Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 03.06.2006, Qupperneq 72
 3. júní 2006 LAUGARDAGUR40 Halle Berry geislaði af lífs-gleði í sólinni í Cannes þar sem hún var ásamt með- leikurum sínum að kynna ævin- týramyndina X-Men: The Last Stand. Þó að X-Men væri mál mál- anna var auðvelt að fá hana til þess að tala um allt milli himins og jarð- ar. Berry verður fertug í ágúst og segist aldrei hafa haft það jafn gott. „Ég hef aldrei verið betur á mig komin, hvorki andlega né líkam- lega,“ segir Berry, sem hefur marga fjöruna sopið, ekki síst í ástarmálum, en hún telur sig nú loksins hafa fundið hinn eina rétta. „Ég er mjög hamingjusöm og það var tími til kominn.“ Fórnarlamb lúmskra fordóma Leiðin hefur legið upp á við jafnt og þétt hjá Berry allt frá því hún lék í Spike Lee-myndinni Jungle Fever og hasarmyndinni The Last Boy Scout á móti Bruce Willis árið 1991. The Last Stand er þriðja X- Men-myndin hennar og hún átti góða innkomu sem hörkutólið Jinx í James Bond-myndinni Die Anoth- er Day. Inni á milli stórra hasar- mynda lék hún svo í Monster´s Ball, sem skilaði henni Óskars- verðlaunum sem besta leikkonan í aðalhlutverki árið 2001. „Ég hef þurft að berjast fyrir nánast hverju einasta hlutverki,“ segir Berry og er nokkuð niðri fyrir. „Í alvöru talað. Öll þau hlut- verk sem mig hefur virkilega lang- að til að leika hafa kostað mig átök. Ég veit ekki hvað veldur þessu og án þess að ég sé að kvarta þá lifum við í heimi kynþáttafordóma og í sannleika sagt verður fólk eins og ég fyrir barðinu á fordómum á sumum sviðum. Ég er ekki að segja að Hollywood sé fordómafull en fordómarnir eru svo lúmskir að fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að þeir stjórna ákvörðun- um þess.“ Hætt að reyna að þóknast öðrum Berry segist, eins og fleiri leikarar í The Last Stand, hafa heillast af samfélagsgagnrýninni sem fléttuð er inn í handrit myndarinnar. „Myndin fjallar beinlínis um kyn- þáttafordóma og ég tengdist þessu efni sterkum böndum. Fyrst og fremst sem kona og svo einnig sem lituð kona,“ segir Berry, sem hefur bæði mátt gjalda fyrir kyn sitt og hörundslit á leið sinni á toppinn. „Það er mikilvægt að við hugsum um þessi mál. Ég hugsaði um það oft á dag, á meðan við vorum að gera myndina, hvað myndi gerast ef yfirvöld í Bandaríkjunum myndu þvinga fólk til að taka mót- efni sem breytti dökum hörundslit fólks í hvítan og ég þyrfti að taka þetta inn til þess að halda lífi eða fá að búa áfram í landinu mínu. Það væri hræðilegt og þessar hugsanir vöktu upp sterkar tilfinn- ingar innra með mér. Allt mitt líf hef ég barist fyrir því að vera tekin í sátt og verða samþykkt. Það var ekki fyrr en ég komst á fer- tugsaldurinn sem ég áttaði mig á að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst. Ég gerði mér þá loks grein fyrir því að fólk gæti bara tekið mér eins og ég er og ég þyrfti ekki að breyta mér til að þóknast öðrum.“ Er enn að berjast Þrátt fyrir Óskarsverðlaunin og byr sem leikkonan hefur fengið undir báða vængi þurfti hún að hafa mikið fyrir því að landa aðal- hlutverkinu í næstu mynd danska leikstjórans Susanne Bier. Myndin heitir Things We Lost in the Fire og allt útlit er fyrir að Benicio Del Toro muni leika á móti Berry í henni. „Handritið barst mér á meðan ég var að leika í X-Men. Það höfð- aði svo sterkt til mín að ég stökk upp, hringdi í umboðsmanninn minn og hrópaði á hann að ég yrði að fá þetta hlutverk. Þetta var svip- Hollywood-gyðja sem þarf að berjast fyrir sínu HALLE BERRY Í CANNES Hefur aldrei verið hamingjusamari. Hún er ástfangin upp fyrir haus og er nýbúin að landa aðalhlutverki í næstu mynd danska leikstjórans Susanne Bier. STORM Berry leikur ofurhetjuna Storm í þriðja sinn í The Last Stand en hún telur nánast útilokað að persóna sín úr X-Men-myndunum muni skjóta upp kollinum í sjálfstæðri framhaldsmynd. „Ég hef engan sérstakan áhuga á slíku enda er það X-Men-hópurinn sem hefur heillað mig. Þetta er svo fjölbreytt persónugallerí sem endurspeglar samfélagið allt og það er það sem gerir myndirnar svo áhugaverðar.“ Leikkonan Halle Berry er funheit í Hollywood um þessar mundir en lífið hefur ekki alltaf leikið við hana. Þórarinn Þórarinsson hitti stjörnuna, sem hefur þurft að berjast fyrir því að komast á toppinn, að máli í Cannes.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.