Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 26
3. júní 2006 LAUGARDAGUR26
stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
Landsstjórn Framsóknar-
flokksins ákvað fyrir helgi
að kalla miðstjórn flokksins
saman næstkomandi föstu-
dag. Eftir mikið fylgistap í
sveitarstjórnarkosningun-
um fyrir viku þykir mörg-
um í forystu flokksins sem
öll rauð ljós blikki og ekki
verði undan því vikist að
hefja róttækt uppbygging-
arstarf. Enda eru alþingis-
kosningar á næsta leiti.
Þversögin sem blasir við Halldóri
Ásgrímssyni, formanni Framsókn-
arflokksins, er sá að í stjórnartíð
hans með Sjálfstæðisflokknum frá
árinu 1995 hefur efnahagslegur
uppgangur þjóðarinnar verið án
hliðstæðu frá stofnun lýðveldisins.
Á sama tíma eru innanmein Fram-
sóknarflokksins og fylgisvandi
hans í einhverju mesta þéttbýlis-
þjóðfélagi veraldar hrópandi. Vax-
andi umhverfisvandi og vitundar-
vakning kjósenda í þeim efnum
hefur reynst flokknum og flokks-
formanninum mótdræg. Afdrifarík
ákvörðun Davíðs Oddssonar þáver-
andi forsætisráðherra og Halldórs,
þáverandi utanríkisráðherra, í
mars 2003 um afdráttarlausan
stuðning þjóðarinnar við innrás
Bandaríkjamanna í Írak reyndist
Framsóknarflokknum þung í
skauti. Ástæða er til
að ætla að ákvörð-
unin um að setja
Ísland á lista hinna
liðlega 30 viljugu og
stríðsfúsu þjóða,
hafi þegar fram í
sótti bakað Halldóri
meiri vandræði og
reynst honum mót-
drægari en hann gat
nokkurn tíma órað
fyrir. Blátt áfram
vegna þess að kjós-
endur framsóknar-
flokksins telja sig alls ekki
eiga samleið með kjósendum Sjálf-
stæðisflokksins í þessu efni. Að
þessu leyti færði Halldór meiri
fórnir í þágu stjórnarsetunnar með
Davíð en dyggir fylgismenn Fram-
sóknarlfokksins gátu með góðu
móti þolað.
Þá hefur ímynd Framsóknar-
flokksins í vaxandi mæli verið
tengd stóriðju og virkjunaráform-
um með tilheyrandi náttúruspjöll-
um eða fórnum í íslenskri náttúru.
Almenningsálitið tengir Framsókn-
arflokkinn sérstaklega við stóriðju-
stefnuna á sama hátt og einkavæð-
ing til góðs eða ills er eitt helsta
auðkenni Sjálfstæðisflokksins á
valdastóli.
Forystumenn stjórnarandstöð-
unnar viðurkenna að þeir séu orðn-
ir býsna harðskeyttir og vel að sér í
látlausri gagnrýni sinni á Fram-
sóknarflokkinn. En þingflokkurinn
hefur að mörgu leyti gefið högg-
stað á sér. Gríðarlega stór hópur
embættismanna innan stjórnar-
ráðsins vinnur að því að breyta
regluverki samfélagsins í þágu
umbyltingar og einkavæðingar á
náttúruauðlindum. Orkulindirnar
eru næst á dagskrá. Einnig þessi
áform stríða gegn hefðbundnum
sjónarmiðum Framsóknarmanna
og stjórnarandstaðan notar hvert
tækifæri, hvern snöggan blett,
hvern veikleika, sem þeir finna.
Nefna má hrakfarir Valgerðar
Sverrisdóttur með frumvörp um
nýtingu auðlinda og vatnalög sem
hún varð að fresta í vetur leið.
Annar augljós vandi blasir við
Framsóknarflokknum. Þegar svo
virðist sem uppbyggingarstarf og
endurnýjun innan flokksforystunn-
ar verði helstu dagskrármál mið-
stjórnarfundarins næstkomandi
föstudag er Björn
Ingi Hrafnsson,
nýkjörinn borgar-
fulltrúi og verðandi
formaður borgar-
ráðs Reykjavíkur,
rísandi stjarna og
jafnvel talinn væn-
legur arftaki Hall-
dórs þegar fram í
sækir. Björn Ingi
hefur verið
umdeildur innan
flokksins og telja
margir innnan for-
ystunnar að hann og aðferð-
ir hans eigi að einhverju leyti sök á
óförum flokksins í Reykjavík þar
sem fullyrt er að hundruð fram-
sóknarmanna hafi setið heima á
kjördag fyrir viku.
