Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 12
 3. júní 2006 LAUGARDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is Eigendur matvælaframleiðslufyrirtækisins Sóma hafa fest kaup á Júmbó samlokum af Jóni Erni Árnasyni. Alfreð Hjaltalín, framkvæmda- stjóri Sóma og annar eigenda félagsins, segir að ætlunin sé að reka félögin í óbreyttri mynd fyrst um sinn en þeir sjái fyrir sér samlegðaráhrif í innkaupum og skrifstofuhaldi. Bæði fyrirtækin hafa verið að auka vöruúrval í brauðréttum, heilsuréttum og pastabökkum og víkkað út starfsemi, til dæmis í veisluþjónustu Júmbó og Sómi eru stærst sinnar tegundar í sölu á samlokum á Íslandi en samanlagt hafa þau um 90 prósenta markaðshlutdeild. Afreð hefur ekki áhyggjur af því að samkeppnisyfir- völd setji skilyrði fyrir kaupunum eða komi í veg fyrir þau. „Ef markaðurinn er skilgreindur þröngt þá erum við kannski stórir en ekki ef markaðurinn er skoðaður í heild sinni. Við erum í samkeppni við hvern annan skyndibita eins og Subway og McDonald´s.“ Þá bendir hann á að samanlögð velta félaganna hafi verið undir þeim mörkum sem samkeppnisyfirvöld miða við þegar þau skoða samruna af þessu tagi en það mun vera einn milljarður króna. Sameiginleg velta félaganna nam 700 millj- ónum króna árið 2004 samkvæmt tölum frá Frjálsri verslun en miðað við vöxt markað- arins má ætla að hún nálgist 800 milljón- ir. Bæði félög voru rekin með hagn- aði á síðasta ári. Sómi hefur haft hug á því að kaupa Júmbó um nokkurt skeið og lagði fram tilboð á síðasta ári sem fyrrverandi eigandi Júmbó hafnaði. Sóma- menn vilja ekki tjá sig um kaup- verðið en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins má ætla að virði Júmbó fari yfir 200 milljónir króna. eggert@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.843 +1,72% Fjöldi viðskipta: 537 Velta: 5.710 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,60 +0,92% ... Alfesca 3,95 -0,50%... Atorka 5,95 +2,59% ... Bakkavör 49,50 +0,20% ... Dagsbrún 6,18 -0,32% ... FL Group 20,00 +3,09% ... Flaga 4,15 -0,72% ... Glitnir 18,40 +1,66% ... KB banki 800,00 +1,27% ... Landsbankinn 22,50 +1,81% ... Marel 69,90 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,50 -0,60% ... Straumur-Burðarás 18,10 +5,23% ... Össur 113,00 +1,80% MESTA HÆKKUN Straumur-Burðarás +5,23% FL Group +3,09% Atorka +2,59% MESTA LÆKKUN Avion Group -1,36% Flaga -0,72% Mosaic -0,60% Fyrirtækið Opin kerfi átti lægsta boð uppsetningu símstöðva og bún- aðar sem byggir á internetstöðlum fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Kára- hnjúkastöð, tæpar 3,7 milljónir króna. Hæsta boð í verkið kom frá EJS, 12,8 milljónir króna, en kostnaðará- ætlun hljóðaði upp á rúmar 7 millj- ónir króna. Tilboð voru opnuð á skrifstofu Landsvirkjunar á mánu- dag. Í verkinu felst meðal annars útvegun, forritun, uppsetning, gangsetning, prófanir og kennsla á IP símstöðvarnar og símabúnaðinn sem þeim tilheyrir. - óká Áætlaður kostnað- ur helmingaður TILBOÐ OPNUÐ Í IP-SÍMABÚNAÐ FYRIR LANDSVIRKJUN Fyrirtæki Verð í krónum Opin kerfi 3.678.887 TM Software 4.838.561 Opin kerfi 4.884.061 ID Connect 5.083.036 Síminn 5.083.036 Sensa 7.057.192 Nýherji 7.230.186 Sensa 8.622.712 TM Software 9.401.490 Notrek ehf. 11.168.916 Svartækni 12.546.200 EJS 12.806.991 Kostnaðaráætlun 7.039.000 Heimild: Landsvirkjun. Verð eru án VSK. Búið er að samþykkja tilboð kaup- hallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starf- semi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verða í New York en evrópsku höfuðstöðvarnar verða í París og Amsterdam. Markaðsvirði sameinaðrar kauphallar nemur 20 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.448 milljarða íslenskra króna. Kauphöllin í New York atti kappi við þýsku kauphöllina, Deutsche