Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 32
3. júní 2006 LAUGARDAGUR32
Ég verð mjög góður borgar-stjóri. Ég verð áfram þessi sami gamli Villi, hæverskur
og góður kall,“ sagði Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson við fjölmiðlafólk
fyrir utan heimili sitt eftir að til-
kynnt var um meirihlutasamstarf
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur.
Hvernig starfar góður borgar-
stjóri?
„Borgarstjóri verður að geta
tekið ákvarðanir – stundum erfiðar
ákvarðanir – sem hann telur til far-
sældar fyrir borgarbúa. Öflugur
og samhentur meirihluti tryggir að
það sé hægt. Að sjálfsögðu mun ég
halda áfram að ræða við borgar-
búa eins og ég hef gert. Ég hef
lengi verið í pólitík og ávallt reynt
að aðstoða fólk og umgangast það
af virðingu og tillitssemi. Það á
bæði við fólk sem til mín leitar og
samstarfsmenn. Ég vil að mannleg
samskipti séu með þeim hætti að
fólki líði vel en ekki illa í návist
minni. Lítil atriði eins og að bjóða
fólki góðan daginn í stað þess að
strunsa fram hjá skipta máli. Ég
verð ekki með neina stjörnustæla
eins og einhver orðaði það.“
Fegrun borgarinnar hefst strax
Hverju munu Reykvíkingar fyrst
taka eftir þegar nýr meirihluti
tekur við?
„Ég sagði fyrir kosningar að
það væri kominn tími til að fram-
kvæma í Reykjavík. Nú hefst tími
framkvæmda. Ég get nefnt eitt
dæmi. Við munum ráðast í hreins-
unar- og fegrunarátak um alla
borg. Í aðdraganda kosninganna
fengum við ótrúlega margar ábend-
ingar um illa hirt svæði, brotin eða
eyðilögð leiktæki, rusl á víðavangi
og fleira í þeim dúr sem þarf að
kippa í liðinn.“
Hvert verður þitt fyrsta verk
sem borgarstjóri?
Við munum strax hefja undir-
búning að því að byggja fleiri þjón-
ustuíbúðir fyrir eldri borgara. Það
eru langir biðlistar eftir slíkum
íbúðum og margir í brýnni þörf. R-
listinn byggði ekki eina einustu
þjónustuíbúð fyrir eldri borgara.
Einnig þarf að ýta af stað
hreinsunarátakinu, sem ég nefndi
áðan. Síðan munum við fara af
krafti í skipulagsmálin með það að
markmiði að allir sem vilja byggja
og búa í Reykjavík fái tækifæri til
þess.
Hvað verður um Geldinganesið,
sem var mikið til umræðu?
Við ætlum að deiliskipuleggja
Geldinganesið, mest undir íbúða-
byggð. Þar verður hugað að aukn-
um hlut lóða undir sérbýli; einbýl-
ishúsa, parhúsa og raðhúsa.
Verður lóðum úthlutað eða þær
boðnar upp?
Við viljum afnema lóðauppboð í
nýbyggingarhverfum. Það gengur
ekki upp að fólk sé látið greiða 18-
20 milljónir fyrir litla lóð undir ein-
býli. Þessu ætlum við að breyta.
Verður staða eldri borgara og
skipulagsmál sett á oddinn í þessu
samstarfi?
Já, ásamt málefnum fjölskyld-
unnar og samgöngumál.
Munu sjálfstæðismenn þá ganga
í að uppfylla dýrustu kosningalof-
orð framsóknarmanna?
Margt í stefnu okkar flokka er
vel samrýmanlegt. Við töluðum um
að lækka leikskólagjöld og að létt
yrði undir með foreldrum sem
eiga börn í íþrótta- og tómstunda-
starfi. Það gerum við í samstarfi
við íþrótta- og æskulýðsfélögin og
munum ræða við þau. Hins vegar
er ljóst að í samstarfi tveggja
flokka verða allir að sýna sam-
starfsvilja og vera sveigjanlegir.
Ekki er hægt að lofa því að allir fá
að gera allt sem lofað var.
Hvað verður um leikskólagjöld-
in?
Við erum sammála um mikil-
vægi þess að lækka leikskólagjöld.
Foreldrar munu finna fyrir þessu
strax í haust þegar leikskólagjöld
verða lækkuð um 25 prósent 1.
september næstkomandi. Einnig
munu foreldrar, sem eru með tvö
eða fleiri börn á leikskóla, aðeins
þurfa að greiða fyrir eitt barn.
Þetta er mikil kjarabót fyrir
barnafjölskyldur í borginni. Við
viljum tryggja að börn fái leik-
skólapláss í sínum borgarhluta.
Það er ekki síður mikilvægt. Eins
viljum við efla innra starf leik-
skóla.
Fasteignagjöld lækkuð
á kjörtímabilinu
Þið gagnrýnduð R-listann fyrir að
auka álögur á borgarbúa? Hvað
ætlið þið að gera?
Við ætlum að lækka fasteigna-
gjöld um 25 prósent á kjörtíma-
bilinu.
Útsvarið er í botni í Reykjavík.
Verður það lækkað?
Það er ekkert útilokað í þeim
efnum en verður hins vegar að
ráðast af því hvert svigrúmið
verður þegar lengra líður á kjör-
tímabilið. Við þurfum að endur-
skoða allar fjárhagsáætlanir og
átta okkur á raunverulegri stöðu
borgarsjóðs, sem hefur verið að
skila rekstrartapi síðustu ár.
Munuð þið draga úr útgjöldum
til að auka svigrúmið?
Ég get ekki tjáð mig um það
núna. Við eigum eftir að fara yfir
þessi mál og líta á alla þætti í
rekstri borgarinnar. Þetta er eins
og á venjulegum heimilum og í
fyrirtækjum þar sem fólk þarf að
skoða hvern einasta rekstrarþátt.
