Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 28
 3. júní 2006 LAUGARDAGUR28 timamot@frettabladid.is ANDLÁT Bergur Vernharðsson, Elliðavöll- um 2, Keflavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 31. maí. Guðbrandur K. Sörensson, Fífumóa 1b, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 1. júní. Margrét Einarsdóttir (Maddý), Barðastöðum 7, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðviku- daginn 31. mars. Jóhannes R. Snorrason fyrrver- andi yfirflugstjóri lést á Landspít- ala miðvikudaginn 31. maí. Jóna B. Kristinsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á St. Franciskus- spítalanum í Stykkishólmi föstudag- inn 19. maí. Útför fór fram í kyrrþey. Ólöf Gunnarsdóttir, Hraun- búðum, Vestmannaeyjum, áður Grandavegi 47, lést á Hraunbúðum Vestmannaeyjum þriðjudaginn 16. maí. Bálför fór fram í kyrrþey. JARÐARFARIR 11.00 Magnús S. Jósefsson bóndi, Fremri Hrafnabjörg- um, Dalasýslu, verður jarð- sunginn frá Snóksdalskirkju. 14.00 Geir Ófeigsson bóndi, Næfurholti, verður jarð- sunginn frá Skarðskirkju á Landi. 14.00 Kristjana M. Ólafsdóttir, Smiðjugötu 11, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju. 14.00 Sigurður Eiríksson fyrr- verandi bóndi, Sauðanesi, Austurbraut 7, Höfn í Hornafirði, verður jarðsung- inn frá Hafnarkirkju. 14.00 Una Thorberg Elíasdóttir, Glaumbæ, Bíldudal, verður jarðsungin frá Bíldudals- kirkju. „Alveg frá byrjun var tilgangur Ygg- drasils að vera eingöngu með lífrænt ræktaðar vörur og aðrar náttúruvörur af bestu fáanlegu gæðum og við höfum haldið því öll þessi tuttugu ár,“ segir Rúnar Sigurkarlsson, eigandi Yggdras- ils, en verslunin heldur upp á tuttugu ára afmæli á þessu ári. „Þetta fór allt saman frekar hægt af stað. Fyrsta árið áttum við heima í blokkaríbúð og vorum með verslun í geymslunni þar sem við bjuggum. Þá kom fólk og hringdi bjöll- unni hjá okkur og sagðist vera komið til að versla,“ segir Rúnar. Nú eru tímarnir allt aðrir og Yggdrasill er bæði verslun og heildsala. „Þetta sýnir bara að allir góðir hlutir gerast hægt, en þegar þeir fara að gerast verður úr því eitthvað mikið. Til að byrja með voru það til dæmis fáein blómabörn sem vildu fá lífrænt ræktaðar vörur en svo í seinni tíð, sér- staklega síðustu árin, hefur áhuginn á lífrænt ræktuðum vörum aukist alveg gríðarlega. Núna verslar bara venjulegt fólk hjá okkur því það þykir ekki lengur skrítið að vilja svona vörur, heldur er skrítið að vera ekki inni á svona vörur.“ Aðspurður um ástæður þess að fólk velur frekar lífrænan mat og náttúru- vöru segir Rúnar að ýmislegt mæli með því að borða slíkan mat. „Alls konar óþol og ofnæmi eru að aukast í samfélaginu og þá þarf fólk að snúa sér alfarið að svona mat til að komast hjá því að neyta alls konar aukefna. Síðan finnur venju- legt fólk sem hefur verið að prófa þetta að því líður miklu betur af þessum mat. Einnig er þetta bara svo rökrétt því ef fólk kaupir neysluvöru sem er ekki með skaðlegum efnum hlýtur það að vera miklu betra.“ Rúmt ár er síðan Yggdrasill flutti af Kárastígnum á Skólavörðustíg og segir Rúnar ekki hafa getað hugsað sér betri stað í miðborginni fyrir búðina sína. „Það er alveg gríðarlega gaman að vera hérna á Skólavörðustígnum, sem hefur þróast út í að vera svona kúltúr-gata. Í kringum okkur eru sælkerabúðir, lista- gallerí og verslunin Tólf tónar á móti okkur svo við erum í gríðarlega góðum félagsskap. Mér finnst þetta vera flott- asta verslunargatan í bænum.“ Og mikið er að gerast á „flottustu verslunargötu bæjarins“ í dag því haldið er upp á blómadaginn í þriðja sinn þar sem íbúar og verslanir við Skólavörðu- stíg skreyta götuna með blómum. „Við tökum að sjálfsögðu þátt í blómadegin- um og ætlum að halda upp á afmælið í leiðinni. Allt í búðinni verður á tuttugu prósenta afslætti fyrir árin tuttugu.“ VERSLUNIN YGGDRASILL: TUTTUGU ÁRA Á flottustu verslunargötunni RÚNAR SIGURKARLSSON, EIGANDI YGGDRASILS Í tuttugu ár hafa unnendur lífrænt ræktaðra matvæla og annarra náttúruvara verslað við Yggdrasil. Rúnar segir að til að byrja með hafi nokkur blómabörn komið í verslunina, sem þá var í geymslu í blokkinni þar sem hann bjó, en nú sýni venjulegt fólk vörunum mikinn áhuga og eiginlega sé skrítið að vilja ekki kaupa svona vörur. