Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 18
 3. júní 2006 LAUGARDAGUR Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar 6. júní Norræna húsinu, Reykjavík 17:00 Félagar úr Léttsveit Reykjavíkur syngja Þjóðsönginn undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. Hægt er að fá textann fyrir þá sem vilja syngja með. 17:30 Sendiherra Svíþjóðar Madeleine Ströje Wilkens skorar á menningar- og íþróttaráðherra Íslands Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í borðtennis Dómari: Helgi Gunnarsson, Borðtennissambandi Íslands 18:00 – 18:45 "Fiskdamm" 18:00 – 18:45 Reiðtúr 18:00 – 18:30 Fótboltakeppni Svíþjóð - Ísland Fyrir alla sem hafa gaman að spila fótbolta! Helmingur konur, helmingur karlar í hvoru liði 18:00 – 19:30 "Kubbspel" 18:00 – 19:00 "Tipsrunda" 18:00 – 19:30 Borðtennis 18:30 – 19:00 Fótbolti fyrir börn 18:30 – 19:30 Brennubolti 19:00 – 19:30 Fótbolti 19:30 Skemmtuninni lýkur með því að sendiherrann afhendir verðlaun í "tipsrundan" Klæðnaður: Íþróttafatnaður, útivistarfatnaður Staður: Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavik Kaffiterían verður opin um kvöldið. Takið gjarnan með nesti ef veður leyfir. Nánari upplýsingar gefur Filip Håkansson í Sendiráði Svíþjóðar, sími: 520 1230 Pottþétt frí með Starcraft Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Umboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2 Starcraft RT. Smellpassar aftan í jeppann þinn. Þú ferð lengra með upphækkað Starcraft RT á off-road grind Centennial og Starcraft series. Hreinn og klár lúxus Starcraft pallhús. Svítan á pallbílnum þínum. Fyrir allar gerðir pallbíla. Svandís Svavarsdóttir var oddviti á lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í borgarstjórnar- kosningunum sem fram fóru fyrir viku. Svandís vakti athygli, ekki bara vegna þess að hún var eina konan sem leiddi lista í Reykjavík og skar sig því úr hópi hinna frambjóð- endanna, heldur vegna skýrs málflutnings henn- ar, rökfestu og greinilegra leiðtogatakta. Svandís Savavarsdótt- ir er fædd á Selfossi 24. ágúst 1964. Hún er dóttir Jónínu Benediktsdóttur skrifstofumanns og Svav- ars Gestssonar sendi- herra. Jónína lést um aldur fram fyrir ári. Svandís er frumburður foreldra sinna sem voru rétt um tvítugt þegar hún fæddist. Bræður Svandís- ar eru tveir, Benedikt fæddur 1968 og Gestur 1972. Svandís ólst upp í Reykjavík en var í æsku oft á Selfossi hjá móðurafa sínum og ömmu, þeim Benedikt Franklínssyni og Regínu Guðmundsdóttur. Þar var mikið gleðiheimili þar sem söngur og önnur tónlistariðkun var höfð í hávegum. Heimili fjöl- skyldu Svandísar í Reykja- vík einkenndist alla tíð af stjórnmálaþátttöku Svav- ars. Þar var mikil pólitísk umræða stunduð og Svand- ís iðulega spurð álits á marg- víslegum málum þrátt fyrir ungan aldur. Hún hlaut því þjálfun í pólit- ískum rökræðum frá því hún var mjög ung. Svandís var sjálfstæður ungl- ingur og sagði sig utan skóla þegar hún var um það bil hálfnuð með nám í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Hún fluttist fyrst austur á Hellu og síðan norður í Hrísey með Ástráði Haraldssyni hæstaréttar- lögmanni sem hún giftist árið 1984. Börn Svandísar og Ástráðs eru tvö, Oddur fæddur 1984 og Auður fædd 1986. Svandís og Ástráður skildu. Haustið 1984 hóf Svandís nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Það stóð ekki nema eitt misseri enda leiddist Svandísi þar. Haustið 1985 hóf hún nám í almenn- um málvísindum við Háskóla Íslands og lauk BA prófi í þeirri grein með íslensku sem aukagrein. Hún hóf þegar nám á MA stigi í íslenskri málfræði og það var í námskeiði þar um málfræði tákn- máls sem áhugi hennar á táknmáli heyrnarlausra kviknaði. Á því sviði varð síðan starfsvettvangur hennar næsta rúma áratuginn, fyrst sem sérfræðingur á Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Svandís fékk svo það verkefni að setja á laggirnar nám fyrir táknmálstúlka við Háskóla Íslands en sneri aftur til starfa á sínum gamla vinnustað á Samskiptamiðstöð þegar náminu hafði verið ýtt úr vör enda mun Svandís kunna betur við sig í gras- rótinni en í háskólasamfélaginu. Í fyrra venti Svandís sínu kvæði í kross og tók við starfi fram- kvæmdastjóra Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs. Hún hafði misserin á undan látið til sín taka sem formaður Reykja- víkurfélags VG. Segja má þó að Svandís hafi hafið pólitísk afskipti í Háskólanum en hún var þar virk innan Röskvu. Það er þó fyrst nú sem Svandís skipar sér í pólitíska fram- varðasveit. Svandís giftist Torfa Hjartarsyni lektor við Kennaraháskóla Íslands 1995 og eru börn þeirra Tumi, fæddur 1996, og Una, fædd 2000. Tónlistin tengdi þau Svandísi og Torfa en þau kynntust í dómkórnum, eins og reyndar mörg önnur hjón hafa gert. Þar hafa þau bæði sungið með litlum hléum um langt árabil. Svandís er skarp- greind, fljót að hugsa og lagin við að koma hugsunum sínum í orð. Þetta teljast líklega helstu kostir hennar sem stjórnmálakonu. En Svandís er líka ákaflega skemmtileg og iðulega hrókur alls fagnaðar á mannamót- um. Einnig er hún músíkölsk með afbrigð- um, ein þeirra sem getur sest við píanó og leikið óskalög af fingr- um fram. Þá er Svandís áhuga- samur uppalandi og sjónarmið barna eiga alltaf hljómgrunn hjá henni. Svandís er skemmtilegur félagi og vinur vina sinna. Hún hefur gaman af því að segja frá og mælska er líklega eitt helsta persónueinkenni Svandísar. Hún er því vel sett að því leyti að hún getur brugðið fyrir sig táknmáli til viðbótar við íslenskt talmál en færni hennar á því sviði er talin eftirtektarverð miðað við heyr- andi manneskju. MAÐUR VIKUNNAR Skarpgreind og mælsk SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR ODDVITI VINSTRI HREYFINGARINNAR - GRÆNS FRAMBOÐS Í BORGARSTJÓRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.