Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 70
3. júní 2006 LAUGARDAGUR38
Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri gegndi starfi blaða-
manns Morgunblaðsins í Osló
þegar samkomulag Íslendinga
og Breta var undirritað árið
1976. Fréttablaðið spurði
hvernig hann minntist þess-
ara örlagaríku daga. „Þetta
var í huga Íslendinganna gríð-
arlega stórt og mikið mál og
það gat gengið í báðar áttir.
Þar sem ég var í hópi fréttamanna þá
heyrðust litríkar frásagnir um að það
væri að slitna upp úr viðræðunum.
Við fréttamennirnir rákumst svo á
samninganefnd okkar síðar og það var
mikill hugur í okkar mönnum og þeim
fannst þeir hafa náð langt. Sérstaklega
vegna þess að breski utanríkisráð-
herrann var tengdur kjördæmum sem
voru mjög viðkvæm vegna þeirra
hagsmuna sem um ræddi. Þeir sem
voru í íslensku sendinefndinni vissu að
þetta var mikið tilfinningamál heima
og hætt við því að menn yrðu sakaðir
um svikasamninga og undanlátssemi.“
Davíð minnir á að Bretar hafi
gengið mjög hart fram og
samskipti Íslendinga innan
Nató litast af því. „Reyndar
segja menn að Rums-
feld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, hafi þá verið
í tengslum við sendinefnd
Bandaríkjanna í Nató og
kunnað okkur litlar þakkir.
Hann muni þetta enn og það
hafi jafnvel haft áhrif á afstöðu hans
til varnarstöðvarinnar mörgum árum
seinna.“ Davíð minnist íslensku sendi-
nefndarinnar í heild sem galvaskra
dugnaðarforka sem vissu vel af ábyrgð
sinni. „Það voru miklar tilfinningar sem
skiluðu sér til þeirra frá hjartarótum
þjóðarinnar. Ég held að það sé ekkert
pólitískt mál í dag sem myndi snerta
fólkið í landinu eins djúpt, því það má
segja að þetta hafi ekki einungis verið
afkomumál í hugum manna heldur
spurning hvort Ísland réði sínum
málum og væri fullkomlega sjálfstætt
eða ekki.“
DAVÍÐ ODDSSON SEÐLABANKASTJÓRI
Var þjóðinni hjartans mál
Helgi Hallvarðsson var
skipherra við útfærslu
landhelginnar í 50 og 200
mílur. Helgi lenti margoft í
útistöðum við bresk herskip
og dráttarbáta. Hann
segist ekki hafa tölu á því
hvað hann klippti aftan úr
mörgum togurum á þessum
árum. En hvað einkenndi
mennina í brúnni á íslensku
varðskipunum? „Þetta voru allt mjög
góðir sjómenn. Klókir og úrræðagóðir.
Þeir voru misjafnlega klippufærir enda
með herskipin ofan í sér og dráttar-
bátana líka.“ Helgi segir að
sumir hafi verið örir í skapi
og mishrifnir af Tjöllunum.
„Guðmundur Kjærnested
var hershöfðingi og kappi.
Hann gat blásið vel úr nös
en var rólegur undir öllum
kringumstæðum og gat haft
stjórn á tilfinningum sínum.
Við vorum það kannski allir
þegar hasarinn var en blésum
þegar komið var út úr átökunum. Það
þurfti að ná út taugatitringnum eins
og einn vinur minn sem fór upp á fjall
og öskraði á móti vindinum.“
HELGI HALLVARÐSSON SKIPHERRA
Voru klókir og úrræðagóðir
Kristján Ragnarsson, fyrrverandi
formaður LÍÚ, fór til viðræðna við
hagsmunaaðila þegar Bretar settu
löndunarbann
á íslensk skip
eftir að 200
mílna fiskveiði-
lögsagan var
orðin staðreynd
1976. Kristjáni
var boðið til
hádegisverð-
ar hjá John
Prescott,
þingmanni Verkamannaflokksins og
síðar aðstoðarforsætisráðherra Breta.
Þar var einnig foringi úr bresku
verkalýðshreyfingunni. Hugur margra
Breta til Íslendinga kom vel í ljós í
þessari heimsókn undir óvenjulegum
kringumstæðum. „Pabbi Prescotts
var þarna staddur þegar við fórum
að tala um löndunarbann verkalýðs-
hreyfingarinnar. Gamli maðurinn tók
að tala okkar máli ef svo má segja
og krefja verkalýðsforingjann um
svör um löndunarbannið. Foringinn
reiddist svo mikið að þegar nokkuð
var liðið á máltíðina gekk hann á dyr.
Við vorum mjög hissa á því af hverju
hann hefði tekið þessu svona því
við vöktum ekki upp neinar deilur.
Jón Olgeirsson, sem þarna var með
okkur, hitti verkalýðsforingjann
seinna og spurði hann hverju þetta
sætti. Þá svaraði hann því til að hann
hefði átt von á ýmsu frá Ragnars-
syni en maðurinn með honum
hefði verið yfirgengilega dónalegur.
Honum var brugðið þegar hann
komst að því að maðurinn sem tal-
aði máli Íslendinga svo kröftuglega
var faðir Prescotts þingmanns.“
KRISTJÁN RAGNARSSON
FYRRVERANDI FORMAÐUR LÍÚ
Von á ýmsu frá
Ragnarssyni
apríl 1948: Landgrunnslögin
samþykkt á Alþingi.