Börse, um kaup á Eur- onext, sem hefur starfsemi í Belgíu, Frakklandi, Hollandi og Portúgal. Bitbeinið stóð hins vegar um höfuðstöðvar markaðarins en stjórn Deutsche Börse krafðist þess að höfuðstöðvar Euronext yrðu færðar til Frankfurt í Þýska- landi. Meirihluti hluthafa í Euronext ákvað að ganga til samninga við NYSE, sem bauð hluthöfum sam- evrópska markaðarins 10 millj- arða dali, 724 milljarða íslenskra króna, auk hluta í NYSE fyrir Eur- onext. Einn hlutur í NYSE mun jafngilda einum hlut í sameinaðri kauphöll, sem mun eftirleiðis heita NYSE Euronext. - jab EURONEXT Með kaupum NYSE í Euronext verður til fyrsta kauphöllin sem verður með starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. MYND/AP NYSE og Euronext í eina sæng MARKAÐSPUNKTAR... Heldur hefur lifnað yfir innlendum hlutabréfamarkaði undanfarna daga. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 1,72 prósent og var það sjötti dagurinn í röð sem hún hefur farið hækkandi. Gunnar Smári Egilsson forstjóri, Viðar Þorkelsson, fjármálastjóri og aðstoð- arforstjóri, og Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, hafa tekið við stjórn Wyndeham Press, sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar. Íbúðalánasjóður hefur lækkað áætlun um útlán sjóðsins fyrir árið 2006 og lækkað áætluð útgjöld um 8 milljarða króna. Jafnframt er áætluð útgáfa íbúða- bréfa lækkuð um 6 til 7 milljarða króna. Sómi kaupir Júmbó samlokur Sameiginleg velta matvælaframleiðslufyrirtækjanna Sóma og Júmbó nálgast 800 milljónir króna. Kaup- endur óttast ekki afskipti samkeppnisyfirvalda. Samkeppni er sögð næg við aðra skyndibitasala. Úrvalsvísitalan stendur í 5.843 stigum og hefur ekki verið hærri síðan 31. mars. Í vikunni hækkaði vísitalan um 5,3 prósent. Hlutabréf í Straumi-Burða- rási hækkuðu mest í gær, um 5,2 prósent í nærri 2,8 milljarða viðskiptum. Mikil viðskipti voru einnig með bréf í Landsbankanum eða fyrir 1,1 milljarð króna. Bank- inn hækkaði um 1,8 prósent. Meðal helstu frétta í vikunni má nefna kaup Blátjarnar, sem er meðal annars í eigu Björgólfsfeðga, á fleiri hlut- um í TM og áform Exista um skráningu á markað í haust í kjölfar kaupa á 80 prósenta hlut í VÍS eignarhaldsfélagi. - eþa Góð vika í hlutabréfum SKYNDIBITI Framkvæmdastjóri Sóma óttast ekki að samkeppnisyfirvöld geri athugasemdir við samruna Sóma og Júmbó, enda sé samkeppni næg á markaði skyndibita. IKEA þrýstir á Dani Undir húsgögn þarf pláss og ef þeim er mörgum fyrir komið á sama stað þarf mikið pláss. Þessi einföldu sannindi segir sænska húsgangaverslanakeðjan IKEA að danskir stjórnmálamenn eigi erfitt með að meðtaka. Í Jyllands-Posten er frá því greint að fyrirtækið þrýsti enn á dönsk stjórnvöld að gera breytingar á skipulagslögum en í núverandi mynd hindra þau IKEA í að reisa vöruskemmur sem fara yfir 5.000 fermetra að stærð. Í þessum tilgangi hefur fyrirtækið hrint af stað auglýsingaherferð í Danmörku þar sem sett eru upp veggspjöld í miðbæjum stærstu þétt- býlisstaða. Herferðin stendur í fjóra mánuði, en á sama tíma fer nefnd yfir skipulagslögin. Aftur orðaður við krár Bresku blöðin Daily Telegraph og Evening Standard hafa greint frá því að fjárfestingafélagið Violet Capital, sem er í eigu KB banka, hafi selt fast- eignamógúlnum Robert Tchenguiz, og nánum viðskiptafélaga, 8,4 prósenta hlut í bresku pöbbakeðjunni Mitchell & Butlers. Vaknar því spurningin hvort Tchenguiz geri aðra tilraun við kráarkeðjuna síðar á árinu en hann er bundinn af ákvæði breskra yfirtökureglna um að leggja ekki fram tilboð í félagið á næstu sex mánuðum. Stjórnendur M&B höfnuðu yfir- tökutilboði frá Tchenguiz upp á 550 pens á hlut sem of lágu. M&B þykir ein best rekna kráarkeðja Bretlands. Peningaskápurinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.