Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 3. júní 2006 5 2,5 l boxervél Subaru hefur hlotið verðlaun sem besta alþjóðlega vélin árið 2006. Boxervél Subaru var valin „Int- ernational Engine of the Year 2006“ í flokki 2 til 2,5 lítra bílvéla. Verð- launaafhendingin fór fram á sýn- ingunni Engine Expo í Stuttgart í Þýskalandi á dögunum. Vélin sem um ræðir er notuð í bifreiðum af gerðinni Subaru Impreza og Subaru Forester og er þetta í fyrsta sinn sem lárétt liggjandi bílvél hlýtur þessi verðlaun sem veitt eru árlega. Í dómnefnd keppninnar sat 61 blaðamaður frá 29 löndum, en að henni stóð bílablaðadeild UKIP Media & Events, stærsta útgefanda bílablaða í Bretlandi, sem gefur einnig út tímaritin Engine Techno- logy International og Automotive Testing Technology International. Á grundvelli stigagjafar dómar- anna voru veitt aðalverðlaun, verð- laun fyrir bestu vélar í átta stærð- arflokkum auk verðlauna í þremur öðrum flokkum. 2,5 lítra túrbóvélin frá Subaru þykir bæði kraftmikil og sparneyt- in. Með því að bæta við loftinntaks- kerfi, bæta stýrikerfi vélarinnar og breyta hönnun brunaholsins hefur tekist að draga umtalsvert úr meng- un í útblæstri. Jafnvægi næst milli lipurra viðbragða á litlum hraða og aukins vélarafls, en það má rekja til breytinga á hönnun vatnsgangsins í strokklokinu og breytinga í útblást- ursgreinum til að lágmarka dælutap og tryggja jafnt flæði eldsneytis. Frétt af www.ih.is Verðlaunavél frá Subaru 2,5 lítra verðlaunavélin knýr gerðirnar Subaru Impreza og Subaru Forester, sem og Saab 9-2X.Verið er að prófa nýja tækni sem gera á ökumönnum kleift að finna bílastæði í stórborg- um gegnum símann sinn. Bílastæði eru af afar skornum skammti í þéttbýlum stórborgum. Tæknin til að leysa þetta vanda- mál er fyrir hendi en koma þarf henni fyrir og prófa virkni hennar. Þetta stendur nú til en til mikils er að vinna því sérfræðingum telst til að þrjátíu prósent allrar umferðar á annatímum í miðborg- um sé fólk í leit að stæðum. Í sumar geta íbúar þrjátíu stærstu borga Bandaríkjanna fengið upp- lýsingar gegnum internetið eða í símann sinn um stöðu lausra stæða í bílastæðahúsum. Samhliða því geta þeir tekið frá stæði og fengið leiðbeiningar um hvernig eigi að komast að bílastæðinu. Enn sem komið er þarf þjónustufyrirtækið sem sér um þessa þjónustu, Streetline Networks, að hringja í bílastæðahúsin til að finna laus stæði, en stefnt er að því að koma skynjurum fyrir í bílastæðum og gera kerfið algjörlega sjálfvirkt. Fyrirtækið SpotScout ætlar sér einnig stóra hluti á rafræna bíla- stæðamarkaðnum. Það ætlar sér að opna vefsíðu þar sem fólk getur skipst á upplýsingum um bíla- stæði og jafnvel leigt út heim- keyrslur sínar á meðan það er í vinnunni. - tg Bílastæðið í símann Það getur verið erfitt að finna bílastæði í miðborg Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DAGSKRÁ Föstudagurinn 16. júní Götuspyrna á Tryggvabraut sem hefst um sjöleytið að kvöldi. Keppnisstjóri er Arnar Kristjánsson, Chevrolet- maður með meiru. Skráning á bilak@isl.is eða í síma 862 6450. Laugardagurinn 17. júní Bílasýning í Oddeyrarskóla milli klukkan tíu og átján. Að lokinni sýningu fer fram verðlaunaafhending í ýmsum flokkum. Skráning á bil- ak@isl.is eða í síma 862 6450. Klukkan 14 hefst græjukeppni. Þá reynir á bassabox og hátalara og veitt eru verðlaun til þeirra sem búa yfir öflugustu græjunum. Skráning á bonstodin@simnet.is. Við skrán- ingu skal taka fram nafn, kennitölu og hvernig græjum verður teflt fram. Eftir að bílasýningunni er lokið verð- ur „burnout“-keppni við Slippinn á Akureyri. Skráning á bilak@isl.is. Að lokinni sýningu rúnta bílaeig- endur um Akureyrarbæ þar sem gangandi vegfarendur geta barið bílana augum. bíladagar á Akureyri } Frá Bíladögum á Akureyri 2005. Opnuð með hatti NÝJASTA VIÐBÓT ATLANTSOLÍU VAR OPNUÐ Í VIKUNNI Í ÖSKUJUHLÍÐ Í REYKJAVÍK. Jóhannes Kristjánsson eftirherma kom í hlutverki sjálfs Guðna Ágústs- sonar ráðherra og opnaði stöðina. Til að opna hana notaði Jóhannes kúrekahatt sem seint verður talinn hefðbundinn en hatturinn var búinn örgjörva sem setti dælur stöðvarinn- ar í gang. Hafði Jóhannes á orði að þar sem tveir bensíndropar kæmu saman, þar væri bensínstöð. - sha ný stöð } Jóhannes eftirherma opnar nýja stöð. K V I T T U N F Y L G I R Á V I N N I N G U R ! B E N S Í N D Í S E L Ódýrt eldsneyti + ávinningur! w w w . e g o . i s Hvar er þitt EGO?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.