Lögin lýstu yfir rétti Íslands til að stýra
fiskveiðum á landgrunninu. Höfundur
laganna var Hans G. Andersen
þjóðréttarfræðingur, sem síðar varð
helsti ráðgjafi og sérfræðingur
íslenskra stjórnvalda í hafréttarmálum.
■ október 1949:
Uppsögn landhelgissamningsins frá
1901 sem kvað á um þriggja mílna
landhelgi umhverfis Ísland. Um vorið
1950 var landhelgin færð út í fjórar
sjómílur undan Norðurlandi.
■ mars 1952: Ólafur Thors
atvinnumálaráðherra gefur út
reglugerð um fjögurra mílna lögsögu
umhverfis Ísland. Í lok ársins hófust
refsiaðgerðir Breta. Lokað var á
fisksölu.
1958-1961: Fyrsta þorskastríðið
■ 1. september 1958:
Fiskveiðilögsagan færð út í tólf mílur.
Daginn eftir verða átök á miðun-
um. Breskir fjölmiðlar tala um að
„þorskastríð“ sé hafið. Breskir togarar
veiða undir herskipavernd. Í septemb-
er 1960 hefjast samningaviðræður
Breta og Íslendinga. Samkomulag
næst í mars 1961. Bretar samþykkja
grunnlínur og fá í staðinn takmörkuð
veiðiréttindi næstu þrjú árin. Samið
á sömu nótum við Vestur-Þjóðverja
síðar sama ár.
1972-1973: Annað þorskastríðið
■ Alþingi ályktar að fiskveiðilögsagan
skuli færð út í 50 mílur í 1. september
1972. Bretar senda hjálparskip á
Íslandsmið sem veita bresku togurun-
um sjúkra- og viðgerðaþjónustu. Varð-
skipið Ægir slítur togvíra bresks togara
með leynivopni íslensku varðskip-
anna, „klippunum“ svokölluðu, í fyrsta
skipti í september 1972. Varðskipin
þurfa ekki lengur að færa togara til
hafnar en eyðileggja veiðarfæri þeirra
í staðinn.
Skipstjórar krefjast herskipaverndar
vegna þessa. Bretar senda dráttarbáta
á vettvang. Eldgos í Vestmannaeyjum
kemur í veg fyrir eftirlit varðskipa á
miðunum.
Varðskipin fara á miðin í mars og
klippa aftan úr mörgum togurum.
Flotavernd hefst að nýju í maí 1973.
Íslendingar hóta að slíta stjórn-
málasambandi við Breta og gefa
í skyn að þeir kunni að ganga úr
Atlantshafsbandalaginu. Bretar gefa
eftir í október 1973, í og með vegna
þrýstings Bandaríkjamanna vegna
mikilvægis Keflavíkurstöðvarinnar.
1975-1976: Þriðja þorskastríðið
■ Árið 1974 ákveður ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
undir forsæti Geirs Hallgrímssonar
að færa lögsögu Íslendinga út í 200
mílur. Hafrannsóknastofnunin gefur
út „svörtu skýrsluna“ um ofveiði
þorsks á Íslandsmiðum. Reglugerð
um 200 mílna lögsögu gengur í garð
15. október 1975. Varðskip skera
aftan úr togurum í nóvember, herskip
koma á miðin tíu dögum seinna og
dráttarbátar stuttu seinna. Siglt á Þór
úti fyrir Seyðisfirði sem svarar með
viðvörunarskotum. Mál Íslands kemur
til umræðu í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna en átökin halda áfram á
miðunum. Stjórnmálasambandi við
Breta slitið í febrúar 1976 og áfram
verða harðir árekstrar á miðunum
og Týr næstum sigldur niður í maí
1976. Skipstjóri breskrar freigátu biður
um leyfi til að beita fallbyssum og
sprengjum sínum gegn íslenskum
varðskipum. Bretar gefa eftir þegar
ljóst er að mörg lönd ætla að taka sér
200 mílna efnahagslögsögu innan
árs. 1. júní 1976 er undirritað í Osló
samkomulag Íslands og Bretlands.
Stjórnmálasambandi er komið á að
nýju. Bretar viðurkenna 200 sjómílna
fiskveiðilögsögu með heimild til
takmarkaðra veiða innan hennar í sex
mánuði.
Landhelgismálið 1948 til 1976
Um þessar mundir eru
þrjátíu ár liðin síðan
Bretar viðurkenndu 200
sjómílna fiskveiðilögsögu
Íslands með undirritun
samninga í Osló árið
1976. Svavar Hávarðsson
rifjaði upp baráttuna
fyrir réttinum til að nýta
mestu auðlind þjóðarinn-
ar ásamt nokkrum þeim
sem komu að málinu með
beinum hætti.
Þorskurinn varinn
með kjafti og klóm
KLIPPURNAR Þetta einfalda verkfæri varð
leynivopn íslensku varðskipanna sem
Bretar áttu fá svör við.
NÝKOMIN AF ÍSLANDSMIÐUM Breska freigátan Falmouth reið ekki feitum hesti frá viður-
eign sinni við Tý hinn 6. maí 1976. Mörg bresku herskipanna stórskemmdust í viðureign-
um sínum við íslensku varðskipin.
KJÆRNESTED SKIPHERRA Guðmundur
Kjærnested er í huga þjóðarinnar
holdgervingur þorskastríðanna og
baráttunnar gegn „ofureflinu“. Hann
og aðrir skipherrar Landhelgis-
gæslunnar eru í margra augum
stríðshetjur herlausrar þjóðar
sem vann fullnaðarsigur á
heims- og flotaveldi Breta.
MYND/ÓLI TYNES