Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 25

Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 25
■ MÁNUDAGUR, 29. MAÍ „Guð á margan gimstein ...“ Vegna vinkonu minnar sem ég er að reyna að hjálpa í skuldabasli hafði KB banki sam- band og bauðst til að hliðra dálítið til. Mín vegna hefði mátt hliðra aðeins meira til, en af því að ég hef djúpan skiln- ing á því að góð afkoma banka er meira virði en afkoma einnar lág- launakonu gladdist ég og tók viljann fyrir verkið og greiddi upp skuldina. Ef Bólu-Hjálmar væri uppi í dag mundi hann sjálfsagt yrkja: „Guð á margan gimstein þann/ sem glóir í KB banka ...“ Frá rukkaragenginu Legalis hefur hins vegar hvorki heyrst hósti né stuna. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 30. MAÍ Krunk í næturhrafni Ég fer snemma í háttinn í kvöld. Er ósofinn. Klukkan að ganga eitt í nótt voru hér menn að rífa stillaðsa og stafla járnum og plönk- um á bíl með miklum gauragangi. Ég fór út á sokkaleistunum og bað þá um svefnfrið. Þeir settu upp þennan þrjóskulega hundshaus sem menn setja upp þegar þeir vita upp á sig skömmina. Ég gerði mig ljótan í framan og hélt þeir yrðu hræddir. En það dugði ekki til. Nú kynni einhver að spyrja af hverju ég flytji ekki inn í Ódáða- hraun til að fá svefnfrið. Þá er því til að svara, að sennilega mundi ég vakna þar einn góðan veðurdag með þingmenn kjördæmisins við rúmstokkinn og tíu álforstjóra og kínverskan her að taka fyrstu skóflustungu að nýju stóriðjuveri. Fyrst eftir að skemmtistaðir fengu leyfi til að hafa opið fram eftir allri nóttu var löggan dáldið ringluð og hélt að bæjaryfirvöld hefðu gefið leyfi til að vera með ótakmarkaðan djöflagang í mið- bænum á öllum tímum sólar- hrings. En þá gerðist tvennt í senn. Löggan komst að því að um hávaða- mörk gilda ákveðin lög og reglu- gerðir og Jónas Hallsson yfirlög- regluþjónn tók að sér að kenna veitingamönnum á þessar reglur. Það starf Jónasar verður seint fullþakkað og hefur borið þann árangur að hérna í Grjótaþorpinu er jafnfriðsælt og vænta má í miðju borgarinnar. Enginn mann- legur máttur getur komið í veg fyrir að öðru hverju heyrist krunk í einstaka nátthrafni en það er yfirleitt bara notalegt og maður veltir sér á hina hliðina og sofnar aftur. Kostir þess að búa í miðbænum eru svo ótal margir að ég gæti ekki hugsað mér að flytja úr mannlífs- iðunni. Hér er hjarta borgarinnar. Vaknaði svo nýsofnaður klukk- an hálffimm í morgun og keyrði til Keflavíkur því að Sólveig ákvað að bregða sér í heimsókn til vinkonu sinnar sem býr í miðborg Berlínar. Þar er líka svefnfriður. ■ MIÐVIKUDAGUR, 31. MAÍ Bergmál Hitti mína elskulegu Guðrúnu hjá JPV, og við spjölluðum um bókina sem ég er að reyna að skrifa. Hún er orðin spennt að fá að vita hvers konar bók þetta á að verða. Og ekki er ég minna spenntur. Sem betur fer eru allir fingurnir mætt- ir aftur til starfa: asdf jklæ Skrapp austur að Sólheimum á kvöldvöku í Sesseljuhúsi. Þar söng hinn óviðjafnan- legi KK og gerði storm- andi lukku. Tær snilld. Það er gestkvæmt á Sólheimum því að líknarfélagið Bergmál dvelur núna á staðnum með hóp af fólki sem hefur átt við löng og erfið veikindi að stríða. Í eldhúsinu hitti ég gamlan skóla- bróður minn, Örn, sem er tækni- fræðingur hjá Rarik, en lætur sig ekki muna um að skella á sig kokkasvuntu og elda ofan í hundrað manns í sjálfboða- vinnu. Hjá Erni fékk ég afbragðs góðan plokkfisk og eftir kvöldvökuna kaffi og rjómapönnukök- ur hjá Kolbrúnu og Sveinbjörgu sem eru formaður og varafor- maður í Bergmáli. Það er í raun- inni alveg stór- merkileg lífs- reynsla fyrir skammatól eins og mig sem er sífellt að bölsótast út af heimsku og spillingu mannanna (og því miður ekki alltaf að ástæðu- lausu) að fá líka að kynn- ast því, hversu mikið er til af góðu fólki sem sækir sér lífsfyllingu í að hjálpa náung- anum og láta gott af sér leiða og telur ekki eftir hvorki tíma, peninga ellegar fyrirhöfn. Líknarsamtök eins og Bergmál og fólkið á Sólheimum hljóta að enduróma eitthvað verulega fallegt í þjóðarsálinni. Það var orðið kvöldsett þegar ég lagði af stað heim í blindaþoku. Sem betur fer gaf Sveinbjörg mér tvær rjómapönnukökur í nesti. Þegar ég var kominn í Drauga- hlíðar tók ég eftir því að báðar rjómapönnukökurnar voru horfn- ar. 1 LAUGARDAGUR 3. júní 2006 25 www.bluelagoon.is Styrkur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.