Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 38
[ ] Möðrudalur á Fjöllum er eftirsóttur viðkomustaður enda er þjónusta við ferðamenn þar alltaf að aukast. Fjalladýrð heitir ferðaþjónustu- fyrirtæki sem Vilhjálmur Vern- harðsson, smiður og ferðaþjón- ustubóndi, hefur byggt upp í Möðrudal síðustu ár, ásamt sínu fólki. Nýjasta framkvæmdin er bygging sem gerir tjaldgestum kleift að elda og vaska upp innan dyra. Húsið er byggt upp úr gam- alli tóft því hjá Fjalladýrð er torf- ið og timbrið í hávegum haft sem byggingarefni. Fjallakaffi var opnað fyrir tveimur árum í bursta- bæ sem reistur var á grunni eldra húss með sama nafni. Þar er boðið upp á þjóðlegar veitingar. „Við erum alltaf með kjötsúpu í hádeg- inu. Það er fastur liður og reyndar er hún í boði fram á kvöld ef óskað er. Með kaffinu erum við með kleinur, vöfflur og jólakökur og svo erum við með samlokur úr grilli og pylsur en ekkert ham- borgarafæði,“ segir Elísabet Kristjánsdóttir, kona Vilhjálms, sem svaraði í símann þegar hringt var norður. Elísabet segir kvöld- verð framreiddan líka ef pantað sé fyrir fram. Þá er meðal annars hægt að biðja um Möðrudalskjöt, sem er framleitt á staðnum. Fjalladýrð býður líka upp á gistingu í 27 rúmum og getur fólk ráðið hvort það er í svefnpoka eða uppábúnu. Einnig hefur það eldunaraðstöðu í sömu byggingu. Þá er ógetið einnar frumlegustu bensínstöðvar sem um getur. Hún er í litlum burstabæ og er bensín- dælan í einni burstinni og dísil- olían í annarri en sú þriðja er undir varning. Nýbúið er að opna tjaldstæðið á Möðrudal þetta vorið og þar er rafmagn fyrir húsbíla og vagna. Fjallakaffið er opið allt árið um kring og gistingin líka og að sögn Elísabetar er alltaf dálítið um að jeppaferðalangar komi þar við að vetrinum á leiðinni inn á hálendið eða niður af því, auk þess sem öðru hvoru eru haldnar veislur. „Villi hefur séð um veislurnar með hjálp heimafólks. Þetta gengur allt vel með samvinnu.“ Eitt það nýjasta í ferðaþjónustunni á Fjöll- um er jeppaferðir sem boðið er upp á inn á hálendið, til dæmis í Kverkfjöll, Herðubreiðarlindir, Öskju eða að Kárahnjúkum. „Við sníðum þessar ferðir að þörfum ferðalanganna,“ segir Elísabet og fyrst verið er með hana á línunni er freistandi að spyrja út í búskap- inn á Möðrudal, sem er hæsta byggð á Íslandi. Hún kveðst reynd- ar nýkomin norður eftir skólasetu í borginni en segir sveitina koma allvel undan vetri. Verið sé að sleppa fé úr túnum og búið sé að fara með geiturnar 40 á fjall. gun@frettabladid.is Fjalladýrð og friðsæld Vilhjálmur ferðaþjónustubóndi Vernharðsson hefur á síðustu árum byggt upp ferðaþjón- ustufyrirtækið Fjalladýrð. Í Möðrudal. Ferðaþjónustan er í stærri burstabænum og bensínstöðin í þeim minni. Á bak við sést gamla ættaróðalið og kirkjan sem Jón bóndi í Möðrudal reisti til minningar um konu sína og vígð var 1949. Fjallakaffið er hinum megin við veginn. MYND/ELÍSABET Það er frí á mánudaginn! Nú er fullkomið tækifæri til að bregða undir sig betri fætinum og fara í langt eða stutt ferðalag. Garðeigendur athugið! Látið ekki aðra úða garðinn gegn skordýrum en þá sem hafa leyfi frá Umhverfisstofnun og geta framvísað skírteini ásamt persónuskilríkjum sé þess óskað. Starfs- leyfi frá viðkomandi heilbrigðisnefnd er einnig skilyrði þess að stunda megi garðaúðun í atvinnuskyni. Nánari upplýsingar veita Umhverfisstofnun, www.ust.is, og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Tímarit um útivist og ferðalög Nýtt tölublað 100 blaðsíður Halldór Gylfason leikari ætlar að ferðast mikið í sumar. Halldór fór síðast til útlanda í mars og þá til London. „Ég var í vinnuferð með félögum mínum en við vorum að taka upp efni fyrir sjónvarpsþáttin Sigtið,“ segir hann. Halldór var í þrjá daga í Lond- on og skemmti sér vel. „Við rölt- um um London í rigningu og kulda og tókum upp, borðuðum samlok- ur og gistum á Holiday Inn eins og fínir menn. Svo náðum við einum degi á Oxford Street til þess að versla fyrir fjölskyldurnar þegar við vorum búnir að öllu öðru.“ Næsta utanlandsferð Halldórs verður farin í sumar og þá ætlar hann til Danmerkur og Svíþjóðar. „Ég ætla að fara með fjölskylduna að heimsækja ættingja og vini. Við verðum í tvær vikur á Fjóni og í Stokkhólmi. Ég hef aldrei komið til Stokkhólms áður og ég hlakka svolítið til að koma þangað.“ Í sumar ætlar Halldór líka að ferðast innanlands. „Ég fer á Snæ- fellsnesið á sjómannadaginn að skemmta í Ólafsvík og heimsækja bróður minn sem býr á Helliss- andi. Ég fer stundum á Hellissand til hans og var þar síðast núna um páskana. Mér finnst æðislega gaman að fara á Snæfellsnesið og það er einn uppáhaldsstaðurinn minn. Svo fer ég sennilega í einn eða tvo veiðitúra í sumar og á ætt- armót á Austfirði og það er ýmis- legt í farvatninu. Þetta verður bara unaðslegt ferðasumar.“ Í rigningu og kulda Halldór verður töluvert á ferðinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvert ertu að fara? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.