Þetta má einnig orða svo að
klofningur innan flokksforystunn-
ar endurspeglist í stöðu Björns
Inga. Opin andstaða við fráfarandi
aðstoðarmann forsætisráðherra, er
í rauninni leynd andstaða við Hall-
dór sjálfan.
Atburðarásin undanfarna daga
ber að margra viti vott um nokkurt
ráðleysi innan Framsóknarflokks-
ins. Heimildir eru fyrir því að und-
anfarna daga hafi fjölmargir leitað
eftir liðsinni Finns Ingólfssonar til
að taka þátt í endurreisnarstarfinu.
Jafnvel er Árni Magnússon nefnd-
ur. Þeir tveir hafa yfirgefið skút-
una og með vissum rétti má segja
að með því að missa þá fyrir borð
hafi Halldór safnað glóðum elds að
höfði sér; bakað flokknum endur-
nýjunarvanda í forystunni.
Ungliðar og aðrir málsmetandi
framsóknarmenn í höfðuborginni
tala býsna opið um það að hluti end-
urreisnarstarfsins verði að felast í
formannsskiptum. Að svo miklu
leyti sem slík krafa kemur frá
stuðningsmönnum Björns Inga
setur það hann í afar sérkennilega
stöðu gagnvart Halldóri.
Heimildir eru einnig fyrir því að
Siv Friðleifsdóttir sé þegar farin að
leita eftir stuðningi við sig til frek-
ari metorða í forystu flokksins.
Allt ber þetta vott um flokka-
drætti og spennu. Enn er eftir að
höggva á hnúta. Ekki er víst að mið-
stjórnin hafi þrek til þess að gera
það. Þá reynir á Halldór.
johannh@frettabladid.is
ÁRNI MAGNÚSSON
Fjölmargir í forystusveit
Framsóknarflokksins
töldu Árna efnilegan
arftaka Halldórs á for-
mannsstóli.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Vandi Framsóknarflokksins
er marvíslegur og erfið
mál loða við formann
flokksins í langri stjórn-
arsetu með Sjálfstæðis-
flokknum.
Að þekkja sinn vitjunartíma
Hlustað á Kristinn H.
Greining Kristins H. Gunnarssonar, á fylgi Fram-
sóknarflokksins hefur vakið athygli og ekki laust
við að hún hafi með öðru orðið til þess að flýta
miðstjórnarfundi flokksins sem boðaður hefur
verið á föstudag.
Kristinn kemst að því á vefsíðu sinni að
landsfylgi Framsóknarflokksins hefði verið um
18 prósent ef flokkurinn hefði boðið fram í
Reykavík fyrir fjórum árum. „Tæp
12 prósent í kosningun-
um nú er því miður sterk
vísbending um það sem
koma skal í Alþingiskosn-
ingunum. Þess vegna er
einmitt óhjákvæmilegt að
bregðast við... Eðlilegt er að
byrja með miðstjórnarfundi
sem fyrst og jafnvel kalla
til stærri hóp á þann
fund, þar sem staðan yrði metin, málin rædd og
ákveðin næstu skref.“
Kristinn kemst einnig að því að niðursveifla
Framsóknarflokksins var mest á höfuðborgar-
svæðinu og Norðausturkjördæmi. Er það ekki í
kjördæmum Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar
Sverrisdóttur? Akureyri og Dalvík féllu og glöggir
menn segja að í Fjarðabyggð sé þrátt fyrir allt
umtalsvert fylgistap. Í Reykjavík er flokkurinn
minnstur flokka.
Allt verður þetta rætt á miðstjórnarfundinum
næstkomandi föstudag og liggja tíðindi í loftinu
að margra dómi.
Þöggunarpólitík
Staksteinar Morgunblaðsins telja Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar,
hafa sýnt alvarlegan dómgreindarskort við
val á borgarstjóraefni. Hún hafi ýtt til hliðar
bæði Steinunni Valdísi og Stefáni Jóni.
„Þarf ekki að ræða þessi alvarlegu mistök flokks-
formannsins eða er þöggunarpólitík komin í
stað samræðustjórnmálanna,“ spyrja Staksteinar
í gær. Vart þarf að minna Staksteina á að Dagur
B. Eggertsson varð hlutskarpastur í galopnu
prófkjöri. Hitt er ef til vill meira umhugsun-
arefni fyrir Samfylkinguna hversu mjög hún
kann að hafa tapað grænu fylgi yfir til Vinstri
grænna. Njóti „græn“ sjónarmið vaxandi fylgis í
þjóðfélaginu loðir það sennilega
illa við stjórnarflokkana. Mál
manna er að Samfylkingin
hafi gert ákveðin mistök að
hafa ekki snúið upp á sér
grænni hlið fyrir kosningarnar.
En það er snúið fyrir
flokk sem að hluta
samþykkir stórvirkj-
anir og að hluta
ekki.
