Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 39
LAUGARDAGUR 3. júní 2006 7
Veiðisumarið
með Stefáni Jóni Hafstein
Þetta kalda vor okkar hefur haml-
að veiði. Víst er að margir héldu
að nú í júníbyrjun yrðu þeir búnir
að snæða nokkra góða silunga, en
þeir fiskar synda enn, því bæði
apríl og maí hröktu marga frá því
að skella sér í vöðlur. Tvær stór-
ar „opnanir“ voru síðustu daga
og kalt vatn einkenndi báðar.
Samkvæmt hefðinni kastaði for-
maður SVFR, Bjarni Júlíusson,
fyrstur í Norðurá kl. 7.00 að
morgni 1. júní og fékk ekki neitt
á fyrsta degi, ekki frekar en í
fyrra þegar stjórnin fór fisklaus
heim. „Maður hefur enga afsök-
un fyrir fiskleysi,“ sagði Bjarni
þegar hann kom á bakkann,
ánægður með aðstæðurnar þrátt
fyrir allt. Áin var svolítið lituð en
Bjarni taldi það ekki vera til mik-
illa trafala og var borubrattur –
enda eðlilegt að formaður tali
kjark í sjálfan sig og aðra! Hvað
sem því líður er þó ljóst að laxinn
er mættur, sést hefur til hans í
Norðurá og Laxá í Kjós.
Urriðasvæðið fræga í Mývatns-
sveit var opnað um síðustu helgi,
fastagengið mætti á snævi þakta
bakka og öslaði skafla til að kom-
ast á veiðistaði. Byrjunin var
slakari en oft áður, en eigi að
síður fengu margir góða spretti
og allir fiska. Áin var um fjórar
gráður sem er heldur lítið fyrir
fiskerí, og hætt við að urriðar
hafi legið daprir í bragði við botn-
inn, bestan árangur bar að sökkva
kúluhausum og straumflugum
djúpt og láta berast hægt fyrir
trjónur fiskanna.
Hvernig á að veiða í köldu vatni?
Bæði laxveiðimenn og silungs-
veiðimenn þurfa að huga að því
að við aðstæður eins og verið hafa
þarf að hafa nokkra hluti á hreinu.
Fiskurinn er með kalt blóð, jafn
kalt og vatnið ef út í það er farið!
Hann liggur því fastur fyrir ef
kuldi herjar og hreyfir sig lítið
sem ekki til að spara orku. Flugan
þarf því að fara hægt yfir, og hún
þarf að komast niður til bráðar-
innar. Notið þyngdar flugur og
sökklínur, eða línur með sökkenda.
Í straumvatni er gott að kasta vel
upp fyrir ætlaðan tökustað og láta
straumflugu eða túpu fá góðan
tíma til að kafa niður. Ef maður
festir ekki reglulega og týnir
flugum þá veiðir maður ekki nógu
djúpt! Í laxinum þarf túpan að
sökkva og berast þvert fyrir fisk-
inn. Á silungsveiðum er best að
nota þyngdar púpur og láta þær
skralla með botni.
Með veiðikveðju, Stefán Jón.
Veiðin fer hægt af stað í vor
Hótel Keilir tekur til starfa í
Reykjanesbæ.
Nýtt og glæsilegt hótel verður
opnað um miðjan mánuðinn í
Reykjanesbæ. Hótelið heitir Hótel
Keilir og stendur í hjarta bæjarins
við Hafnargötuna.
Á hótelinu, sem verður þriggja
stjörnu hótel, eru fjörutíu her-
bergi og úr flestum þeirra er
glæsilegt útsýni yfir Faxaflóann,
bæinn eða Keili. Á öllum herbergj-
unum er flísalagt baðherbergi og
aðstaðan verður til fyrirmyndar.
Hótelið er á góðum stað í aðeins
nokkurra mínútna fjarlægð frá
Keflavíkurflugvelli og allar helstu
náttúruperlur Reykjanesskagans
eru innan seilingar.
Nýtt hótel á
Reykjanesi
Hótelið er í hjarta Reykjanesbæjar.
HSK stendur fyrir fjölskyldu-
göngu á Gullkistu í Laugardal á
mánudaginn klukkan 20. Gangan
er hluti af verkefni sem UMFÍ
stendur fyrir í ár og nefnist „Fjöl-
skyldan á fjallið“. Lagt verður af
stað frá bænum Miðdal kl. 20 og
göngustjóri verður Kári Jónsson,
formaður Ungmennafélags Laug-
dæla.
Gullkista er kistulaga hnúkur á
Miðdalsfjalli. Sagan segir að
hnjúkurinn sé kista sem er full af
gulli og opnist aðeins ef tveir sam-
hentir bræður sem búa í Miðdal
ganga þangað upp afturábak. Ekki
verður reynt að ljúka upp Gull-
kistunni í þessari ferð en gangan
er nokkuð auðveld og ætti að henta
flestum. Á toppnum er frábært
útsýni svo menn verða ekki sviknir
þótt gullið finnist ei.
Gengið á
Gullkistu
Skemmtileg gönguferð fyrir
alla fjölskylduna.
Það er ekki erfitt að ganga á fjallið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
„Hvar er laxinn?“ Bjarni Júlíusson,
formaður SVFR, horfir yfir Norðurá.
MYND/FLUGUR.IS/OHR
Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is;
Flugufréttir koma alla föstudaga í tölvupósti til
áskrifenda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt
sem varðar veiðiskap í sumar.