Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 47

Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 47
Bíldshöfða 7 Smiðir BM Vallá ehf. óskar eftir að ráða smiði eða mjög laghenta menn til starfa í húseiningadeild fyrirtækisins sem staðsett er í Suðurhrauni í Garðabæ. Bæði er verið að leita að starfsmönnum til framtíðarstarfa og í sumarafleysingar. Mikil vinna framundan og góðir tekjumöguleikar. Unnið eftir bónuskerfi. Allar nánari upplýsingar gefur Kjartan Antonsson í síma 860 5020. Vinsamlegast sendið upplýsingar og fyrirspurnir á kjartan@bmvalla.is Leikskólakennarar Leikskólinn Álfaborg auglýsir lausar stöður deildarstjóra og leikskólakennara frá og með miðjum ágústmánuði næstkomandi. Við leggjum áherslu á nám í gegnum leik og leitum að áhugasömum og jákvæðum kennurum sem geta unnið sjálfstætt. Álfaborg er tveggja deilda leikskóli með u.þ.b. 35 börn. Leikskólinn er í Reykholti Bláskógabyggð. Þar er þéttbýliskjarni með tæplega 200 íbúum. Þar er m.a. grunnskóli, íþróttahús, sundlaug, banki og verslun. Upplýsingar gefur Svanhildur Eiríksdóttir leikskólastjóri í síma 4868936. Netfang alfaborg@ismennt.is Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: I. Verkefnisstjóri Heimsóknarþjónustu. 50% starfshlutfall Verkefnisstjóri hefur umsjón með verkefninu. Hann tekur m.a. viðtöl við sjálfboðaliða og gestgjafa og kemur á tengslum þeirra á milli. Menntun og hæfniskröfur: • Almenn menntun • Umburðarlyndi og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði • Stundvísi og skipulagshæfni Laun eru greidd skv. kjarasamningum VR. II. Starfsmaður við næturvörslu í Konukoti, athvarfi fyrir heimilislausar konur. 75-100% starfshlutfall Starfsmaður ber ábyrgð á móttöku og þjónustu við notendur heimilisins auk almennrar umsjónar. Menntun og hæfniskröfur: • Almenn menntun • Reynsla af störfum með fólki sem á við geðræn og/eða félagsleg vandamál að stríða mjög mikilvæg • Umburðarlyndi og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði • Stundvísi og skipulagshæfni Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2006. Upplýsingar veitir Katla Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri í síma 545-0402 (netfang katla@redcross.is) Umsóknir sendist til: Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands b.t. Kötlu Þorsteinsdóttur Laugavegi 120, 4. hæð, 104 Reykjavík eða netfang katla@redcross.is Sérfræðingur í Fjárreiðudeild ÍS L E N S K A A U G L † S IN G A S T O F A N E H F ./ S IA .I S - O R K 3 2 9 6 0 0 6 /2 0 0 6 Orkuveita Reykjavíkur er framsækið þjónustufyrirtæki sem aflar og dreifir vistvænni orku á sem hagkvæmastan hátt og í sátt við umhverfið. Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur íslensku þjóðarinnar. Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir ódýrri orku sem framleidd er úr endur- nýjanlegum íslenskum orkulindum. Þannig stuðlar fyrirtækið að aukinni notkun hreinnar innlendrar orku og leggur um leið sitt af mörkum til nýsköpunar og framfara í landinu. Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks við að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Fyrirtækið er sveigjanlegt, það lagar sig að breyttum aðstæðum Það sýnir frumkvæði og er opið fyrir nýjungum Það sækir fram af eldmóði Það er traust og starfar í sátt við umhverfið Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í Fjárreiðudeild Fjármálasviðs. Fjárreiðudeild er stoðdeild sem hefur snertifleti við alla rekstrarþætti fyrirtækisins. Í deildinni er haldið utan um lausafjárstýringu fyrirtækisins og upplýsingar um stöðu og horfur í fjármálum. Deildin sér um reikningagerð og innheimtu og allar greiðslur fyrir fyrirtækið. Einnig tekur deildin þátt í fjárhagsuppgjöri fyrirtækisins ásamt áætlanagerð. Starfs- og ábyrgðarsvið: · Vinna við fjárstýringu og áætlanagerð · Vinna við uppgjörsmál · Vinna við þróun verkferla · Þátttaka í gæðastarfi OR · Ýmis sérverkefni Upplýsingar og umsjón með úrvinnslu umsókna hafa Ragnheiður G. Dagsdóttir ragnheidur@img.is og Guðríður Dröfn Hálfdanardóttir gudridur@img.is hjá Mannafli-Liðsauka. Umsóknarfrestur er til og með 11. júní nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að leggja inn umsókn á heimasíðu Mannafls-Liðsauka: www.mannafl.is og sendið jafnframt ferilskrá. Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum svarað Menntunar- og hæfniskröfur: · Háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærilegt nám · Starfsreynsla · Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum · Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum STARFSFÓLK ÓSKAST ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 650 manns, víðsvegar um landið sem og erlendis. ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1970 og hefur annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stóriðjuver, hafnar- gerð, vega- og brúagerð auk flug- valla. Ennfremur húsbyggingar fyrir opinberar stofnanir, sveitar- félög, fyrirtæki og einstaklinga. Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00. Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is. Ístak óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf vegna aukinna verkefna: Kranastjóra á byggingarkrana Jarðýtustjóra Gröfustjóra Möguleiki er á húsnæði fyrir utanbæjarfólk. ATVINNA LAUGARDAGUR 3. júní 2006 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.