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN HJÖRTUR MERKISATBURÐIR 1844 Síðustu tveir geirfuglarnir í heiminum eru drepnir á syllu við Eldey. 1932 Ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirs- sonar tekur við völdum. 1937 Játvarður, fyrrverandi konungur Breta, giftist hinni bandarísku og fráskildu Wallis Simpson. 1951 Séra Bjarni Jónsson kveður söfnuð Dómkirkjunnar í Reykjavík. 1967 Aretha Franklin fer í fyrsta sinn á topp vinsældalistans í Bandaríkjunum með laginu Respect. 1989 Jóhannes Páll páfi II kemur til Íslands. Þetta var fyrsta heimsókn trúarleiðtoga kaþólskra manna til lands- ins. AYATOLLAH RUHOLLAH KHOMEINI (1902-1989) LÉST ÞENNAN DAG. „Bandaríkjamenn eru hinn mikli satan, meiddi snákurinn.“ Íranski erkiklerkurinn Khomeini hafði alla tíð horn í síðu Bandaríkjanna. Á þessum degi árið 1979 kom upp leki í olíuborpall- inum Ixtoc fyrsta. Borpallurinn var í eigu mexíkóska fyrirtækisins Pemex sem leitaði olíu í Mexíkóflóa, um þúsund kílómetra suður af ströndum Texas. Úr lekanum varð eitt mesta olíuslys sögunnar en stuttu eftir að olían braust upp á yfirborð sjávarins kviknaði í henni og borpallurinn brann. Olía hélt því áfram að seytla úr borholunni og í marga mánuði reyndu sérfræðingar að finna lausnir til að stífla holuna og hemja útbreiðslu olíunnar. Ekki tókst að finna leið til að byrgja brunninn fyrr en 23. mars árið eftir en talið er að milli tíu og þrjátíu þúsund tunnur af hráolíu hafi farið í sjóinn á hverjum degi þangað til. Olíubrákir mynduðust og rak þær á land í Mexíkó. Straumarnir í flóanum báru líka hluta olíunnar upp að ströndum Texas-ríkis, þangað sem hún náði tveimur mánuðum eftir slysið. Höfðu yfir- völd þá reynt að búa sig undir afleiðingar olíumeng- unarinnar eftir fremsta megni. ÞETTA GERÐIST: 3. JÚNÍ 1979 Eitt stærsta olíuslys sögunnar Eldur kemur upp við Ixtoc fyrsta. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Ívu Bjarnadóttur Sóltúni 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Sóltúni fyrir einstaka alúð og umhyggju. Björn Halldórsson Kristín Bjarnadóttir Edda Magndís Halldórsdóttir Kristinn Jóhann Sigurðsson Viðar Halldórsson Ragna Bogadóttir Gyða Halldórsdóttir Guðjón Reynir Jóhannesson Dóra Kristín Halldórsdóttir Kristján Þórðarson Sigrún Guðnadóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, Bergur Magnús Guðbjörnsson vélstjóri, Reynigrund 47, Akranesi, sem lést sunnudaginn 28. maí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. júní kl. 14. Oddný Guðmundsdóttir Þórhildur Kristjánsdóttir Svavar Kristján Kristjánsson Áslaug Ármannsdóttir Guðbjörn Páll Sölvason Þóra Benediktsdóttir Guðmundur Kr. Guðmundsson Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Gunnhildur Guðbjörnsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðbrandur K. Sörensson Fífumóa 1b, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 1. júní. Útförin verður auglýst síðar. Sigurður Guðbrandsson Elín Pálsdóttir Jón Guðbrandsson Helena Alfreðsdóttir Vigdís Guðbrandsdóttir Benedikt Hreinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Margrét Einarsdóttir Maddý, Barðastöðum 7, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudag- inn 31. maí. Útförin fer fram í Dómkirkjunni föstudag- inn 9. júní kl. 13. Jón Árnason Ásta Gunnarsdóttir Oddur Halldórsson Jóna Gunnarsdóttir Valdís Gunnarsdóttir Eyrún Gunnarsdóttir Trausti Kristjánsson Therese Grahn og ömmustrákarnir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Pálína Sigurrós Guðjónsdóttir frá Munaðarnesi, Strandasýslu, sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði 24. maí, verður jarðsung- in frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 6. júní kl. 15.00. Guðlaug Jónsdóttir Guðmundur G. Jónsson Sólveig Jónsdóttir Guðjón Jónsson Sigríður Jakobsdóttir Samúel Jónsson Bjarney Georgsdóttir Erla Jónsdóttir Ágúst Skarphéðinsson Ragnar Jónsson Þórey Guðmundsdóttir Anna Jónsdóttir Kristján Kristjánsson Jón E. Jónsson Antonia Rodrigues Ólöf B. Jónsdóttir Reynir Stefánsson Barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.