Það er vel hugsanlegt að það sé
hægt að gera breytingar á rekstr-
arfyrirkomulagi sem hafi hagræði
í för með sér. Fyrst og fremst þarf
að gæta aðhalds í rekstri og fram-
kvæmdum.
Foreldrar geti valið skóla fyrir
börnin sín
Meira um málefnin. Mun framtíð
flugvallarins ráðast þetta kjörtíma-
bil?
Niðurstöður nefndar um fram-
tíðarstaðsetningu Reykjavíkur-
flugvallar liggja fyrir í haust. Ég
vil sjá ákvörðun um framtíð vallar-
ins tekna á þessu kjörtímabili. Það
þarf að gera í samvinnu við sam-
gönguyfirvöld.
Verður hlutur Reykjavíkur í
Landsvirkjun seldur?
Já, ef rétt verð fæst.
Rætt hefur verið um að Orku-
veitan kaupi grunnnet Símans.
Ertu fylgjandi því?
Við höfum gert athugasemdir
við það þegar fjármunir Orkuveit-
unnar, sem fást við að selja heitt og
kalt vatn og rafmagn, eru nýttir til
að fjárfesta í áhættusömum sam-
keppnisrekstri. Þetta tiltekna mál
hefur ekki verið kynnt í borgar-
stjórn. Með þessu væri Orkuveitan
að steypa sér í 20 milljarða króna
fjárfestingu og bæri ábyrgð á ljós-
leiðaravæðingu í landinu og skyld-
ur við landsmenn. Þetta er stórmál
sem við munum skoða. Það er alveg
á hreinu að það verður ekki farið út
í neinar ævintýrafjárfestingar.
Verður staða sjálfstæðu skól-
anna í borginni bætt?
Það ríkir nú meira jafnræði
milli sjálfstæðu skólanna og borg-
arreknu skólanna eftir baráttu
okkar sjálfstæðismanna fyrir því
í borgarstjórn. Leiðarljós okkar
er að tryggja börnum betri menn-
um. Við viljum að foreldrar geti
valið um skóla fyrir börn sín og
þau njóti sama stuðnings, óháð
rekstrarformi eða staðsetningu
skólans.
Ætla að geta litið stoltur til baka
En hver mun fara með forræði í
þessum veigamiklu málaflokkum?
Það er að skýrast. Ég get ekki
upplýst núna hvernig flokkarnir
skipta á milli sín málaflokkum eða
hverjir munu stýra þessu starfi á
vegum borgarinnar.
Margir segja Sjálfstæðisflokk-
inn hafa sótt inn á miðjuna í kosn-
ingunum?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lagt grunn að því velferðarkerfi
sem snýr að borgarbúum. Ég vil að
Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram
að gera það og jafnvel skerpi þá
stefnu sína. Við verðum að hugsa
vel um fólk sem má sín minna í
samfélaginu af fjölmörgum ástæð-
um. Til dæmis með byggingu fleiri
félagslegra leiguíbúða og þjónust-
uíbúða. Við erum að fást við vel-
ferð manneskjunnar. Ef miðjan er
skilgreind með þessum áherslum
er ég stoltur af því.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Ég er ágætlega hraustur og hef
gaman af lífinu. Á meðan svo er vil
ég láta gott af mér leiða. Það er
ómögulegt að spá í framtíðina
svona langt fram í tímann. En hvar
sem ég verð staddur eftir tíu ár
ætla ég mér að geta litið stoltur til
baka yfir þann tíma sem við
munum stjórna borginni. Það er
verkefni dagsins í dag.
Hvað með þína persónulegu
hagi?
Ég er í sambúð með Guðrúnu
Kristjánsdóttur kennara sem tekur
þátt í þessu með mér af fullum
krafti og er mér til halds og traust.
Betri vin get ég ekki hugsað mér.
Svo er hún líka góður félagi í golf-
inu, sem ég byrjaði nýlega að
stunda. Ég á þrjú börn, Jóhönnu,
Helgu Björk og Baldur Þór, þrjú
barnabörn og það fjórða á leið-
inni.
Þannig að lífið leikur við þig?
Já, heilsan er auðvitað fyrir
öllu. Ég veiktist síðast, svo heitið
getur, í ágúst 1982. Ég hef verið
lánsamur. Við Guðrún erum mjög
hamingjusöm og okkur líður vel.
„Við viljum að foreldrar geti valið um skóla
fyrir börn sín og þau njóti sama stuðnings,
óháð rekstrarformi eða staðsetningu skólans.“
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
■ Fæddur 26. apríl 1946 í Reykjavík
■ Stúdent frá
Verslunarskóla Íslands 1968
■ Lögfræðingur frá
Háskóla Íslands 1974
■ Borgarfulltrúi frá 1982
■ Formaður samtaka sveitarfélaga
frá 1990
■ Í sambúð með
Guðrúnu Kristjánsdóttur
■ Á þrjú börn og þrjú barnabörn
Kominn tími til
að framkvæma
Reykvíkingar munu
fá nýjan borgarstjóra
13. júní næstkomandi.
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson tekur við
embættinu og ætlar
að hefjast strax handa
með hreinsunarátaki.
Í viðtali við Björgvin
Guðmundsson segist
hann leggja áherslu á
að fólki líði ekki illa í
návist sinni.
VILHJÁLMUR OG GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
„Ég er í sambúð með Guðrúnu Kristjánsdóttur
kennara, sem tekur þátt í þessu með mér af
fullum krafti og er mér til halds og traust. Betri
vin get ég ekki hugsað mér,“ segir Vilhjálmur.