Fréttablaðið - 03.06.2006, Page 50
ATVINNA
10 3. júní 2006 LAUGARDAGUR
Starfið
Læknavísindin eru ein elsta
vísindagreinin og hafa þau
verið stunduð allt frá því að
mannkynið bjó í hellum. Öll
höfum við einhvern tímann
þurft að fara til læknis.
Hvort sem er á heilsu-
gæslustöð eða skurðstofu
felst starf lækna í
grundvallaratriðum í því að
lækna fólk. Það gera þeir
ýmist með ráðgjöf, skurð-
aðgerðum eða lyfjagjöf.
Læknavísindin skiptast í
fjölda sérgreina þar sem
fengist er við mismunandi
nálganir, mismunandi lík-
amsparta og mismunandi
sjúkdóma.
Námið
Háskóli Íslands er eini inn-
lendi vettvangurinn þar sem
hægt er að læra læknisfræði.
Grunnnámið tekur sex ár auk
eins kandidatsárs og útskrif-
ast nemendur þá með almenn
læknisréttindi. Flestir kjósa
svo að sérhæfa sig í t.d.
skurðlækningum, geðlækn-
ingum eða heimilislækning-
um í framhaldi af því.
Námið fer bæði fram á
skólabekk og innan veggja
spítalanna. Nemendur kom-
ast fljótt í tæri við vinnuum-
hverfið sem bíður þeirra
þar sem þeir læra af reynsl-
unni.
Helstu námsgreinar
Meðal þeirra námsgreina
sem kenndar eru við læknis-
fræðiskor Háskóla Íslands
eru efnafræði, líffærafræði,
samskiptafræði, ónæmis-
fræði, sýklafræði, veiru-
fræði, lyfja- og eiturefna-
fræði, meinafræði,
myndgreiningar, lyflæknis-
fræði, erfðalæknisfræði,
barnalæknisfræði, og tauga-
sjúkdómafræði svo eitthvað
sé nefnt.
Inntökuskilyrði
Árlega fer fram inntöku-
próf þar sem prófað er úr
námskrá framhaldsskól-
anna og almenn þekking er
könnuð. Árlega skrá um 200
manns sig í prófið en 48
þeirra komast áfram á 1. ár.
Allar nánari upplýsingar er
að finna á heimasíðu lækna-
deildar, www.laeknadeild.
hi.is.
Að námi loknu
Starfsvettvangur lækna fer
að miklu leyti eftir sérhæf-
ingu þeirra. Heimilislæknar
eru almennt fyrsta þrep
heilsugæslu þar sem læknar
taka á móti sjúklingum,
greina þá og senda áfram til
annarra sérfæðinga sé þess
þörf.
Margir læknar stunda
einnig rannsóknir á ýmsum
sviðum læknisfræði. Þessar
rannsóknir geta falið í sér
nýjar skurðaðferðir eða
lyfjarannsóknir allt eftir
sérsviði hvers og eins.
HVERNIG VERÐUR MAÐUR...
LÆKNIR?
Stéttarfélag Vesturlands
var stofnað 31. maí
síðastliðinn.
Nýtt verkalýðsfélag varð til
á miðvikudaginn síðasta við
samruna Verkalýðsfélags
Borgarness, Verkalýðsfé-
lagsins Vals í Dalasýslu og
Verkalýðsfélagsins Harðar í
Hvalfirði. Fékk félagið nafn-
ið Stéttarfélag Vesturlands á
stofnfundinum. Sameining
félaganna var samþykkt
fyrir tveimur vikum í alls-
herjaratkvæðagreiðslu hjá
hverju þeirra fyrir sig.
Nýtt verkalýðsfé-
lag á Vesturlandi
Verkalýðsfélag Borgarness hefur nú sameinast Verkalýðsfélaginu Val í
Dalasýslu og Verkalýðsfélaginu Herði í Hvalfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bíldshöfða 7
Verkamenn / Lagermenn
BM Vallá ehf. óskar eftir duglegum og samviskusömum
verkamönnum til starfa í húseiningadeild fyrirtækisins
sem staðsett er í Suðurhrauni í Garðabæ.
Einnig vantar okkur á sama stað starfsmann
á lager með lyftararéttindi.
Góðir tekjumöguleikar fyrir góða menn.
Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Kjartan
Antonsson í síma 860 5020. Vinsamlegast sendið
upplýsingar og fyrirspurnir á kjartan@bmvalla.is
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar
um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
UMSJÓNARMENN FRÍSTUNDAHEIMILA
Hefur þú áhuga á að starfa á vettvangi
óhefðbundins náms?
Hefur þú leiðtogahæfileika?
Viltu vinna í starfi þar sem þú getur haft áhrif?
Þá er umsjónarmannastarf á frístundaheimili eitthvað sem gæti
hentað þér.
Við leitum að uppeldismenntuðum einstaklingum, sem hafa
áhuga á að takast á við krefjandi og áhugavert starf við að reka frí-
stundaheimili fyrir 6-9 ára börn. Umsjónarmenn þurfa að vera
skipulagðir, röggsamir, hugmyndaríkir, skapandi og skemmtilegir
og áhugasamir um faglegt starf á vettvangi frítímans.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í kringum 8. ágúst 2006.
Umsjónarmenn vantar í:
• Selið í Melaskóla (Frostaskjól, s. 411-5700)
• Austurbæ (Tónabær, s. 510-8800)
• Breiðholt (Miðberg, s. 557-3550)
• Kjalarnes, afleysingarstarf til 1. feb. 2007
(Gufunesbær, s. 520-2300)
Umsóknarfrestur fyrir umsjónarmannastarfið í Selinu er til 18.
júní n.k. en fyrir hin störfin til 15. júní n.k.
Nánari upplýsingar og umsóknarform er hægt að fá hjá viðkomandi frí-
stundamiðstöðvum (sjá símanúmer hér fyrir ofan), á skrifstofu ÍTR, Frí-
kirkjuvegi 11, s. 411-5000 og á heimasíðu ÍTR, www.itr.is. Þar er einnig að
finna upplýsingar um önnur laus störf á frístundaheimilunum næsta vetur.
Laun eru skv. Kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar.
Ein elsta vísindagreinin
Mikil pressa fylgir læknastarfinu.