Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 75
TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Þegar best lætur verður leikhúsupplifunin svo innileg og sterk að augnablikið, „núið“, verður næstum því áþreif- anlegt. er ekki viðunandi í dag. Það þarf að tæknivæða Þjóðleikhúsið og byggja við það til austurs, það hafa menn vitað lengi, án þess þó að gera nokkuð í málinu. Rekstur Þjóðleikhússins er undirfjármagnaður og hefur verið það lengi. Miðað við fjármögnun sambærilegra leikhúsa á Norður- löndum og í Norður-Evrópu er starfsfólk Þjóðleikhússins hrein- lega að vinna kraftaverk á hverj- um degi, en það dugar ekki til. Skuldir hafa hlaðist upp með árun- um og það verður að segjast eins og er að hann var ansi þungur bagginn sem mér sem stjórnanda var gert að axla þegar ég tók við embætti. Ég er enn með þann bagga á bakinu og sé ekki hvernig mér á að takast að jafna stöðuna.“ Hróðurinn berst víða Tinna er fyrir löngu farin að huga að næsta leikári og kennir þar ýmissa grasa. Hún segist njóta starfsins þó það sé hvorki einfalt né auðvelt að vera í forsvari fyrir Þjóðleikhúsið. „Hér vinnur frá- bært fólk og ég fullyrði að við eigum að geta verið stolt af Þjóð- leikhúsinu okkar. Það er litið til þess sem framúrskarandi víðar en við gerum okkur grein fyrir, það sýnir til dæmis umfjöllun eins virtasta leiklistargagnrýnanda Breta, Michaels Billington, en í umfjöllun sinni um sýningar Þjóð- leikhússins á Fagnaði og Pétri Gaut sem hann birti nýlega í The Guardian, sagði hann þær í hæsta gæðaflokki og svo sannarlega eiga erindi langt út fyrir landsteinana. Áhugi Dana á sýningum Þjóð- leikhússins sýnir það sama en nýlega þáði leikhúsið boð um að sýna tvær gestasýningar á „Eld- hús eftir máli“ í Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn. Sú leik- för tókst með afbrigðum vel og vakti sterk viðbrögð þeirra sem sáu hana. Fyrir okkur var þetta líka söguleg stund, en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Þjóðleik- húsið heimsækir Konunglega leik- húsið í gömlu höfuðborginni okkar með gestasýningu. Í haust hefur sýningu leikhússins á Pétri Gaut verið boðið á hina virtu Ibsenhátíð í Ósló, en sú sýning hefur vakið athygli og fyrirspurnir borist víða að. Við Íslendingar erum rík að eiga Þjóðleikhús sem með metnað- arfullu starfi í ríflega hálfa öld hefur sýnt og sannað að það er sannkölluð þjóðargersemi. Við getum þakkað stórhug frumkvöðl- anna og þjóðarinnar allrar á sínum tíma, en við getum einnig þakkað þá velgengni sem Þjóðleikhúsið hefur búið við frá upphafi, viðvar- andi áhuga og velvilja fólksins í landinu.“ LAUGARDAGUR 3. júní 2006 43 Hér er hitinn að verða gjörsam- lega óbærilegur. Ég fer helst ekki út úr húsi á milli 11 og 15 á daginn þegar hitinn er mestur. Maí er samt rigningamánuður- inn og allir eru að bíða eftir fyrstu rigninginni, maður á að baða sig í henni því það boðar gæfu. Hún er ekki komin enn. Annað gæðalegt við rigninguna er að með henni þroskast mangó- in, avókadóin og fleiri ávextir. Það er eitt sem ég á eftir að sakna þegar ég kem heim, allir ávextirnir. Er búin að uppgötva meira en tvær tylftir af ávöxtum sem ég vissi ekki að væru til í heiminum, sem ég hafði ekki einu sinni séð í sjónvarpi eða á myndum. Talandi um ávexti, þá lærði ég að gera magnaðan anan- asdrykk þegar ég var á ferðalagi úti á landi um daginn. Þar gisti ég hjá gamalli frænku vinar míns og hún gaf mér uppskrift- ina. Drykkurinn er kallaður gar- apiña og það besta við hann er að maður býr hann til úr hýðinu og stilknum inní sem maður hendir annars. Það tekur reyndar þrjá daga að gera hann en allt annað er auðvelt. Best er að frysta hann í litlum skömmtum, eins og frænkan er að gera á myndinni, og þá er drykkurinn afskaplega frískandi í hitanum. Svo þar hafið þið það, hér er komið gott ráð til að þola næstu hitabylgju sem gengur yfir heima. Garapiña frænkunnar Það sem til þarf er ílát úr gleri, stór glerkrukka er tilvalin. Í hana setur maður stilkinn, hýðið og nóg vatn til að þekja alla bitana. Drykkurinn þarf að anda svo ekki loka krukkunni, settu heldur klút eða sigti yfir opið. Geymdu drykkinn í þrjá daga og ef þú vilt hafa hann sterkari þá lengur. Þá er bara eftir að sigta og sykra drykkinn eftir smekk og voilà! KÚBUÆVINTÝRI TINNA ÞÓRUDÓTTIR ÞORVALDSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ HAVANA Garapiña frænkunnar – gott ráð við hita Við opnum nýja verslun ESSO aðfanga í Knarrarvogi! Rafhlöður Pappírs- og hreinlætisvörur Rafgeymar Smurefni og bílavörur Bónvörur og hreinsiefni Verkfæri og skápar Grillvörur og gasáfyllingar Vinnu- og útivistar- fatnaður og skór Í dag bjóðum við þér að kíkja með fjölskylduna í nýja og glæsilega verslun ESSO aðfanga í Knarrarvogi 4. Í versluninni finnurðu mikið úrval af vörum frá leiðandi framleiðendum í grillum, útivistarvörum, verkfærum, bílavörum, hreinlætisvörum o.fl. o.fl. Komdu í heimsókn – við hlökkum til að sjá þig! Frábær opnunartilboð í tilefni dagsins. Til sýnis verður Formúlu 1 bíll frá McLaren Mercedes sem er sömu gerðar og Mika Häkkinen ók þegar hann varð heimsmeistari árið 1999. Blöðrur og Emmess ís fyrir börnin. Opið kl. 10–16 í dag, laugardag. Gnoðarvogur MIKLABRAUT SÆ B R A U T Eik juv og ur D ug g uv o g ur Sú ða rv og ur K na rr ar vo g ur Endurvinnsla La ng ho lts ve gu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.