Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 24
24 3. júní 2006 LAUGARDAGUR ■ FÖSTUDAGUR, 26. MAÍ Fingramál Ef það er eitthvað sem ég kann upp á mína tíu fingur er það vél- ritun. Ég hef ekki hugmynd um hvar hinir ýmsu stafir og tákn eru á leturborðinu en engu að síður þjóta fingurnir blindandi fram og aftur og slá inn rétta stafi sem mynda á örskotsstund þau orð sem ég hafði í huga. Þegar ég vélrita virðast allir fingurnir vera á þönum. En það er missýning. Einn fingur hefur engu hlutverki að gegna við þessa iðju og fylgist bara með félögum sínum vinna eins og seðlabankabanka- stjóri eða sendiherra sem hefur lokið sínum mikilvægu störfum á öðrum vettvangi og á náðuga daga. Það er þumalfingur vinstri hand- ar. Þumall hægri handar slær inn orðabil, svo að á góðum degi getur hægri þumall lent í að slá mörg þúsund högg meðan samhverfa hans á vinstri hendi tekur lífinu með ró. Ástæðan fyrir því að ég er að pæla í þessu núna er sú að í augna- blikinu er vísifingur vinstri hand- ar forfallaður, varð fyrir smá meiðslum í gær og er óvinnufær. Nú kynni maður að halda að afköstin minnki ekki að ráði þótt einn starfskraftur af níu sé í veik- indafríi. En það er öðru nær. Í ljós hefur komið að sjúklingurinn gegnir lykilhlutverki í fram- leiðsluferlinu. Vísifingur vinstri handar er hjá mér ábyrgur fyrir merkilegum stöfum og táknum sem heita f, g, r, t, 5, 6, %, & og v. Langatöng vinstri handar hefur í dag hlaup- ið í skarðið fyrir félaga sinn með mik- illi ólund, og reyndar hafa allir fingurnir ruglast svo í ríminu að þeir leita ekki lengur upp stafina sjálfkrafa heldur þarf að reka þá af stað og hafa vakandi auga með því sem áður var gert sjálfkrafa og í blindni. Ég geri ráð fyrir að tónlistar- fólk skilji hvað ég er að tala um, og sömuleiðis að félagshyggjufólk geti tengt við þá líkingu sem felst í því að níu samtaka fingur (og einn forstjórafingur - sem Ólafur Hannibalsson mundi sennilega kalla „framsóknarfing- ur“) vinna létt verk, en þegar einn skerst úr leik fer allt í handaskol- um. Um þetta væri hægt að skrifa langt mál - ef allir fingurnir væru við góða heilsu og létu umhugsun- arlaust að skipunum heilans. En vísifingur er í reifum og er þetta fingramál því útrætt að sinni þótt efninu hafi ekki verið gerð tæm- andi skil. ■ LAUGARDAGUR, 27. MAÍ Flugvöllur eða kúabú? Kosningadagurinn, fórum og kusum. Litla Sólveig fór inn í kjör- klefann með ömmu sinni þótt hún fengi engan kjörseðil. Ekki skil ég af hverju börn hafa ekki kosninga- rétt eins og annað fólk. Svo gáfum við auðvitað öndun- um sitt. Þær voru óvenju lystar- lausar. Ég vona að þær séu ekki að fá flensu. Við horfðum á kosningasjón- varpið í kvöld. Ég hafði áhyggjur af því að ég skildi ekki af hverju sjónvarpsfólkið var svona rosa- lega stressað. Fyrstu tölur voru ósköp svipaðar og búast mátti við samkvæmt skoðanakönnunum, og nú eru komnar lokatölur í Reykja- vík (aðeins eftir að telja utankjör- fundaratkvæði). Úrslitin eins og ég átti von á. Ekki líst mér á ef Villi ætlar að semja við Ólaf lækni um að mynda meirihluta. Það er álíka skynsamlegt að vera með flugvöll í miðborginni og reka þar stórt kúabú, hvort tveggja bráð- nauðsynleg starfsemi - en væri betur komin annars staðar. ■ SUNNUDAGUR, 28. MAÍ Eini frestarinn? Afmælisveisla. Eldaði góðan mat en til þess þurfti ég að þrífa grillið á svölunum. Ég ætlaði reyndar að þrífa það í fyrrahaust, en hef síðan frestað því frá degi til dags. Merki- leg árátta að fresta hlutum sem maður kemst ekki hjá því að gera. Skyldi ég vera eini frestarinn á landinu? Bergmál og fingramál Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um yfirnáttúrulegan atburð í Draugahlíðum, flugvöll eða kúabú í miðbænum; rætt um gimsteina og rjómapönnukökur og hugað að kostum þess að búa í Ódáðahrauni. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar 1 1 www.bluelagoon.is Styrkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.