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Siv er á
ný orðinn ráðherra en óvíst er
um fylgi hennar þegar velja þarf
nýjan formann flokksins.
GUÐNI ÁGÚSTSSON
Guðni er vinsæll
ráðherra en var um
sig. Vill hann umbylta
flokknum á þann hátt
sem ungliðar í þéttbýl-
inu telja nauðsynlegt?
FINNUR
INGÓLFSSON Finnur
þótti sjálfsagður
arftaki Halldórs fyrir
meira en sex árum.
Margir flokksmenn
kalla til hans nú
eftir mikið fylgistap
í sveitarstjórnar-
kosningunum.
VIKA Í PÓLITÍK
JÓHANN HAUKSSON
Valdið yfir sögunni
Ríkisstjórnin samþykkti fyrir skemmstu að lagt yrði til við
hið háa Alþingi, að skipuð yrði nefnd til að annast skoðun
gagna sem snerta öryggismál Íslands á kaldastríðsárun-
um frá 1945 til 1991. Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra hefur í samræmi við þennan vilja ríkisstjórnarinnar
lagt fram þingsályktunartillögu um nefndina, sem skipuð
verður færum sérfræðingum á ýmsum fræðasviðum.
Kveikjan að þingsályktunartillögu forsætisráðherra eru
símhleranir á kaldastríðsárunum sem Guðni Th. Jóhann-
esson sagnfræðingur hefur nýverið gert grein fyrir opinberlega.
Tvennt vekur athygli við þingsályktunartillöguna. Í fyrsta lagi gerir hún
ráð fyrir að nefndarmenn fái að meta gögn í vörslu opinberra aðila. „Undir
opinbera aðila í tillögunni falla Landssími Íslands, dómstólar og lögregluyf-
irvöld,“ segir í greinargerð með tillögunni. Ekki er með öðrum orðum gert
ráð fyrir aðgangi að upplýsingum sem kunna að liggja fyrir í ráðuneytum
svo aðeins þau séu nefnd.
Í öðru lagi er gert ráð fyrir að rannsókn á þeim gögnum sem nefndinni
verður heimilt að skoða verði í það minnsta í samráði við ráðuneyti forsæt-
is-, utanríkis- og dómsmála.
Ekki þarf að hafa mörg orð um það að unnt er að hafa allt annan hátt á
rannsókn af þessum toga eins og raunar Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþing-
is, hefur bent á opinberlega og vísað meðal annars til svipaðra athugana í
nágrannalöndum.
Þetta atriði stöldruðu stjórnarandstæðingar einkum við í umræðum á
Alþingi í fyrradag. Oddvitar allra stjórnarandstöðuflokkanna og fjöldi ann-
arra þingmanna bentu á þann meinbug á þingsályktunartillögunni, að
löggjafarvaldinu og fulltrúum allra þingflokka væri ekki ætlað að koma að
rannsókn gagnanna með neinum hætti.
Það hljómaði raunar eins og ákveðin hugsunarskekkja hjá forsætisráð-
herra þegar hann sagði að fyrst yrði að kanna hvað rétt og hæft væri í mál-
inu til þess að unnt yrði að taka ákvarðanir um framhaldið.
Um þetta geta kjörnir þingmenn einfaldlega ekki sameinast vegna þess
að það er einmitt sjálf rannsóknin, köfunin ofan í fortíðina, sem á og verð-
ur að vera á hendi löggjafarvaldsins en ekki framkvæmdavaldsins. Það er
einfaldlega rökréttara og skynsamlegra og hafið yfir þá tortryggni sem kann
að vakna þegar og ef menn fela sjálfum sér vald til að skilgreina fortíðina
eða meta eigin sök.
Úr bakherberginu...
„Ég verð áfram þessi sami gamli Villi, hæverskur
og góður kall.“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verðandi
borgarstjóri Reykjavíkur eftir myndun
meirihluta með Framsóknarflokknum.
„Við vitum ekki neitt.“
Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, í
umræðum um störf Alþingis þegar það kom
saman síðastliðnn þriðjudag.
Imperial 42 cl
rauðvínsglös
1.924 kr.
12 stk.
Smart og létt á fæti
– heilsteypt glös á tilboðsverði
Þórunn Kristjánsdóttir
Sölumaður hjá RV
Maldive 36 cl
bjórglös
Imperial 31 cl
rauðvínsglös
Imperial 23 cl
hvítvínsglös
Imperial 19 cl
hvítvínsglös
1.757 kr.
12 stk.
1.579 kr.
12 stk.
1.341 kr.
12 stk.
854 kr.
6 stk.
R
V
62
07
A
Rauð
vínsg
lös, h
vítvín
sglös
og b
jórgl
ös á
tilbo
ðsve
rði
í jún
í 200
6