sh
Rúm vika í fyrsta stjórnarfund:
Enn óráðið á
fimm stöðum
Landbúnaður 44 nemendur voru
brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla
Íslands í fyrradag við hátíðlega athöfn
í Reykholtskirkju. Þetta er í annað sinn
sem skólinn útskrifar nemendur, en
hann var stofnaður fyrir rúmu ári.
HÁSKÓLAR
ÍRAK, AP Strax í kjölfar umfjöllunar
um dráp bandarískra hermanna á
24 óbreyttum borgurum í Haditha í
Írak í nóvember síðastliðnum koma
fram fleiri dæmi um að bandarískir
hermenn hafi orðið óbreyttum borg-
urum að bana þar í landi.
Íbúar í þorpinu Ishaqi halda því
fram að ellefu manns, þar á meðal
fimm börn, hafi farist þegar banda-
rískir hermenn gerðu árás á hús í
þorpinu í janúar síðastliðnum.
Bandaríski herinn hefur staðfest að
árásin hafi verið gerð, en segir að
fjórir hafi dáið, einn karlmaður,
tvær konur og eitt barn. Síðar bætti
bandaríski herinn við að rannsókn
stæði yfir á því hvað gerðist.
Eitt hús í þorpinu var lagt í rúst,
þakið var hrunið og stór hola í
einum útveggjanna sem enn stóðu
uppi. Innri veggir hússins voru
þaktir kúlnagötum og dauð kýr sást
skammt frá rústunum.
Í myndbandi sem AP fréttastof-
an sendi frá sér mátti sjá lík fimm
barna og tveggja karlmanna vafin
inn í teppi. Á öðrum myndböndum
sjást lík þriggja barna aftan á pall-
bíl.
Íröksk stjórnvöld hafa ákveðið
að rannsaka sjálf atvikið í Haditha
og Nouri al-Maliki forsætisráðherra
kallaði drápin þar „hryllilegan
glæp“. Hann sagði að þess háttar
athæfi væri „orðið algengt meðal
margra í fjölþjóðaliðinu.“
William Caldwell herforingi,
talsmaður erlenda heraflans í Írak,
sagði „þrjú eða fjögur“ atvik á
ýmsum stöðum í Írak vera til rann-
sóknar, en vildi ekki veita nánari
upplýsingar.
Bandaríski herinn hefur meðal
annars brugðist við með því að
senda hermenn í Írak í sérstaka
þjálfun í siðfræði þar sem meðal
annars verður fjallað um „þau gildi
sem aðgreina okkur frá óvinum
okkar“.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hefur sagt að hann líti málið
mjög alvarlegum augum og lofar
því að ítarleg rannsókn verði gerð á
drápunum í Haditha. Niðurstöður
hennar verði birtar opinberlega.
Á fimmtudaginn sögðu banda-
rísk stjórnvöld að Bush forseti hefði
ekki frétt af rannsókninni fyrr en
mánuði eftir að hún hófst, en fyrr í
vikunni hafði því verið haldið fram
að forsetinn hefði fengið upplýsing-
ar um hana fljótlega eftir að hún
hófst. gudsteinn@frettabladid.is
Fleiri dæmi
um voðaverk
Bandarískir hermenn sagðir hafa drepið óbreytta
borgara í árás í Írak í janúar. Bandarískir hermenn í
Írak verða allir settir í sérstaka þjálfun í siðfræði.
GEORGE W. CASEY HERFORINGI Æðsti yfirmaður bandaríska herliðsins í Írak hefur tilkynnt
hermönnum að þeir verði að gangast undir sérstaka þjálfun í siðferðilegum efnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP