Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 3. júní 2006 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Síðustu tvær vikur hafa verið einkar ánægjulegar. Ég hef verið að þvælast um landið með finnsku vinafólki mínu sem yfirgaf landið í gær. Þar sem þau stunda útivist og ferðalög grimmt að jafnaði var það nokkur áskorun að sjá þeim fyrir nýrri og spennandi lífsreynslu við hvert fótmál. Með hjálp landsins okkar, vina, félaga og nokkura ferða- þjónustuaðila held ég þó að nokkuð vel hafi tekist til. Í það minnsta voru þau útkeyrð og höfðu varla þrek til að labba inn í Leifsstöð óstudd. Í hálfan mánuð þvældumst við fram og til baka um landið og dunduðum okkur við sigl- ingar á jökulám og jökullón- um, snjóbrettabrun á jöklum, hellaferðir í hraunhellum, gönguferðir, ísklifur, flug- ferðir og auðvitað baðferðir í heita læki og uppsprettur, svo eitthvað sé nefnt. Allt hefur þetta kallað á miklar og langar bílferðir. Eftir því sem áfangastöðun- um fjölgaði varð erfiðara og erfiðara fyrir Finnana að sitja á sér. Átti virkilega ekki að fara að laga hringveginn, fylla upp í holur og slétta ójöfnur? Ég útskýrði fyrir þeim að það væri ekki móðins í dag meðal stjórnvalda. Nú ættu malbik- aðir hálendisvegir og jarð- göng upp á pallborðið og annað yrði bara að bíða. Þögn. Hola. Spurning sem varðaði andlega heilsu ráðamanna og verður ekki endurtekin hér. Stuttu síðar munaði litlu að jeppinn færi í kollhnís á einu af þvottabrettum þjóðvega- kerfisins. Finnunum lék for- vitni á að vita hvers vegna vegirnir okkar væru svona ójafnir. Jú, vegna þess að þeir eru byggðir á veturna þegar frost er í jörðu. Þögn. Tiltekin spurning frá því fyrr um dag- inn endurtekin. Í Finnlandi tíðkast víst að halda við þeim vegum sem fyrir eru áður en farið er í nýjar framkvæmdir. Nýir vegir eru látnir bíða þangað til efni leyfa, þó að biðin sé stundum löng. Já, þeir eiga margt eftir ólært í Finnlandi! Ætli þeir séu líka bara með tvíbreiðar brýr á þjóðvegi eitt? Og með allar vegmerkingar á hreinu? Og ætli þeir eigi ennþá hóla þarna fyrir austan sem er ekki búið að bora í gegnum? Og skyldu tveggja akreina vegir þar vera meira en einn kíló- metri á lengd í senn? Meiri kjánarnir... Af finnskum ferðalöngum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.